Morgunblaðið - 19.01.1964, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.01.1964, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 19. jan. 1964 Útgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Árm Garðar Kristinsson. ■ Útbreiðsiustjori: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskrifturgjald kr. 80.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 4.00 eintakió. ÞJOÐIN VERÐUR AÐ FÁ VINNUFRIÐ Tjað er áreiðanlega ekki of * djúpt tekið árinni þó full- yrt sé að allur almenningur á íslandi sé orðinn leiður á hin- um stöðugu vinnudeilum og verkföllum, sem herja at- vinnuvegina og þjóðfélagið. Einu stórverkfallinu er ekki svo lokið að ekki taki við verk föll einstakra launþegasam- taka, stundum fámennra, stundum fjölmennra. Oft hafa vinnustöðvanir örfámennra verkalýðsfélaga stórkostleg áhrif á alla þjóðfélagsstarf- semina og geta jafnvel lamað framleiðslustarfsemi þjóðar- innar um lengra eða skemmri tíma. Það hefur margsinnis verið sagt, að meðan verkalýðs- stéttin var fátæk og umkomu- laus og tekjuskipting í þjóð- félaginu ójöfn, hafi verkföll átt rétt á sér sem tæki til þess að bæta og jafna lífskjörin. En síðan almenn velmegun skapaðist og lífskjörin jöfnuð- ust hér á landi meira en í flestum, ef ekki öllum öðrum löndum, eru verkföll orðin úr elt baráttutæki, sem oft hafa valdið stórfelldu tjóni og átt ríkan þátt í að skapa margs konar jafnvægisleysi og upp- lausn í þjóðfélaginu. VOÐI FYRIR DYRUM Tvað er þess vegna svo komið * hér á landi, að óhjá- kvæmilegt er að freista nýrra leiða til þess að tryggja vinnu frið og sættir milli vinnu og fjármagns. Launþegasamtök- in verða að beina athygli sinni ?í vaxandi mæli frá tímakaup- inu til nýrra og raunhæfari úrræða til þess að tryggja og bæta lífskjörin. Hér í blaðinu hefur oftlega verið bent á ýmsar nýjar leiðir í þessu skyni, þar á meðal aukna ákvæðisvinnu, vinnuhagræð- ingu, ágóðahlutdeild í at- vinnurekstri, almennings- hlutafélög, samstarfsnefndir launaþega og vinnuveitenda og ýmislegt fleira, sem stuðl- að getur að bættri sambúð verkalýðs og atvinnuveit- - enda. Örugg og ábyrg rann- sókn á raunverulegri greiðslu getu bjargræðisveganna er einnig lífsnauðsynleg. Niður- stöður þeirrar rannsóknar, sem framkvæmd væri af stofnun, sem báðir aðilar gætu treyst, yrði þjóðin síðan að virða, jafnt atvinnurek- endur sem launþegar. Endurskoðun vinnulöggjaf- arinnar er einnig mjög nauð- R Ú S S A R sendu hund og Bandaríkjamenn apa, en þeg- ar röðin var komin að Frökk- um kusu þeir að senda — Félicie. Þessi fyrsti fulltrúi franskr- ar tæknimenningar í himin- geimnum er jafnframt verð- ugur fulltrúi hins margróm- aða franska yndisþokka og kvenlegra töfra. Félicie er hreikræktaður Parísarbúi og segist hvergi una sér eins vel og í göturæsum heimaborgar sinnar, einkum þegar rökkva tekur undir Signubrúm og rott ur og mýr fara á kreik. Eldskírnina hlaut Félicie synleg til þess að draga úr átökum milli verkalýðs- og vinnuveitenda og stuðla að auknu öryggi í málamiðlun- arstarfinu. Um það þarf ekki að fara í neinar grafgötur, að ef íslend- ingum ekki tekst að tryggja vinnufrið í þjóðfélagi sínu betur en raun ber vitni und- anfarin ár, þá er voði fyrir dyrum. Þá hlýtur framleiðslu starfsemi okkar að dragast saman, arðurinn sem dreginn er í þjóðarbúið að minnka og sífellt jafnvægisleysi að setja svip sinn á þjóðarbúskapinn. íslenzk króna yrði þá eins og strá í vindi skekið. Gengis- fellingar og verðbólgusveiflur héldu áfram, og stöðnun og kyrrstaða héldi innreið sína. Þetta má ekki henda. Við verðum að tryggja vinnufrið- inn, vaxandi framleiðslu og í skjóli hennar bætt lífskjör almennings á íslandi. FISKVEIÐILÖG- SAGAN OG LUNDÚNARÁÐ- STEFNAN Í fiskimálaráðstefnunni i ^ London hefur nú komið fram tillaga, þar sem gert er ráð fyrir að fiskveiðilögsaga strandríkis miðist í raun og veru við 6 mílur. í tillögunni er þó einnig rætt um það, að á næsta 6 mílna svæði, sem tekur við fyrir utan hinar fyrri 6 mílur, megi fiskiskip annarra þjóða, sem undirrita samninginn eða hafa um langt skeið veitt á þessu svæði, stunda veiðar. Loks eru í tillögunni bollalegging- ar um það, að sérhver þjóð geti dregið úr veiðum fiski- skipa annarra þjóða á ytra 6 mílna svæðinu, ef samkomu- lag allra hlutaðeigandi næst um það mál. íslendingar og Norðmenn hafa að sjálfsögðu neitað að fallast á þessu tillögu og vilja engan hlut að henni eiga. Ennfremur hafa Danir lýst því yfir, að þeir muni ekki fallast á neinar undanþágur frá 12 mílna fiskveiðilögsögu fyrir hönd Grænlendinga og Færeyinga. Deilunni um fiskveiðitak- mörkin hefur verið ráðið til lykta að því er snertir okk- ur íslendinga. Bretar og aðr- ar fiskveiðiþjóðir hafa viður- kennt 12 mílna fiskveiðitak- mörk okkar og undanþágur þær, sem Bretar fengu til þess að veiða innan 12 mílna mark fiskveiðitakmarkanna við anna um 3ja ára skeið, fallastrendur landsias til þess að 18. október sl., að lokinni tveggja mánaða strangri þjálf- un hjá M. Grandpierre, for- stjórn C.E.R.M.A. (Rannsókn- arstofnun franska ríkisins í fluglæknisfræði). Yfir send- inni Sahara tókst geimflaug á loft og þaut upp í 152 km hæð. Innanborðs svaf Félicie vær- um blundi, henni hafði af stakri tillitssemi verið gefinn dálítill skammtur af svefnlyfi svo hún kæmist klakklaust og án þess að fá taugaáfall fram hjá fuglum himinsins. Nýjustu fréttir af Félicie herma að hún hafi verið kos- in heiðursfélagi í hinum virðu lega franska kattafélagsskap „Cercle Félin de París.“ Hann skilur dýramál KONRAD Lorenz er maður nefndur. Hann er talinn mesti dýrasálfræðingur vorrar ald- ar og stjórnar Max Panck- stofnuninni í Seewiesen við Wien. Hefur hann samið margar bækur um rannsóknir sínar á sálarlífi ýmissa dýra og þykja þær svo merkilegar og skemmtilegar aflestrar að sumar þeirra hafa runnið út í Evrópu og Ameríku. Fræg- astar þeirra eru „Hann talaði við dýrin“ og „Hið svonefnda böl“. Faðir hans var Adolf Lor- enz, frægur beinskekkjulækn ir víða í Evrópu. Hann byggði sér stórhýsi í Altenberg við Doná og hélt þar uppi mikilli risnu. Heimili hans var eins og hringekjusvið í nýtízku leikhúsi. Stundum var troð- fullt þar af vísindamönnum úr ýmsum áttum en stundum voru þar eintómir leikarar og listamenn. En sonurinn Kon- rad átti þarna ríki útaf fyrir sig. Þar voru þegnarnir gjammandi hundar, krákur, páfagaukar og gibbon-apar. Endur og gæsir vöppuðu um dýru persnesku gólfteppih í veizlusölunum. Að loknu háskólaprófi gekk Konrad Lorenz í hjónaband. Konan var læknir. Þau eiga börn, sem nú eru uppkomin en fengu einkennilegt upp- eldi. Þau voru löngum læst inni í búri, svo að allskonar rándýr og nöðrur grönduðu þeim ekki. Faðir þeirra lét nfl. rándýrin leika lausum hala í stórhýsinu í Altenberg en setti börnin í búr — þver- öfugt við venjuna. Nágrannar stórhýsisins 1 Altenberg voru ekki í vafa um að Konrad Altenberg væri brjálaður. Stundum sáu þeir hann dag eftir dag skríð- andi á hnjánum með hala- rófu af andarungum á eftir sér. Með þessu var hann að reyna að sanna, að andar- ungar tæki gilda forustu ann- arra en mömmu sinnar, ef að- eins foringinn vaggaði og rop aði eins og önd. — f síðustu bók sinni, „Hið svonefnda böl“, leitast Kon- rad Lorenz við að sanna að ágengni og illmennska sé sitt hvað. Ágengnin sé nauðsyn- leg til þess að verja hvern dýraflokk gegn óvinunum og tryggja að þeir sterkustu haldi kyninu við og að vitr- ustu einstaklingarnir taki for- ustuna. Hinsvegar getur hemju- laus ágengni orðið til þess að dýrategundin verði aldauða. Þessvegna eru dýrin búin sjálfvirku öryggistæki, sem tryggir nauðsynlega hamn- ing ágengninnar. Þetta kemur fram í litarblettum, lykt, hljóði og hátterni. Enginn full þroska hundur drepur hvolp, þó hann sé af geróliku kyni. Lorenz skýrir þetta þannig: Lyktin og hátternið gerir hvolpinn friðhelgan. Ef hvolp urinn heldur að hann sé 1 hættu leggst hann á bakið og mígur nokkrum dropum. En þetta verkar á hamningarör- yggi hundsins svo að hann lætur hvolpinn í friði. Viðureign úlfa lýkur ekki með því að sá veikari sé drep- inn. Sá sem bíður lægra hlut viðurkennir það með því að snúa trýninu undan, og sigur- vegarinn gerir sig ánægðan með það og þykir ekki sæm- andi að halda bardaganum áfram. Lorenz prófessor hefur gert eftirtektarverðar tilraunir á eðlutegund einni. Hann tók kvendýr og málaði það með öllum litunum sem eru á karl dýrinu til þess að sjá hvernig karldýrið brygðist við. Karl- dýrið réðst með offorsi á kvendýrið, því að það hélt að þarna væri kominn keppi- nautur. En þegar það kom nær fann það á lyktinni hvers kyns dýrið var. Það fylgir sögunni, að síðan þetta gerðist hafi þetta karldýr fyrir venju að þefa af karl- dýrum áður en hann ræðst á þau. Konrad Lorenz er ekki að- eins brautryðjand i í vísind- um. Hann er líka frægur fynr ritsnilld og gamansemi. „Við erum „the missing link“ milli apanna og mannkynsins“, segir hann á einum stað. Af því mætti ráða, að hann telji ekki hið sanna mannkyn fætt ennþá, en að vér, sem köll- um okkur „homo sapiens“ séum aðeins aðdragandinn að því. Og stundum þykir manni ekki ósanngjarnt að fallast á það. — esská. úr gildi snemma á þessu ári. íslendingar hafa því markað hiklausa stefnu í þessum mál- um. Við höfum einnig haldið opnum dyrunum til þess að halda áfram frekari útfærslu vernda fiskistofnana og tryggja Hfshagsmuni þjóðar- innar. Óhætt er að fullyrða að stóraukinn skilningur hafi skapazt á nauðsyn þess að vernda fiskistofnana og vinna greinilega í ljós á tillögum og málflutningi á Lundúnarráð- stefnunni, sem nú stendur yfir. Umræðurnar og átökin um fiskveiðitakmörk íslands hafa e.t.v. átt ríkastan þátt í að skapa þennan aukna skiln- gegn ofveiði. Það kemur ing. Er það vissulega vel farið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.