Morgunblaðið - 19.01.1964, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 19.01.1964, Blaðsíða 25
í MORGUNBLAÐIÐ 25 Sunnudagur 19. jan. 1964 - Reykingar Fram’nald af bls. 10 þeim, sem ekki reykja. I>eir, sem reykja meira, virðast mun óöruggari. Fyrir hverja ifimm vindla að auki, vaxa dánarlíkurnar frá 9—27%. Þeim, sem reykt höfðu vindla en hætt, virðist hættara, en það kann þó að eiga rót sína í því — segir skýrslan — að þeir hafa hætt að reykja, vegna annars sjúkdóms. Pípureykingamenn ihafa sömu dánarlíkur og þeir, sem ekki reykja, jafnvel þótt tek- in sé með hættan á krabba- meini í vör. Tekið er fram um leið, að kirabbamein í vör sé ákaflega sjaldgæfur sjúk- dómur. Þeir, sem reykt hafa pípu, en hætt, virðast í meiri hættu, sennilega af sömu ástæðu, sem tilgreind eru um dánarlíkur fyrrverandi vindiareykingamanna. Lungnakrabbi Hvemig stendur á því, að rannsóknarnefndin er svo viss í sinni sök, að því er við- kemur lungnakrabba? Sér- fræðingarnir segja, að það (hafi ekki aðeins verið töl- fræðilegar rannsóknir, sem sannfserðu þá, heldur einnig rannsóknir á lungum reyk- ingamanna, og þeirra, sem aldrei hafa reykt. Þá segjast þeir einnig hafa stuðzt við rannsóknir á dýrum, sem komizt höfðu í snertingu á tjöru úr tóbaksreyk, og mörgu öðru, einkum tilraun- um á dýrum (þau voru látin anda að sér ýmsum efnum). Þá tala þessar tölur sínu máli: 1961 létust 5.700 konur og 33.200 menn úr lungna- krabba í Bandaríkjunum. Sex árum áður voru þessar tölur 4.100 og 22.700. Það, sem hvað mesta at- hygli vakti, var, að í þess- um hópi voru um það bil 10 sinnum fleiri en reykinga- menn. Aðeins 1 af hverjum 10 var ekki reykingamaður. Þá má víkja að sönnunar- gögnum, sem aflað var með smásjárrannsóknum. í lung- um reykingajmanna mátti merkja einkennilega þróun, sem virðist ekki gera vart við sig hjá öðrum. Sellur með bifhárum (losa lungum við slím) voru færri en skyldi. Aðrar breytingar á sellum voru augljósar, m.a. nærvera „einkennilegra sella“. Eink- um bar mikið á þess konar breytingum hjá þeim, sem reykt höfðu 40 vindlinga á dag. Sérfræðingarnir drógu þá niðurstöðu af smásjárrann- sóknunum, að þegar svo væri komið, sem nú hefur verið lýst, þá megi búast við að grundvöllur sé lagður að krabbameini í lungunum. Athuganir á áhrifum tjöru úr tóbaksreyk hafa sýnt, að hún veldur krabbameini á dýrum. Hve mikið af slíkri tjöru lungu manna þola hef- ur ekki verið sannað, og því er heldur ekki vitað, hve mönnum er óhætt að bjóða sér mikið í þeim efnum. Að öllu þessu athuguðu, þá segja sérfræðingamir, að ekk ert hafi kornið fram við rann sóknirnar, sem geti skýrt þann mikla mun, sem er á lungna- krabba í reykingamönnum og öðmm. Þeir fullyrða því, að vindlingareykingar séu meg- inorsök lungnakrabba. Hjartasjúkdómar verða flestum að aldurtila, eða um 45 af hverjum 100, sem láta lifið vestan hafs. Sérfræð- ingamir benda þvi á, hve þýðingarmikið það myndi vera, að hægt væri að finna eina af meginorsökum þessa sjúkdóms t.d. reykingar. Það yrði langtum þýðingarmeira en rannsóknir á lungna- krabba. Vitað er, að nikótin hefuir mikil áhrif á starfsemi hjart- ans og alla blóðrás. Við að soga ofan í lungum reyk, þá eykst hjartslátturinn skyndi- Iega um 15—25 slög, og blóð þrýstingurinn hækkar. Þá bendir margt til þess, að reyk ingar auki á storknunarhæfi- leika blóðsins. Því hefur þeirri spurningu verið varp- að fram, hvort reykingar geti valdið blóðtappa, eða breytt fituinnihaldi blóðsins. Með orðum nefndarinnar: „Ákveð ið, þýðingarmikið samband hefur fundizt milli vindlinga reykinga og hjartabilunar, og virðist það geta skýrt skyndi- legan dauða miðaldra manna sem virðast öðrum að litlu eða engu frábrugðnir, nema að því leyti að þeir reykja.“ „Því“, segja nefndarmennirn- ir, „er vissara að álíta, að reykingar séu bölvaldurinn. Það er öruggara en að bíða eftir því, að tekizt hafi að fuUsanna að svo sé.“ páshaferH ohhar er daga æfin- týraferh til ís- rael, istanbul og rómaborgar. lönd og leiair s. 20800 Útsaia Til að rýma fyrir nýjum birgðum, seljum vér talsvert af ágætum fatnaði á mjög hagstæðu verði. Karlmannaföt kr. 990.—, 1250.—, 1750.— Vetrarfrakkar kr. 1000.- 1250.— Jakkar kr. 800,—, 1200.— Stakar buxur ull terylene kr. 595.— Zlltima Kjörgarði. Libelle Helenca hnésiðar Stretcbuxnr Libelle hnésíðar stretchbuxur á lágu verði fyrirliggjandi. Heildverzlunin AMSTERDAM. — Sími 23-0-23 ÚTBOÐSLÝSING á fjórum stórum dieselrafstöðvum sem óskast til kaups, verður afhent á skrifstofu vorri, Ránar- götu 18 nk. mánudag og þriðjudag. Innkaupastofnun ríkisins. MACLEANS tannkremið gerir tennur yðar hvítari. Kaupið túpu strax — og reynið sjálf. 4.11.0 \ 0 GALON er heims- þekkt gæðavara. Einkaumboð á íslandi. Laugavegi 176 - Sínii 35252. Milli BLAÐBUKÐAFOLK \ ÓSKAST í þessi blaðahverfi vantar Morgunblaðið nú þegar unglinga, röska krakka eða eldra fólk, til þess að bera blaðið til kaupenda þess. Bankastrætis og Vatnsstigs Gjörið svo vel að tala við afgreiðslu blaðsins eða skrifstofu. flmokstursvél ó bíl af Badan gerð, til sölu árg. 1954. Bíllinn er með 2 drif að aftan. Vélin í sæmilegu standi og selst á hagstæðu verði. Tilboð, merkt: „9916“ sendist afgr. MbL fyrir 31. þ.m. Skipasmiði — Trésmiði Onnumst allskonar skipa- og bátasmíði og viðgerðir. Asamt annarri trésmíði. Skipasmíðastöðin BÁRAN H.F. Hafnarfirði, símar 51460, 51660, 51461. Laugavegi 30. Opið kl. 3—5. — Sími 10260. m Keflavík - Suðurnes * * litsala - Ltsala Herraföt verð frá kr. 600—1500.— Herrafrakkar verð frá kr. 1500.— •• Drengjaföt frá kr. 700.— Drengjajakkar frá kr. 500.— Kvenpoplinkápur frá kr. 800.— Kvenkjólar frá kr. 500.— Prjónafatnaður í mjög glæsilegu úrvali. • Gallabuxur verð frá kr. 112.— Úlpur úr ullarnælon. Ullarteppi frá kr. 95.— • Ullar og Terylenebútar í miklu úrvalL FOI\IS9 Keflavik HRINGVER VEFNAÐARVÖRUVERZLUN Nýkomið SILKIFLflUEL í mörgum litum AUSTURSTRÆTI 4 S t MI 1 7 9 0 0

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.