Morgunblaðið - 19.01.1964, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 19.01.1964, Blaðsíða 28
AugtýsingarábfTa Utanhuss aogfrýsingar allskonarskilti oiL AUGLYSINGA&SKILTAGERÐIN SF Bergþórugötu 19 Simi 23442 Lézt af völdum meiÖsla í FYRRXNÓTT andaðist á Landa- kotsspítala Magnús Jalkobsson, 67 ára að aldri, til heimilis að Sól- eyjargötu 7. Lézt Magniús af völd um meiðsla, er hann hlaut, er ekið var á hann á Suðurgötu síð- degis á föstudag. Hlaut Magnúa lærbrot, og auk þess mikið höí- uðhögg. Tveir menn liggja nú í sjúkra húsum í Reykjavík mikið meidd ir, eftir bílslys í vikunni. í sjúkra húsi Hvíta bandsins liggur eldri maður, í>orlákur Guðmundsson, Njálsgötu 80. Hann hlaut inn- vortis meiðsli er ekið var á hann á Njálsgötu á fimmtudagsmiorg- un. Var hann skorinn upp sam- dægurs vegna þessara meiðsla. Líðan hans mun vera eftir at- vikum. Á Landakotsspítala liggur Karl Laxdal, 78 ára gamall, til heim- ilis að Mávahlíð 2. Ekið var á Karl á Snorrabraut síðdegis á föstudag. Hlaut hann mikið höf- uðhögg og hefur verið meðvit- undarlaus síðan. Þannig var urr.horfs á slysstaðnum í gær. (Ljósm. Mbl. Sv. Þ.) 6 slasast í hörðum árekstri Tveimur fólksbílum laust saman á Suður- landsvegi — Orsakir slyssins ókunnar MJÖG alvarlegt umferðar- bíll af miklu afli, að því er virðist, með þeim afleiðing- um að allt fólkið í báðum bílunum, sex manns, slas- aðist, sumt alvarlega. Bílarn ir báðir eru gjörsamlega ónýtir, að því er talið er. — Hinir slösuðu voru fluttir til Reykjavíkur í tveimur sjúkrabílum og lögreglubíl, og voru lagðir inn á slysa- varðstofuna og sjúkrahús. slys varð á Suðurlandsvegi skammt ofan Lögbergs síð- degis í gær. Skullu þar sam- aa Volkswagen- og Skoda- Fyrsta áætlunar- ferðin til Eyja Ragnar Jóhannesson, eigandi Goðaness, sem áður var Gautur I>andhelgisgæzlunnar, skýrði Mbl. svo frá í gær, að fyrsta áætlunarferð skipsms milli Vest manneyja og Þorlákshafnar yrði farin í kvöld, sunnudagskvöld, og færi skipið frá Þorlákshöfn M. 20. Klukkan 18,30 fer bíll frá BSÍ tiil Þorlákshafnar. Upp frá þessu fer Goðanes frá Vestmanna eyjum kl. 8 á morgnana og frá Þorlákshöfn kl. 20 á kvöldin. £esí>dli fylgir blaðinu í dag og er efni hennar sem hér segir: Bls.: t llm notkun málfræðirannsókna I leitinni að höfundum íslend- ingasagna, eftir Peter Hall- herg. S Svipmynd: Lyndon B. Johnson. S. Rósin, smásaga eftir Jóhönnu Brynjólfsdóttur. —» Við vatnið — Vid vattnet, eft- ir Guðmund Böðvarsson. Poul P. M. Pedersen þýddi á sænsku. ft. Bókmenntir: Símon Jóh. Ágústsson skrifar um „Furður sálarlífsins/“ eftir Harald Schjelderup. 7. Lesbók Æskunnar: S „Meinlausri glaðværð rekin frá“, eftir séra Gísla Bryn- jólfsson. t. í fótspor pílagrímsins eftir Da- vid Leitch. H. Fjarðrafok. 11. — — 15. Krossgáta. 16. Flugið til tunglsins, eft.ir George £. Muller. Ekki er Ijó&t hvernig árekst- ur þennan hefur borið að hönd- um. Virðist sam Volkswagenbíll imn R 9884 hafi verið á a-ustur- leið, en Skodabíllinin R 3479 á ieið til Reykjavíkur. Þar sem bílamir rákust saman er lægð í veiginum, og útsým gott til hæð anna beggja vegna. Eins og fyrr getur slö&uðust alls sex í þessum árekstri, þar af tvö börn. Annað barnið hand leggsbrotnaði, hitt mun hafa slasazt minna. Bílstjóri annars bílsins kvartaði um þrautir fyrir brjósti, og hitt þrennt var mikið slasað, einkum gömul kona, sem var farþegi í öðrum bílnium. Er Mbl. fór í prentun í gær höfðu ekki borizt nánari fregnir af meiðslum fólksins, en það var eins og fyir greinir ýmist flutt í slysavarðstofuna eða sjúkrahús. Tún hvanngræn í Vestmannaeyjum FURÐULEGAR eru tiltektir ís- lenzkrar náttúru. 1 júnímánuði getur snjóað, en nú hefur svo brugðið við í janúar, að gróður hefur tekið að spretta á túnum og í görðum, og í Vestmannaeyj- um er nú svo komið að flest tún eru iðjagræn að heita. Þakka menn því að sumu leyti ösku- fallinu frá Surti, sumpart hinum óvenjulegu hlýindum, en í Eyjum hefur nú verið ailt að 7—8 gráðu hiti flesta daga að undanförnu. Mbl. átti í gær tal við Jón Magnússon, bónda að Garði í Vestmannaeyjum. Hann kvaðst Heildaraukning sparifjár 19,57« Úr ársreikningi Bún- aðarbanka Islands BLAÐINU hefur borizt eftirfar- andi: Á fundi bankaráðs Búnaðar- banka íslands sl. fimmtudag, lagði bankastjórnin fram reikn- inga bankans fyrir árið 1963. Starfsemi allra deilda bankans hefir enn vaxið mjög á þessu ári. Heildarvelta bankans varð 23,9 milljarðar og jóikst um 12,8%. Aukning sparifjár varð mjög míkil fyrstu mánuði ársins, en stöðvaðist að mestu síðustu mán- uðina, og var það í samræmi við heildarþróiun í peningamálum í landinu. Heildaraukning spari- fjár varð á árinu 94.6 millj. kr. eða 19.5%, en veltuinnlegg mink uðu um 5.9 millj. kr. og varð því heildarinnistæðuaukning 88.7 millj. kr. Rekstrarhagnaður sparisjóðs- deildar bankans var 1.2 millj kr. og er það mun minna en árið áður. Stafar það fyrst og fremst af launahækkunum og lækkun nu fé. Eignaaukning bankans varð á árinu 10 millj. kr., og eru 9 millj. af þeirri fjárhæð eignaauki Stofnlánadeildar land- búnaðarins. Skuldlaus eign bank ans nemur nú 70 millj. kr. Útibú bankans á Blönduósi tók til starfa í byrjun ársins, og á næstunni mun bankinn opna útibú á Hellu á Rangárvöllum og í Bændahöllinni í Reykjavík. Þá er og áformað að opna úti- bú frá bankanum á, Vesturlandi á þessu ári. Utan Reykj avíkur starfrækir bankinn nú útibú á Akureyri og Egilsstöðum, auk útibúsins á Blönduósi. Hefir orð ið mjög hagstæð þróun hjá ölium útibúum á árinu. Veðdeild bankans lánaði á ár- inu rúmar 6 millj. kr. Voru öll þau lán veitt til jarðakaupa. Stofnlánadeild landbúnaðarins lánaði á árinu 1.510 lán, sam- tals 102.9 millj. kr. Er það mikln hærri fjárhæð og fleiri lán en Seðlabankans á vöxtum af bund- nokkru sinni áður. Hæst var lán að 70 miHj. kr. árið 1962 og tala léna þá 873. Að auki gaf Stofn- lánadeildin út sérstakt skulda- bréfalán á árinu 48 millj. kr., sem endurlánað var Búnaðarfé- Jagi íslands og Stéttarsambandi bænda vegna byggingar Bænda- hallarinnar. Aðstaða banfcans gagnvart Seðlabankanum hefir enn batnað verulega á árinu 1963. Innistæða í bundnum reikningi var í árs- lok 97.1 millj. kr. og hafði auk- izt um 25.7 millj. á árinu. Inni- stæða á viðskiptareikningi var í árslok 53.1 millj. kr. og hafði hækkað um 15.3 millj. kr. Yfir- dráttarskuld varð aldrei við Seðlabankann á árinu. Endur- seldir afurðavíxlar námu í árs- lok 55.9 millj. kr. og höfðu hækk að á árinu um 17.4 millj. kr. Bankinn hefir ekki enn fengið réttindi til þess að verzla með erlendan gjaldeyri, þrátt fyrir ítrekaðar ósikir bankastjórnar og bankaráðs. Myndi það tvímæla- laust styrkja enn meir viðskipta aðstöðu bankans. ítrekaði banka ráðið á fundi sínurn, að bank- inn fengi sem fyrst þessi rétt- indi. ekki vita hvort ástæðan væri öskufall, hlýindi eða hvort tveggja, en víst væri að litur á túnum í Eyjum væri nú hvann- grænn orðinn, og þau til að sjá líkt og um mánaðamótin apríl- maí. Ekki væri grasið þó hátt, en litríkt. Bætti Jón því við að sér virtist liturinn þó ljósgrænni én eðlilegt mætti teljast. Jón sagði, að ýmsir menn, sem myndu eftir Kötlugosinu á sínum tíma, segðu þá sögu að askan hefði haft góð áhrif á gróandann, og væru því raddir uppi um að öskufallið ætti sinn þátt í þessu náttúrufyrirbrigði. Hann bætti því við að lokum, að hann hefði tekið eftir því, að fé, sem haft er á gjöf en látið út daglega, rásaði um túnin, en virtist ekki líta við þessu græna grasi. Hins vegar biti fé, sem gengi úti, þetta gras, enda hefði það ekki um annað að velja. Ekki sagði Jón að hægt væri að merkja þessa litarbreytingu á út- haga, aðeins á túnum, og þá einkum þeim, sem borið var á síðari hluta sl. sumars. Fimmta um- ferð ■ dag FJÓRÐA umferð Reykjavíkur- mótsins í skák var tefld í gær, en blaðið fer svo snemma í prent un á laugardögum að við getum ekki birt úrslitin í dag. í dag verður 5. umferð tefld og hefst keppnin kl. 1 e.h. Þá tefla sam- an Ingi R. og Nona; Friðrik og Johannesen; Ingvar og Trausti; Magnús og Freysteinn; Gligoric og Arinbjörn; Jón og Tal og Wade og Guðmundur. Sjötta umferð verður tefld ann að kvöld og hefst kl. 7,30 e.h. Þá eigast við: Nona og Magnús; Frið- rik og Ingi R., Ingvar og Johann esen; Trausti og Guðmundur; Freysteinn og Gligoric; Arinbjörn og Jón og Tal og Wade.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.