Morgunblaðið - 01.03.1964, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.03.1964, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ Sunnuclagur IV marz 1964. Marina veit alltaf hvar Jean-Marie Gustave Le Clézio er að ieita. Þegar ferðamennirnir eru farnir heim og ströndin við Nice er biört oe auð — bá kemur Le Clézio niður að hafinu til bess að hugsa. Frakklandi, en hún á höfundi og persónutöfrum hans meira að þakka en gagnrýnendum og sikrif um þeirra. Le Clézio hefur öðlast skjóta frægð og eitthvað vænkaðist fjár hagur hans líka, en það er eins og það hafi haft lítil áhrif á hann. „Þetta er tómstundagam- an“, segir hann. „Ég hef ekki hugsað mér að leggja fyrir mig ritstörf . . . . ég hefði viljað verða málari, en ég fæ ekki fram það sem mig langar til að sýna á léreftinu. Nú skrifa ég . . . . — Satt að segja er ég hálf feiminn við að verða allt í einu orðinn verðlaunahafi. Nú finnst fjölda manna, sem áður vissu tæplega að ég væri til, allt í einu ég vera orðinn eitthvað — það er eins og skuldbinding .... — Ég er eiginlega eins og fólk er flest“, heldur Le Clézio áfram. „Ég vil geta farið ferða minna um göturnar og borðað á veit- ingastað án þess noktour veiti mér eftirtekt. Ég er hræddur við augu mannanna. Ég akil ekki það fólk sem þykir gott að finna þúsundir augna hvíla á sér. Mór finnst það eins oe kúlnahríð dvnji á mér ... Le Clézio - „Le Procés-Verbal“ ÞEGAR haustar suður í Fratok- landi falla laufin af trjánum og lárviðarsveigar bókmenntaverð- launanna í skaut þeirra er til hafa unnið eða heppnin er með hverju sinni. í fornfálegum salarkynnum situr dómnefnd á rökstólum og kveður upp úrskurð sinn um það hver skuli hreppa þau bófcmennta verðlaun sem einna mest eru met in í Frakklandi, bæði til fjár og frama, Gonoourt-verðlaunin. Verðlaunaveitingin fyrir árið 1963 var venju fremur viðburða- rík. Þar toomiu til greina þrír riit hötfundar, André Pieyre de Mandi argues, sem fáir þekktu fyrir, með bók sína „La motorcyclette" (Skellinaðran), þar var Armand Lanoux, mikilvirkur höfundur, sem áðux hefur komið mjög til tals við úthlutun bóbmennta- verðlaunana í Frakklandi. Að þessu sinni var lögð fram bók hans „Quand la mer se retire“ (Þegar fellur út). Loiks var svo þriðji maðurinn, Jean-Marie- Gustave Le Clézio, 23 ára gamall höfundur „Le Procés-Verbal“ liolbif&ir kúrlr við h vr mít í FORNSÖGUNUM er stundum getið um unga menn, sem lágu í öskustó og kölluðu menn þá kolbíta. Oftast var dvöl þeirra í öskustónni undanfari mikilla tíðinda og einatt urðu kolbítar öðrum fremri þegar frá leið og miklar hetjur í sögunum, rétt eins og Öskubuska í sevintýrinu. Söguhetja Le Clézios minnir um margt á kolbíta og um sumt þó líka á spekinga þá, sem fara einförum og auðga anda sinn á ýmisskonar harðrétti og undar- legum háttum. Fyrsti kafli bókarinnar (kafli A.) byrjar svona: „Það var eitt lítið sinn, í hit- unum síðla sumars, að náungi nokkur sat við opinn glugga — þetta var slánalegur strákur og lotinaxla og hét Adam, Adam Pollo . . . .“ Adam þessi stundar á næstu síðum sólina og þenkingár sínar jöfnum höndum og hreyfir sig ekki nema fetið og þá helzit til þess að ná sér 1 eitthvað að reykja eða bréfsnifsi til að skrifa á. Og þegar hann skrifar, er allt stílað til „Chére Miohéle". Þessi kæra Michéle er það eina sem bindur hann þá stund- ina við lífið „þarna niðri“ — og hann skrifar Miohéle: „Ef þú nú segir einhverjum þarna niðri að þú þekkir kolbrjálaðan ná- unga, sem búi einn í auðu húsi, spyrja þeir þig áreiðanlega hvers vegna hann sé ekki lokður inni. Ég segi þér satt, ég hef hreint etokert á móti því, það er alls ekki sem verst að ljúka æfinni í friðx og ró, í fallegu húsi með fallegum garði fyrir framan og láta aðra sjá um að gefa mannx að borða. Allt hitt skiptir engu ’máli — menn geta þrátt fyrir það átt sitt ímyndunarafl óskexrt og skrifað ljóð á borð við þetta: í dag, rotturnar, síðasta daginn fyrir hafið . . . .“ Svona byrjar bókin og svona byrjar dvöil Adams í mannlausu húsinu hérumbil úti við Mið- jarðarhafið. Miohéle skýtur að vísu upp kollinum síðar í eigin persónu, en samband þeirra er einhvern veginn allt á Adams vísu — Michéle er eins og ekki til, nema Framh. á bls. 21 (Skýrslan). Le Clézio varð að sönnu af Gonoourt-verðlaununum, því for- seti dómnefndarinnar, Dorgelés, beitti auka-atkvæði sínu Lanoux í vil, ( og er það út atf fyrir sig all sögulegt, að tveir rithöfundar séu svo jafnir að atkvæðum), en fékk í sárabætur Renaudot-verð- launin. En þótt undarlegt megi virðast er eins og Goncourt-verðlauna- hafirrn Armand Lanoux og bók hans hafi ekki vakið nándar nærri eins mikla athygli og sá sem næstur honum kom. Það er Le Clézio, sem allir tala um og það er þessi undarlega „Skýrsla“ hans sem gagnrýnendur og bók- menntamenn deila harðast uxno. Það er ekki einbert lofið sem höfundur fær fyrir „Skýrsluna“ sína. En þessi hávaxni, ljóshærði piltur sem rnirmir a riddara mið- alda og kvikmyndaleikara í senn, lætur sér fátt um finnast. Bók Le CléziOs er „bók ársins“ í — Jú, ég er hræddur við ýmis legt annað, myrkrið til dæmis. Ég hafði alltaf ljós hjá mór á Le Clézio tók stúdentspróf 17 ára gamall og kvæntist tvítug ur. „Ég held að það sé eina mikilvæga ákvörðunin sem ég hef tekið um dagana". Þau hjón eru bæði að ljúka próf- um í háskólanum og hyggja á frekara nám. Þau eiga eina dóttur barna, Patriciu, tæpra þriggja ára. nóttunni þangað til ég var átta eða níu ára. Ég var hræddxxr. Mig dreymdi mikið, um undarleg dýr og óskapnaði. Stundufn fannst mér líka eins Og ég væri stung- inn rýtingi í bakið. Ég held það hafi sitt að segja að mann drey.mi oft illa. Þegar maður vaknar á morgnana finnst manni allt í einu að ekki sé allt sem sýnist, að hlutirnir umhverfis maxxn búi yfir ýmsu. Fyrir noífckr um árum gat ég ekki fest blund án þess að grandskoða fyrst alla innanstokksmuni og annað, sem í herberginu var, setja á mig hvar það var og hvernig lagað, til þess að geta verið handviss um, að ef ég skyldi vakna upp um nóttina myndi ég þekkja þá aftur, að ég myndi vita fyrir víst, að það sem ég grillti í við hlið- ina á rúminu mínu væri komm- óða en ekki eitthvað ferhyrnt ferlíki með gapandi giini sem byggist til að gleypa mig í sig. Nú eru þessir draumar horfnir úr höfðinu á mér og komnir á prent .... ili^Í Hpgi w/P M mmm „Ég kem engu í verk að degi til“, segir Le Clézio. „Ég er svo viðutan að égþori ekkieinu sinni að aka bíl. Bókina mína skrif- [| aði ég á nóttunni. Það tók mig fjóra mánuði. Ké"'' "3 EIN SÚ BÓK sem mestum deilum hefur valdið í Frakk- landi undanfarið er bók Jean- Marie Le Clézio‘s „Le Procés- Verbal“ (Skýrslan) — sem hlaut Renaudot-bókmennta- verðlaunin fyrir árið 1963 — en verðlaun þessi ganga næst Goncourt-verðlaununum að upphefð og auði. Einna harðskeyttastur rit- dómur um bókina er sá. sem Clézio fengi ■ Goncourt-bók- menntaritstjóri og gagnrýn- andi mánaðarritsins ,Preuves‘ skrifaði. Bloch.Michel segir höfundinn að vísu góðum gáf um gæddan og pennafæran vel, en bókin sé fyrir neðan allar hellur, sé í raun og sann leik ekki verðug þess að heita bók, hún sé rangsnúin og falli um sjálfa sig. Hér fer á efitir útdráttur úr ritdómi Blooh-Miohels: „Það munaði mjóu að Le Clézio fengi Goncourt-bók- menntaverðlaunin.... (hann er) kominn í hóp hinna um- deildu ritlhöfunda Frakklands og bók hans má vel heita „bók ársins“ í Frakklandi. En öll verðlaun veraldar geta ekki komið í veg fyrir að gagnrýn- andi dæmi bók eftir því sem honum þykir sjálfum hlýða. Og mér finrxst bók Le Clézios svo sannarlega eiga gagnrýni skilið. Hún er mexk bók í þeim skilningi að hún er dæmi um stefnu þá sem töluverður hluti franskra bókmennta virðist nú fylgja. Það er orðið of gamaldags að skáldsaga skuli vera saga og hafa eitthvað að segja. Aðalkrafan nú virðist vera að hún hafi alls ekkert að segja. Og enda þótt þetta kunni að virðast einfalt við fyrstu sýn, þá er það allt annað en auð- velt í framkvæmd. Þessvegna er það að forvígismenn þess- arrar stefnu innan bókmennt- anna eru hættir að hafa nokkr ar persónur í bókum sínuxrx, þar eru nú aðeins.... einskon ar fjölfrymis-einstaklingar sem láta stjórnast af undar- legum hvötum og hafa til að bera einhvern vott um greind en þó nægiiega takmarkaða.. til þess að allur þeirra þanika- gangur verði óljós og loðinn. Aðalmarkmið höfundarins er, að því er hann segir okkur, að segja okkur að hann hafi ekkert að segja okkur. Og ein- hvern veginn er það svo, að enda þótt oft megi komast fljótt og vel að orði um það sem menn hugsa, þarf síðu á síðu ofan til þess að útskýra hvað og hvernig menn hugsi ekki. Flókna atburðarrás má rekja í smásöguformi, en það þarf heila bók ti'l þess að lýsa því er ekkert kemur fyrir. . .. .Adam Pollo, söguihetja Le Clézios, er hvorki haldinn neinni meinloiku né heldur er hann, burtséð frá hinu ólík- indalega nauðgunaratriði, grimmur að eðlisfari. Hann er þesskonar andlegur aumingi sem etoki hugsar neitt. „Adam virtist vera eina mannveran, sem gat dáið svona þegar hon um bauð svo við að horfa, ekki í hnignun og rotnun holdsins, heldur í frostkulda steingervingsins. Enda þótt ég hafi kallað hann andlegan aumingja, munu efalaust marg ir fullyi-ða að því fari fjarri og Adam sé í raun og veru djúpvitur heimspekingur sem gott skynbragð ber á austur- lenzk trúarbrögð og sé í leit að einskonar samruna eða rugling við hið Eilífa Eina. . Þetta er að minnsta kosti það sem höfundur reynir að telja okkur trú um með hin- um lærðu kappræðum milli Adams Pollo og sálfræðing- arma í bókarlok. Því miður stingur þessi heimspekilega skrautsýning illilega í stúf við það sem á undan er gengið. Hin síðbúna tilraun höíundar til þess að losa söguhetju sína úr viðjum ómengaðs aumingja skapar sem hann hefur til þessa haldið honum föngnum í, er of seint á ferð til þess að við tökum hann trúanleg- an. Einu áhrifin, sem það skil ur okkur eftir eru þau, að höfimdur sé gáfaður maður og vel lesinn sem viti sínu viti og hafi allt í einu fengið löng un til þess að veita öðrum hlutdeild í þekkingu sinni, enda vafalítið þreyttur á því að hafa skrifað heila bók með það aðalmarkmið fyrir augum að segja hreint ekki neitt. Nú þegar rithöfxmdar hafa tekið upp á arma sína endi- leysur og orðræður sem eru eintómt rugl og gert að inn- taki og fyllingu ritverka sinna, geta þeir varla lengi látið sér nægja að ramba svona á barmi tilveruleysis- ins. Meiningarlaus hlutur miss ir marks sé hann meðvitaður. Hann er því aðeins til að rætt sé um hann og þá aðeins af því að rætt er um hann og á því augnabliki að rætt er um hann. Einhver hlaut að verða til þess að stíga sporið frá því sem tæplega er til og yfir í það sem alls ekki er til. Þetta er það sem Le Clézio hefur reynt að gera í „Skýrslunni“ sinni. Næsta stigið verður eflaust það að menn hætti að skrifa um það sem ekki er til og síðan hætti bókmenntirnar sjálfar að vera til. 8h'iM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.