Morgunblaðið - 19.01.1964, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 19.01.1964, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ Sunmráagur 19, Ján. 1964 HJALP I VIÐLOGUM Bókin er 108 bls. að stærð með 145 myndum og vandaðri kápu. — Kostar aðeins kr. 65,00. Gefin út að tilhlutan Slysavarnafélags íslands. Heimili,. vinnustaðir, skólar, ferðalangar, skátar! HJALP V IÐ L 0 G U IVI 7. útgáfa kemur út í dag. Af nýju efni í þessari útgáfú má m.a. nefna: Lífgunaraðferðir. Bráðabirgðameðferð brunasára' ( vatnsmeðf erð ). Notkun sárabögguls. Axlarliðhlaup, lega sjúklings þar til næst í lækni. Stuðningsumbúðir til bráðabirgða við beinbrot. Þrýstingsumbúðir við slagæðablæðingu. Um 40 nýjar myndir. Úr formála síðustu útgáfu, eftir Guðmund Thoroddsen, prófessor: „Bókin er notuð við kennslu í hjálp í viðlögum á nám- skeiðum hjá skátum, Slysavarnafélagi íslands, Rauða krossi íslands og mörgum skólum. Margir hafa kennt eft- ir henni, þó enginn jafnmörgum og höfundur hennar, en nemendur hans skipta nú þúsundum. En höfundurinn hef ur ekki látið sér nægja að kenna eingöngu. Hann hefur líka haldið áfram að nema sjálfur, eins og allir góðir kennarar, fylgzt með nýjungum þeim, sem orðið hafa, og látið bókina njóta góðs af. Útgáfurnar hafa ekki orðið hreinar endurprentanir, alltaf hefur meira og minna bætzt við, og sumum hefur verið breytt, svo að betur mætti fara“. Lærið að hagræða slösuðum, meðvitundar- lausum manni, svo hann kafni ekki á meðan beðið er eftir lækni eða sjúkrabíl. Lærið bráðabirgðameðferð við brunasár sam- kvæmt vantsmeðferð. Köfnun af kolsýrlingi Drukknun 66 ÞEGAR STENDUR 1 MANNI. Það ber við, að matarbiti, svo sem kjot, epli, harð- fiskur eða blóðmör standi i hálsi manns (kokinu) og loki þannig loftrásinni til lungnanna. Einnig geta aðskotahlutir, svo sem tölur, smámynt, baunir o. fl., hrokkið niður i barka. Sjúklingurinn blánar i and- liti, stendur á öndinni og getur kafnað á skammri stundu. Beita má ólikum hjálparaðferðum eftir aldri sjúklingsins. Sé um 2ja—4ra ára barn. að ræða-, er reynandi að bregða þvi um öxl sér og slá með flötum lófanum á bak barns- ins, eins og myndin sýnir. Loftþrýst- ingur frá lungunum gæti þá hrifið að- skotahlutinn með sér. Sé um smáharn að ræða, her að hafa & því endaskipti, halda um læri þess og hrista barnið duglega. Við það get- ur aðskotalilutur í koki eða barkakýlis- opinu hrokkið frá og fram úr barninu. A sama máta getur sú.aðferð lijálpað, cr þessi nnndl‘ sýnir: ið leggja sjúklinginn á grúfu á læri sér og berja með flölum lófa á milli herða hans. 67 Við fullorðið fólk getur það ráð, sem sýnt er á þessari mynd, oft komið að gagni. Gripið um hringspalir mannsins, beygið höfuðið vel niður, og sláið með flötum lófa milli herðablað- anna. ÉEf hægt er að koma þvl við að leggja sjúklinginn á borð eða bekk, eins og myndin sýnir, láta höfuð og liáls ná vcl ut fyrir borðsröndina og slá fast milli lierðablaða sjúklingsins, þá gæli sú bjálp komið að gagni. Enn er það ráð. oft notað, sé ekki unnt að koma öðru við, að i'ara með visifingur hægri hand- •ar eða bæði vísifingur og löngu- töng ofan i sjúklinginn og reyna þannig' að ná taki á aðskota- Iilnt, sem cr sýnilegur i koki sjúklings. Bóksalar, námskeið og skólai Pantið bókina strax! BÚKAAFGREIÐSLA Lœrið lífgunartilraunir ODDS BJÖRNSSONAR Laugavegi 130. — Reykjavík. — Sími 15916.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.