Morgunblaðið - 19.01.1964, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 19.01.1964, Blaðsíða 15
Sunnudagur 19. jan. 1964 MORCUNBLAÐIÐ 15 Staðarvalið ætíð óbreytt SVO sem nærri mátti geta, sýn- ist mönnum enn mjög sitt hvað um staðarval fyrir ráðhús Reykja víkur. Nú sem fyrr hafa flestir, sem rækilega íhuga málið, orðið sammála um, að langbezt fari á því að byggja það við norður- enda Tjarnarinnar. Þessi hefur orðið skoðun allra þeirra aðila, sem skoðað hafa málið ofan í kjölinn á síðustu tveim, þremur áratugum. Fer og ekki á milli mála, að þarna er ein allra bezta, ef ekki hin langbezta, byggingar- lóð í borginni. Jafnframt þarf byggð á þessum slóðum mjög um- bóta við. Bærinn allur yrði mun reisulegri, ef þarna væri komin svipmikil bygging. Mótbárurnar eru aðallega tvennskonar og furðu lífseigar. Sú fyrri, að ekki megi minnka Tjörnina, fær ekki staðizt þegar af því, að Tjörnin þarf alls ekki að minnka. Meira máli skiptir samt að hvað sem stærðinni líð- ur mundi Tjörnin einmitt njóta sín betur, ef þarna væri komið glæsilegt stórhýsi, svo sem allir gátu sannfærzt um með því að skoða líkanið, sem sýnt var í Hagaskóla um síðustu helgi. H> að verður um Alþingishúsið? Hin mótbáran er sú, að fyrir- hugað ráðhús muni yfirþyrma og skyggja á Alþingishúsið og Dóm kirkjuna. Þessu var sterklega haldið fram af Einari Olgeirs- syni, sem tók málið upp á Alþingi sl. fimmtudag á fyrsta fundi þess eftir jólafríið. Flestum öðrum virðist þvert á móti, að bæði þessi söguhelgu hús muni njóta sín einkar vel með ráðhúsið í baksýn. Til þess að svo verði, má alls ekki byggja nær þinghúsinu að sunnanverðu en nú er ráðgert. Allt annað mál er, að þinghús- ið er nú orðið of lítið. Fráleitt væri að ætla að bæta úr því með því að klastra upp viðbyggingu við sjálft þinghúsið. Það verður að standa frjálst og óháð öðrum byggingum. Ný bygging fyrir þingið við Vonarstrætinorðanvert hlýtur að þrengja alltof mikið að. Frekar kemur til álita að fá þing- inu aukið húsrými í byggingu, er reist væri vestanvert við þing- húsið við Kirkjustræti og vissi út að gamla kirkjugarðinum. Ef menn vildu, væri hægt að hafa neðanjarðargöng þarna í milli til að auðvelda samfelld not hús- anna. Mörgum finnst slíkt fráleitt og telja hið eina rétta að byggja alveg nýtt þinghús. Hefur mönn- um þá einkum komið til hugar ísbjarnarlóðin gamla suðaustur af ráðherrabústaðnum við Tjarn- argötu. Víst mundi þinghús fara mjög vel þar, en þá væru öll tengsl við núverandi þinghús úr íögunni. Hagkvæmnissjónarmið hljóta hér að ráða miku, en smekkur og sögutilfinning segja einnig til sín. Samrýmist ekki nútíma þ jóð- háttum Gisli Guðmundsson hreyfði því f umræðunum á Alþingi, að efna setti til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort flytja ætti Alþingi til Þingvalla. Sjálfur virtist hann þeirri hugmynd meðmæltur og vildi að engu hafa þau gagnrök, sem á móti voru færð. Bjarni Benediktsson og Eysteinn Jóns- son héldu því báðir fram, að það samrýmdist ekki nútíma þjóð- háttum að ætla Alþingi setu utan höfuðborgarinnar. Störf þingsins væru svo nátengd ýmis konar stjórnarstörfum, að ógerlegt væri að fá stjórn og þingi sitt hvorn aðsetursstað. Minnti Bjarni á, að í fyrra hefði þeirri hugmynd ver- 46 hreyft á Alþingi að flytja höf- SAs'- s 'í % VÍ'- Líkan af ráðhúsinu ojr næsta u mhverfi þess. a landi, hafa menn talið hluta- bréf þess lítils virði og orðið tregir til að leggja fram fé í sama formi til annarra nytjafram- kvæmda. Einn höfuðgalli á flest- meiriháttar framkvæmdum hér er sá, að þær eru fjárvana. Til þeirra er aldrei lagt nóg stofn- fé í upphafi. Þess vegna eru fyr- irtæki í eilífu skuldabasli og reynt er að merja út úr rekstri eða oft af rekstrarlánum — fé til framkvæmda, sem með eðli legu móti ætti að takast af stofn- framlögum eða eiginlegu áhættu- fé eigenda. Vitanlega leggja menn ekki fé sitt í áhættu, ef þeir eiga einungis að taka á sig tap en gróáðamöguleikar eru úti- lokaðir. Framkvæmda- REYKJAVÍKURBRÉF uðborgina frá Reykjavík. Sú hugmynd hefur að vonum lítinn byr, en flutningur Alþingis væri fásinna nema höfuðborgin væri flutt samtímis. Eysteinn var Bjarna efnislega samþykkur, því að hann sagði, að langt þinghald, sem verða hlyti á meðan menn vildu, að Alþingi væri valdamesti aðili í landinu, gæti ekki átt sér stað utan höfuðborgarinnar. Að sjálfsögðu vakir gott eitt fyrir þeim, sem vilja hafa þinghald á Þingvöllum. En erfitt er að hugsa sér óraunhæfari hugmynd. Hún er sígilt dæmi þess, hvernig sum- ir menn vekja sér upp viðfangs- efni í stað þess að sinna þeim, sem sannarlega þurfa úrlausnar. Aðkallandi vandi Eðlilegt er, að þingmenn velti fyrir sér, hvernig bættur verði húsakostur Alþingis. Staðsetning ráðhúss við norðurenda Tjarnar- innar ýtir undir þvílíkar bolla- leggingar, því að viðbygging sunnan við þinghúsið samrýmist alls ekki ráðhúsbyggingu á þess- um slóðum. Þess vegna er skyn- samlegt, að nokkurn veginn sam- tímis verði teknar ákvarðanir um frambúðarstað ráðhúss og Alþing ishúss. Því miður eru þó önnur verk- efni, sem nú kalla enn meira að. Eftir að stjórnarflokkarnir hafa ráðið ráðum sínum innbyrðis og sín í milli, hlýtur Alþingi að taka til meðferðar nýjar ráðstafanir, sem eru óhjákvæmilegar þegar í stað vegna kauphækkananna á sl. ári. Stjórnarandstæðingar láta raunar svo sem vandinn sé eng- inn. Þjóðráð þeirra er að lækka vexti og eyða tekjuafgangi ríkis- sjóðs frá sl. ári til styrktar at- vinnuvegum nú. Fláræði stjórnar- andstöðunnar Hugsanlég vaxtalækkun gæti aldrei orðið svo mikil, að hún mundi nokkrum úrslitum ráða. Þar með er engan veginn sagt, að ekki komi til greina að lækka suma vexti. En almenn vaxta- lækkun mundi óhjákvæmilega auka á verðbólguna, sem allir eru sammála um, að ekki megi vaxa heldur þurfi að minnka. Með sama hætti hlyti eyðing te’'iuaf- gangs siðasta árs að magna þessa meinsemd. Þeir, sem þessi ráð bjóða, vita því annað hvort ekki hvað þeir eru að tala um, eða þeir vilja vísvitandi auka á erfið- leikana. Atvinnuvegirnir verða að fá raunhæfa stoð til að geta staðizt þær kauphækkanir, sem um var samið. Á þetta var bent bæði á undan og eftir og á meðan verk- föllunum stóð. Þetta getur því engum komið á óvart. Spurningin er sú ein, hversu róttækar ráð- stafanir séu óhjákvæmilegar nú. Margt bendir til þess að hyggi- legast sé að ráða úr bráðum Laugard. 18. jan. vanda með hækkun söluskatts, svo sem ríkisstjórnin lýsti yfir að óhjákvæmilegt mundi verða, jafnvel þótt kauphækkanir yrðu ekki meiri en gert var ráð fyrir í tillögum hennar frá 3. des. sl. Ef slíkar ráðstafanir nægja ekki, verður að horfast í augu við þá staðreynd, þegar hún blasir við og taka þá afleiðingum hennar. „Orka í verki44 Því miður bætir engin þjóð kjör sín með því einu að hækka kaupið við sjálfa sig. Slík „kjara- bót“ er einber sjálfsblekking. — Aukin framleiðsla og bættar vinnuaðferðir, eru ólíkt hald- betri grundvöllur kjarabóta en allsherjarkauphækkanir umfram greiðslugetu. Fátt hefur leitt til meiri fram- fara og kjarabóta hér á landi en stofnun Eimskipafélags íslands, sem átti 50 ára afmæli sl. föstu- dag, hinn 17. janúar. Þá komst í framkvæmd gamall draumur, sem oft hafði borið á góma en menn skort orku í verki til að hrinda í framkvæmd. Ástandinu sem ríkti fyrir h.u.b. 70 árum lýsti Einar Benediktsson í kvæði sínu Strandsigling. Þar segir m.a.: — Þessa síðast ársins för þeir föru, — fólkið hana rækir bezt. Drukknir menn og krankar konur fóru, — kvíuð skrans í lest. Allt var fullt af frónska þarfagripnum. Fyrirlitning skein af danska svipnum. Farþegn stóð við borð með breiðum herðum, bönd í rælni höndum lék; yfirmaður fasmikill í ferðum fram að honum vék, ýtti úr vegi hart og hrakorð lagði, hinn fór undan, beygði sig og þagði. Beggja í öllu þekktust þjóðar- merki, þeirra ólík kjörin tvenn; hroki á aðra hönd með orku í verki, á hina bljúgir menn, þeir er öðrum gjalda, á leppum grasa, gróðaferð í sína eigin vasa. „Gróðaíerð í eigin vasa“ Ennþá borgum við öðrum ótal gróðaferðir í okkar eigin vasa. Svo er t.d. um olíuhreinsun. Allar líkur benda til þess, að ef við hreinsuðum sjálfir verulegan hlut þeirrar olíu, sem við kaupum nú óhreinsaða til landsins, þá mundnm við árlega græða millj- ónatugi. Hægt er að ná hagkvæm um samningum við erlenda aðila um að koma þvílíkri olíuhreins- unarstöð hér upp. Sumir óttast stjórar samvinnu við útlendinga, jafnvel þótt við tryggðum okkur yfir hönd í þeim viðskiptum. Óttinn við eðlilega samvinnu leiðir til þess, að aðrir geta ár eftir ár far ið gróðaferðir í okkar vasa. Þeim er það að vísu þvíhægarasemþeir kaupa af okkur íslenzkar afurðir og sumir hyggja, að þeim kaup um yrði hætt, ef við stöðvuðum þessar gróðaferðir. Þannig leggj ast hin ólíkustu öfl á sömu sveif um að hindra eðlilegar ráðstafan ir til raunhæfra kjarabóta. — Þarna er þó sú afsökun, að við yrðum e.t.v. að una lægra verði fyrir okkar framleiðslu, ef við, eins og nær allir aðrir, tækjum fullhreinsun olíunnar inn í land ið. Sú afsökun er hinsvegar alls ekki fyrir hendi t.d. um alúminí- um vinnslu, þegar orka fellur látlaust óbeizluð til sjávar á með- an við treystum okkur ekki til samskonar samvinnu við aðra eins og t.d. frændur okkar Norð- menn hafa stórhagnazt á. Gagnsemi Eim- sldps Óþarft er að fjölyrða um það gagn, sem Eimskipafélag íslands hefur gert íslenzku þjóðinni. Auð vitað hefur það öðru hverju sætt gagnrýni eins og allir aðrir, en enginn efast um að fátt hefur orðið ökkur fremur til heilla en stofnun og starf Eimskipafélags- ins. íslendingar eru ekki lengur meðhöndlaðir eins og „þarfagrip- ir“, þegar þeir koma á skipsfjöl. Þar mætir nú jafningi jafningja. Þótt margt fari aflaga, þá er betra að hafa hroka af orku í verki en vera bljúgur af eymd og aðgerðaleysi. Eimskipafélagið jók þegar í stað sjálfstraust og sjálfs- virðingu íslendinga. Eftir að skip félagsins fóru að sigla varð eigi til lengdar á móti því staðið, að við fengjum okkar eigin sigl- ingafána, og krafan um hann varð hin beina orsök þess, að upp voru teknir samningarnir, sem leiddu til setningar sambands laganna 1918. Jafnhliða hefur þjóðin grætt fleiri milljónir en í fljótu bragði verði tölu á komið með því að annast siglingarnar sjálf. Oft erfiður hagur Sjálft hefur Eimskipafélagið þó oft orðið að búa við erfiðan hag. Kreppuárin milli 1930—40 voru því örðugust. Á sínum tíma var reynt að styrkja félagið með því að það fengi skattfrelsi gegn því að gjalda ekki meira en 4% í arð af hlutafé. Þetta lýsti velvild og leit vel út á pappírnum. Þegar til lengdar lét var ágóðinn fyrir fé- lagið samt vafasamur og enn hæpnari fyrir heilbrigða efna- hagsþróun. Vegna takmörkunar á arðgreiðslum félagsins, sem segja má að sé eina almenningshluta- félagið, er stofnað hafi verið hér Magnús heitinn Sigurðsson bankastjóri sagði eitt sinn frá því, að hann hefði beitt sér fyrir því, að maður með erlendu nafni og af útlendum uppruna yrði banka- stjóri við Landsbankann af þvi, að það hefði tryggt bankanum meira álit út á við. Ekki skal um það sagt, hvort svipaðar ástæður hafi ráðið því, að fyrsti fram- kvæmdastjóri Eimskipafélags Is- lands var erlendur maður. Víst er að íslendingar þekktu þá lítt til skipaútgerðar og Emil Nielsen var mönnum hér að góðu kunn- ur sem skipstjóri, enda reyndist hann ágætur framkvæmdastjóri og félagið hlaut frama undir for- stjórn hans. Um það bil, sem Nielsen lét af störfum fór að syrta í álinn vegna heimskreppunnar. Þá var félagið svo heppið að fá Guð- mund Vilhjálmsson fyrir fram- kvæmdastjóra. Hann gegndi því vandasama starfi í 32 ár. Félagið á fyrirhyggju hans mikið að þakka. Þrátt fyrir harða gagnrýni ýmissa, hafði Guðmundur kjark og dug til þess á seinni stríðsár- unum að safna svo í sjóði, að unnt var að endurbyggja skipa- stól félagsins eftir að ófriðnum lauk. Fjársöfnun félagsins á stríðsárunum sætti sem sagt harðri gagnrýni. En hvort halda menn að hafi reynzt þjóðinni hollara að eingast þann nytsama flota, sem Eimskipafélagið á nú, eða þótt nokkrir milljónatugir í viðbót hefðu farið til eyðslu á stríðsárunum? Nú hefur Guðmundur látið af störfum fyrir aldurssakir en við tekið Óttarr Möller, ötull áhuga- maður, sem segja má að alinn sé upp við margvísleg störf í þágu félagsins. Enn við örðug- leika að etja Enn á félagið að etja við örðug- leika. Er því stundum haft á orði, að úr því að á síðari árum hafi blómgast hér önnur skipafélög, hljóti eitthvað að vera bogið við rekstur Eimskipafélagsins, ef það eigi í örðugleikum, þegar önnur félög bersýnilega bæti hag sinn ár frá ári. Þá er ekki á það litið, hversu aðstaðan er ólík. Út af fyr ir sig skal engum láð, þótt hann haldi þannig á, að hagur hans fyrirtækis sé sem beztur. En Eim skipafélagið hefur ætíð verið rek- ið með alþjóðarhag fyrir augum og talið sig hafa skyldur umfram aðra. Þess vegna hefur það tekið að sér flutninga á mat og fóður- vörum, þó að farmgjöldum þeirra hafi verið haldið svo niðri, að stundum geri ekki betur en þau standi undir útskipunarkostnaði og hafnargj öldum í hleðsluhöfn. Aðrir hafa ýmist að öllu eða mestu skotið sér undan þessum nauðsynjaflutningum. Af þessum sökum hefur hallað á Eimskipa- félagið. Nú er svo komið, að leng- ur verður ekki með nokkru móti við þetta unað. í þessu verður að skapast jafnrétti, enda mun þá sannast, að Eimskipafélagið get- ur keppt við hvern sem er, hvort heldur innlendan eða erlendan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.