Morgunblaðið - 19.01.1964, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.01.1964, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLADIÐ Stmmtáagrrr 19.. jan. 1964 Þ|óðleikhúsið: Læðurnar Eftir Walentin Chorell Leikstjóri: Baldvin Halldórsson þýðandi: Vigdís Finnbogadóttir ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ frumsýndi á róta í hugum manna, til að ljúka fimmtudagskvöldið sjónleikinn „Læðurnar“ eftir finnska höfund inn Walentin Chorell, sem tal- inn er fremsta núlifandi leik- skáld Finna, skrifar á sænska tungu og hefur á undanförnum 20 árum samið um 50 útvarps- leikrit og sjónleiki. 1 „Læðurnar" geta hvorki talizt rismikið né djúpskyggnt leik- húsverk, en það býr yfir miklum leikrænum möguleikum og er kunnáttusamlega skrifað. Það er stutt, hnitmiðað og þétt í sér, heldur athygli áhorfenda ó- skiptri frá byrjun til enda, því sjaldan slaknar á þeirri drama- tísku spennu sem gefur leiknum líf á sviðinu. Efnið er hins vegar ekki sér- lega nýstárlegt, sem skiptir út af fyrir sig ekki máli, ef það væri tekið frumlegum tökum og færði áhorfendum einhverja nýja inn- sýn í mannleg kjör. Því er tæp- lega að heilsa; þau mennsku sannindi sem það leiðir áhorf- endum fyrir sjónir eru heldur grunnfær og verða aldrei veru- lega hugstæð. Hitt er svo annað mál, að svipmyndin úr hvers dagslífinu, sem höfundurinn bregður upp, er á sinn hátt for- vitnileg, og í leikrænum skiln- ingi vinnur hann vel úr litlu efni. Leikurinn fer fram í kaffi- stofu kvenna í spunaverksmiðju og spannar part úr einum vinnu- degi, Hann fjallar í víðasta skiln ingi um hið geigvænlega og óbrú anlega djúp, sem er staðfest milli fólks með ólíka reynslu og úr ólíku umhverfi. Verksmiðjukon- urnar geta hvorki skilið né þol- að yfirboðara sinn, frú Mörtu Bartsche, af því hún er af öðru sauðahúsi en þær. Reynsla henn- ar liggur utan við reynslusvið þeirra, og þess vegna er þeim um megn að skilja hana, en túlka atferli hennar út frá sjónarmið- um sem eru þeim nærtæk og skiljanleg. Chorell fjallar hér m.ö.o. um þann mikla einmana- leik sem óvenjuleg reynsla hlýt- ur að búa hverjum manni. Höfundurinn hefur sjálfur sagt: „Markmið skáldskapar míns er að afhjúpa, sarga og upp augum þeirra fyrir raunum annarra, sem oft stafa af okkar eigin sálarblindu. Ef ég aðeins í eitt einasta sinn hefi fært einum lesanda mínum eða áhorfanda nýja sýn á líf náungans og aukið, þó ekki væri nema örlítið, skiln- ing manns á annarri mannveru, sem ekki líkist honum, þá hefi ég náð takmarki mínu“. (Leik- skrá, bls. 18). Þetta er drengi- lega mælt, og ekki er því að neita, að hann vekur samúð og skilning áhorfandans á þeim per- sónum, sem hann teflir fram, en um hitt má spyrja, hvort hann sé ekki helzti háður kenningum sínum eða „boðskap", þannig að hið óræða í mannlegri náttúru njóti sín ekki sem skyldi. í leikritinu kemur í rauninni ekk- ert beinlínis á óvart eða vekur snögga hugljómun — allt virðist vera fellt inn í eins konar kerfi til að tryggja fyrirfram útreikn- aða niðurstöðu. Það er kannski af þessum sök- um sem leikritið er fremur á- heyrilegt en eftirminnilegt. Ég sagði í upphafi að leikritið byggi yfir miklum leikrænum möguleikum, en þeir hafa ekki verið nýttir að neinu ráði í sviðsetningu Þjóðleikhússins. Þrátt fyrir góða og í nokkrum tilfellum óvenjugóða frammi- stöðu einstakra leikenda er sýn- ingin í heild einkennilega glopp- ótt og skrykkjótt. Sum drama- tísku atriðín tókust bærilega, en önnur runnu gersamlega út í sandinn, einkanlega þar sem þær áttúst við, Marta og kvennahóp- urinn. Þetta stafaði augljóslega af þeim óskiljanlegu mistökum leikstjórans, Baldvins Halldórs- sonar, að hafa ekki fleira kven- fólk á sviðinu (kannski hafa sparnaðarsjónarmið Þjóðleik- hússins hér ráðið úrslitum). í handritinu gerir höfundur ráð fyrir hópi aukaleikara, sem ekki koma beint við sögu, en magna hópatriðin, þegar múgsefjunin grípur um sig og umhverfir hópn um í grimma ófreskju með einn vilja og eina sál. Átökin hefðu orðið miklu áhrifameiri og dramatískari, hefði þessari sjálf- sögðu tilætlun höfundar verið Atriði úr seinna þætti. Frá vinstri Guðbjörg Þorbjarnardóttir, Helga Valtýsdóttir, Kristbjörg Kjeld (á gólfinu), Þóra Friðriksdóttir, Brynja Benediktsdóttir, Jóhanna Norðfjörð, Bryndís Pétursdóttir og Margrét Guðmundsdóttir. gaumur gefinn. Atriðið þegar konurnar loka Mörtu inni hjá sér verður líka slappt af sömu sök; hræðsla hennar kemur hvergi fram, enda hefði hún sennilega orðið með öllu ósann- færandi eins og þarna er í pott- inn búið. Sé því borið við að Þjóðleik- húsið hafi ekki yfir öllu fleiri leikkonum að ráða en þeim ell- efu, sem í verkinu leika, þá ætti það að sjá sóma sinn í að velja sér verkefni eftir vexti og kröft- um. Annað er kák og vitleysa, eins og fram hefur komið bæði í „Hamlet" og þessu verki. Val í einstök hlutverk hefur eftir atvikum tekizt vel, þegar annað af tveim veigamestu hlut- verkum leiksins er undanskilið. Guðbjörg Þorbjarnardóttir, sú mikilhæfa leikkona, nær ekki tökum á hlutverki Mörtu. Hún hefur að vísu til að bera þá ytri fágun og þann kulda, sem þess- ari persónu er áskapaður af ill- um forlögum, en aðrir eiginleik- ar, mjög svo mikilsverðir, koma ekki fram í túlkun leikkonunn- ar, t.d. hinn innibyrgði ótti við lífið og mennina, örvæntingin og hin vængbrotna þrá eftir friði og ró. Kristbjörg Kjeld fer með hitt veigamikla hlutverkið í leikn- um. Hún leikur Rikku, vinkonu og skjólstæðing Mörtu, mjög vandasamt hlutverk, því geð- brigði þessarar hálfsturluðu konu eru bæði snögg og kynngi mögnuð. Kristbjörg gerir hlut- verkinu góð skil, þegar frá eru talin upphafsatriðin í fyrra þætti, þar sem mér finnst gæta ofleiks Atriði úr fyrra þætti. Frá vinstri: Oktavía Stefánsdóttir, Þóra Friðriksdóttir, Brynja Bene- diktsdóttir, Nina Sveinsdóttir, Jóhanna Norðfjörð, Helga Vaitýsdóttir og Bryndís Pétursdótt ir. — ofsinn verður ekki sannfær- andi. Hófsamari og lágstemmd- ari túlkun hefði orðið áhrifa- sterkari, einkanlega þar sem leik konan hefur ekki fullkomið vald yfir röddinni á háu nótunum. Leikur hennar í seinna þætti er mun hugtækari og víða magnað- ur, en leikstjórnin mætti vera markvissari þar sem tilþrifin í leikritinu eru mest. Af öðrum leikendum skila þær Helga Valtýsdóttir, Þóra Frið- riksdóttir og Bryndís Pétursdótt- ir hlutverkum sínum með sæmd. Þóru og Bryndísi hef ég ekki séð leika betur í annan tíma, og má segja að Þóra sé „sá svarti senu- þjófur“ á þessari sýningu. Helga túlkar á mjög nærfærinn og sannfærandi hátt hina langþjáðu erfiðlskonu sem gengur með átt- unda barnið. Mér virtist henni hvergi skeika í þessari persónu- sköpun. Bríet Héðinsdóttir leikur ú.t- lenda gyðingastúlku, flóttakonu frá Varsjá, sem lent hefur i miklum raunum og ber ekki sitt barr eftir þær. Innlifun leikkon- unnar er ótvíræð og leikur henn ar víða magnaður, þó svo furðu- lega vilji til að hrognamálið, sem henni er lagt í munn, sé alger- lega út í hött, og er þar fyrst og fremst við þýðandann að sak- ast. Einföldustu setningar koma t.d. bjagaðar út úr henni, en svo skilar hún flóknum setningum hárréttum! Framburður leikkon- unnar veit ég ekki til að eigi sér neina hliðstæðu í máli þeirra útlendinga af ýmsu þjóðerni, sem eru að baxa við að tala íslenzku. Hér er vissulega um sérkennilegt fyrirbæri að ræða: góður leik- ur, en óhæfur talsmáti! Ætli það þurfi að vera sjálfsmótsögn? Nína Sveinsdóttir vekur oft hlátur í hlutverki Önnu, „flóns- ins“ sem m.a. hefur það verk- efni að rjúfa spennuna í leikn- um, þegar boginn er spenntur til hins ýtrasta. En túlkun leik- konunnar er mjög tilviljunar- kennd og öll í molum, fremur kátlegt sprell en alvarleg við- leitni til leiks. Með minni hlutverk fara þær Margrét Guðmundsdóttir, Jó- hanna Norðfjörð, Oktavía Stef- ánsdóttir og Brynja Benedikts- dóttir, og gera þeim eftir atvik- um þokkaleg skil, en í nokkrum atriðum eru þær dálítið fálmandi eða utangátta á sviðinu, sem staf ar af handahófskenndri staðsetn- jngu. Ég hef hér að framan gagn- rýnt leikstjórnina jafnframt því sem ég hef hælt frammistöðu einstakra leikenda. Að mínu viti stafar hinn góði leikur fyrst og fremst af því, að hér er um að ræða raunsætt verk — en það virðist enn sem komið er vera eina tegund leikhúsverka sem ís- lenzkir leikarar eiga í fullu tré við. Með betri leikstjórn hefði þessi sýning getað orðið eftir- minnileg, einmitt vegna þess að hér er verk sem er fullkomlega viðráðanlegt, hvað sem segja má um bókmenntagildi þess. Leiktjöld Gunnars Bjarnason- ar eru einföld og látlaus, máð og ömurleg, eins og höfundurinn mælir fyrir, en af einhverjum óskiljanlegum ástæðum hefur klukkunni yfir dyrunum inn f salinn verið sleppt, og það finnst mér billeg sparnaðarráðstöfun, því klukkan gegnir sínu ótví- ræða hlutverki. Um tæknileg atriði sviðssetn- ingarinnar er ástæða til að fara nokkrum orðum, því sum þeirra eru fyrir neðan allar hellur. Beit ing Ijósa í leikritinu er mjög ein- föld, en hún er mjög ófullnægj- andi í seinna þætti, bæði meðan logar á gaslömpunum og eins þeg ar straumnum er hleypt á aftur. Yerksmiðjuflautan á að vera skerandi og yfirgnæfa raddir kvennanna, en í stað þess heyrist ámátlegt, þokukennt bergmál frá eimpípu skips! Það á að heyrast greinilega í spunavélunum, með- an þær eru í gangi, og dynurinn á að magnast, hvenær sem dyrn- ar inn í salinn eru opnaðar. Hvort tveggja fer í handaskolum. Leik- húsgestir heyra aðeins lágt suð, sem er jafnmáttlaust hvort sem dyrnar eru opnar eða lokaðar. Hróp verkstjórans, sem á að standa við dyrnar inn í salinn, koma úr allt annarri átt en ætl- azt er til. Og fleira mætti tína fram. Það eru einmitt smáatriði eins og þessi, sem valda miklu um það, hvort leiksýning nær þeim tökum á áhorfendum sem að er stefnt. Hér hefur sýni- lega verið kastað höndum til sýn ingarinnar, og þvi verður hún í flestu tilliti máttlausari en efni stóðu til. Þýðing Vigdísar Finnbogadótt- ur er yfirleitt lipur í munni, en henni hefur ekki lánazt að gefa verkakonunum það tungutak, se;m við á, þó hún „skreyti" mál þeirra með ýmsum góðum glós- um úr götumáli. Þær eiga að hafa annan talsmáta en frú Bartsche, en það kemur engan veginn nógu greinilega fram. Ég hef áður minnzt á hrognamál Xeníu, sem virðist ekki vera unn ið samkvæmt neinni skynsam- legri reglu og missir því marks. Mætti ég svo að endingu minna þýðandann á það sem hún ef- laust veit, að orðið „fætur“ er karlkyns en ekki kvenkyns. Sigurður A. Magnússon. ATHUGIÐ að borið saman við útbreiðslu er langtum ódýrara að auglýsa í Morgunblaðinu en öðrum blöðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.