Morgunblaðið - 12.01.1964, Side 32

Morgunblaðið - 12.01.1964, Side 32
 TVÖFALT EINANGRUNARGLER zQára reynsla herlendis EGGERT KRISTJAN aa«ffrt<s»aa 9. tbl. — Sunnudagur 12. janúar 1964 7771 CALCULATOR H.BENEDIKTSSON HF... LOFTLEIOIR LÆKKA FAR- GJOLOIN ÁLÍKA OG IATA STJÓRN Loftleiða hefur und- anfarna daga setið á fundum og rætt hver skyldu vera við- hrögð félagsins vegna lækk- unar IATA-flugfélaganna á flugfargjöldum. Mbl. náði snöggvast tali af Alfreð Elíassyni, fram- kvæmdastjóra Loftleiða, er blaðið var að fara í pressuna kl. 5 í gær. Hann kvaðst ekki geta að svo komnu máli skýrt endanlega frá ákvörðun Loft- leiða, þar eð unnið væri að henni. En víst mætti telja að Loftleiðir mundu taka það til bragðs að lækka frá 1. apríl fargjöldin svipað og IATA-fé- lögin og halda þannig áfram að vera fyrir neðan þau, mis- jafnlega mikið þó. Ekki kvaðst Alferð geta sagt neitt um flugvélakaup félagsins. Þrjá báta rak á land upp á fsafirði brezkum togara forðað á síðustu stundu ISAFIRÐI, 11. jan. — Um 7 leyt ið í morgun rak á land þrjá vél- báta hér á Isafirði. Vestan storm ur var og sleit bátana upp úr bátahöfninni og rak upp í fjöru fyrir neðan Hafnarstræti. Varð- skipið Albert gat dregið einn þeirra, Pólstjörnuna, 24 tonn að stærð, á flot, en hinir bátarnir tveir, Sædís 15 lestir og Ölver 5 lestir, liggja báðir í fjörunni enn þá. Talsverðar skemmdir ihafa orðið á öllum bátunum, en Iþó mestar á Ölver. Fyrr í nótt munaði minnstu að brezka togarann Port Vale GY 484 ræki upp í fjöru rétt hjá gömlu bæjarbrygjunni. Laust Ráðhúsið sýnt í Hagaskóla UPPDRÆTTIR og líkan af ráð- húsi Reykjavíkur verður til sýn is í Hagaskóla sunnudaginn kl. 14.00—22.00 og mánudag til mið vikudags kl. 17.00—22.00. fylgir blaðinu 1 dag. Er hún 24 i síður, en þar af eru 4 síður meðl efnisyfirliti Lesbókar 1963. Að öðru ; leyti er efni Lesbókar sem hér | segir: Bls. 1 Konan, sem kölluð var 1 Vinur fanganna, eftir séra | Jón Kr. ísfeld. — 2 Svipmynd: Aldo Moro — 3 Formælíngin, smásaga eft-1 ir Gerard Chinotti — - Kennedy, ljóð eftir Yngya 1 Jóhannesson — 5 Bókmenntir: Ungir, gegg- jaðir dýrlingar, spjall um i Jerome Davið Salinger, ( eftir Örnólf Arnason — 7 Hjá brezkum Suffragettum \ eftir Helga Valtýsson — S Uppruni nokkurra sígildra ) jólasálma, eftir séra Sigur- jón Guðjónsson, prófast í 4 Saurbæ. Síðari grein. — 10 Eftirminnilegur dagur í ( Washington, eftir Hauk , Hauksson — 12 Fjaðrafok — 15 Fyrsti negrinn út I geim- 1 inn? — 17 Gömul gelísk þula. — 19 Krossgáta — 20 Rannsóknir á Suðurskauts- t Iandinu. eftir kl. 3 í nótt var togarinn að leggja frá bryggju, en rak undan veðri og mun hafa rekið stýrið í grynningar og talsverða-r skemmdir urðu á því. Rak tog- arann síðan norður Pollinn og varpaði út akkeri, en dró það með sér drjúgan spöl. Togarinn kallaði á hjálp og fór varðskipið Albert til aðstoðar við hann. — Þrátt fyrir mikið öldurót tókist hafnsöfumönnunum Jóhannesi Elíassyni og Pétri Bjarnasyni að koma dráttartaug frá Albert yfir í togarann, sem hamlaði um 20 —30 m. frá landi. Gat þá Albert dregið togarann að bryggju. Tal ið er að skemmdir á stýrinu séu það miklar að draga verði tog- arann til Reykjavíkuir til viðgerð ar. Dakctavél F.í. teppt í roki á Akureyrarvelli AKUREYRI, 11. jan. — Veður er hvasst hér í dag og byljótt mjög, svo að sjóinn hvítskefur. Vindmælir veðurstofunnar, sem staðsettur er að húsabaki við lögreglustöðina mælir 9-10 stiga meðalvind og 11-12 stiga vind- hraða í byljum. Dakotavél frá Flugfélagi ís- Stolið 12 þús. kr. virði af tóbaki Aðfaranótt laugardagsins var brotizt inn í verzlunina Björk við Strandgötu í Hafnarfirði og stolið þar sígarettum og tóbaki, sem er 12 þús. kr. virði. Fóru þjófarnir inn uim glugga á bak- hlið verzlunarinnar og rifu frá honum. Daginn áður hafði eig- andi verzlunarinnar fengið nýja sendingu af sígarettum og tóbaki og því voru óvenju miklar birgð ir af þessum vörum í búðinni. Llnuvertíð hafin ÓLAFSVÍK, 11. jan. — Línu- vertíð er hafin hér í Ólafsvík og reru tveir fyrstu bátarnir sem tilbúnir eru í gær, Steinunn og Valafell. Afli var fremur lítill, tæp 3 lestir hjá hvorum bát, enda slæmt sjóveður. Aðrir tveir bátar eru senn tilbúnir að hefja róðra. Engir bátar eru á sjó í dag vegna hvassviðris. Óvíst er enn hve margir bátar róa héðan í vetur á línu. verða senniiega 5— 6. H. K. lands er teppt hér og er stórum bílum og vinnuvélum komið fyr- ir framan við hana, til að brjóta vindinn. Er henni ekki talin veruleg hætta búin, ef ekki bvessir enn meir. Sem kunnugt er, er hér ek.kert flugskýli, sem rúmað get; vél af þeirri stærð og engar festingar eru á flug- vélastæðinu sjálfu. Ekki er enn kunnugt um nein- ar verulegar skemmdir af veðri þessu hér um slóðir. I>ó hafa nokkrar þakplötur losnað og fokið, a.m.k. af einu húsi — Sv. P. Allir ísafj arða rbátar voru á sjó í gær, þrátt fyrir slæmt sjóveð- ur og varð ekkert að hjá þeim, nema hvað Vikingur II. missti 9 bala af lóðum. Mesti rosi hefur verið hér alla vikuna, vestan hvassviðri og stormur og stórrigning eða hagl- él. Ek'kert hefur verið flogið hinig að síðan á mánudag. H.T. Hogkvæmt að virkja Klóifoss í Hvító AKRANESI, 11. jan. — Á síðasta aðalfundi Andakílsárvirkjunar sagði framkvæmdastjórinn, Ósk- ar Eggertsson, að rannsóknir á orkuveitusvæðinu hefðu sýnt að mjög hagkvæmt myndi reynast að virkja Kláffoss í Hvítá. Þar mætti reisa 11—13 þús. kw orku- ver, sem framleitt gæti 80—90 millj. kílówattstunda á ári, þre- falt stærra en Andakílsárvirkj- un. — Oddur. 45 Færeyingar r til Islands GULLFOSS átti að koma við í Færeyjum seint í gærkvöldi, til að taka þar 45 Færeyinga, mest stúlkur í frystihúsin á íslandi. Er skipið væntanlegt síðdegis á mánudag til Reykjavíkur. m Tr- j. ' : ................................. >■ > *■ ^ 1 'i'- ■.................................. ■■■■:■■■ | . .> .0-............................................ ■- x í 1 Útliisteiknmg af verzlunar- og skrifstofuhúsnæði Silla og Valda að ofar. Austurstrætismegm, að neðan er mynd tekin inn í Aust- urstræti Fremst sézt viðbygging Útvegsbanka tslands, þá kemur Silla og Valda-húsið eins og það lítur út í dag. Stórhýsi í smíðum R.vík Mikið er uim byggingarfram- kvæmdir í bænum og möiig stór- hýsi að rísa. Eitt þeirra er skrif- stofu- og verzlunarhúsnæði Silla og Valda í Asturstræti. Byggingarframkvæmdiir hóf- ust um mánaðarmótin júni og júlí s.l. og var húsið steypt upp á röskum fjórum mánuðum. Er nú verið að múrhúða það að innan og leggja leiðslur. Silla og Valda-húsið verður sex hæðir og kjallari. Kjallari, 1. og 2. hæð verða verzlunar- húsnæði, en fjórar efri hæðirn- ar ætlaðar skrifstofum. Hver hæð er 400 fermetrar að flatar- máli og búizt við að húsið verði langt á veg komið um mitt næsta ár. Framhlið hússins, sem snýr að Austurstræti, og sú sem snýr að Hafnarstræti, verða settar í þeg- ar húsið er um það bil fullsmíð- að, og eru þær úr aluminíum og gleri. Húsið teiknaði Bárður Daníels son, verkfr., byggingarmeistari er Kristinn Sigurjónsson, múr- arameistari Jón Bergsteinson. Sjá um fleiri stórlhýsi í smiðum á bls. 13.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.