Morgunblaðið - 19.01.1964, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.01.1964, Blaðsíða 6
6 MORGU N BLAÐIÐ Sunnudagur >19. jan. 1964 * Kurt Juuranto, aðalræðismaður Islands í Finnlandi Um stjó rnmál < og efi nah iaa Sl nál r 1 Finnlandi: Of mi kið o< 0 « >f snemma UNDANFARIN ár hefur of- þensla verið í efnahagsmálum Finna og fjármálakreppa yfirvof andi. Ástand þetta hefur haft áhrif bæði á einkaframtak og opinbert um allt landið. Margar þær aðgerðir sem þingið hefur gripið til, hafa verið réttlætan- legar frá þjóðfélagslegu sjónar- miði, en til þeirra hefur oft ver- ið gripið of fljótt og stundum hafa þær gengið feti framar en fjármálageta og efnahagsþróun leyfðu og valdið fjármálaráð- herra og ríkisstjórninni allri miklum erfiðleikum við að jafna metin. Það voru þessir sömu erfið- leikar á að jafna metin sem vald ir voru að falli samsteypustjórn- arinnar sem mynduð var vorið 1961 eftir langvarandi samninga milli hægri og vinstri miðflokk- anna. Fjármálaráðherra, Osmo P. Karttunen lagði lausnarbeiðni sína fyrir forseta áður en desem ber var hálfnaður og gafst þá forsætisráðherrann, Dr. Ahti Karjalainen upp á því að reyna að halda stjórninni saman Ágreiningur var um það, hvort jafna skyldi fjárlögin með aukn um skattaálögum en það vildi fjármálaráðherra ekki að gert yrði, eða hvort reyna skyldi að lækka útgjaldaliði og afla frek- ari lána. Kekkonen forseti brá við skjótt og leysti stjórnarkreppuna með því að útnefna þrem dögum síðar 15 ráðherra óflokksbundna ríkisstjórn. Forsætisráðherra er Reino R. Lehto, sem sjálfur er opinber starfsmaður og ráðuneyt isstjóri í Viðskipta- og Sam- göngumálaráðuneytinu. Himr ráðherrarnir eru flestir úr svip- uðum stöðum. Nýja finnska ríkisstjórnin er vafalaust flestum öðrum ríkari að reynslu, en hún er og verður ríkisstjórn opinberra starfs- manna án raunverulegra tengsla við þingið, sem finnska ríkis- stjórnin er lögum samkvæmt ábyrg gagnvart. Þetta er auðvitað veikasti hlekkurinn í þessari sérfræðínga ríkisstjórn, hversu fær sem hún annars kann að vera. Þessvegna hlýtur myndun hennar að teljast bráðabirgðaráðstöfun, enda þótt embættismannaríkisstjórnir, sem útnefndar hafa verið áður í Finn landi, hafi oft reynzt vel, þegar þeim var stjórnað af viti og áræðni. Nýja stjórnin tók a.m.k. strax við stjórnartaumunum og gaf stutta stefnuyfirlýsingu á fyrsta fundi sínum. Horfurnar í efnahagsmálum Finnlands fyrir árið í ár eru að miklu leyti undir því komnar hversu tekst til um kaup og kjarasamninga í atvinnumálun- um. í fyrra voru allsherjarsamn- ingar gerðir til eins árs í stað tveggja eins og áður hafði verið venja og veldur þetta að sjálf- ösgðu óvissu á vinnumarkaðin- um. í árslok i fyrra og nú í byrjun þessa árs hafa verið samninga- umleitanir við atvinnuvegina með það fyrir augum, að hverfa aftur að tveggja ára allsherjar- samningum milli vinnuveitenda og launþega. Enn sem komið er hefur aðeins eitt stéttarfélag hót að eins dags verkfalli, en hótun þessi var aldrei framkvæmd. í Finnlandi er opinber sátta- semjari og er hann jafnan önn- um kafinn um áramót við ýmsar samingagerðir. í fyrravor voru í Finnlandi miklar vinnudeilur og verkföll, sem af hlauzt tilfinnanlegt tjón, einkum í útflutningsiðnaðinum, og háði vexti og viðgang efna- hagslífsins svo að hann varð ekki nema 3% í fyrra. Þegar leyst voru hin venju fremur flóknu vandamál í sambandi við verkfallið, kaup- og kjarasamn- inga, sem fylgdu nokkur eftir- köst, var vinna hafin aftur í apríl. En verkföll eru ekkert barnagaman og með verkföllum getur örsmár hluti þjóðarbúsins valdið allri þjóðarheildinni miklu tjóni. Með tilliti til reynslu síðast- liðins árs komu fram tillögur um að takmarka verkfallsrétt þeirra er sta^fa í þjónustu ríkis- ins, með því að koma á allsherj- arkaupsamningagerðum en opin- berir starfsmenn lögðust ein- dregið á móti þessum tillögum og töldu þær skerðingu á lög- mætum rétti sínum. Vinnudeilur skjóta alltaf öðru hvoru upp kollinum, en í ár telja menn líklegast að það verði efna • Öllum gefinn kostur á orðu Við höfum fengið fjölmargar fyrirspurnir um það hvaða regl- ur giltu um orðuveitingar til er- lendra sendimanna á íslandi. — Mun fólk hafa hugleitt þetta mikið vegna síðustu orðuveit- ingar, sem greint var frá í blöð- unum í vikunni. Ég hringdi í utanríkisráðu- neytið og fékk þau svör, að það væri viðtekin regla að gefa sendiherrum á íslandi kost á orðu ef þeir hefðu gegnt emb- ættinu í a.m.k. tvö ár. Gilti þá einu hvort viðkomandi sendi- herra hefði haft búsetu hér á landi eða gegnt sendiherrastörf- um hér með búsetu erlendis. Það fylgdi og sögunni, að ýmis ríki hefðu sett lög þess efnis að sendimönnum þeirra væri ó- heimilt að veita erlendum orð- um viðtöku. Þar á meðal væru Bretar og Bandaríkjamenn og hlytu því brezkir og bandarískir sendiherrar ekki íslenzka orðu að störfum loknum hér á landi. Vonandi skýrir þetta málið hagsmálin sem mestum erfiðleik um valdi. Dr. Karjalainen og sam steypustjórn hans voru við völd í 600 daga en ekki er búizt við að núverandi stjórn verði við völd lengur en um það bil 100 daga. Stjórnmálaerfiðleikarnir í Finn landi eru mikið til að kenna klofningi innan sósíaldemokrata flokksins og hinna miklu and- stæðna milli sósíaldemókrata og bændaflokksins. Það er ekkert efamál, að bændaflokkurinn hefur haft á hendi aðalhlutverk- ið á vettvangi finnskra stjórn- mála undanfarin ár. Sósíaldemó- kratar aftur á móti hafa ekki setið í stjórn undanfarin ár en þeirri skoðun vex nú ört fylgi að mynda beri samsteypustjórn beendaflokksins og sósíaldemó- krata til lausnar núverandi stjórnmálaerfiðleikum í Finn- landi. Andsósíalistisku flokkarnir hafa hreinan meirihluta í finnska þinginu, 113 þingmenn af 200 á móti 87. Þrír flokkar, bændaflokkurinn, sósíaldemó- kratar og fólksdemókratar hafa sem næst jafnmiklu fylgi að fagna. Alls eiga sjö stjórnmála- flokkar fulltrúa í finnska þing- inu. Það er augljóst mál, að hlut- fallskosningakerfi það sem finnska kosningalöggjöfin kveð- ur á um, er að miklu leyti orsök flokka sundrungarinnar í þing- inu. Oft hafa komið fram raddir um að breyta ætti til og taka upp nægilega og verða ekki höfð fleiri orð um það. • Kom ekki að tómum kofanum Nú tefla þeir í gríð og erg og margir eru orðnir mjög eftir- væntingarfullir. Skákmennirnir sjálfir eru sennilega rólegri en skákuiinendurnir — og svo mik ið er víst, að jógóslavneski meist arinn Gligoric gaf sér tíma til að fara í Sundlaugarnar. Það ætl- aði hann a.m.k. að gera — hvort hann komst alla leið, veit ég ekki. Hann fékk nefnilega hvergi sundskýlu og var að leita að henni síðast þegar_ ég frétti. Með honum var íslendingur, kunningi minn, og þeir fóru úr búð í búð, því Gligoric vildi kaupa sér skýlu sjálfur. Hann fékk ekkert, sem passaði — og að lokum datt kunningja mín- um í hug að fara með skák- manninn til Eiríks Ketilssonar heildsala, sem lumar á öllu milli himins og jarðar. En Eiríkur átti enga skýlu, beinar kosningar eins og er í engilsaxnesku löndunum en ekki hefur af því orðið. Sjálfur er ég þeirrar skoðunar, að ríkisstjórn þeirri, sem við völd er skuli lögð eins mikil ábyrgð á herðar og kostur er. En samsvarandi ábyrgð verður að sjálfsögðu að hvíla á herð- um þingsins. Finnar hafa fyrr á árum gert ýmsar grundvallarbreytingar á sviði stjórnmála en það er eins og þeir séu orðnir íheldnari upp á síðkastið. Fyrir einni öld voru lögð drög að stjórnarbótum í Finnlandi, sem leiddu til fram- kvæmdar reglugerðar um þing- sköp árið 1869. Þetta var Þýð- ingarmikið spor í rétta átt. Ann- að stórt spor var stigið árið 1996, með afnámi fjögurra stétta þings ins. I stað þess kom þing í einni deild og hefur svo verið síðan. Sama ár var konum veittur kosn ingaréttur og var Finnland fyrsta landið í Evrópu sem það gerði. Annað mikilsvert atriði var það að áhrif þingsins jukust að mun þegar fulltrúar fleiri stétta tóku þar sæti. Þannig var þing- ræðið sem fram kom í tveggja flokka landinu Englandi tekið upp í Finnlandi. f ræðu þeirri er Kekkonen forseti hélt við hátiða höld í tilefni af 100 ára afmæli fyrstu stjórnarbóta í Finn- landi, sagði hann að þing- ræði starfaði svo sem bezt yrði á kosið í Englandi. „En fram- kvæmd þingræðis er erfið í lönd sem hæfði Gligoric. Þær voru allar of stórar. Hins vegar sýndi hann honum rússnesku TAL- skákklukkurnar, sem nú eru seldar í verzlunum hér. „Ég veit ekki nákvæmlega hvað þessar klukkur heita. Á þeim eru þrír rússneskir stafir, svo að þetta getur verið TAL eins og eitthvað annað“, sagði Eiríkur — og Gligoric, sem les rússnesku, var á sama máli. TAL væri ágætt nafn á skák- klukku, jafnvel þótt hún héti eitthvað annað — og hann las úr nafninu, sem enginn skildi. Að launum afhenti Eiríkur Gligoric eina klukku fyrir góða frammistöðu í rússneskunni — og Júgóslavinn hélt upp á hótel til þess að segja Tal fréttirnar. Þetta var fyrsta skákklukkan, sem hann eignaðist, og hann hefði ekki orðið ánægðari þótt Eiríkur hefði gefið honum tíu sundskýlur. • Uppspuni Það lítur út fyrir að aldrei verði hægt að afgreiða Lídó- — —m Kurt Juuranto. um þeim sem búa við margra flokka kerfi þar sem enginn einn flokkur hefur meirihluta.“ Það er einmitt þetta, sem ligg- ur til grundvallar núverandi stjórnmálaerfiðleikum í Finn- landi. Segja mætti, að krafizt sá of mikils samvinnuvilja af full- trúum svo margra ólíkra flokka, því þeir hljóti eðlilega að láta stjórnast fyrst og fremst af hags munum síns flokks og þetta hafi haft í för með sér of miklar og ótímabærar aðgerðir af héifu ríkisstjórnanna. En það er óþarfi að mikla fyrir sér erfiðleika þá, sem við eigum við að etja nú í svipinn með því að rekja raunir okkar árið 1963 og enn lengra aftur í tímann. Þrátt fyrir alla þá erfiðleika, sem hér hefur verið lýst, stendur það óhaggað, að finnsku þjóðinni hefur aldrei liðið eins vel, bæði í efnahagslegu og þjóðfélagslegu tilliti, og ekki má gleyma því, að stjórnmálaerjurnar í dag eru aingöngu innanlands. Og Finnar hafa áður þurft að horfast í augu við miklu meiri erfiðleika en þá sem bíða þeirra á þessu nýbyrj- aða ári 1964. , málið fyrir fullt og allt. Nú hringir Konráð, forstöðumaður hússins, og segir það uppspuna, að leitað hafi verið að víni á ungum stúlkum hátt sem lágt á gamlárskvöld — og því hafi ekkert fundizt á þeim innan klæða. Stúlkurnar voru beðnar að opna veski sín hvað þær og gerðu, sagði Konráð. Hann bætti við: Vísir birti þennan upþspuna yfir þvera forsíðu —■ og þrátt fyrir allar tilraunir tii að láta hið rétta koma í ljós, virðist enginn lesa leiðrétting- arnar og Vísis-fréttin er enn umræðuefni fólks. • Kunna ekki á klukkurnar Kunningi minn, sem gengur um Lækjartorg á hverjum morgni laust fyrir kl. 9 á leið til vinnu, segist aldrei geta farið eftir neinni af klukkunum í mið bænum, þær sýni allar sinn hvern tímann. Þegar klukkan á Útvegsbankahúsinu er á slaginu 9, þá vantar Dómkirkjuklukk- una e.t.v. átta mínútur — og klukkan á torginu er komin þrjár mínútur yfir, segir hann. Það er greinilegt, að okkar mönnum yrði ekki treystandi til að gæta klukkunnar í Green- wich og gefa öllum heiminum upp réttan tíma. Á endanum yrðu menn svo farnir að ruglast í ártalinu. ÞURRHIÖÐUR ERL ENDINGARBEZTAR BRÆÐURNIR ORMSSON hf. Vesturgötu 3. Sími 11467.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.