Morgunblaðið - 19.01.1964, Blaðsíða 10
10
MORCUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 19. jan. 1964
LÍÐUR ÆVI YÐAR BURT REYK?
SKÝRSLA bandarísku
sérfræðingamefndarinnar
um athugun á áhrifum
reykinga á heilsufar
manna, hefur vakið mikla
athyglL
Það var landlæknir
Randaríkjanna, Luther
Terry, sem kvaddi sér-
fræðingana til starfa, og
nú fullyrða þeir, að starfi
loknu, að vindlingareyking
ar séu orsök þess, að þús-
undir manna falla frá,
löngu áður en annars
myndi vera.
Sjúkdómar þeir, sem
raktir hafa verið til vind-
lingareykinga, em m.a.:
Lungnakrabbi, aðrar teg-
undir krabba, lungnasjúk-
dómar (aðrir en krabbi),
sennilega, hjartasjúkdóm-
ar, auk ýmissa annarra
sjúkdóma.
Þótt sérfræðingamir við
urkenni fúslega, að rann-
sókn þeirra sé alls ekki
fullkomin, þ.e. einstök at-
riði hefði mátt athuga leng
ur eða betur, þá telja þeir
hana fullkomlega nægja,
til að sýna, svo ekki verð-
ur um villzt, að vindlinga
reykingar eru lífshættuleg
ar. Þá er tekið fram í
skýrslu þeirra, að aðrar
tegundir reykinga, þ.e.
pípu- og vindlingareyk-
ingar, séu ekki skaðlausar,
þótt flest bendi til, að þær
séu skaðminni en vind-
lingareykingar.
Skýrsla sérfræðiniganna tel
ur 150.000 orð, og þar er að
finna niðurstöður af m,angs
konar rannsóknum: úr skýrsl
um hefur verið unnið, og þar
tala tölur sínu máli þ.e.a.s.
tölfræðilegar líkur hvers og
eins, fyrir því, að hann stytti
líf sitt með reykingum; nið-
urstöður athugana, sem fram
hafa farið í rannsóknarstöðv-
um - þ.e. athugun á þeim efn
um í tóbaki og reyk, sem eru
taldir líklegustu skaðvald-
amir; loks það, se>m 'vefja-
fræðingar og sjúkdómsfræð-
ingar hafa séð með aðstoð
smásjáa, og annarra tækja —
þ.e. áhrif reyksins á lungna-
vefinn, svo og samanburður
á lungum þeirra, setn reykja
og þeirra, sem ekki gera það.
í lok skýrslunnar er kveð-
ið mjög fast að orði um
lungnakrabba, sem sviftir
41.000 Bandaríkjamenn líf-
inu á hverju ári. Þar kemur
fram þetta samróma álit:
Vindlingareykingar standa í
nánu sambandi við lungna-
krabba í karlmönnum; yfir-
gnæfandi áhrif vindlinga í
þessu sambandi eru slík, að
þau eru miklu þyngri á met-
unum en nokkur önnur á-
hrif. Gögn, sem safnað hefur
verið um konur, benda til
hins sama, þó þau séu ekki
eins ítarleg“.
Um aðra sjúkdóma segja
sérfræðingarnir í niðurstöðu
sinnL að ekki sé það mikið
sönnunargagna fyrir bendi, að
rekja megi 70% hækkun dán-
arlíkanna til vindlinga. Hins
vegar mætti fullyrða, að þeir
ættu það mikinn þátt í að
auka líkumar, að rétt væri
að grípa til gagnráðstafana.
Sönnunarbyrðin
Sérfræðinganefndin gat að
eins fundið eitt, sem er reyk-
ingum til málsbóta. Þær eru
uppspretta „ánægju“. Hér er
um að ræða jákvæð áhrif á
sálræna heilsu mianna, sem
nægja þó hvergi nærri til að
vega upp á móti þeirri hættu,
sem heilsu manna er stefnt
í með vindlingareykingunum.
í skýrslunni er sönnunair-
byrðinni velt yfir á tóbaks-
framleiðendur, þ.e. því er lýst
yfir, að það sé þeinra að
sanna, að reykingar hafi ekki
þau áhrif, sem athuganir
benda til. Þar er þess fiairið
á leit, að framleiðendur eða
aðrir, sem hafa aðrar hug-
myndir eða kenningar, sem
skýrt gætu samband reykinga
og sjúkdóma, sanni þær kenn
ingar sínar með sömu sam-
vizkusemi og nákvæmni, sem
sögð er viðhöfð við athuganir
þær, sem liggja til grundvall-
ar skýrsflunni.
Eins og fyrr getur, þá við-
urkenna sérfræðingarnir, að
enn sé margt óupplýst um
samband reykinga og heilsu-
fiars. Þeir telja hins vegar frek
ari rannsóknir nú óþarfar, tek
izt hafii að sanna meginhætt-
una, sem í vindlingareyking-
um sé fólgin. Yfirleitt er
skýrslan talið ákveðnari og
harðorðari en flestir bjuggust
við, jafnvel þeir, sem um ára-
bil hafa barizt gegn tóbaks-
notkun.
í skýrslunni er þess ekki
aðeins krafizt, að gripið verði
til aðgerða til- að draga úr
notkun vindlinga. Þar er einn
ig bent — þótt óbeint sé — á
leiðir, sem leitt geta til fram-
leiðslu hættuminni vindlinga
og jafnvel leiðir til að hætta
reykingum alveg.
Staðreyndirnar
Þegar staðreyndirnar hafa
verið teknar saman, má segja,
að heildarniðurstaðan sé
þessi:
í fyrsta lagi, þá eru vind-
lingareykingar það hættuleg-
ar, að nauðsynlegt er að grípa
til gagnráðstafiana. Athugun
á skýrslum og tölfræðilegar
rannsóknir sýna, að dánarlík-
ur reykingamanna eru 70%
hærri en þeirra, sem ekki
' reykja. Þeim mun meira, sem
hver og einn reykir, þeim
mun hættara er homum, unz
líkurnar verða 120% er við-
viðkomandi fer að reykja 40
vindlinga á dag.
í öðru lagi lungnakrabbi.
Þessi sjúkdómur er einn
þeirra banvænustu — 95%
allra, sem sjúkdóminn fá, eru
látnir innan árs. Vindlinga-
reykingar eru ekki aðeins or-
sökin, heldur eykst hættan
eftir því, sem meir er reykt,
eða lengur. Draga má úr hætt
unni með því að hætta. Því
fyrr sem hætt er, því betra.
Hvað öðrum tegundum
krabba viðvíkur, þá eru sönn
unargögnin ýmiss konar, sum
mjög sterk, önnur veikari, og
enn önnur alls ófullnægjandi.
Þrátt fyrir, að mjöig margt
bendi til þess, að pípu- og
vindlingareykingar séu til-
tölulega hættulitlar, þá eru
sterkar líkur til þess, að pípu
reykingar geti valdið krabba
meini í vör.
Þá segir, að vindlingareyk-
ingar séu taldar eiga mikinn
þátt í krabbameini í barka,
og raddböndum.
Auk þess hefur eftirfaramdi
komið fram: grunur um, að
vindlingareykingar geti vald-
ið krabbameini í þvagblöðru
— þó ekki fullsannað; maga-
krabba — sönnunargögnin
nægja hvorki til að fullsanna
né afsanna; krabbamein í
vélinda — sterk sönnunar-
gögn, en þó elcki nógu sterk
til að skera úr um, hvort
vindlingareykingar eru or-
sök.
Þegar sérfiræðingar tóku að
ræða hjartasjúkdóma, stóðu
þeir auglitis við'mikið vanda
mál. Nærri 2 milljónir manrna
látast af þessum sjúkdómi í
. Bandaríkjunum árlega.
Fram kom, að í hópi þeirra,
sem látast úr hjartasjúkdóm-
um eru reykingamenn helm-
ingi fleiri en þeir, sem ekki
reykja. Sérstaklega á þetta
við um þá, sem látizt hafa af
kransæðastíflu eða æðaþreng-
ingum. Ekki hefur tekizt að
færa óyggjandi sönnur á
samband reykinga og þessa
sjúkdóms.
Aðrar orsakir
Því fór nefndin að leita eft
ir öðrum orsökum hjartasjúk
dóma: hár blóðþrýstingur, of-
fita og of mikið fituinnihald
blóðsins. Læknar hafa löng-
um talið samband þessara ein
kenna og hjartasjúkdóma það
náið, að talið hefur verið rétt
að grípa til gagnráðstafana. í
samræmi við það segja sér-
fræðingarnir:
„Það er réttara að álíta, að
um orsakasamband sé að ræða
milli vindlingareykinga og
sjúkdóma í kransæðum, held-
Ur en að bíða með að fiella
dóm, þar til engin óvissa rík
ir lengur.“
10-20 20+.
.SraokiO 'cilirrtlM plf ilj'
Ni*lr ,1-0
■ ' IV
| HEART ATTACK
iIP‘% Coronary Death
JRisk Strikes
Smokers Hardest-
y.
'mi.
|1 Nl*»r .!•» 10-20 20+,j
Sraikii 'ciiiriUiipifdij/ ;
| LUNG CANCER
|) The More You
Smoke, Youe
Risk Coes Up
pannig rkýrði bardariska blaðið „New York Herald Tribune“
hættuna á lungnakrabba og hjartasjúkdómum. —
Kveðið var miklu harðar
að orði um öndunar sjúk-
dóma: „Vindlingaireykingar
eru algengasta orsök bronkít
is í Bandaríkjunum, og auka
á líkurnar fyrir því, að sjúk-
dómurinn verði ólæknandi og
valdi dauða......vindlinga-
reykingar eru mun líklegri til
að valda lungnasjúkdómum
meðal alls þorra Bandaríkja-
manna en óhireinindi í and-
rúmsloftinu eða atvirmusjúk-
dómar.“
Langvairandi bronkítis leið
ir til þess, að' lungnapípur
þrengjast eða jafnvel stífl-
ast. Þetta getur aftur valdið
hjairtaáfalli, einkum hjá þeim,
sem kunna að hafa veikt
hjartau
Magasjúkdómar
f skýrslunni segir, að vind-
lingareykingar auki á likurn-
ar fyrir magasjúkdóma. Þó
hefur ekkert komið fram,
sem bendir til þess, að reyk-
ingar valdi ákveðnum lifrar-
sjúkdómi (cirrhosis — oft
talinn standa í saimbandi við
ofneyzlu á áfengi), en hann
leiðir til þess, að lifrin fitn-
ar mjög.
Mæður, sem reykja, ala að
öllu jafnaði léttari börn.
Rannsóknarnefndin treysti
sér þó ekki til að kveða upp
neinn dóm um þetta sam-
band.
Fram kom einnig af skýrsl-
Lutner Terry, landlæknir Bandaríkjanna, hætti viud'ingareykingum fyrir tveimur vikum. —
Johnson, Bandaríkjaforseti, hætti reykingum 1955, eftir að hann fékk hjartaáfall, sem hann
mun þó hafa náð sér fullkomlega eftir.
unni, að reykingar valda I-
kveikjum í heimahúsum, en
ekki rekur nefndin þó nein
önnur slys til reykinga.
Áhrifin, sem nefndin hef-
ur rannsakað, virðast standa
í sambandi við það, hvemig
fólk reykir, hve mikið það
reykir, og hve lengi það
hefur reykt, ef það hefur þá
nokkurn tíma reykt. Þeir,
sem reykt hafia vindlinga, en
hætt, virðast í meiri hættu
en þeir, sem aldred hafa
reykt, en minni en þeir, sem
reykja. Dánarlíkur þéirrá,
sem reykja pípu eða vindla
virðast svipaðar og hjá þeim,
sem ekki reykja.
Sérfræðingar telja, að nú
hvíli sönnunarbyrðin á tóbaks
framleiðendum, sem lengi
hafa skýrt háa lungnakrabba
— og dánartölu vindlinga-
reykingamanna á eftirfarandi
hátt: — e.t.v. er það eitthvað
við líkamsbyggingu manna,
sem gerir þá sólgna í eða háða
vindlingum, og e.t.v. er það
einmitt þessi sami líkam-
legi eiginleiki, sem gerir þá
mótstöðulitla fyrir krabba-
meini.
Við atJhuganir sínar studd-
ist tólf manna nefndin við
sjö athuganir, sem gerðar hafa
verið í Bretlandi og Banda-
ríkjunum, og ná til 1.123.000
manna. Allir þessi menn voru
spurðir spjörum úr, og síð-
an var fylgzt með heilsu
þeirra, og hvaða sjúkdómar
unnu á þeim.
Fram kom, að þeir, sem
ekki reykja, lifa lengur en
reykingamennirnir. Tölum-
ar voru þannig, miðað við
dánarlíkurnar 1 hjá þeim,
sem reykja.
Reykingamenn, almennt 1.7
— — — 2 pk. á dag .. 2.2
— ----Vz pk. á dag .. 1.4
Sjúkdómslíkur voru þessar
einnig miðað við 1 hjá þeim,
sem ekki reykja.
Lungnakrabbi .......... 10.8
Bronkítis ............. 6.1
Krabbi í barka ......... 5.4
Krabb i í vélinda .... 3.4
Krabbi í maga .......... 2.8
Kransæðastífla ......... 1.7
Hvað vindlingareykinga-
mönnum viðvíkuir, þá eru dán
arlíkur þeirra, sem reykja
fimm vindla eða færri á dag
hér um bil þær sömu og hjá
Frh. á bls. 25