Morgunblaðið - 01.03.1964, Blaðsíða 16
MORCU N BLAÐIÐ
Sunnudagur 1. marz 1964
JlfoggtntfrfaMfr
Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Áskriftargjald kr. 80.00 á mánuði innanlands.
í lausasölu kr. 4.00 eintakið.
FRAMSÓKNAR-
MENNSKA OG
UTANRÍKISMÁL
Tll'enn eru að vonum uggandi
um framtíð íslenzku þjóð-
arinnar með hliðsjón af þeim
innbyrðis átökum, sem sýknt
og heilagt er efnt til og stofna
innri málefnum þjóðarinnar í
voða. Og vissulega er það al-
vörumál, þegar heilir stjórn-
málaflokkar gera sér leik að
því að kippa stoðum undan
efnahagsöryggi og stofna til
vandræða. En fyrir dvergríki
eins og ísland er hitt þó alvar
legra, þegar utanríkismálin
eru gerð að pólitísku bitbeini.
íslendingar báru gæfu til
þess að marka sér frá upphafi
heilbrigða utanríkismála-
stefnu, sem byggð er á nú-
tíma aðstæðum, samstarfi
þjóðanna og samhjálp. Við
gerðumst aðilar að Samein-
uðu þjóðunum og samtökum
vestrænna lýðræðisþjóða,
Atlantshafsbandalaginu, og
höfum verið virkir aðilar í
þessu samstarfi.
Að sjálfsögðu voru komm-
únistar andvígir þessari
stefnu í utanríkismálum og
* eru enn þann dag í dag, en
aðrir hafa í stöðugt ríkara
mæli gert sér grein fyrir því,
að engin önnur stefna getur
tryggt sjálfstæði landsins og
óskorað frelsi.
En þegar þetta er haft í
huga sjá menn líka, hve for-
dæmanleg er afstaða Fram-
sóknarflokksins til utanríkis-
mála, allt frá styrjaldarlok-
um. Leiðtogar þessa flokks
líta aldrei á utanríkismálin
sem sjálfstæð mál, sem meta
verði óháð innbyrðis deilum.
Þvert á móti hafa þeir frá
íyrstu tíð reynt að hagnýta
sér utanríkismálin til póli-
tísks ávinnings.
Þegar Framsóknarflokkur-
inn er í ríkisstjórn kemst
hann að sjálfsögðu ekki hjá
því að taka ábyrga afstöðu til
utanríkismála. Stjórnarsam-
s'tarfi hans við aðra lýðræðis-
flokka væri lokið, ef hann
ætlaði að stofna velferð þjóð-
arinnar í voða með óábyrgri
afstöðu í utanríkismálum. En
þegar flokkurinn er í stjórn-
arandstöðu gengur yfirleitt
ekki hnífurinn á milli hans og
kommúnista í afstöðu til ut-
anríkismáia.
Um þetta mætti nefna ótal
dæmi, en ástæðan til þess að
þetta er nú rifjað upp, er sú,
að flokkurinn í heild, að frá-
töldum varaformanni flokks-
ins, Olafi Jóhannessyni, pró-
fessor, gekk nú til liðs við
kommúnista, er hinir síðar-
nefndu fluttu áróðurstillögu
á Alþingi, í sambandi við full-
gildingu samningsins um tak-
markað bann við kjarnorku-
vopnatilraunum.
Því miður ætlar Fram-
sóknarflokknum seint að
skiljast það, að heilbrigð
stjórn utanríkismála er for-
senda þess að þjóðin varð-
veiti frelsi sitt.
UNGIR MENN
TTngir Sjálfstæðismenn halda
nú um helgina sambands-
þing sitt í Reykjavík. — Þar
sitja æskumenn úr öllum
landsfjórðungum á rökstól-
um, hugleiða vandamál þjóð-
ar sinnar og leitast við að
setja fram tillögur, sem horft
gætu til aukinnar hagsældar.
Það hefur löngum verið svo
í Sjálfstæðisflokknum, að
samtök æskumanna hafa
markað nýja stefnu, sem síð-
an hefur verið tekin til yfir-
vegunar af þeim, sem eldri
eru, og mörgum af hugsjón-
um ungra Sjálfstæðismanna
hefur verið hrundið í fram-
kvæmd.
í heimi hraðans, tækninnar
og menntunarinnar skapast
stöðugt ný vandamál, en jafn-
framt finna menn ný úrræði,
nýjar skoðanir og nýjar hug-
sjónir myndast.
Það hlýtur fyrst og fremst
að vera hlutverk hinna yngri
manna að glæða stjórnmála-
stefnur nýju frjómagni og
það hafa ungir Sjálfstæðis-
menn einmitt gert og munu
enn gera á því þingi, sem nú
er háð.
KÍSILGÚR-
VERKSMIÐJAN
Pitt þeirra stórverkefna, sem
^ nú er unnið að, er undir-
búningur að byggingu kísil-
gúrverksmiðjunnar við Mý-
vatn. Því máli miðar nú vel
áfram og benda allar rann-
sóknir til þess, að þar gæti
orðið um að ræða arðvænlegt
og öruggt fyrirtæki.
Iðnvæðing íslands er mál
málanna í dag. Fram að þessu
hefur meginhluti útflutnings
okkar verið sjávarafurðir, en
fiskifræðingar benda á að
fiskimið okkar séu nú nánast
fullnýtt. Af því leiðir að við
hljótum að leggja kapp á að
renna stoðum undir nýjar at-
vinnugreinar.
Kísilgúrverksmiðjan er eitt
Um jólin var frumsýndur i
Champs-Elysées leikhúsinu í
París ballettinn „Öskubuska“,
eftir Prokofiev. Ballettflokkur
markgreifans af Cuevas flutti
ballettinn og þykir hann einn
stærsti viðburður síðasta árs.
Stjórnandi hans er Raymundo de
Larrain.
í ballettnum kom Geraldine
Chaplin, hin kornunga dóttir
Chaplins gamla, fram í fyrsta
sinn, en eins og kunnugt er hefur
hún numið ballett í London og
París undanfarið. Hér sézt hún
í hlutverki sínu, Austurlanda-
prinsessa, sem prinsinn í ævin-
týrinu mátaði gullskóinn á í ieit
sinni að Öskubusku.
Charlie Chaplin pantaði sex
miða á fremsta bekk á frumsýn-
inguna.
Þá má geta þess hér, til fróð-
leiks fynr ballettdansunnendur,
að hinn heimsfrægi ballettmeist
ari Roland Petit hefur í hyggju
að sýna þrjá nútímaballetta
byggða á frægum söguefnum
þar á meðal, sem byggður er á
leikriti F. Durrenmatt „Rómúl-
us mikla“, og fluttur var í Ríkis-
útvarpinu um jólin og endur-
tekið fyrir tveimur vikum.
★ • *
SAMMY Dav.'s jr. hefur í hyggju
að búa til kvikmynd um ævi
Lionel Hampton, djassleikara.
Hann verður bæði framleiðandi
myndarinnar og leikur Hampton,
enda er hann mikill djassunn-
andi og leikur, eins og Hampton
gerði, á vibrafon, trommur og
píanó.
Sammy Davis er meðal dýr-
ustu skemmtikrafta nú á dögum,
og lítur ekki við tilboðum undir
milljón á kvöldi.
af þeim verkefnum, sem nú
er verið að hrinda í fram-
kvæmd, en ýmislegt fleira er
á prjónunum sem kunnugt er.
Sérstök ástæða er til að
fagna því, að þetta stórfyrir-
tæki rís norðan lands, því að
víst er það rétt, sem Valdimar
Kristinsson, viðskiptafræðing
ur, hefur bent á í greinum
þeim, sem Morgunblaðið hel-
ur birt, að bezta leiðin til að
tryggja jafnvægi í byggð
landsins er sú, að stór og
öflug fyrirtæki rísi víða um
land og þar myndist þróunar-
svæði, sem nærliggjandi
byggðir njóta góðs af.
í fréttunum
UM 1920 dreymdi allar ungar
stúlkur um að líkjast Mae Murr-
ay. Hún var skærasta stjarna
þöglu kvikmyndanna á þessum
tíma og lék iðulega á móti Val-
entino. Varalag hennar var jafn
mikið í tízku og „Beatle“- hár-
greiðsdan í dag. Vikulaun hennar
voru 3,500 pund, sem var engin
sm.áupphæð í þá daga.
í nokkra áratugi hefur ekkert
heyrzt frá Mae Murray, fyrr en
FRANSKUR skósmiður, Valo
Morio, hefur í hyggju að sigla
til Ameríku í vagni þeim, sem
sézt á meðt'yigjandi mynd. Vagn
inn er útbúinn bæði með vél og
segrlum og getur siglt á sjó og
ekið á þurru landi.
Valo Mario hefur sjálfur smíð
í síðustu viku. Þá fannst hún
ráfandi um götur New York, og
í ljós kom að hún þjáðist af
minnisleysi. Hún dvaldd í skýli
hjálpræðishersins meðan hún
var að jafna sig, og síðan var
flogið með hana til Hollywood,
þar sem hún býr að jafnaði.
Meðfylgjandi myndir eru af
Mae Murray. Önnur var tekin
kringum 1925 en hin í New
York á dögunum
að vagninn, með aðstoð stjúpson.
ar síns, sem stendur á þaki vagna
ins. Valo Mario hyggst leggja
upp í sjóferðina í aprílmánuði
næstkomandi og gerir ráð fyrir
að verða þrjá mánuði á ieið«
innL