Morgunblaðið - 11.02.1964, Page 24

Morgunblaðið - 11.02.1964, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 11. fetr. 1964 ý/FUZABerti T£QFlASÍjrZý\ — Eitthvað hefur hún samt verið sérstök, úr því hún gat kom ið þér svona út úr jafnvægi. Ruth svaraði ekki strax. En svo sagði hún: — Mér fannst hún vera bara öðruvísi en venju lega. Einhvernveginn eins og . . . Nei, það er bara kjánaskapur í mér. — Hvað ætlaðirðu að fara að segja? — Eg ætlaði bara að segja, að mér fannst rétt eins og þetta mundi hafa einhver eftirköst. — Hver gætu þau orðið? — O, enginn, býst ég við. Þetta er eins og hver önnur vitleysa í mér. En hitt veit ég, að ég þoli þetta ekki lengur. Eg fer að fara! — Auðvitað ferðu ekki neitt, sagði Marguerite. — Þú veizt, að þá væri alveg úti um Nicky grey ið, og það væri leiðinlegt, þó aldrei nema hann sé óþolandi. Eða að minnsta kosti sæir þú-eft ir því. Sjálfri væri mér sama. En það var þetta í eftirmiddag. Þú kemur í te, er það ekki? — Vitanlega. — Komdu þá snemrna. Komdu um klukkan þrjú. Ruth samsinnti því og Margue rite endurtók „Klukkan þrjú“ og lagði síðan símann. Það var ekki fyrr en um leið og Ruth lagði símann, að hún fór að hugsa um, hvort Nicky væri irini ennþá. Hann hefði átt að vera farinn fyrir hálftíma til hr. Bruno, uppgjafa háskólapró- fessorsins, sem var eitthvað að myndast við að kenna honum, en Ruth minntist þess ekki að hafa heyrt hann fara út. Hún fór að hálfkvíða fyrir því, að hann hefði ef til vill heyrt það, sem hún sagði við Marguerite í símann, svo að hún kallaði upp stigann: — Nicky! Ekkert svar. Hún kallaði tvisv ar enn og þóttist þá sannfærð um, að drengurinn væri farinn. Hún gekk aftur út í garðinn. Gargiulonhjónin voru þarna matselja og ráðskona og bíl- stjóri og garðyrkjumaður, og þann daginn, sem þau áttu frí, var Ruth ein og allsráðandi í húsinu, og þessi dagur var bezti dagur vikunnar að hennar hyggju. Hún gekk nú yfir að borðinu, þar sem hún hafði skil ið eftir vindlingana sína, kveikti sér í einum, settist niður og tók að horfa á fjöllin, handan við víkina. Eftir því hvernig skýin umvöfðu fjöllin, þannig, að tind amir einir stóðu upp úr, sá hún, að mikill hiti mundi verða um daginn. En ennþá var sæmilega svalt þarna úti í garðinum. Ruth fannst eins og samtal hennar við Marguerite hefði ró að hana dálítið og nú leit út eins og maðurinn þarna væri farinn að hafa óþægindi af hitanum. Það var eins og honum liði eitt- hvað illa og væri órólegur og óþolinmóður. Hann leit ekki út eins og maður, sem hefði sett sig þama niður sem snöggvast, til að reykja einn vfridling, og ætti ekkert annað erindi. En í sama bili datt henni fyrst í hug, að hann hefði líka setið þarna, þegar hún fór inn í sím- ann. Þetta var lítill og grannur mað ur, dökkur af sólbruna, en ljós- hærður og með miklar augna- brúnir, sem voru orðnar bleiktar af sólinni, og næstum hvítar. Hann var þunnleitur og smáfelld ur í andliti og heldur sviplítill. Hann var í köflóttri skyrtu, með ermarnar brettar upp fyrir oln- boga, upplitaðar, bláar bómullar- buxur og með lélega, útvaðna strigaskó á fótum. f einu hnappa gatinu á skyrtunni var ofurlítill blómskúfur. Það var eins og hann skynjaði að Ruth væri að horfa á hann, því að hann leit upp, snöggt og spyrjandi, rétt sem snöggvast, og henni fannst eins og hann ætlaði að fara að ávarpa hana. En svo leit hann bara við og horfði eft ir veginum til San Antioco. Ruth stóð upp og gekk inn aftur. Hún gekk upp í svefnherberg ið sitt. Þar voru hlerar fyrir gluggum, svo að lítil birta var þar inni, en þarna var sæmilega svalt þrátt fyrir hitann úti fyrir. Mynd hennar í speglinum hafði á sér skuggalegan fölva, en þeg ar hún ýtti upp einum glugga- hleranum, til að fá meiri birtu, varð mynd hennar ljósleitari. Hún fór úr öllu og í sundfötin sín. Hún var orðin talsvert sól- brennd, en af því að hún var fremur hörundsdökk, fór henni sólbruninn vel. Hárið var slétt og svart og e'ins augun, með löng, svört augnahár. En þrátt fyrir þennan suðræna litarhátt, sást alltaf strax, að hún var ensk, enda hafði hún alizt upp í London, og aldrei reynt að leyna þjóðerni sínu. Stundum gramdist henni þetta. í landi fagurra kvenna, hefði hana stundum lang að til að láta halda sig innfædda þar. En slíkt kom aldrei fyrir. Hún fór í bláan bómullarkjól utan yfir sundfötin, batt rauð- köflóttan klút yfir hárið, setti upp sólgleraugu og tók síðan pappírsörk og sjálfblekung og fór niður aftur. Hún mundi eftir að loka og læsa húsinu, áður en hún fór út. Þegar hún fór svona að synda, gerði hún þetta venju- — Eins og ég sagði yður í símanum, þegar þér tókuð stun- arbústaðinn á leigu, eru hér ágæt rúm fyrir þrjá. lega ekki, en maðurinn, sem sat á veggnum, hafði einhver þau áhrif á hana, að hún fullvissaði sig um, að dyr og gluggar á neðri hæðinni, væri lokað og læst. Maðurinn var þarna enn, þeg ar hún fór niður dyraþrepin. Þeg ar hann heyrði til hennar, leit hann snöggt við, og aftur hvíldi þetta spyrjandi augnaráð hans á henni. Augun voru grágræn, und ir hvítum augnabrúnunum. Ruth fannst þau flóttaleg og kvíðin. Aftur fannst henni snöggvast eins og hann ætlaði að ávarpa hana, en annaðhvort hefur henni þar skjátlazt, eða þá hann heíur séð sig um hönd. Hann fleygði frá sér eldspýtunni, sem hann var nýbúinn að kveikja með i öðrum vindlingi, stakk höndun- BYLTINGIN I RUSSLANDI 1917 ALAN MOOREHEAD Possony og samverkamönnum hans við rannsóknirnar þótti tími til kominn að ráðast að þess ari strangtrúuðu afstöðu komm- únista til Lenins og byltingar- innar, og þeir ákváðu að gera það með því að leita sem hægt væri til frumheimildanna. Þar opnuðust miklir rannsóknar- möguleikar, þar sem voru leyni- skýrslur utanríkisþjónustunnar þýzku. Þessar skýrslur eiga sér sjálfar athyglisverða sögu. Þær voru fluttar frá Berlín á síðustu mánuðum heimsstyrjaldarinnar síðari, og þeim komið fyrir í kastölum, skólum og jafnvel námum, víðsvegar um landið. Svo þegar lokahrun Þýzkalands var yfirvofandi, kom skipun frá Berlín um að öll opinber skjöl skyldu eyðilögð — og raunveru- lega voru skjöl herforingjaráðs ins brennd. Það sem eftir var af skjalasafninu bjargaðist, fyrir persónulegt hugrekki þýzks em- bættistmanns, dr. Johannes Ul- rich, sem nú er yfirskjalavörður utanríkisráðuneytisins í Bonn. Dr. Ulrich hundsaði skipunina frá Berlín, og honum tókst að fela megnið af skjalasafninu þar til Bandamenn komu. Þá tóku Bretar við því og fluttu það til Englands, tii frumrannsóknar. Brátt var ákveðið, að skýrslurn- ar, sem náðu yfir nazistatíma- bilið — þ. e. frá 1933 og áfram — skyldu gefnar út opinberlega á vegum ríkisstjórna Frakk- lands, Bretlands og Bandaríkj- anna. Margar skýrslurnar voru notaðar við Núrnberg-réttarhöld in. En önnur skjöl, frá árunum fyrir 1933, voru gerð aðgengileg almenningi á míkrófilmúm. Og á þessum míkrófilmum hóf Possony og félagar hans starf- semi sína. Þetta var seinlegt og erfitt verk. Þarna var varla um nein registur að ræða. Mörg skjöl vantaði alveg, og fjöldinn allur óskiljanleg eða þýðingarlaus. Heil flækja af dularnöfnum, sí- breytilegum, gerði skipulagða leit næstum ómögulega. Þó varð það fljótt augljóst, af leynileg- um bréfaskiptum Utanríkisráðu neytisins við sendimenn þess er- lendis, og skýrslum í sjálfu Wil- helmstrasse, að Þjóðverjar stóðu í nánu sambandi við byltingar- flokka Rússlands, frá 1915 og áfram. Byltingar kosta fé og rúss neska byltingin hafði dregizt á langinn. Hvar hafði Lenin og vinir hans náð sér í peninga? Hér kom loks svarið, að nokkru leyti: skýrslurnar gátu þess ná- kvæmlega, hvaða upphæðir hefðu verið greiddar tilteknum umboðsmönnum, til að skipu- leggja og kosta byltingartilraun- irnar í Rússlandi sjálfu. Vitan- lega kom ekki allt fé byltingar- mannanna rússnesku frá Þjóð- verjum, en hér voru að minnsta kosti nægar upplýsingar fyrir- hendi, til þess, að Possony og félagar hans færðust í aukana við rannsóknir sínar. Samt var lítil von hjá þeim um verulegan árangur við að brjótast gegn um allan þennan mýgrút skýrslna — því að hópurinn var févana og allir unnu að þessu í tómstund- um sínum sem sjálfboðaliðar — ef ekki Utanríkisrannsóknar- stofnun háskólans í Pensyl- vaninu hefði ekki komið fram með fjárstyrk. Og loks árið 1956 lofuðu útgefendur Life Maga- zine að kosta fyrirtækið. Nú urðu tök á því að gera rannsóknirnar víðtækar og ár- angursríkar. Ráðinn var hópur starfsmanna til þesis að rannsaka öll fáanleg, diplómatisk skjöl, ekki einasta í Þýzkalandi heid- ur um alla Evrópu og það alla leið til Tyrklands og Japan. Alls voru tvær tylftir skjalasafna rannsakaðar og um 20.000 fet af mikrófilmu eða 100.000 einstök skjöl, voru lesin og svo 800 bæk- ur, og talað var við marga menn, sem höfðu staðið í sambandi víð foringja Bolsjevíkanna. Þessi nákvæma rannsókn hef- ur að mínu viti sannað, svo að enginn vafi getur á leikið, að Þjóðverjar gegndu mikilvægu hlutverki við að koma Lenin og Bolsjevíkunum til valda, og KALLI KUREKI >f' Teiknari; FRED HARMAN Skrattakolla horfir á Gamla, hreinsa byssuna sína, þar sem hún ftendur þarna uppi yfir honum. — Já, svo sannarlega situr allt fast hérna í hlaupinu. Og það lengir lífdaga þína .... um svo sem tvær mínútur! Hver f j.... Hana nú, þar f ór það. .. — Hamingjan góða! Moli! Hreint gull! Fastur í hlaupinu! hún hefur leitt það í ljós, að sjálf byltingin var e-kki það flekklausa hetjukvæði, sem kommúnistar hafa gert úr henni. Upphaflega var það ætlun dr. Possony að birta grein um ár- angurinn áf rannsóknum sínum. En útgefendur Life töldu réttara, að heil bók skyldi rituð um efn- ið, og árið 1956 var mér boðið að taka að mér þetta verk. Mér var fengið í hendur langt yfirlit yfir rantisóknirnar, sem hefur reynzt ómetanleg viðbót við það, sem ég hafði lesið mér til áður. Ég vona, að þessi bók geti komið í góðar þarfir sem inn- gangur að nákvæmri rannsókn á Bolsjevikunum, sem dr. Possony vinnur að nú, og ég vil láta í ljós þakklæti mitt, bæði honum og útgefendum Life fyrir að hafa gefið mér tækifæri til að skrifa bókina. Annars má sjá það á hinni stuttu heimildarskrá aftan við bókina, að heimildir mínar hafa verið þær, sem hægt er að fá i hverju góðu bókasafni — hér Lundúnabókasafninu í Englandi. Ég hef leitað mjög til heimilda eins og hinnar ágætu þýðingar hr. Joel Carmichael á Sukhanov. Ég las þessar bækur án þess að hafa nokkra sérlega þekkingu á Rússlandi eða byltingunni. Það hefur ef til vill ekki verið til ógagns, en mér er það vel Ijóst, að handriti mínu hefði aldrei orðið lokið, án leiðréttinga og ráða Bertram D. Wolfe og ann- arra margra, sem hafa eytt heilli ævi í rannsóknir á þessu efni. En um leið og ég þakka þeim, er ég ekki að halda því fram, að þeir samþykki allar ályktanir mínar — eða ég þeirra — og einnig kunna þeiT að hafa at- hugasemdir að gera við fram- setningu mína á staðreyndum. Vafalaust er margar villur að finna í bókinni, eða að minnsta kosti umdeilanleg atriði. Ég vU aðeins biðja lesandann að trúa því, að þau hafa ekki verið sett þar af illvilja eða af vísvitandi fordómum, en þau eru aðeins hluti af allri þeirri óvissu, sem hlýtur að umlykja rússnesku byltinguna — sennilega um aU- an aldur. Alan Moorehead.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.