Morgunblaðið - 01.03.1964, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.03.1964, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLADIÐ Siinnudagur 1» marz 1964 Blý Kaupi blý hæsta verði. Ámundi Sigurðsson Skipholt 23. Sími 16812. Ökukennsla Kenni akstur og meðferð bifreiða. Pálmi Arason. Sími 37416. Lítil íbúð til leig'u Uppl. í síma 1876, Kefla- vík, milli kl. 7—9 e.h. Einhleyp stúlka óskar eftir 1—2 herbergj- um og eldhúsi, helzt í Austurbænum, nú þegar eða 1. maí. Uppl. í síma 10931. Keflavík — Njarðvík Ungur iðnaðarmaður óskar eftir 2—4 herbergja íbúð til leigu. Standsetning kem ur til greina. Uppl. í síma 2245. Keflavík — Suðurnes Veggfóðrun, diúika- og flísa- lagningar. Tómas S. Waage. Sími 2245. Keflavík — Njarðvík 4—5 herb. íbúð óskast sem fyrst. Uppl. í síma 3107 og 3192 eftir kl. 5, Keflavíkur- flugvelli. I.edr Voorhees. Ung hjón sem bæði vinna úti, óska eftir 1—2 herbergja íbúð frá 1. maí. Haukur Hergeirsson. Sími 19652. Bíll Til sölu er Fiat 1400 B, ár- gerð 1958. Uppl. að Hóf- gerði 19, Kópavogi. — Sími 40879. Óskum eftir 2ja—3ja herbergja ílbúð. — Tvær fullorðnar í heimili. Upplýsingar í sima 51671. 3ja tonna dekkbátur til sölu með eða án vélar. Skipti á bíl korna til greína. Uppl. í síma 15114 Húsnæði fyrir iðnað eða verzlunar- rekstur til leigu að Höfða- túni 2. Sögin hf Höfðatúni 2. — Sími 22184. Ung barnlaus hjón óska eftir 1—2 herb. íbúð. Algjör reglusemi. Til'boð sendist afgr. blaðsins fyrir 5. næ9ta mánaðar, merkt: „9070“. sölu >arnarúm og saimkvæimis- cjóll, nr. 12. Hvorttveggja lýtt. Uppl. í síma 20477. I»ýzk, rósótt brjóstahöld og magabelti í tveimur litum. — Verzl- unin VERA, Hafnarstr. 15. C5 UR RIKI NATTURUNNAR: LAXINN 0G LAXVEIÐAR LAX og laxveiðar eiga marga unnendur á íslandi. Sumarið er nú liðið og veiðitimanum lokið. Eftir er aðeins reyktur lax og ótal veiðisögur. Máske líka ein- hver slatti af frystum laxí til að nota á kalt borð í fínum veizlum seinna ? vetur, þegar komið er fram á þorra og góu. Bókarkafli sá, sem hér birtist er eftir einhverri mesta náttúru- elskhuga hérlendis, Björn J. Blöndal í Laugarholti í Borgar- firði. Bækur hans; Hamingjudag ar, Að kvöldi dags, Vinafundir, Vatnaniður, Lundurinn helgi og Örlagaþræðir, fjalla allar á þann næma O'' fíngerða hátt um nátt- úru landsins að unun er að lesa þær og hlýtur að vekja þrá eftir hinu frjálsa útilífi, jafnt laxveiði manna og hinna, sem á bakkan- um sitja. Þessi kafli er eins og fallegt, lítið ljóð, lyriskt í ein- faldleik sínum. Á hljóðum kvöldum er gott að sitja við árnar og horfa á strauminn. I>á er eins og eilífðin sjálf taki sálina í faðminn og beri hana að óskalöndum. Ung- ir menn sjá framtíðarvonir sínar speglast í straumnum bláa, og þeir, sem eru fullvaxta, sjá gjarnan bernskulönd sín. í>ar eru þyrnarnir horfnir af rósunum rauðu, og flest er betra en það var í raun og veru. Ekki sakar það, því að það er af hinu góða. Og hafir þú valið þér góðan stað við ána, þá má vel vera, að þú sjáir hina silfurklæddu hjörð á leið upp ána. Gættu þess að styggja hana ekki. Hún er á leið til bernskulanda sinna. í>ú ert hættur að veiða í dag og hefur borið bikar hamingj- unnar að vörum þínum. Og ef þú situr við ána um síðkvöld, er sumri hallar, þá má vel fara svo, að þú sjáir laxana leika sér. Leikur þeirra er eltingarleikur, hraður og ærsla fullur. Ég hef horft á þennan leik og ekki getað skilið hann. Sumir segja, að þetta sé ástaleik- ur laxanna. Og ég hef aðeins séð hann leikinn nálægt hrygningar- stöðum og jafnvel eftir að sól var setzt. Á leið upp ána verða margar hættur og torfærur á vegi lax- anna. Flestar þeirra eru af völd- um mannanna, og skuiu þær eigi ræddar hér. Nú er orðið fátt um sel, en þó sést jafnan eitthvað af selrifnum löxum. Stundum er hægt að sjá för eftir klær selsins á hliðum hans, og er þá ekki um að villast. En mörg þau sár, er sel eru oft eignuð, geta vel verið af völd um annarra dýra. Lúðunni virð ist þykja lax mesta hnossgæti, og er hann ásamt silungi talinn mesta tálbeita, sem hægt er að bjóð’'. henni. Á grynningunum í ánum vak- ir veiðibjallan, og mörgum lax- HÖFUNDURINN. inum hefur hún banað. Sumir segja, að hún höggvi hann í höfuðið, en ég ætla, að hún höggvi hann í hjartastað rétt við eyruggann. Annars er það furðulegt, að fugl ekki stærri en veiðibjalla skuli geta drepið stóran lax. Et» veiðibjallan er vitur fugl, og oft munu fleiri en einn fugl starfa að þessum veiðum og veiða í félagi. Það er næsta fróðlegt að sjá veiðibjöllurnar sitja á grunnum brotum laxánna. I>ær sitja þar hreyfingarlausar tímum saman, og væri vel hægt að halda, að þær svæfu. Sennilega gera þær það stundum, en oftast munu þó árvökul og skyggn augu þeirra hvíla á brotinu. Og ef blikar á fisk í bláu vatni, lyfta þær sér hljóðlega til flugs og athugí^ hvort veiðivon sé. LAX f dag sunnudag verða gefin saman í hjónaband í Árbæjar- kirkju af séra Jóni Thorarensen ungfrú Edda Imsiand skrifstofu- mær og Jón B. Baldursson, raf- virki. Heimili þeirra verður á Selvogsgrunni 26. 80 ára er í dag Sigurður Ólafs- son fyrrverandi kennari, Tjam- arbraut 3, Hafnarfirði. Þann 26. febrúar opinberuðu trúlofun sína ungfrú Bergljót Sigurðardóttir Bústaðarveg 69 og Sigfús Jónsson Kirkjuteig 19. VÍSLKORN Vertu lífs á vegl vinur smælingjans, góðverk gleymast eigi Guði kærleikans. Leifur Auðunsson Sunnudagsskrítlan Árni las í blaðinu sínu: Hér stendur að svifiugmaður hafi flogið mörg þúsund kílómetra án mótors. Já, er það ekki einstftkt, hvað sumir menn eru gleymnir. Orð spekinnar Það er líka gleði að bíða gleð- innar. G.E. Lessing sd NÆST beztS Hallgrímskirkja er mjög á dagskrá þessa dagana. Tveix menn hittust í gær upp við Steinkudys á Skólavörðuholti og annar segir við hinn: Sá fyrri: Jæja, það á ekki af henni að ganga. Nú er búið að skíra HaTlgrímskirkju upp. Hinn: Hvað segirðu maður! Hvað á hún að heita? Sá fyrri: Péturskirkja, iagsmaður. Hinn: Jæja, máski það sé í höfuðið á honum Pétri föður hans séra Hallgríms sáluga? Sá fym. Já, en það versta er, að ég man ekki til þess, að faðir hans Hallgrjms hafi verið neinn sérstakur trúarieiðtogL Leyfið börnunum að koma til mín og bannið þeim það ekki, því að slíkra er Guðsrlkið <Mark. 10, 14). í dag er Sunnudagur 1. marz og er það 61. dagur ársins 1964. Eftir lifa 305 dagar. 3. sunnudagur í föstu. Vika af Góu. Árdegisháflæði ki. 7:17. Næturvörður er í Reykjavík- urapóteki vikuna 29 febr. — 7. marz. Bilanatilkynningar Rafmagns- veitu Reykjavíkur. Sími 24361 Vakt alian sólarhringinn. Kópavogsapótek er opið alla virka daga kl. 9:15-8 laugardaga frá kl. 9,15-4., helgidaga fra kl. 1-4 e.h. Simi 40101. Vikuna 22. 2. — 29. 2. eru þessir næturlæknar í Hafnar* 29. — 2. marz Jósef Ólafsson (sunnudag) Slysavarðstofan í Ileilsuvernd- arstöðinni. — Opin allan sólar- hringinn — sími 2-12-30. Neyðarlæknir — sími: 11510 — frá kl. 1-5 e.h. aila virka daga nema laugardaga. Holtsapótek, Garðsapótek og Apótek Keflavíkur eru opin alla virka daga kl. 9-7, nema laugar- daga frá kL 9-4 og helgidaga frá kl. 1-4. e.h. □ EDDA 5964337 — 1. I.O.O.F. 3 = 145338 = 8)4 kv. I.O.O.F. 10 = 145328% = K.S. ■ GIMLI 5964327 — Frl. Orð iifsins svara I slma 1000«. Tekið á móti tilkynningum í DAGBÓKINA frá kl. 10-12 f.h. FRÉTTASÍMAR MBL.: — eftir lokun — 1 Erlendar fréttir: 2-24-85 | Innlendar fréttir: 2-24-84 .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.