Morgunblaðið - 01.03.1964, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 01.03.1964, Blaðsíða 3
•‘•iH' -u ' í ■') nj -2 , r Sunnudagur 1. marz 1964 9 spjallað við Caroline og Tomas MacAnna Fjölskyldan MacAnna. Talið frá vinstri: Ferdia, Tomas, Njáll, Fiona og Caroline. Sr. Eirákur J. Eiríksson: HJARTAÐ BÆÐI OG HÚSIÐ MITT „Okkur líður skrambi vel hérna. Við fylgjumst með flugvélunum, þegar þær koma og fara. Búðin er á næsta horni. Strætisvagnarnir, sem stoppa fyrir utan hjá okkur, fara til allra hluta bæjarins, og svo höfum við nóg að lesa. Það kemur konunni minni vel, því að við hitt- umst sjaldan. Ég er með æf- ingar niðri í Iðnó allan lið- langan daginn, en hún verður að gæta óþekktaranganna. Þeir eru þrír, held ég. Ferdia er elztur, þá Fiona litia og yngstur er Njáll, sem kallað- ur er Saga. Mamma hans var einu sinni að lesa Njálssögu heima á íriandi, en hafði lagt frá sér bókina og gat ekki fundið hana aftur. Hún kall- aði upp og spurði: „Hvar er Njálssagan mín“. „Ég er hér, mamma“, svaraði Njáll. Síðan köllum við hann Sögu. Njálssaga er of langt nafn. Fiona og Ferdia eru alltaf að teikna. Komdu með teikni- blokkina, Fiona. Ég ætla að teikna mynd í Moggann". Ég r staddur í heimsókn hjá Tómasi MacAnna, leik- stjóra frá Abbey leikhúsinu í Dublin, sem nú vinnur að sviðsetningu Rómeó og Júlíu í Iðnó. Hann var einn á ferð, er hann stjórnaði Gísl, eftir vin sinn Brendan Behan, í haust í Þjóðleikhúsinu, en nú hefur hann tekið konu sína, Caroline, og börnin með sér. Þau búa í sambýlishúsi við Fálkagötu, í íbúð Jóns Sigurbjörnssonar, leikara, sem nú syngur við Stokk- hólmsóperuna. „Ég fór út að Surtsey um daginn“, segir Karólína, „með Jökli Jakobssyni, sem er íri, þótt vel geti verið að liðin séu þúsund ár síðan þið stál- uð forfeðrum hans frá ættjörð okkar. Það var einhver tignar legasta sjón, sem ég hef séð. Ýmist gaus Surtur hvítum gufumekki, svörtum strókum eða eldsúlum. Við vorum þarna í marga klukkutíma. Ég hef eiginlega aldrei á sjó komið fyrr og varð sjóveik, en það urðu flestir um borð, svo að kannske er ekki orð á því gerandi. Mér finnst eyjan sér- staklega falleg í laginu, og gos ið er stórkostlegt. Af bókum má lesa, hvernig jörðin varð til, fyrir langa löngu, og hér er hægt að vera vitni að því. Á slíkum stundum þykir mér ég eiga að óska mér einhvers. Ég óskaði þess, að Surtur gysi gulli og gimsteinum, og reynd ar öllu því, sem orðið gæti íslenzku þjóðinni til hamingju og auðlegðar". „Mér líkar vel lögun eyjar- innir“, segir Tómas. ,Hún gæti verið írsk þess vegna. Ég sagði í samtali við Morg- unblaðið í september, að ég vildi að ísland færði sig í suðurátt og þokaðist nær ír- landi. Þegar Surtur byrjaði að gjósa og eyjan fæddist, fannst mér þetta vissulega spor í rétta átt. í stað þess að færa ísland það, sem fyrir er, hafa máttarvöldin ákveðið að stækka landið. Ef Surtur fær að starfa lengi áfram óáreitt- ur, líður varla á löngu þar til lönd okkar ná saman. Þegiðu Njáll, klifraðu ofan af herð- unum af blaðamanninum og skilaðu hárinu, sem þú ert bú inn að klippa af honurn". „Þið eigið yndisleg börn“, segi ég sköllóttur, „en að öllu gamni slepptu, hvernig geng- ur að setja leikarana á svið Iðnós?“ „Það gengur nú ekki ver en svo, að ég held þeim þar all an daginn“. „Hefur þú sett marga íra á svið í vetur?“ „Já, nokkra, en þeir hafa verið mállausir. Síðast stjórn aði ég „pantomine" (látbragðs leik) í „Abbey“.“ „Voru írar ekki tregir að sleppa þér um sex vikna skeið?" „Jú, en þeir eru farnir að venjast ýmsum harðindum í samskiptum við Englendinga. Að vísu tala ég vikulega í írska útvarpið og er fyndinn. Þurfti ég þessvegna að láta taka upp á segulband 6 slíka þætti, áður en ég fór“. „Hvað talar þú aðallega um í þessum þáttum?“ „Þú ættir frekar að spyrja, hvað ég tali ekki um. Stund- um tala ég um það, sem hefur verið að gerast á írlandi eða annarsstaðar í heiminum að undanförnu, eða þá fyrir löngu. í vetur sagði ég frá samskiptum Jónasar Árnason- ar og Lyndon B. Johnson. Stundum syng ég ljóð. Eitt sinn sannaði ég það, að Shake speare hafi verið íri o.s.frv.“. Framhald á bls. 8. III. sunnudagur í föstu. Guðspjallið. Lúk. 11, 14-28. ÞEGAR út á líður, er ofit fagurt að kvöildlagi að horfa á sólar- geislana í- fjarðarmynninu. Á vorin sér þar sól fram undir mið nætti. Fjöllin skyggja á hana inni í firðinum. Hún gerir sér veig eftir haffletinum utan ann- nesja úr geislunum og skín yfir byggðina yzt við fjörðinn. Þar getur að líta eins konar Jóns- messuibál, er sóJin brennur í í gluggum húsa. Angurværð gerir vart við sig, er hugurinn beinist að þvi, að flest húsin þarna eru tóm, fólik- ið er næstum allt -farið úr byggð inni, torleiðið inn með • firðinum hefur mátt sin meira en sól- brautin. Við samhryggjumst geislum sólar, að þeim skuli eftir svo langt ferðalag vera úthýst af tómi húsanna. Þau, mannlaus, orka á hugina eins og and- stæða ljóssins og ríkis þess, vors og gróandi. Og þó á hver eyðibær sér sögu um baráttu vetrar og myrkurs við vonina sigursælu um sumar. Víða stendur og sú barátta yfir. Flóttinn úr sveitunum er miik- ið vandamál. Menn líta hann misjöfnum augum. Hins vegar eru allir sammála um húsnæðis- vandamál þéttbýlisins, að þar séu mörg óleyst verkefná. Menn byggja, en alltaf er sama húsnæðishrakið. Barnmargar fjölskyldur verða sérstaklega illa úti. Til skamms tíma var varla rými í fæðingarheimilum nema frammi á göngum. Erfitt reynist og fyrir börnin að skila að morgni í skólunum heima- verkefnum vegna þrengsla heima, erils og fyrirferðar, vöku og stundum mannfagnaðar hinna eldri. Fyrirbærið er ek'ki sérislenzkt. I Danmöriku gekk sú saga síðast liðið sumar, að stúdent hefði fengið inni í Kaupmannahöfn með því skilyrði, að húsdýr eitt mætti sofa tii fóta hjá honum á nóttinni. Við íslendingar gerum ekki nóg fyrir æskuna í þessum efn- um og látum um of annað arð- meira að aurum en minna í mennimgarátt sitja í fyrirrúmi, eða þá bláberan hégómaskap, tildur og fordild. Um nokkurt skeið þurfti fbúð in helzt að vera einn salur, ef til vill vegna fermingarveizl- unnar, þótt þrosiki barnsins fyrir og eftir biði hnekki við. Á þessu mun nú hafa orðið breyting tiil batnaðar og híbýlin meir sniðin eftir þörfum ungu kynslóðarinnar. Mikil uppbygg- ing verður að eiga sér stað utan heimilanna einniig. Dansihúsið má ekki sitja í fyrirrúmi fyrir tómstundaheimilinu. En þess skyldum við gæta, að þótt húsrými heima fyrir, sikól- ar, tómstunda- og skemmtihús, sjúkrahiús fyrir börn, leikvellir og íþróttasalir skipti miklu máli i uppbyggingu þjóðfélagsins gæti allt þetta verið eins og tóm hús eyðibyggðar, Viðnám lífsins þyrfti ekki að vera fyrir hendi, barátta þess gegn dauðanum þyrfti ekki að vera háð. Guðspjall dagsins fjallar um hernað. Beelsebul þýðir hús- bóndi. Hér er hann óvinurinn. Víst er, að vald vonzkugnægðar hans verður ekki lagt að velli með hans eigin vopnum. Hinn mikli forsvarsmaður frelsisins á okkar tímum, Chur- chill, lýsir því í einni af stríðs- ræðum sínum, hversu lítil mús frjálsrar hugsunar geri einræðis- herrana lafhrædda í sínmrn eigin háreistu ofbeldisköstulum. Þeir óttast sigurmátt andans og góð- leikans yfir sverði og vondskap. Hið góða sigrar. Það er hið mikla fagnaðarefni. Svo kemur friðurinn. Húsið er sópað og prýtt. En þá vex vandinn. Jafn- vel musteri Salómons var tómt án Guðs anda. Það skiptir mestu, hverjir innviðir eru byggingar: andrúms loftið þar. Þjóðir hafa unnið styrjaldir, tapað friðnum, gert byltingar, hlotið blóðuga harð- stjórn. Sigrar í uppeldismá 1 um iúta flestir að ytri uppbyggingu. Það þýðir ekki að sópa húsið og prýða og skilja það svo eftir tómit. „Sá sem er ekiki með mér er á móti mér“. Hlutleysi er óhugs- andi, baráttan má aldrei niður falla. Frjáls maður er ekki sá, sem einungis er án fjötra. Þyngstur dómur kann að bíða fangavarðarins. Frjáls er sá einn, sem gengur hinu góða á hönd. Öli ábyrg öfl verða að koma hér til hjálpar. Æskulýðsdagur þjóðkirkjunnar á að minna á það. Vandi er að vera ungu fólki til vegsögu. Bótin er, að enginn þarf að benda á sjálfan sig. Jesús Kristur er fyrirmyndin. Hann útrýmir tómi hússins. „Því að í honum býr öll fylling guð- dómsins líkamlega og þér hafið, af því að þér heyrið bonum til, öðlazt hlutdeild í þessari fyll- ingu, enda er hann höfuð bvers konar tignar ag valds.“ (Kol. 2. 9-10) Allt leitar fyllingar. „Hræðslan við tómið“ var látin skýra of margt áður. Hún er samt vanda- mál unglings með ólgandi lífs- aflið í sjálfum sér. Óvirkur unglingur er konungshöll, auð og tóm. Leggjumst á eitt á hverjum vettvangi sem er að beina börn- um og unglingum á veg Guðs málefnis. Tóm hús með sól í gluggum fagra vornótt í byggð við gjöful mið og gróandi dalsins. Megi verða í landi okkar og í sálum landsins barna fylling viðtöku sólar, vors og sumars, að landauðn snúist til undan- halds, tóm mannabústaða ©g hugarfars, að Guðs fylling og eilífð sigri. Amen. Þessa mynd teiknaði Tomas MacAanna meðan hann ræddi við blaðamann Morgunblaðs- ins. Hún nefnist; „Á æfingu Rómeó og Júlíu, Montagar og Kapúlettar eigast við.“ ' f M Xi#.- > ••• J 4 , s •, x': ,> <■ V $ < Sf .. . /• (•■“X < mtma, ■=• • - *• • ~ l.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.