Morgunblaðið - 19.01.1964, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.01.1964, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐID Sunnudagur 19. jan. 1964 L 1 Ný sending af sjónvarpstækjum er komin til landsins. Vegna mikillar eftirspurnar var ekki mögulegt að afgreiða allar pantanir fyrir jól og eru þeir sem eiga pantanir síðan þá, beðnir að hafa samband við okkur sem fyrst. Önnur sending á leiðinni. G. Helgason & Melsted hf. Rauðarárstíg 1 — Hafnarstræti 19. — Sími 11644. Við bjóðum yður nýtízkulegusiu húsgögnin BORÐSTOFUSETT, SVEFNHERBERGISSETT, HILLUSETT, RAÐHÚSGÖGN, HVÍLDARSTÓLA, SVEFNSTÓLA, KOMMÓÐUR, INNSKOTSBORÐ, SKRIFBORÐ, SNYRTIBORÐ, SÍMABORÐ, — ALLT í FJÖLBREYTTU URVALI. Munið okkar hagstæðu greiðsluskilmála. HÍBÝIAPRVDI hf. HAUARMðlA sími 38177 Með illu skal illt út reka Tilboð SVFR og vatnasvæði Ölfusdr UM ÁRAMÓTIN barst mér í hendur tilboð S. V. F. R. í vatna- svaeði Ölfusár. Þessu fylgdi síð- an fréttagrein 1 Morgunblaðinu 3. jan. og síðan viðtal við 5 forystumann veiðimála næsta dag, og er það tilefni þessarar greinar. Fyrst mun ég fara nokkrum orðuim um tilboðið og ræða síðan nokkuð um stang- veiðimenn og áróður þann og blekkingar, sem þeir að undan- förnu hafa háft í frammi gagn- vart netaveiðimönnum. Ég teldi mjög óhyggilega gjört af veiði- bændum að taka þessu tilboði. Því til sönnunar vil ég taka eftir farandi fram: S. V. F. R. býður 2.5 millj. kr. í vatnasvæðið. Þetta er lág tala milli 250-300 kr. í hvern veiddan lax miðað við meðalveiði í ánni á undan- förnum árurn. Allar ár, sem leigðar hafa verið undanfarin 2 ár hafa farið á 500-1000 kr. 'hver veiddur lax. Hversvegna skildum við verðlegigja minna stórlaxinn af okkar vatnasvæði en smálaxinn úr litlu ánum. Og minnumst þess, ag það er að verulegu leyti netalaxinn sem á þátt í þessu verði á ánum vegna hagstæðs verðs á erlend- um mörkuðum. Veiðifnönnum fjölgar, en veiðiánum ekiki að sama skapi. Það er mjög óhyggilegt að leigja til langs tíma, jafnvel þótt verð- Jag á ánni eigi að fylgja verð- lagi landtoúnaðarvara. Við vit- um harla lítið úm verðlag ag 10 árum liðnum. Fyrif nokkrum árum leigðu bændur á eina á suðvestur landi til nokkura ára fyrir 100 þús kr. og þóttust nú hafa gert snjalla samninga með að vísitölutryggja samningin. Á síðastlinðu ári var leigan orð- in 150 þús. kr. samkv. vísitölu. En í vor var svo komið að sams- konar ár voru leigðar á fimm- falda þá upphæð. Sá þá viðkom- andi stangveiðifélag sér ekki fært annað (vegna megnrar óánægju veiðiáeigenda) en þre- falda þessar 150 þús. kr. til þess að halda ánni næstu 2 ár. En nú þegar munu vera farnar að koima fyrirspurnir um leigu með á þessa, allt upp undir 1 millj. kr. Síðan gæti líka verð- lag á lamdlbúnaðarafurðum jafn- vel lækkað eða staðið í stað á þessum tímatoili, en eftirspurn eftir veiðiám og verð á þeim aukist. Þetta yrði a. m. k. löng ár fyrir marga veiðibændur. S. V. F. R. býðst til þess að leggja fram 500 þús. kr. á ári í fiski- ræfct móti framlagi frá Veiði- félagi Árnesinga, svo þar er nú farið strax að kroppa í leiguna. Síðan á Veiðifélagið að sjálf- sögðu ag kosta eftirlit, borga gtjórnarkostnað, greiða þeim veiðieigendum skaðabætur, sem fá minna út úr þessu en skatta- skýrslur síðustJU ára sýna og haldi verðbólgan áfram með viðeigandi gengisskerðingu og bækkandi verði, þar af leiðandi á laxi, þá mun sá liður hækka stórlega. Það gæti þá orðið býsna lítig sem endanlega kæmi til skipta þegar öll kurl kæmu til grafar. En umbúðalaust býðst S. V. F. R. til að leggja af mörk- um vissa upphæð í vafasama fiskirækt á móti framlagi frá bændum til þess að meðlimir S. V. F. R. geti notið enn meiri hagnaðar og ánægju af við- skiptunum. Hvað finnst þér bóndi sæll? Finnst þér þetta ekki stórmannlega boðið? Þá kem ég að væntanlegum stangafjölda í ánni. Ég á í fór- um mínum bréf frá S. V. F. R. dags. 14.3 1957. Þar segir m.a.: „Viil S. V. F R. vekja athygli veiðiréttareigenda á því, hve fiskisnautt vatnasvæði Ölfusár er orðið . . . Nú er ekki minnst á það lengur, (nema bergvatns- árnar) af eðlilegum ástæðuim, því þrátt fyrir 6 ára netaveiði, var síðastliðið surnar eitt það gjöfulasta í sögu árinnar. 1957 átti að rækta og friða ána serrr mest. En nú skal setja þarna niður allt að 110 stangir. Finnst ykkur gæta þarna nokkurra mótsqgna lesendur góðir. En þetta mál ræði ég síðar. Eða eru menn svo fljótir að gleyma að þeir muni ekki veiðisamninginn fræga sem gerður var við Veiði- fél. Flugu á sínurn tíma og var hann þó stórum betri, þar sem menn máttu þó fá sér silung 1 soðið. En eftir þessu tilboði má maður gera svo vel að greiða fullt gjald ef maður mætti vera ag skreppa með prik í ána eftir vinnutímá á kvöldi, ef þá er pláss fyrir. Eini ljósi punktur- inn í tiltooðinu, er ræktun á Tungu'fljótssvæðinu. Þar fengi S. V. F. R. verðugt verkefni að glírna við, til þess að sanna ræktunaráhuga sinni. Þá hefir vatnasvæðið ekkl verið boðið út enn. Þá hvorki í einu lagi eða hlutar úr því, hvorki utanlands eða innaix, svo ekki er vitað um raunveru- legt veðgildi þess. Jarðir lækka í verði og eru torseljanlegri ef hlunnindi þeirra eru bundin til margra ára, og gæti ég fært nokkur dæmi fram, því til sönnunar. En eins og kunmugt er hafa stangveiðmenn verið eins og gráðugir hákarlar í leit að hlunnindajörðum, gvo jafn- vel hið háa Alþingi hefir talið sig knúið til að lýsa áhyggjum sínum yfir þeirri þróun. Læt ég nú útrætt um tilboð þetta að sinni og sný mér að stang- veiðimönnunum. Ég vil skipta stangveiðimönn- um í 2 hópa. Annar hópurinn er prúðir og hógværir og kurt- eisfl- menn, sem veiða aðeins sér til ánægju. Þeir geta dund- að tímunum saman við að skipta um flugu eða spún. Þá skiptir litlu þótt þeir veiði engan fisik. Ef þeir eru í fögru umhverfi við vatn, að þeirra skapi, ef þeir sjá hring á vatni eða blika á sporð á fis’ki, eða þá sjá fisk risa eftir flugu. Meðal þessara manna á ég marga mina beztu kunningja og það skal fram tek- ið, ag það er ekki meint til þessara manna, sem ég deili á stangveiðimenn. Heldur til hinns flokksins, það er hinna gráðugu ósvífnu og freku, sem aldrei veiða nóg og vilja um- fram allt veiða upp í leyfið sitt, og nota öll hugsanleg og fær ráð til að ná sem mestum afla. Ég spurði einn slíkan, hvaða veiði hann gerði sig ánægðan með. 20-30 fiska, 5-8 pund yfir daginn var svarið. Sumir forystumenri veiðimála hafa gert harða hríð að okkur netamönnum á undanförnum misserum. Þessir menn hafa dyggilega notfært sér kenning- ar og aðferðir sálfræðingsins mikla og mannþekkjarans, Adólfs Hitlers og Göbbels, félaga hans, þ. e. að maðurinn sé mjög fljótur að gleyma, og sé sama lygin endurtekin nógu oft megi fá fjöldan til að trúa henni að lókum. Og sannleikurinn er sá að furðu margir trúa orðið þess- um mönnum. En vegna þess að menn þessir virðast vera algjör- lega pottþéttir fyrir rökum, vil ég beina orðurn mínum til þeirra, sem ekki hafa enn flækst á öngul þeirra, sem beittur er ósannindum og blekkingum. Framhald á bls. 17 i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.