Morgunblaðið - 19.01.1964, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 19.01.1964, Blaðsíða 21
21 i / Sunnudagur 19. Jan. 1964 MORGUNBLAÐIÐ Unglingarnir og sigaretturnar TÓBAKSREYKINGAR hafa verið mjög á dagskrá síðustu dagana i framhaldi af niður- stöðum rannsóknarnefndar bandarisku heilbrigðisyfir- valdanna, sem birtar voru hér í blaðinu sl. þriðjudag. Morgunblaðið brá sér á leik og átti tal við tug unglinga, og ræddi við þá.um reykingar í þeirra aldursflokki. Fyrst hittum við þrjár ung- ar stúlkur, 15 ára gamlar, á veitingahúsi einu hér í borg- inni, þar sem þær sötruðu mjólkurhristing og púuðu út í loftið. Stúlkurnar voru vel klæddar, tvær með rúllur i hárinu, og skólatöskurnar voru í sætunum við hlið þeirra. Það kom dálítið fát á þær, þegar við undum okkur að þeim og spurðum: „Hvað reykið þið margar sígarettur á dag?“ Tvær þeirra stungu sígarettunum undir borðið, en áttuðu sig svo og flissuðu. Eft ir að hafa tekið af okkur lof- orð um að láta ekki nafna þeirra getið, sögðu þær okkur allt af létta. Þær byrjuðu að fikta við þetta fyrir tveimur árum. Fyrst voru þær 2—3 saiman um eina sígarettu og púuðu reyknum út um gluggann. Þetta var spennandi skemmt un og nýr leikur, áður óþekkt ur. Stúlkurnar játuðu að hafa orðið fyrir vonbrigðum fyrst í stað, því þær héldu að tóbaksbragðið væri betra en raun bar vitni. Svo komst ein upp á lag með að reykja ofan í sig, „og síðan fara allir vasa peningarnir í sígarettur", sagði hún. ALLIR VASAPENINGARN- IR FARA í SÍGARETTUR. Hún sagðist hafa 50 krónur í vasapeninga á viku, en auk þess borguðu foreldrar henn- ar skólabækur, nælonsokka og annað smávegis. Hún hefði unnið í verzlun í sumar og keypt föt og snyrtivörur fyrir mest allt sumarkaupið. Þegar við spurðum, hvort hún borð aði mikið sælgæti, sagðist hún frekar kaupa sígárettur en sælgæti og eiginlega aldrei fara í bíó nema sér væri boð- ið. Hún sagði að móðir sín reykti eins og skorsteinn og fyndi þar af leiðandi ekki tóbakslyktina af henni, og hún gætti þess vel að halda sígarettunni þannig að fing- urnir gulnuðu ekki. Stöllur hennar eru ekki orðnar eins háðar sígarettun um og hún og sögðust jafn- vel vera að hugsa um að hætta alveg. Önnur hefur einn ig 50 krónur í vasapeninga á viku, og tekur sælgæti og gos framyfir sígaretturnar, en sú þriðja hefur rýmst fjárráð, fær peninga „eftir þörfum“ og telur það ekki eftir sér að kaupa sígarettur fyrir stall- systur sínar, ef í harðbakka slær. AÐEINS HEYRT AF SfÐUSTU FRÉTTUM UM SKAÐSEMI SÍGARETTU- REYKINGA Stúlkurnar sögðust ekki hafa lesið greinina í Morgun- blaðinu, sem byggð var á skýrslu bandarísku rannsókn- arnefndarinnar, en hinsvegar heyrt ávæning af henni. Það væri lítið talað um hana í skólanum, enda stæðu miðs- vetrarpróf yfir og menn hefðu öðrum hnöppum að hneppa. Sömu sögu sögðu aðr ir unglingar, sem við höfðum tal af. Það eina sem þeir vissu um niðurstöður nefndar innar voru slitrur af samtali fullorðins fólks. Einn pilt- anna, 14 ára gamall, viður- kenndi þó, að félagi hans væri hættur að reykja af hræðslu við skaðsemi reyk- inganna og hann sjálfur væri ákveðinn að hætta í næstu viku, vegna þess hve „sígaretturnar væru dýrar“. „SMÓK“ UPP Á „SPORT" Þegar við spurðum þennan 14 ára dreng hvað hann hefði reykt lengi,.sagði hann: „Bara í einn mánuð, aldrei á daginn en tek smók við og við á af- viknum stöðum á kvöldin, svona upp á sport, því mér þykir ekkert gott að reykja“. SALERNI SKÓLANNA OG GÖTURNAR HELZTU RE YKIN G ASTAÐIRNIR Þá sagði einn drengjanna, sem er 16 ára gamall, og í 4. bekk gagnfræðastigs, að 11 krakkar af 25 í hans bekk fengju sér oft sígarettu, sum ir reyktu upp í pakka á dag. Sjálfur sagðist hann hafa ver ið byrjaður að fikta við þetta en fengið í hálsinn og móður hans tekið að gruna margt. Hann hefði þá viðurkennt brot sitt og gefið henni lof- orð að láta af þessum leik og ætlaði að standa við það. Hann sagði ennfremur að af þessum ellefu manna hóp væru fjórar stúlkur, og al- gengustu reykingastaðir væru salerni skólanna, og sjoppurn ar og stræti borgarinnar. Öll töluðu þau um það, að þeim fyndist gott að reykja og flest allir reyktu niður í sig. TILHEYRIR FULLORÐINS- ÁRUMAÐ REYKJA Svör annarra unglinga voru á svipaða lund. Einn drengj- anna, sem hefur ferðast um meginlandið, sagði að sér virt ust íslenzkir krakkar nota meira tóbak en jafnaldrar þeirra í Danmörku, þar sem hann þekkti til, en hinsvegar hefði hann séð smápatta í Hol landi ganga kotroskna um með hattkúf og sígarettu laf- andi í munnvikinu, og kvaðst aldrei hafa séð svo ungan pilt reykjandi hér á strætum úti. Annar sagði, að strákum þætti fínt að reykja, og „að- alstællinn“ væri að halda síga rettunni inn í lófann, taka stórann reyk, blása honum upp í nefið og kyngja svo öllu. Þeir væru ekki taldir fullgildir reykingarmenn sem blésu öllum reyknum út úr sér aftur. Og sá þriðji sagði að hann vissi til að Sumir strákar fengju að reykja heima hjá sér, nafngreindi einn kornungan pilt, og sagði að móðir hans teldi reyking- ar fremur heilsubætandi en hið gagnstæða. Loks sagði tólf ára gömul stúlka okkur, að sér virtust skólafélagar sínir tala talsvert um síga- rettureykingar og þeim lang aði til að prófa „að fá sér reyk“. Kvaðst hún vita um 4—5 stráka og eina stúlku í sínum bekk, sem reyktu að staðaldri, en hinir væru mót- fallnir reykingum, a.m.k. á yfirborðinu. Og flestum þætti tilheyrandi að reykja, þegar þeir væru orðnir fullorðnir. -- XXX ---- Þetta er í stórum dráttum sú mynd, sem þetta unga fólk brá upp af reykingarvenjum sínum og jafnaldra sinna. — Kemur hún vel heim við skoð anakönnun þá, sem ekki alls fyrir löngu var gerð meðal nemenda á aldrinum 10 til 17 ára, að tilhlutan borgarlækn- is og fræðslustjóra og var. skýrt frá niðurstöðum henn- ar hér í blaðinu seint á síð- asta ári. En þar sem góð vísa er aldrei of oft kveðin, skulu helztu atriði könnunarinnar rifjuð upp á ný, en þau eru þessi: í 10 ára bekkjum er 10. hver drengur byrjaður að reykja, en aðeins tæplega 2 af hverjum 100 stúlkum. í 12 ára bekkjum reykir 7. hver drengur og 16. hver stúlka. Samanburður við könnun á reykingum í unglinga- og gagnfræðaskólum bendir til þess, að reykingar aukist mjög við það, að börnin fara úr barnaskóla upp í fram- haldsskóla. Hjá piltum nemur aukningin rúmlega helming, en hjá stúlkum er hún þre- föld. LOKIÐ er í Hæstaréttl málf, er Elli og hjúkrunarheimilið Grund í Reykjavík höfðaði gegn Hjalta- etaðahreppi í Norður Múlasýslu1 til greiðslu skuldar að upphæð kr. 15.790.00 ásamt vöxtum og málskostnaði, en í málinu var deilt um hvort hinn stefnandi hreppur væri skyldur til að greiða vistgjald fyrir ákveðinn mann, er dvalizt hafði á Grund. Málavextir eru sem hér grein- Ir: Krafa stefnanda var vistgjald vistmanns fyrir timabilið 1. apríl 1955 til 1. október 1956. Umrædd ur vistmaður vistaðist á heimili stefnanda um haustið 1954. Greiddi hann sjálfur vistgjald sitt fyrstu mánuðina, meðan !hann hafði til þess efni, en frá framangreindum tíma hafði hann ekkert greitt. Ættingjar, sem iögskylt var að framfæra hann, átti hann enga á lífi, og því kraf an gerð á hendur hinum stefnda hreppi sem framfærslusveit vist- mannsins. Stefnandi krafðist sýknu og studdi kröfuna þeim rökum, að ósannað væri, að vistmaðurinn hefði verið orðinn framfærslu- þurfi á þeim tíma, er stefnandi krafði vistgjald frá og einnig, að stefnandi hefði ekki fengið ábyrgð hreppsiiis til greiðslu. vistgjaldsins. Umræddur vist- maður hefði haustið 1954 snúið sér til hreppsins og óskað eftir því, að hreppsnefndin útvegaði sér vist, helzt á elliheimili og óskaði jafnframt eftir því, að hreppsnefndin ábyrgðist dvalar- kostnað sinn þar. Hreppsnefnd- in hefði ekki viljað fallast á að veita honum ábyrgð fyrir dvalar kostnaði á elliheimili. Hefði síðan orðið að samkomu lagi með hreppsnefndinni og honum, að hann færi í ársvist að Kóreksstöðum i Hjaltastaða- hreppi og skyldi dvalarkostnað- urinn þar vera kr. 20.00 á dag og auk þess skyldi greiða kr. 350 í ársleigu fyrir herbergi. Skömmu eftir að vistmaðurinn fluttist að Kóreksstöðum, hefði hann riftað vist sinni þar og vistast á heimili stefnanda í Hveragerði fyrir milligöngu ætt- fólks í Reykjavík. Taldi stefnandi þurfamanni al- gjörlega óheimilt að ráðstafa sér á elliheimili eða aðra vist á kostn að þess hreppsfélags, sem þurfa- maðurinn væri heimilisfastur í. Viðkomandi manni hefði af hreppsnefndinni verið útvegað- ur góður dvalarstaður og ef hann hefði verið þar áfram, hefði hann ekki orðið sveitarstyrks- Þurfi, fyrr en all nokkru síðar en raun varð á. Héraðsdómur tók kröfu stefnda til greina og taldi hreppsfélagið bera ábyrgð á greiðslu vistgjalds ins að því leyti sem vistmaður- inn væri ekki sjálfur til þess fær, enda væri ekki óeðlilegt, að gamalmenni vistuðust á elli- heimili, þar sem að þeim væri búið á þann hátt, sem æskileg- astur væri og án þess að af slíkri dvöl leiddi óeðlilega hár kostnaður, en héraðsdómarinn taldi, að til beggja þessara at- riða tæki heimili stefnanda fullt tillit til. Hæstiréttur komst að annarri niðurstöðu og segir svo í forsend- um að dómi iians: „Samkvæmt framfærslulögum á framfærslunefnd almennt á- kvörðunarrétt um, hvernig fram færslustyrk er hagað, þ.á.m. um vistun styrkþega. (Stefndi) hafði útvegað F. tiltekna vist haustið 1954, án þess að hann bæri sig undan þeirri ráðstöfun sbr. 2. mgr. 29. gr. laga nr. 80/1947. (Stefnda) er því óskylt að greiða gjald fyrir ættingjar hans ákváðu á eindæmi sitt, enda ósannað, að heilsu hans hafi á þessum tíma verið þannig háttað, að honum hafi verið svo brýn nauðsyn slíkrar vistar, að eigi hafi mátt bíða aðgerða fram færslunefndar, sbr. 37. gr. og 2. mgr. 30. gr. laga nr. 80/1947“ Hjaltastaðahreppur var því sýknaður, af kröfum Elli- og hjúkrunarheimilisins Giwndar, en málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti felldur niður. Sigurður Guð- laugsson formað- ur Sjálfstæðisfél- ags Akureyrar AKUREYRI, 16. jan.: Aðal- fundur Sjálfstæðisfélags Akureyr ar var haldinn mánudaginn 13. janúar í Sjálfstæðishúsinu. For- maður félagsins Árni Jónsson setti fundinn og stjórnaði hon- um og flutti yfirlitsskýrslu um störf félagsins á árinu. Gjaldkeri las upp reikninga félagsins, sem voru samþykktir í einu hljóði. Árni Jónsson baðst undan end- urkosningu, en hann hefur verið formaður mörg undanfarin ár samfleytt. Formaður í hans stað var kosinn Sigurður Guðlaugs- son verkstjóri þjá Rafveitu Akur eyrar með meginþorra atkvæða. Aðrir stjórnarmenn voru endur- kjörnir: Baldvin Ásgeirsson, Jón M. Jónsson, Bjarni Sveinsson og Ragnar Steinbergsson. Til vara Gísli Jónsson, Stefón Stefánsson og Sigurður Ringsted. Endur- skoðendur voru endurkjörnir Einar Sigurðsson og Páll Einars- son. Þá var kosið í kjördæmisráð og hlutu þessir kosningu: Gísli Jónsson, Helgi Pálsson, Jónas G. Rafnar og Jón H. Þorvaldsson. Varamenn: Árni Jónsson, Bjarni Sveinsson, Jón G. Sólness og Stefán Stefánsson. í fulltrúaráð félagsins voru kosnir 23 aðal- menn og 8 varamenn. Að loknum aðalfundarstörfum flutti Jónas G. Rafnar alþingis- maður ræðu um störf alÞingis það sem af er þingtímanum og ræddi einnig atvinnumál, efna- hagsmál og viðhorf í stjórnmál- um. Fundurinn var prýðilega sóttur. Nauðungaruppboð á m.b. Einari Jónssyni BA 27 með tilheyrandi, eign Jóhanns Kristjánssonar frá Flatey á Breiða- firði, sem auglýst var í 124., 121. og 128. tbl. Lög birtingarblaðsins 1963, hefst í sýslumannsskrifstof- unni á Patreksfirði miðvikudaginn 22. janúar nk. kl. 10 f.h. Sýslumaðurinn í Barðastrandarsýslu, 18. jan. 1964. Jóhannes Árnason f.tr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.