Morgunblaðið - 10.12.1963, Síða 6

Morgunblaðið - 10.12.1963, Síða 6
MORCUN BLAÐIÐ ÞriðjudagtiT 10. d«s. 1963 Ymislegt á prjónunum Fornritafélaginu Spjallað við Jón Asbjörnsson, formann félagsins ÚTGÁFA Fornritafélagsins á fs- lendinga sögum er tvímælalaust eitt merkasta framlag til bóka- útgáfu og bókagerðar hér á landi, og hefur stundað mjög að því að auka kynni almenn- ings við gullaldarbókmenntir Islendinga. Útgáfan hófst fyrir um 30 árum og markaði þá þeg- ar djúp spor, þvi frá upphafi vega var hún með þeim glæsi- brag, sem raun ber enn vitni. Fyrsta ritið sem Fornritafé- lagið gaf út var Egils saga Skallagríinssonar, sem margir fræðimenn telja nú ritaða af Snorra Sturlusyni. Um útgáfuna annaðist prófessor Sigurður Nordal, og má segja að þar með hafi brautin verið vörðuð. Síðan hefur Egils saga komið út í þremur útgáfum, þ.e.a.s. félagið hefur látið Ijósprenta hana tvisv- ar sinnum, auk frumútgáfunnar. Kemur þriðja útgáfan í bóka- Hóir SAS nð getn ekki selt fnr- miðn from og oftur yfir Ationtshnf DANSKA blaðið B.T. ræðir á laugardaginn hinar ódýru flugferðir SAS yfir Atlants- haf og samkeppni félagsins við Loftleiðir. Segir m.a., að hinar ódýru ferðir SAS gangi ekki vel. Megin orsökin sé, að félagið hafi enn ekki aðstöðu til þess að keppa við Loftleið- ir á jafnréttisgrundvelli. Það veiki samkeppnisaðstöðu SAS að félagið hafi ekki heimild IACA (Alþjóðasamhands flug félaga) til þess að fljúga á lágum fargjöldiim, nema til 1. apríl n.k. og þess vegna geti það ekki selt fargjöld fram og til baka, ef menn ætla yfir Atlantshaf eftir þennan tíma. Blaðið segir, að enn sé óvíst hvort SAS fái heimild til þess að halda áfram ferðum yfjr Atlants- haf á lágum fargjöldum eftir 1. apríl, en Loftleiðir geri það hins vegar og komið geti til greina, að þær lækki fargjöld sin enn, ef IATA samþykki lækkuð far- gjöld með þotum. Blaðið bendir einnig á, að Loft- leiðir auglýsi Ameríkuferðir sín- ar mjög, en SAS hafi fremur hljótt um sínar ferðir af ótta við, að þær tæki farþega frá þotum félagsins. Einnig ræðir blaðið hin lágu fargjöld Loftleiða til Lux- emburg og segir, að þau valdi forráðamönnum Flugfélags ís- lands áhyggjum. Jón Ásbjörnsson. verzlanir innan skamms. Það er gleðilegt tákn um vin- sældir þær, sem fornritaútgáfan hefur átt að fagna meðal al- mennings hér á landi, að nokkr- ar sögurnar hafa selzt upp og það jafnvel á skömmum tíma. Nú hefur félagið látið bæta úr þessu og verður hægt að eignast allt safnið þegar Egla er komin ÚL Eins og kunnugt er hafa marg- ir ágætir fræðimenn lagt hönd á plóginn við útgáfu þessa og gefur það ritunum aukið gildi. Fornritafélagið hefur nú ákveð- ið næstu spor, sem stigin verða, og hefur Jón Ásbjörnsson, for- maður Fornritafélagsins, góðfús lega veitt Morgunblaðinu upplýs ingar um það, sem félagið er nú að hrinda í framkvæmd. Af upp- lýsingum hans má sjá, að félag- ið hefur síður en svo látið staðar numið, en mun nú skera upp enn eina herör og efla útgáfu sína með nýjum ritum. Hér á eftir fer stutt frétta- samtal við Jón Ásbjörnsson, fyrr um hæstaréttardómara um vænt- anlega útgáfu Fornritafélagsins: — Félagið hefur nú gefið út samtals 15 bindi af íslenzkum fornritum, þar af 12 bindi ís- lendinga sagna og svo Heims- kringlu í 3 bindum. Bindi þessi eru nokkuð mismunandi að stærð, en að meðaltali rúmar 30 arkir í Skírnisbroti, auk korta og mynda frá sögustöðvum eða af fornum gripum. Frumútgáfa þeirra sumra er uppseld og hafa þau bindi verið ljósprentuð, stundum með nokkrum viðauk- um. Má þar einkum nefna Borg- firðinga sögur en inn í ljósprent- un þeirra hefur verið bætt því sem læsilegt var af skinnblað- inu úr Heiðarvíga sögu, sem fannst í Landsbókasafninu fyrir nokkurum árum, svo og viðbót við formálann. Þurfa kaupendur íslenzkra fomrita að eignast ljós- prentun þessa, til þess að hafa Heiðarvíga sögu eins fullkomna og kostur er á. í haust hefur félagið látið ljósprenta Egils sögu, sem var uppseld. Mun hún bráðlega koma á markaðinn. — Verður þá allt sem félagið hef- ur gefið út af íslenzkum forn- ritum fáanlegt hjá bóksölum. — Hvað hefur félagið nú í undirbúningi? — Verið er að undirbúa nokk- ur bindi, svo sem ég mun nú gera grein fyrir. Ber fyrst að nefna síðasta bindið af ís- lendinga sögunum (að Land- námu undanskilinni), XIII. bindi íslenzkra fornrita, en í því verða nokkrar síðskrifaðar sögur og þættir. Undirbúning þessa bind- is hefur prófessor Þórhallur Vil- mundarson að mestu leyti annazt af frábærri vandvirkni. Útgáfu einnar sögunnar (Bárðar Snæ- fellsáss) hefur þó Bjarni Vil- hjálmsson, skjalavörður, með höndum. Alllangt er umliðið síðan hafizt var handa um und- irbúning þessa bindis og gerði félagsstjómin í upphafi sér von- ir um, að það kæmi út 1961, en margt hefur orðið til tafar. Yrði það of langt upp að telja. Þó má geta þess, að í bindi þessu verða 4 sögur og fjölmargir þætt- ir. Er útgáfa þeirra binda, sem margar sögur eru í, ávallt sein- legri en hinna. Þótt félagsstjórn- inni sé hugleikið að hraða út- gáfu þessa bindis, svo að fyllt verði það skarð, sem þar er í íslendinga sögurnar, er hæpið að það sjái dagsins ljós fyrr en eftir 1—2 ár, því að mörgu er enn ólokið, sem að því lýtur. — Er ekki byrjað að undir- búa útgáfu Landnámu? — Félagsstjórninni þykir mjðg miður, hversu lengi útgáfa Landnámsbókar hefur dregizt. En hún er slikt höfuðrit í ís- lenzkum bókmenntum og þótt víðar sé leitað, að til hennar verður að vanda, svo sem kostur er. Var því fljótt farið að svip- ast um eftir hæfum manni til að annast útgáfu hennar. Var að lokum Jón heitinn Jóhannesson prófessor, sem allra manna fróð astur var um Landnámsbækur og ýtarlegast hafði rannsakað allt, sem að þeim laut, ráðinn til að taka útgáfu Landnámu að sér. En hann andaðist um það leyti sem hann var að hefja und- irbúning að því starfi. Var þá leitað til dr. Jakobs Benedikt9- sonar, sem telja verður færast- an núlifandi manna til að inna það starf af höndum, þeirra sem Framh. á bls. 22. — Flugmálastjóri Framh. af bls. 3 í flugvélina," klukkan er far- in að ganga tíu og við verðum að ná til London fyrir hádegið til að borða þar með flugmála ráðherra Breta, Mr. Julían Amery, sem er tengdasonur Maemillans.“ „Hve lengi verðið þig á leiðinni?" spurði ég. „2 klst. og 20 mínútur, býst ég við. Við vorum 5 tíma á leiðinni frá Washington til Kef!avíkur.“ Er við höfðum kvatt renn- ur þotan út á brautina og innan fáeinna minútna geysist hún eftir brautinni. „Hún er að vísu hraðfleyg,“ hafði frú Halaby sagt skömmu áður,“ en mér finnst hún aldrei ætla að komast á loft. Það er hræði leg tilfinning, sem grípur mig alltaf, þegar brautarendinn fer ag nálgast ískyggilega, en vélin er enn á jörðinni." — Loksins hefst hún þó á loft, hverfur á skammri stundu og flýgur áleiðis til London með næstum eitt þúsund kílómetra hraða á klst. Vín og akstur Borgari skrifar: „Það eru tíðar fréttir í blöð unum, að svo og svo margir menn hafi verið teknir fastir af lögreglunni vegna ölvunar við akstur. Venjulega ber mest á slíkum fréttum eftir helgar eins og vænta má. Ég er ekki bindindismaður á vín og þykir gaman að lyfta glasi í vina- og kunningjahópi, en ég er algjörlega andvígur því, að menn snerti við akstri bifreiða undir áhrifum áfengis og vil, að tekið sé enn harðara, en gert er, á þeim brotum. Það hefur þráfaldlega sýnt sig að eina leiðin til að fá menn til hlýðni við lög eða reglur er sú, að refsingin við brotum komi eftirminnilega við per- sónufrelsið eða pyngjuna. Gott dæmi um þetta og nærtækt, er sá árangur, sem náðst hefur við að fá menn til að leggja bifreið- um sínum rétt við götur. Með sífelldri eftirgangssemi lögregl- unnar og sektum er nú svo kom ið, að til undantekninga má telja, að út af sé brugðið. Boðið um borð Mér var gengið niður að höfninni síðla dags fyrir skömmu, fer þangað oft og hef gaman af að virða fyrir mér at- vinnulífið þar. Þar sem ég nú er staddur á einum stað við austur höfnina, drífur þar að allmargt þekktra borgara, flestir akandi í bílum sínum, leggja þeim hér og hvar við gangstéttarbrúnir og taka svo strikið niður á bryggju. Þetta kom mér hálf spanskt fyrir sjónir, mér þótti óvenju- legt að sjá marga þessara manna niðri á bryggju, taldi þeim eðli- legra að troða aðrar slóðir. Brátt varð ég vísari hvers kyns var, nýtt skip hafði bætzt í flotann, lá nú hér við bryggju og voru menn saman kvaddir til að fagna komu þess, sem eðlilegt var, að mér fannst. En það var annað í sambandi við þetta, sem mér þótti óeðli- legt. Þarna voru bornar fram dýrar veigar, að því er ætla má, ómældar. Marga þeirra gesta, sem þarna drifu að, kannaðist ég við úr borgarlífinu og flestir þannig stemmdir, að með ólík- indum væri, ef þeir brygðust við hinu framborna góðgæti á þann veg að hafna því. En allir hurfu einkabílarnir af þessum vettvangi síðar um kvöldið og gaman hefði verið að fylgjast með ökumönnunum og ástandi þeirra. Boðið í sendiráð Annað dæmi langar mig til að nefna hér, sem mér þykir jafnvel öllu lakara. Á afmælis- degi þjóðhöfðingja eins þeirra ríkja, er hér hafa sendiherra, var boðið til eftirmiðdagssam- komu með tilheyrandi „kokteil- um“ og „sjússum". Margir þeirra gesta sem þarna komu, voru á einkabílum sínum og óku flestir sjálfir. Þeir k'omu að bílum sínum að loknu gildinu, stigu upp í þa og óku brott. Ég býst við, að flest- um þyki ósennilegt, að allir þess ir vel virtu gestir hafi verið í því ástandi, er þeir óku á brott, að standast mundu gagnrýni umferðarlaganna. Það þótti mér þó athyglisverð ast við þetta síðara tilfelli að hér fór allt fram undir lögreglu vernd, tveir lögregluþjónar voru hafðir á staðnum, senni- lega til að koma í veg fyrir að gestunum yrði gerður nokkur trafali við akstur þeirra að og frá staðnum. Enda voru meðal gestanna sumir æðstu manna þeirra, er gæta laga og réttar meðal vor. Væri nú til of mikils mælzt, að þeir menn, sem að ýmsu leyti standa á hærra sjónarhóli í hinu daglega lífi, en almenn- ingur, gæti svo að hegðun sinni, að þeir gangi ekki beinlínis á undan með slæmt eftirdæmi og rifu þannig niður það, sem reynt er að byggja upp til góðs í þjóðfélaginu? Borgarf*. Misskilningur leiðréttur Um leið og ég þakka vin- samleg ummæli um mig í dálk- um yðar á laugardag, vil ég þó leiðrétta misskilning, sem raun- ar hefur komið fram áður, en sem ég taldi svo auðsæjan, að ekki þyrfti að benda á, Fyrst þetta er síendurtekið tel ég þó rétt að gera það. Það er misskilningur, að ég eigi einn að taka við stjórn Borgarsjúkrahússins. Ég á að- eins að standa fyrir einni deild, handlæknisdeildinni. Aðrir yf- irlæknar Borgarsjúkrahússins eru dr. med. Óskar Þórðarson i lyflæknisdeild, Haukur Krist- jánsson í slysavarðstofu, dr. med. Eggert Ó. Jóhannsson i rannsóknadeild og Ásmundur Brekkan yfirlæknir í röntgen- deild. Með þökk fyrir birtinguna. Friðrik Einarsson. ÞURRHLODUR ERU ENDINGARBEZIAR BRÆÐURNIR ORMSSON hf. Vesturgötu 3. Sími 11467.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.