Morgunblaðið - 19.01.1964, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 19.01.1964, Blaðsíða 17
Sunnudagur 19. jan. 1964 MORGUNBLAÐIÐ 17 — Afeð illu Framh. af bls. 12 í viðtalinu í Morgunblaðinu 4. jan. drogur veiðimálastjóri (sem á að vera hlutlaus aðili) svo augljóst taum stangveiði- manna (með að ræna hlunnind- um frá öðrum og leggja undir aðra sem aldrei hafa haft þau) að athugandi væri' hjá hinu háa ráðuneyti hvort þörf sé fyrir slíkan starfsmann. Einn fimim- menninganna segir þarna um- búðalaust að þarna verði fram- tíðarparadís reykvískra stang veiðimanna. En hvað um okkur veslings héraðsbúana, sem enn eigum þó landið, árnar og hér- aðið okkar. Það verður okkur sennilega nóg að horfa á og finna reykinn af krásinni! Nei, almennt óskum við ekki eftir slíkum innrásarher í héraðið. Og hér vil ég minnast dálítið á feril stangveiðimanna hér við vatnasvæðið. Fyrir aldarfjórðungi var farið eftir blekkingum stangveiði- manna hérna í héraðinu. Þeir voru búnir að telja þorra manna trú um, að vatnasvæðið væri í mikilli hættu og nær fisklaust eð verða. Áin var friðuð að rni'klu leyti í nær 2 áratugi nema fyrir stangaveiði. Héraðið mun hafa tapað 20-30 millj kr. á þessari ráðstöfun eftir núver- andi verðlagi, mjög lágt áætlað! Stangveiðimenn fengu því fram- gegnt að öllum sel var útrýmt í ánni. En árleg selveiði var á árunum á undan upp í 200 s. Nú í vor var verð á selskinnum nær 1800 kr. og getur hver mað- ur reiknað þann skaða, sem við- Ikomandi jarðir hafa hlotið, án neina bóta. Á minni jörð var leyfð sil- ungsveiði á þessum árum á stöng. Að meðaltali 4-5 stengur ó dag. Suma daga eða dags- stundir náttúrlega mikið fleiri, en marga daga engin. Fyrir rúmum 20 árum var allt hér morandi í sjóbirting, en hefir tfarið síminnkandi því miður. Mér var bent á það fyrir nokikr- um árum ag jafnvel þessar 4-5 stengur væru að eyða stofnin- um. Þessu trúði ég ekki þá. Hélt að þetta væri aðeins tímabund- ið. Trúði aðeins fu.llyrðingum stangveiðimanna um að stöngin væri hættulaust veiðaræri fyrir stofninn. En hugsum nú málið Ibetur. Það var algeng veiði hér 20-30 silungar á 1 stöng yfir daginn. Var oft miklu meira. Mjög miikið af þessu sem nú veiðist er smár fiskur frá Vi-1 pund. Fyrir 10—15 árum var algeng stærð hér á sjóbirting 6-8 pund og þó nokkuð sem veiddist af 10-15 punda fiski. Nú þykir viðburður ef fæst tfiskur- yfir 5 pund. Nú tekur smáfiskurinn mikið betur agn en stórfiskur. Þessi veiddi smá- fiskur nær eðlilega ekki kyn- jþroskaaldri og sífellt gengur á stofninn. Afleiðingin er hrein rányrkja. En megnið af þess- um smáfiski sleppa þó netin í gegnum sig. Þetta gerir nú stöng in. Þrátt fyrir þessa staðreynd ó að setja 110 stengur á vatna- Bvæðið. Einn þessara kumpána segir í Morgunblaðs-viðtalinu, að bergvatnsárnar séu að verða laxlausar vegna ótakimarkaðrar rányrkju netamanna á óssvæð- . inu. Þá höfum við þá skýringu! Hitler sálugi sagði líka að nauð- synlegt væri að finna sökudólg, til þess að hnoða öllum vand- anum á. Og Guðm. Kristjánsson tfann ósabændur. Hann heldur kannski að við höfum einhver tök á að vinsa úr einhvern ókveðin laxastofn í netin okkar. Sannleikurinn um rányrkjuna á ósasvæðiu er sá, að á undan- förnum árum hafa þar veiðst nokkuð innan við 2000 laxar á ári. En hæstu veiðijarðirnar liggja ofan með ánni. Á sama tíma hafa veiðst 4-5 hundruð laxar árlega á 2 stengur fyrir landi jarðar einnar við Hvítá, af stofni þeim sem er að berjast við að komast upp í vatnslausar bergvatnsárnar og bíður eftir haustrigningunum til þess. Hvers vegna er þessu efcki haldið á lofti. Þetta heitir náttúrlega ekki rányrkja, því þeir laxar veið- ast á fínna veiðarfæri, sem til- heyrir svokallaðri veiðimenn- ingu. En hver er þá þessi marg- umtalaða veiðimenning, sem stangveiðimönnum verður svo tíðrætt um? Við skulum bera hana sáman við ómenningu neta veiðimanna, sem þessir menn létu birta mynd af í Morgun- blaðinu með viðeigandi orð- skrúði. (kannski fá sjóstanga- menn bráðlega birta mynda af togara með vörpu á borðstokikn- um með tilheyrandi texta að þetta skiuli nú tilheyra fortíð- inni. Hér eftir skal allur þorskur veiddur á öngul). í netum drepst laxinn oftast að fám mínútum liðnum eða er þá rot- aður um leið og netið er tekið upp. Sá stangveiðmaður þykist mestur sem getur sagt frá lengstri viðureign við þennan konung fiskanna. I 1 og jafnvel upp í -2 tíma má vesalings skepnan heyja baráttu fyrir lífi sínu, þar til hann loks gefst upp örmagna, og veiðimaðurinn stendur yfir honum eins og hlakkandi valur yfir bráð sinni. En þetta er ekki það versta. Verra er þegar fiskurinn slepp- ur með veiðarfæra dræsu og öngul kannski gleyptan ofan í maga og festist svo ef til vill á einhverri flúðinni, þar til dauð- inn miskunnar sig yfir hann. Ég hefi fengið í net. 9 punda sjóbirt- ing með magagleyptan öngul og við hann fest 1 sm. langt girni með stóra sökku á endanum. Ég hefi slætt upp 3 punda sjóbirt- ing, sem festur var á öngli með 8 m. girni, sem flækt var um stein. Ég sá í sumar lax nálægt Selfossi alltaf á sama stað úti í ánni og hagaði hann sér svo að 'hann hefir eflaust verig fest- ur með línu á steini. Væri þetta eklki verðugt verkefni fyrir Dýraverndunarfélag íslands að fást við? Við hugsum með hryll- ingi og viðbjóði á nautáat Spán- verja og hanaat Indónesa. En 'þetta er þeirra sport. En er þá „veiðimenning“ okkar öllu betri þegar öllu er á botninn holft. Stangveiðmenna tala nú orðið gjarnan um fiskileysi bergvatns- ána á vatnasvæðinu og um nauðsynlega ræktun þeirra Hætt er nú við að sá laxastofn, sem S. V. F. R. hyggst rækta í þær verði að Vera nokk- uð sérstæður. Hann þyrfti sem sé ag geta ferðast að hálfu á landi. Því eins og kunnugt er getur lax ekki gengið í Hreppa- árnar um mitt sumarið vegna vatnsleysis. Og allar þær trölla- sögur sem þaðan eru sagðar af mikilli laxveiði frá fyrri árum eiga rætur sínar 'að refcja til þeirra tíma er laxveiðilöggjöfin var rýmri og veiði var stunduð fram eftir hausti. Annars hafa þeir menn sem veitt hafa í klak í ám þessum að haustinu allt aðra sögu að segja en stanga- veiðimenn,- Telja þeir árnar þá morandi í laxi. En sé það nú rétt að fiskur gangi orðið seinna í bergvatnsárnar en hann áður gerði, þá eiga stangveiðimenn þar sjálfir stærsta sök með for- göngu sinni í að útrýma selnum úr ánni. En eins og kunnugt er vex þeirri skoðun ört fylgi að selurinn hafi hlutverki að gegna, frá náttúrunnar hendi. M. a. að reka á eftir fiskinium upp í þver- árnar. Já, víða mun stangveiði- maðurinn vera sá seki. Það er mikill sannleikur í orðum Hin- riks bónda í útverkum er hann sagði að líklega væru minkar og stangveiðimenn hættulegastir fiskistofninum. Stangveiðimenn l afa sýnt veiði málum okkar bænda mikinn áhuga á undanförnum misserum. Óskandi væri að þeir sýndu öðr- um vandamálum okfcar sömu uimihyggju. .Þá myndi stétt okkar betur farnast. En því miður mun þessi umhyggja þeirra ekki græskulaus. Þessvegna vilja þessir menn troða sór óumbeðið inn í þetta málefni okkar alls óvelkomnir af öllum þorra hér- aðsbúa. Og við veiðibændur vildi ég að lokum segja. Hafið þann metnað, að kasta ekki til langs tíma frá ykkur eftirsóttum verðmætum fyrir fláar skítugar krónur í augnablikshrifningu af glæstum loforðum. Hafið þann metnað að ráða því sjálfir hverjum þið bjóðið að njóta dýrðlegra sumar- diaga á landi ykkar, ella eigið þið á hættu að aðrir menn komi þar. Menn sem þið eða eftirkomendur ykkar ekki kæra sig um að fari með verðmæti, sem þið eigið sjálfir, eftir sínum geðþótta. Ólafur Þorláksson, bóndi, Hrauni. ALLT FYRIR YNGSTU KYNSLÓÐINA GÆZL UGRINDIN SPENNIST ÚT Í DYRAKARMA OG STIGAOP, ER STILLANLEG FYRIR ALLAR HURÐ- ARSTÆRÐIR OG SKILUR ENGIN FÖR EFTIR SIG. SKOLAVÖRÐUSTÍG 10 SÍMI 12631 C}VÐB£RGUR MARTEINI GÆRUÚLPUR 0G YTRA BYRÐI CANADIAN MIST LAUGAVEG3, p NÆL0N EFNI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.