Morgunblaðið - 01.03.1964, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.03.1964, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 1. inarz 1964 Jóhannes i\!ordal: f ÁRSLOK I ÞVÍ hefti Fjármálatíðinda, sem nýkomið er ut, birtist grein sú, eftir Jóhannes Nor- dal, bankastjóra, sem hér fer á eftir. Víkur hann að þróun efnahagsmála, síðustu mán- uði ársins, sem leið. Fer greinin hér á eftir: FYRSTU drættirnir í hina tölu- legu mynd af þróun þjóðarbú- skaparins árið 1963 eru að koma fram, þegar þetta er skrifað. Eft ir því sem á nýja árið líður, munu þessir drættir skýrast og myndin verða fyllri með upplýs- ingum um fjölmörg mikilvæg at- riði. Við fyrstu sýn eru tölurnar um afkomu þjóðarbúsins út á við árið 1963 hagstæðari en ástæða var til að ætla fyrirnokkrum mán uðum. Engu að síður er breyting- in frá árinu 1962 mi'kil og til hins verra. Greiðslujöfnuður þjóðarbúsins gagnvart útlöndum árið 1962 reyndist samkvæmt lokatölum hagstæður um 355 millj. kr., og er það bezta afkoma, síðan styrj- öldinni lauk. Enn er aðeins hægt að áætla greiðslujöfnuðinn 1963 mjög lauslega, en flest bendir til þess, að á árinu hafi orðið halli er hafi numið um 200 millj. kr. Þetta þýðir, að heildarneyzla og fjárfesting hefur aukizt meira á áririu en þjóðarframleiðslan. Þótt hér stefni í öfuga átt, hefur ekki enn skapazt alvarleg hætta fyrir stöðu þjóðarbúsins út á við, enda dró verulega úr aukningu innflutnings síðustu mánuði árs- ins. Auk þess hefur þessi þróun ekki komið enn fram í rýrnun gjaldeyrisstöðunnar, sem batnaði á árinu 1963 um 161 millj. kr. Þessi bati stafaði þó eingöngu af mikillj notkun erlends lánsfjár. Aðrir hlutir hafa hins vegar breytt hinu raunverulega ástandi efnahagsmálanna miklu meira en tölurnar um afkomuna út á við bera með sér. Hin mi-kla þensla sem magnaðist, eftir því sem á árið leið, og einkenndist bæði af víxlhækkunum kaupgjalds og verðlags og ört vaxandi neyzlu og fjárfesitingarkapphlaupi, hefur gjörbreytt því efnahagsastandi, sem ríkt hafði árið 1962. Glöggt er nú hægt að sjá, hve hættuleg slíik verðlags- og kaupgjaldsþró- un er framtíðarheilbrigði efna- hagskerfisins og hve skaðleg hún er til lengdar fyrir flesta laun- þega og atvinnurekendur. Kauphækkanir, sem eru um- fram vaxandi framleiðni atvinnu veganna, hljóta að hverfa jafn- óðum í straum nýrra veröhækk- ana. Hækkandi framleiðslukostn- aður dregur úr samkeppnisihæfni atvinnuveganna, bæði þeirra, sem flytja út, og hinna, sem keppa við innflutta vöru. En jafn framt þrengir að rekstri fyrir- tækja vegna aukinnar rekstrar- fjárþarfar, sem stafar af hækk- andi kostnaði og ógætilegri fjár- festingu og er vís fylgifiskur allr ar verðþenslu. Það er því engin tilviljun, að nú er svo komið eftir þetta mikla veltiár, að kvartanir um rekstrarfj árskort eru hávær- ari en um margra ára skeið, þrátt fyrir hina geysimifclu útlánaaukn ingu árið 1963. Loks hafa verð- hækkanir dregið úr sparifjár- myndun og rýrt verðgildi fjárfest ingarsjóða og hvers konar sparn- að og dregið þannig úr getunni til heilbrigðra framkvæmda og uppbyggingar. Batnandi greiðslu fjárstaða fyrirtækja, skipulegur rekstur og heilbrigð fjárfesting eru því meðal þeirra gæða, sem varpað hefur verið á verðbólgu- bálið. Og þetta eru gæði, sem að- eins verða endurheimt á löngum tíma. Hinar miklu kaup- og verð- hækkanir haía þannig fært margt í hinu íslenzka hag'kerfi alvarlega úr skorðum. Þær ráð- stafanir, sem nú hafa verið gerð- ar vegna sjávarútvegsins, eru vafalaust engum fagnaðarefni, en nægja vonandi til að forða stóráföllum. Meginvandinn verð ur hins vegar ekki umflúinn, en það er, að aukin neyzla og hækk- andi rekstrarkostnaður getur ekki léitt til annars en samdrátt- ar í fjárfestingu og aukinna erfið leika í rekstri atvinnuveganna. Fyrir þá, sem telja öran hagvöxt og heiilbrigðan atvinnurekstur mikilvægan í íslenzku þjóðfélagi er slík þróun vissulega áhyggju- efni. Hitt ,að horfast ekki í augu við vandann, en láta skeika að sköpuðu, þótt neyzla og fjárfest- ing fari langt fram úr fram- leiðsluverðmæti þjóðarbúsins, mundi aðeins leiða til þess, að á skömmum tíma yrði kastað á glæ , þeim gjaldeyrisforða, sem þjóðin ! hefur nú eignazt, unz við tæki nýtt gjaldeyriskreppu- og hafta- tímabil. Sá gjaldeyrisforði, sem byggð- ur hefur verið upp með erfiðis- munum undanfarin ár, er til þess ætlaður að vera varasjóður þjóð- arinnar og vörn gegn áföllum. Sízt af öllu má eyða honum til einskis í tilgangslausa umfram- eyðslu, hvort sem er til neyzlu eða fjárfestingar. Á hinn bóginn veitir hann nú stjórn efnahags- málanna svigrúm til að athuga gaumgæfilega allar leiðir, sem jtil greina koma til að losna úr þeim vanda, sem er nú einnig , nauðsynlegt til þess að fram | komi, svo að ekki verði um villzt, hið raunverulega ástánd atvinnu ! veganna eftir umbyltingar síð- t asta árs. Eftir að menn hafa átt- að sig til fulls á því mikla tjóni, sem kaupgj alds- og verðhækkan- ! irnar hafa valdið atvinnuvegum ! þjóðarinnar, og séð, hve mjög þær kreppa að öllum fram- ! kvæmdum og uppbyggingu, er þess að vænta, að almennari í skilningur fáist á nauðsyn þess að I nema nú staðar eða jafnvel j freista þess að snúa verðhækk- 1 unarhjólinu aftur á bak. J.N. Eru framfarir í preretun til óþurftar íslenzkum iðnaði? I MORGUNBLAÐINU 27. febrú- ar s.l. birtist grein eftir Jón B. Hjálmarsson undir fyrirsögninni „Á að reisa aðra kassagerð“. Grein þessi er árás á mig per- sónulega og fyrirtækið Kassa- gerð Reykjavíkur h/f, sem ég veiti forstöðu. í fáum orðum vil ég svara að- dróttunum greinarhöfundar með eftirfarandi: 1. Það er algert ranghermi að Kassagerð Reykjavíkur hafi flutt inn vélar í þeim tilgangi að ann- ast almenna prentun. Allar þær vélar sem keyptar hafa verið hefir fyrirtækið aflað sér af óumílýjanlegri nauðsyn til þess að geta gjört umbúðir um fisk og aðrar útflutningsvörur þannig úr garði að varan verði sam- keppnisfær að útliti við það bezta, sem þekkist á erlendum markaði. 2. Það er hinsvegar rétt, að vélar þessar eru af fullkomnustu gerð og hæfar til hvers konar prentunar, en Kassagerðin getur ekki látið sér nægja lakari vélar til sinna eigin þarfa. Vélarnar þurfa að vera full- komnar og afkastamiklar þar sem verkefnin koma oft í skorp- um og verða oft að vinnast á skömmum tíma. Það getur varla talizt óheilbrigt þótt í hléum séu tekin önnur verkefni til prent- unar, þar sem fyrirtækið verður að hafa fastráðna prentara allt árið í þjónustu sinni og ekki ætti að koma að sök, þótt almenn- ingur verði var við framþróun í prentun litmynda. 3. Það er ósatt að Kassagerð Reykjavíkur hafi prentað í vél- um þessum á pappír, sem ekki hafi verið greiddur tollur af. Sennilegt er að reiði greinarhöf- undar stafi af prentun á alm- anaki Eimskipafélags íslands og ef það er sá pappír, sem maður- inn á við, þá getur hann snúið sér með það atriði til Eimskipa- félagsins, sem lagði til pappír- inn, en félagið mun hafa flutt pappírinn inn fyrir milligöngu þekkts heildsölufyrirtækis hér í bænum. Það lítið annað sem Kassagerð Reykjavíkur hefir notað af pappír hefir verið keypt af heildsölubirgðum pappírs- sala hér í bænum. 4. Það er því rakalaus upp- spuni að Kassagerð Reykjavíkur hafi prentað á tollfrjálsan pappír og með því brotið á samkeppn- isaðstöðu við einhverja prent- smiðju, sem vildi fá afnuminn toll á pappír til prentunar hjá sér. Eða vill greinarhöfundur leggja fram sannanir fyrir ásök- unum sínum? Reykjavík 28/2 1964. Kr. Jóh. Kristjánsson. Þorsteinn í Hörgs h|íð látinn ÞÚFUM, 29. febr. — Þorsteinn Halldórsson, fyrrum bóndi í Hörgshlíð hér í hreppi, andaðist í sjúkrahúsi ísafjarðar þann 26. þ.m. eftir langvarandi vanheilsu, en stutta legu. Fæddur var Þorsteinn 29. júlí 1899. Eftirlifandi kona hans er Ingibjörg Sigurðardóttir og ein dóttir, Guðbjörg, húsfreyja á ísafirði — P.P. Þrír leikir í körfuknattleik ÞRÍR leikir fara fram á íslands- mótinu í körfuknattleik að Hálogalandi í kvöld. Skallagrím- ur keppir við Björk í meistara- flokki kvenna, Skarphéðinn keppir við KFR í 1. flokki og ÍR við Menntaskólann að Laug- arvatni í 1. flokki. Togaramaður talar „Mann vantar á togara“ Þessi r.uglýsing glymuir orðið sem fast ur liður í dagsikrá útvarpsins nú til dags. En sú var tíðin að dæm ið var öfugt og menn voru á biðlista eftir plássi á togara, og eru ekki nema nofckur ár síðan það var. Það er daglegur við- burður, að maður mætir þræl- vönum togarasjómönnum í landi, sem segjast vera hættir á togara, því þeir hafi það betra í landi, eða á bát. Þessi þróun er vægast sagt mjög ískyggi- leg, að jafn stórvirk atvinnu- tæki og togarar skuli vera orð- in hálfgerðar hornrekur í aug- um manna, og það hefiur jafn- vel heyrzt að leggja ætti tog- araútgerð niður á íslandi. Ég held að þeir menn sem þannig tala séu vægast sagt að vega aftan að þeim rr.önnuEn, sem þessa atvinnu stunda enn þá, og einnig þeirra er togara gera út. Ég hef ekki misst trúna á þess- um atvinnuvegi, enda er engin ástæða til þess. Hitt er svo ann að mál að við erum orðnir á eftir hvað togarakosf okkar snertir. Framtíðin er sfcuttogar- ar, og ekki neitt annað, sem geta sótt á fjarlæg mið allt árið um kring, sem ekki er aðstaða til á eldri gerðinni, söfcum ólíkrar aðstæðu að vi-nna að aflanum. Hugsa heim Bátaflotinn hefur verið endur nýjaðucr, meira en nokkru sinni fyrr. En þar fylgir böggull sfcammrifi að allir þessir nýju bátar eru byggðir með það fyrir augurn að stunda síldveiðar, og vonandi veiða þeir sem mest, en það þarf bara að veiða meira en eintóma síld. Við getum ekki byggt afkomu heillar þjóðar á þeim brellna fiski, og þess vegna er það óhjákvæmilegt að gera ráðstafanir gagnvart þeim sem vilja veiða þorskinn og karfann, en stórvirkustu veiði- tækin á þeim veiðum eru og verða togararnir. 1 upphafi þessarar greinar minntist ég á hversu illa það gengur að manna þessi skip. Það er meira en það sé ein- göngu aflabresti að kenna, þetta starf er ekki nógu vel launað miðað við mörg önnur störf þjóðfélagsins. Menn verða að hugleiða það að starfandi togara sjómaður starfar fjarri heimili sínu, konu og börnum flesta daga ársins. Hann vinnur sína 12 tíma á sólarhring, jafnt helga daga sem aðra. Þegar landverka maðurinn sezt til borðs með sinni fjölskyldu á sunnudögum og öðrum hátíðisdögum, fer tog arasjómaðurinn í sinn stakk og hefur sína vinnu um borð í sínu skipi ,og verður að láta sér nægja að hugsa heim til vina og ástvina. Eiga allt gott skilið Já, það er af sem óður var. Nú flykkjast þeir ekki á togar- ana — og gott er að heyra, að enn eru einhverjir, sem ekki hafa misst trúna á þennan at- vinnuveg. Og það er líka rétt, að erfitt er að byggja alla af- komuna á togurum, eins og nú háttar. Og togarasjómaður minnist á launin. Fæstir mundu sennilega leggjast gegn því að laun togara manna yrðu í samræmi við þá fórn, sem þeir færa. Mér er ekki kunnugt um kaup þeirra og kjör, en ekki finnst mér ó- líklegt að erfitt verði að verða við öllum óskum togairamanna á meðan þessi stórvirku veiði- tæki hafa ebki fyrir kostnaði af eigin raun og veit, að togara- menn eiga allt gott skilið. En það er bara með þetta eins og síldveiðarnar. Þeir, sem aldrei sjá síld, bera ekki allt of mikið úr býtum. Ætlar ekki að selja S.l. sunnudag sagði ég frá því, að Kristján Júlíusson hjá Land helgisgæzlunni færi til Banda- ríkjanna til að kenna þarlend- um nýtízku aðferðir við síld- veiðar. Kristján hringdi í gær og sagði, að þarna hefði ég gert sér slæman grikk. Enn væri ekki endanlega gengið frá því að hann færi, en ef úr yrði, þá væri ebki fyrirhugað að ferðin tæki meira en einn til tvo mánuði. Fólk hefði hins vegar fengið þá hugmynd, að hann væri einn þeirra sprenglærðu, sem væru að flýja land í von um mikinn gróða, og þess vegna hefði ekki linnt símahringingum og fyrir- spurnum um þaö hvort hann væri búinn að selja húsið sitt, hve mikið hann vildi fá fyrir það — hvort hann væri búinn að farga húsgögnunum, hvort hann ætlaði að hafa þau með sér o.s.frv. Mér varð svarafátt, en sagði þó, að ekki léki vafi á að Vel- vakandi væri mikið lesinn. „Ja, það er víst áreiðanlegt“, sagði hann og bað mig að koma því á framfæri, að hann ætlaði ekki að selja neinum neitt — og mundi heldur ekki kaupa neitt fyrir neinn, þótt hann skryppi utan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.