Morgunblaðið - 19.01.1964, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 19.01.1964, Blaðsíða 3
Sunriudagur 19. Jan. 1964 MORGUNBLAÐIÐ 3 Hjónin Helga Bachmann og Helgi Skúlason í hlutverkum Jóhönnu og^ Franz í leikritinu „Fangarnir í Altona" eftir Jean Paul Sartre, sem nú er sýnt í Iönó. Sjálfsagi mikilvægastur leikaranum Spjallað við Helga Skúlason, leikara HELGI SKÚLASON leikur nú tum þessar mundir eitt vanidasamasta hlutverk, sem hér hefur verið farið með, í leikritinu „Fangarnir í Alt ona“ eftir Jean Paul Sartre. Hefur hann hlotið mjög góða dórna fyrir leik sinn. Helgi stundaði nám í leikskóla Þjóð leikhússins og lék síðan þar, unz hann sagði upp starfi sínu og tók við leik og leikstjórn hjá Leikfélagi Reykjavíkur fyrir rúmum 3 árum. Hann kennir auik þess við leikskóla Leikfélagsins. Blaðamaður Morgunblaðsins átti fyrir skömimu samtal við Helga. • — Hvað vilt þú segja um I* hlutverk Franz í Altona? — Þag er að sjálfsögðu erf- iðasta hlutverk, sem ég hef leikið. Ég held jafnvel að það sé eitt erfiðasta hlutverk, sem ég hef lesið í leikbókmennt- um. Á ég þar bæði við andlegt .. og líkamlegt erfiði. Hin snöggu umskipti í leikritinu eru mjög þreytandi, ekki sízt þar sem þag er svo langt. — Hvar finnst þér örðug- ustu umskiptin vera? — Þegar Leni kemur með Frankfurter Zeitung og éig verð að hylja mig bak við blaðið meðan hún og Jóhanna gera upp sakirnar og risa síð- an upp brotinn maður. Sá sannleikur, sem Franz hefur lifað eftir síðustu 13 árin er orðinn að lygi. Það er erfitt að brúa þetta bil. — Telur þú, að Franz trúi því í raun og veru, að Þýzka- land sé enn í rústum? — Já, hann trúir því, þótt einhver vafi geri kannske vart við sig öðru hverju. Sá vafi eykst, þegar Jóhanna kemur til skjalanna, en áður er sterkasti þátturinn 1 fari hans, að hann gerir sér grein fyrir því, að 20. öldin er geggj uð. Hann vill bera henni vitni svo að henni verði ekki sleppt úr mannkynssögu síðari alda. Hann segir á þessa leið: Ókomnu aldir, dæmið okkur ekki. Okkar öld er ag koma með fæðingarhríðir. Þið, af- kvæmi oktkar, munuð ekki þekkja kvalir okkar og hörm- ungar. Bölið var eina hráefn- ið, sem við höfðum til að vinna úr. — Dómararnir, fulltrúar ó- kominna alda, eru hinir ímynduðu krabbar á lofti og veggjum herbergis Franz. Við þá hefur hann beint sambandi í byrjun leiksins, en eftir að Jóhanna hefur heimsótt hann á hverjutm degi eina viku sam fleytt, kemst slí'k rót á tilveru hans, að hann missir það sam band. Umheimurinn er tekinn að ryðjast inn til hans. Eftir einnar vifcu samneyti við Jó- hönnu, eru krabbarnir hon- um ekki raunverulegir, þótt fyrir þeirra dómstóli hafi hann flutt mál sitt í 13 ár. Þegar hann reynir að ná sam- bandi í byrjun 4. þáttar, „Grímuibúnu íbúar herbergis- loftanna," fellur ávarpið máttlaust til jarðar. Áheyr- endurnir eru ekki viðstaddir. — Hvenær heldur þú að þessi þáttaskil verði í lífi Franz, er hann finnur sektina og gerist vitni aldarinnar? — Ég held að það skýrist í 5. þætti, er hann segir að fangarnir hafi látizt af pynd- ingum hans án þess að leysa frá skjóðunni. Það er fleira, sem skýrist í lokaþættinum. T .d. er hann lýsir tilfinn- ingum sínum, þegar hermenn irnir drápu rabbíinn fyrir framan hann meðan fjórir héldu honum. Hann segir: í miðdepli vanmættis míns upp götvaði ég eitthvert ókenni- legt samþykki. Valdið varð köllun mín, Hitler hefur gert mig að öðrum manni, misk- unnarlausum og hörðum. — sjálfum sér. Ég er Hitler og ég yfirstíg sjálfan mig. — Þarna liggur grafin skýring á þv>í, hvernig heil- brigt og skynsamt fólk æpti af sefjun, þegar Hitler hélt ræður, enda þótt það vissi hvað var að gerast í fanga- búðunum. Það dáðist að styrknum, en bauð við því, sem hann kom til leiðar. Innlifun án tækni er eins og höfuð án lima., — Hvenær finnst þér þú hafa lært mest í leiklist? — Nú á síðustu tveimur ár- um. Á þeim tíma hef ég kom- izt að flestum þeim niður- stöðum um leikhús og sjálfan mig, sem ég tel að verði að mestu leyti varanlegur. Áður var ég meira þreifandi, en nú þekki ég betur sjálfan mig og geri mér ákveðnar hug- myndir um það, hvernig á að vinna. Mest hef ég lært af- því að fást við leikstjórn, kenna í leikskólanum og fara til útlanda og sjá þar leik- hús og leiklist. — Þegar ég sé þá „stóru“ og vinnubrögð þeirra, geri ég mér grein fyrir því hve sjálfs aginn er nauðsynlegur. Sál hinna „stóru“ og líkami eru þeim svo töm tækni, að þeir geta beitt hvorutveggja út í yztu æsar. Þeir eru eins og hljóðfæri, sem hefur allar nótur. í því kemur sjálfs- ögunin fram. Þá fyrst er leik- ari orðinn góður, er hann spannar allan tæknistigann. — getur gert allt með likam- aum, þannig að hann er leik- aranum tæki, en ekki fjötur um fót. — Það, sem ég leitast við að gera við nemendurna í leik- skólanutm, er að teygja til- finningalíf þeirra og tjáningar hæfni Ég reyni að þjálfa þau í því að skipta um hugar- ástand á sem stytztum tíma. T. d. læt ég nemendurna hlæja! og svo um leið og ég gef þeirn merki, eiga þeir skyndilega að bresta í grát. Rödtdin þjónar líka mjög mitkilvægu hlutverki og legg ég mikla áherzlu á þjálfun hennar. — Leikarar mega aldrei vanmeta tæknina. Hún dreg- ur þá línu, sem þeir geta al- drei farið niður fyrir, enda þótt þeim kunni að takast misjafnlega upp. Tækni eign- ast heldtur enginn í eitt skipti fyrir öll, henni verður að halda við. Leikari, sem trass- ar tæknina er eins og píanó- leikari, sem ekki gerir fingra- æfingarnar sínar. Leikarinn má t. d. aldrei leyfa sér það, að vera illa „upplagður“. Áhorfandinn á heimtingu á því bezta. Honum kemur ekkert við, hvort íeikarinn hefur sofið vel nóttina áður. Hann greiðir aðgangseyririnn og á að fá í staðinn allt það, sem listamennirnir geta látið í té. St. Eiríkur J. Eiriksson: á hugsjónir fæðast II. sunmiudagur eftir þrettánda. Guð'spjallið Jóh. 2,1—11 : Kenmislustund lýkur. Kennari hetfur lesið stil eins nemandans. Tvíeggjuð upphefð. Öfund skóla félaiganna hefur, ef til vill verið vakin.. Drengurin.n dregur sig- í hlé I frimínútunum. Félagi hans einn gemgur til hans. Á beimili hans rikir félagsandi aldamóta- kynsilóðarinnar. Hann tekur drenginn, sem viðurkenningin hefur eingiangrað, og setgir við hann: „geymdu vel þann. neista, sem liggur innst.“ í skólaium er alltaf sleppt mið erindinu ú ljóði Guðtmundar Magnússonar: „Vo regla var hugsjón í heimsins ónáð fædd, um ihelming af öld nú við stríð og sigur glædd. Sá neistinn smár er orðinn bnennheitt bál, sem birtir, vermir, yngjandi marga sál.“ Bróðurhugur skólafélagans var að einhverju lieyti þessum eldi tendraður, þótt frumlög hans væri upphaflegt. Menn minnast um þetta leyti 80 ára starfs Good-Templararegl unmar á íslandi. Undarlegt þætti einhverjum sjálfsagt að gera það í sambandi við guðspjall dagsins, Kristur breytir vatni í vín. Menn etru margir í vandræð- um með þessa frásögu, og vilja sumir taka hana sem hreina líkingu, að hér sé um tákmmáila að ræða. Sé það ekki gert, hlýtur hin viðkvæma spurning að vakna: Var hér um áfengt vín eða óá- fengt að ræða? Það verður að viðurkenna, að guðspjallið leys- ir ekki'þá gátu. Allir hljóta að viðurkenna, að drykkjuskapur er fordæmur í ritningunnd. En jafnframt má sjá, að vínið er þar yfirleitt ekkert- vandamál. Verðum við í þessu sambandi öllu að hafa í huga, að vínnautn okkar íslendinga er tvöfalt vanda mál: Einstaklingsins og hans nánustu,einkamál, og hreint og beimt lögreglumál, þannig að vín Íneytandinn veldur opinberri truflun og vandræðum í skemmt ana- og félagslífi. Þessa eru of Martröð Jeikarans. — Hvernig dreymir þig, þegar þú kemur heim eftir að hafa verið hálfgeggjaður Franz von Gerlach í fjórar kluikkustundir? — Við Helga erum bæði mjög þreytt eftir sýningar á Föngunum, svo að við höf- um komið á þeim sið, að fá okkur hálfhráa nautasteik, og glas af góðu víni þegar við komutn heim. Ef við gerðum það ekki, veit ég ekki, hvort við féllum nokk- urntíma í ró. Leikarar Já hins vegar oft martröð. Þegar við berum saman bækur okk- ar, kemur í ljós að þeir draumar eru oftast mjög keimilíkir. Hin dæmigerða martröð leikarans er þannig, að honum finnst hann vera kominn inn á sviðið, áhorf- endasalurinn fullsetinn, en kunna ekki hlutverkið. Stund um finnst manni meira að segja, að þetta sé ekki í því leiikriti, sem maður á að leika í. — Hvernig er að vera leik- ari og kvæntur leikkonu? — Það gæti ekki verið betra. Stundum er það svo, einkum þegar verið er að æfa veigamikii verk, að leikhúsið Frh. á bls. 27 mörg dæmi. Má til samanburð- ar benda á, að t.d er hægt að vera árlangt í Svisslandi án þess að sjá þar mann til óþæginda vegna ölvunar á almannafæri. Vínnautn hér og austur í Gyð- ingalandi á Krists dögum verð- ur erfitt að beimfæra til eins hugtaks. Jesús segir: „Ég^er vínviðurinn, þér eruð greinam- ar“. Guðsríkinu líkir hann við víngarð, Guð er vínyrki. Vínið er tákn hjartablóðs hans. Bnauð og vín eiga saman í ritningunni eins og matur og drukkur. Hins vegar gætir vínsins þar einnig sem böls. Hér gera menn og mun á vínum og vínneyt- endum, og ber að forðast oÆs- tæki í þessum efnum, þannig, að verið sé að gera viðhorf manna til vínnautnar að trúartariði, er sketri úr um sáluhjálp manna, enda mun.u slík fá dæmi. En bindindissemi er ein höfuð- dyggð k-ristins mtmns, og bar- áttan gegn áfenginu er oft háð í sannkristnum anda, enda af kristinni rót að verulegu leyti. Blessun bindindissamtakanna hefur og orðið mikil á umliðn- um áratugum og greitt götu Guðs málefnis í ríkulegum mæli. Mör.gum er það ekki aðeins ásteitingairsteiim, að Jesús skulli breyta vatni í vín. Þeir fella sig ekki við þátttöku hans í brúðkaupsgleðinni. Gegn svo mikilli lífsalvöru mælir Lúter: „Mundi það vera synd að dansa og leika á.hljóðpípu? Það er siður, að menn séu glaðir í btrúð- kau.psveizlum, klæðist sínum beztu flíkum, eti og drekki aí 'hjartans lyst, sé þetta í hófi átel ég það ekki. Trúin og kær- leikurinn bíða engan hnekki við, að menn dansi sé það gert siðsamlega. Menn geta syndgað víðar en við dans, í kirkjunni, í mat og drykk, sé neyzlan óhóf- lega. Börn dansa án þess að syndga, gerðu það einnig og án syndar, þá skaðar dansinn þig ekki. Væri dansinn synd, mætti ekki leyfa börnum að dansa.“ Hér er kornið að þýðinigar- miklum þætti í starfsemi Good- Templara, þeim, ér lýtuir að heilbrigðu skemmtana- og félags lífi. Hafa þeir í þessum efnum verið brautryðjendur með þjóð okkar. Eins má ekki gleyma þeim lýðháskóla, sem bindindis- hreyfingin varð. Er séra Sig- tryggur Guðlaugsson stofnaði lýðháskólann að Núpi (ung- mennaskólann) reisti stúlkan þar í sveitinni skólahúsið fyriir atbeina hans. Margir mestu and- ans menn okkar voru tengdir bindindishreyfingunni. — Nefna má Guðmund Magnússon (Jón Trausta), Einar H. Kvaran og stjórnmálaskörungana Bjöm Jónsson og Jón Baldvinsson. Oft heita hugleiðingar um guðspjall degsin-s: Jesús og heimilið. Við höfum tengt sam- an í dag Jesúm og félagsskap. bindindisQianna. Meiningin með því er ekki að mæla einhliða með einni stefnu eða skoðun manna og gera um leið annan málstað Guði vanþóknanlegan. Drengur í barnaskóla réttir félaga sínum bróðurhönd. Góð- ur félagsskapur og gott heimili hefur orðið náð.ir aðnjótandi, heimsóknar Jesú Krists. Fyrir komu hans má reynast sann- mæli: > „Sé takmark þitt hátt, þá eir alJtaf örðug för, sé andi þinn styrkur, þá léttast stríðsins kjör. Sé merkið hreint, sem hátt og djarft þú ber, snýr hindmn sérhver aftur, sem mætir þér.“ Guð gefi hverju góðu málefni sigur. Aiinen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.