Morgunblaðið - 01.03.1964, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.03.1964, Blaðsíða 8
8 , Sunnudagur 1. marz 1064 MORGUNBLAÐIÐ — Með írum Fraimhald af bls. 3 „Hefur þú haft þennan fyndna þátt þinn lengi?‘. „Já, talsvert lengi, en eitt *inn féll hann niður. Það var fyrir 126 árum, þegar ég sá Karólínu í fyrsta skipti. Ég er hræddur um, að það hafi verið í anddyrinu. Þann dag féll þátturinn niður, en allir írar vita það, að hann hefur verið stórum skárri síðan“. „Ég ætla að skrifa grein í írska Moggann, the Independ ent, um för mína til Surtseyj ar“, segir frúin. „Já, og ég er að skrifa og hef skrifað nokkrar greinar um íslenzka leiklist fyrir írsk blöð. Svo er ég líka að skrifa grein um írska leiklist í Birting", segir Tómas. „Telknaðir þú ekki leik- tjöldin, sem notuð verða í Rómeó og Júlíu?“ „Jú, ég byrjaði á þeim úti á írlandi, þar sem ég vissi ekki, að Leikfélagið hefði fastráðinn leiktjaldamálara. Steinþór málar hins vegar mest af þessu fyrir mig. Hann er alveg prýðilegur. Búning- ana fæ ég flesta frá írlandi. Hann heitir Bourke, sá sem útvegar þá. Brendan Behan og Bourke eru systkinasynir. Suma búningana hef ég sjálf- ur teiknað og er verið að sauma þá“. „Hvernig ganga æfingarn- ar?“ „Alveg eins og til var stofn- að. Ég er búinn að setja írsk- an blæ á Rómeó og Júlíu eft- ir Shakespeare, sem var íri að uppruna“. „Hafið þið hjónin ferðazt mikið um nágrenni Reykja- víkur?“ „Tómas hefur nú mjög lít- inn tíma aflögu“, segir frú Karólína. „En þó hofum við eitthvað séð. Umhverfi Hafn- arfjarðar er eitt hið fegursta, sem ég hef séð. Það minnir mig á Donegal á írlandi, þar sem þið víkingarnir þóttuð slæmir gestir. Þið tókuð venju lega elzta soninn og elztu dótt urina á hverju heimili". „Hvenær farið þið aftur til írlands?" „Við förum morguninn eft- ir frumsýninguna", svarar Tómas. „Við sofum ekkert um nóttina, heldur förum beint úr sigurhátíðinni út á flugvöll". „Hvenær kemurðu svo næst til fslands?" „Ætli það verði ekki að ári. Þjóðleikhússtjóri hefur beð- ið mig að setja á svið Playboy of the Western World eftir Syngé. Nú er búið að semja við það söngva og nefnist það þá the Heart’s a Wonder. Þetta er feiknalega gott verk og er mér bæði ljúft og skylt að matbúa það ofan í íslendinga". Ö. INIemenda- tónleikar IVIaríu IVflarkan SÖNGSKÓLI Maríu Markan óperusöngkonu er ekki gömul stofnun, og fyrstu opinberu nem- endatónleikar hans voru haldnir i Gamla bíói á miðvikudag. Þar komu fram átta söngnemendur Maríu, firnm konur og þrír karl- ar, og sungu fjögur lög hver. Aberandí fallegur svipur var á tónleikunum, framkoma söng- fólksins hæverskleg og hispurs- laus, og mátti renna grun í, að hin reynda söngkona hafi kennt nemendum sínum fleira en að beita röddinni. En þeir sem áttu kost í fyrra vetur að vera við- staddir nemendatónleika Maríu sem haldnir voru einkalega, munu hafa tekið eftir áberandi framför hjá mörgu því söngfólki, sem hér gat að hey'ra öðru sinnL Margir eru kaliaðir en fáir út- valdir á sviði listarinnar. Sam. kvæmt öllum venjulegum lík- indareikningi mætti þykja ósenni legt, að nokkur útvalinn fyndist í hópi þeirra átta nemenda, sem hér létu til sín heyra. Þó kann vera, að svo sé. En þar sem ein- hverjum eða jafnvel mörg- um gæti verið gert rangt til með því að nefna einstök nöfn, verð- ur því sleppt hér. Um er að ræða fólk, sem hefir að baki misjafnan þroska og mislangt nám, og brestur því forsendur til að gera upp á milli þess. En það er állt- af hollt að minnast þess að þeir, sem aðeins eru kallaðir, geta líka átt mikilvægu hlutverki að gegna í víngarði listarinnar, án þeirra væru afrek hinna útvöldu lítt hugsanleg. Nemendur Maríu Mankan gerðu henni verðugan sóma á þessum tónleikum og er full ástæða til að samifagna henni með þá. Asgeir Beinteinssson píanó- leikari var við hljóðfærið og veitti hinu lítt reynda söngfóiki öruggan stuðning. Jón Þórarinsson. LANCOME Ný snyrtinámskeið byrja þrðijudaginn 3. marz. Aðeins fimm í flokki. Innritun alla daga. Sími 20565. Tízkuskóli AIVDREU Skólavörðustíg 23. BygS'ngnfélag verkamanna í Reykjavík Til sölu 3ja herb. íbúð í 4. byggingaflokki. Þeir félagsmenn sem neyta vilja forkaupsréttar leggi inn umsóknir sínar á skrifstofu félagsins í Stórholti 16 fyrir kl. 12 á hádegi 9. marz nk. STJÓRNIN. Verkamenn óskast í byggingavinnu Uppl. í síma 34102 í dag. DEILDAR8TJÓRI KJÖRBIJD Viljum ráða deildarstjóra strax til að stjórna 2 deildum vorum í Borgarnesi. Umsóknir er greini fyrri störf, óskast sendar kaupfélagsstjóranum fyrir 4. marz nk. Kaupfélag; Borgfirðinga. Auðvelt starf Fyrritæki í Reykjavík vill ráða karlmann, 25—40 ára gamlan, til að annast um spjaldskrá og til ann- arra auðveidra léttra starfa. Til greina gaeti komið maðui', sem ekki hefir fulla starfsorku. Tilboð auð- kennt: „Spjaldskrá“ sendist Morgunblað.nu. Þrýstiker Baðvatns- geymar, | ^ jafnan ^ fyrirliggjandi. ^ VELSMIÐJA ^ Björns Magnússonar ^ Keflavík - Sími 1737, 117{ Huseigendafélag Reykjavíkur Skrifstofa á Grundarstig 2A Sími 15659. Opin kl. 5—7 alla virka daga nema laugardaga. Konan mín ekur bíl ÞAÐ er konan mín sem situr undir stýri á bílnum okk- ar, því mér er það ómögulegt. Ég er maður viðutan eins og svo margir aðrir rithöfundar og get þess vegna ekki beint óskiptri athygli að veginum, að þungaflutninga- vögnum, að börnum sem hlaupa yfir götuna o. s. frv. Sem sagt, ég hef ekki bílpróf. Hvað konu mína snertir, þá eru liðin þrjátíu og fimm ár síðan hún fékk skír- teinið sitt. Aðeins löng ferðalög okkar, heimsstyrjöldin og eitt og annað þar að lútandi urðu til þess að hún tók ekki í bíl nokkuð lengi. Þegar hún svo settist aftur undir stýri leizt mér ekki meira en svo vel á það. Ég sagði við sjálfan mig: „Bílarnir eru mun hraðskreiðari nú en þá, umferðin hundraðfalt meiri, ökuníðingar harðskeyttari. Myndi konan mín geta staðizt þessum breyttu aðstæð- um snúning?“ En mikið skelfing gat ég verið heimskur, að hafa áhyggjur af þessu! Hún ekur listavel og aksturinn er einmitt verk við hennar hæfi. í fyrsta lagi þykir henni ~ gaman að aka bíl. Henni líður aldrei betur en þegar hún ,er á ferðinni í bílnum sínum. Þegar hún sezt undir stýri finnst henni einhvern veginn að hún megi sín hreint ekki svo lítils og hún sé þó nokkuð yfir aðra hafin. Á öllum öðrum sviðum krefst ég þess að vera húsbóndi hennar og herra, en hvað akstrinum viðkemur er hún einráð. Við aksturinn finnur hún þá miklu ánægju sem jafnan er því samfara að vinna eitthvað verk svo vel að ekki geri aðrir betur. Þessi ánægja er að sama skapi meiri sem hún hefur orðið að vinna ötullega og af þolin- mæði að því að verða nógu fær til þess að aka bíl í mik- illi umferðarborg. Hún varð að æfa sig dag eftir dag, eins og píanóleikari, áður en hún gat lagt bílnum sínum upp við gangstéttina, ef naumt var skammtað stæðis- rýmið. Framan af varð hún að læra allt á nýjan leik, eins og hún væri byrjandi í ökulistinni og þá ók hún hægt. Mér jókst öryggi við að sjá hana aka bílnum svona ró- lega eftir vegunum. Hún fór þá aldrei fram úr, ekki einu sinni silalegustu þungaflutningavögnum. Hún sagði alltaf, rétt eins og henni stæði á sama: „Hverju skiptir það svo sem þó ég láti vera að fara fram úr þess- um silakepp? Ég hef ekkert sjálfsstolt. Það er misskilið mont sem er orsök flestra umferðarslysa“. Svo uppgötv^ aði hún að af þessum hægfara þungaflutningavögnum lagði einstaklega óskemmtilega olíustybbu og að litlir bílar með marga farþega eru í rauninni alltof svifa- seinir í umferðinni. Smám saman varð hún áræðnari. Hún jók benzín- gjöfina, fór fram úr og henni varð loks ljóst, að það gat verið bæði auðvelt og ánægjulegt. Núna ekur hún hratt þegar henni býður svo við að horfa. Hún er varkár enn, hún virðir stöðvunarmerki og umferðarljós og hún fer ekki fram úr bíl nema hún sjái framundan langan, beinan umferðarlausan vegarkafla. Hún hefur ímugust á gáleysislegum akstri og fyrirlítur ökuníðinga. Hún hlítir öllum umferðarreglum en er hætt að vera hrædd. Á beinum vegi ekur hún eins hratt og áræðnustu ökumenn. Mér þykir gaman að sjá hana svona örugga með sig og leikna. En stundum verður mér samt á að sakna gömlu góðu daganna, þegar við snigluðumst þetta í hægðum okkar eftir þjóðvegunum. En ég hef tekið eftir nýrri tilfinningu í fari hennar þar sem er dálæti hennar á bílnum sínum. Konur hafa svo mikla kærleiksþörf og þær þurfa alltaf að höfða öllu til tilfinninganna. Þær fara þessvegna með þílinn sinn eins og dekurbarn. Þær furðar á því hve vel hann standi sig. („Ég hef ekki ekið honum nema 3.000 mílur og mér finnst eins og ég hefði ætíð átt hann“). Og á því hve miklum kostum hann sé búinn. („Enginn annar bíll læt- ur eins vel að stjórn“). Það spaugilega við þetta er það, að þegar þær svo kaupa nýjan þíl færist dálæti þeirra strax yfir á þann nýja, þann yngsta. Souvent femme varie — konan er hviklynd — segir franskt máltæki og þetta er meira sannmæli þegar um vélar er að ræða en þar sem ástin á í hlut. Útihurðir úr furu og harðvið fyrirliggjandt. Sögin hf. Höfðatúni 2 — Sími 22184.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.