Morgunblaðið - 01.03.1964, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.03.1964, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAOIÐ Sunnudagur 1. marz 1964 ' ■ • ■ ■ I : ■ • > i - ■ ' : Fundu rinn um Hall- grímskirkju er í dag Höfrungur III. væntan- legur um næstu helgi Morgunblaðið skýrði ný- lega frá umsögnum norskra blaða um nýtt ís- lenzkt fiskiskip, sem vaaitan legt hingað um næstu helgi. Er hér um að ræða Höfrung III., eign Haraldar Böðvars- sonar & Co., Akranesi. Skip þetta, sem er 270 tonn hljóp af stokkunum í Harstad hinn 16. janúar s.l., og vakti mikla athygli. Sögðu blöð í Norð- ur Noregi frá Höfrungi í stór um forsíðufréttum. í Har- stad Tidende var frásögn með mynd yfir þvera forsíðuna efst, og fyrirsögnin: „Fiski- skipi með þremur skrúfum hleypt af stokkunum frá KMV (nafn á skipasmíðastöð inni). Hið fyrsta sinnar teg- undar í heiminum.“ Til marks um áhuga Norð- manna á þessu nýja fiskiskipi má nefna að með skipinu verður blaðamaður frá einu stærsta blaðinu í Norður Noregi, til að fylgijast með því hvernig það reynist. Allur þessi gauragang- ur stafar af því að Höfrungur III. er bú- inn tveimur aukaskrúfum, sem notaðar eru til að stýra skipinu með. Er önnur þeirra í hólk, sem liggur þvert í gegn um stefnið, en hin á stýrisblöðkunni, og báðar knúnar sérstökum rafmótor- um. Með stafnskrúfunni má Skrúfan, sem stýrt er með. Stafnskrúfan soga sjóinn gegn um hólk- inn í hvora áttina, sem ósk- að er, og þrýsta stefni skips- ins ýmist á bakborða eða stjórn. Stýrisskrúfan, eða afl stýrið, verkar eins á skut skipsins. Með þessum útbún- aði má því snúa skipinu um sjálft sig eða sigla því út á hlið, eftir því hvort skrúfurn ar eru látnár vinna saman eða hvor á móti annari. Get- ur þetta verið skipverjum ó- metanleg aðstoð við veiðarn- ar, ef eitthvað er að veðri, og flýtt fyrir síldarköstum. Verður athyglisvert að fylgj ast með árangrinum, því hér er um algjöra nýjung að ræða í útbúnaði fiskiskipa, sem get ur haft víðtæk áhrif, ef vel reynist. EINS og áðu hefur verið skýrt frá verður fundurinn um Hall- grímskirkju í dag kl. 3 e.h. í Sj álf stæðishúsinu. Framsöguræður um málið flytja þeir Lúðvík Guðmunds- son, fyrrv. skólastjóri og Pétur Benediktsson, bankastjóri, en fundarstjóri verður Hákon Guð- mundsson, hæstaréttarritari. — Fundarboðendur auk frummæl- énda eru þeir Gunnar Gunnars- Beygir inn á Ægissíðuna — ekur á 100 km. hraða Mæta ekki Fréttatilkynning frá byggingarnefnd Hallgrímskirk j u: VEGNA fundar, sem boðaður hefur verið í dag um HALL- GRÍMSKIRKJU þykir rétt að taka þetta fram: — Fundarboðendur hafa til- kynnt í blöðum, að þeir hafi boðið talsmönnum Hallgríms- kirkju á fundinn. Rétt er það, að þeim er kunnugt um fund þennan (tveir þeirra eru raunar erlendis, húsameistari ríkisins og formaður byggingarnefndar innar) — en þar eð ekkert bend- ir til þess, að tilgangur fundar- ins sé annar en sá að árétta einhliða sjónarmið þeirra manna sem að honum standa og hafa þar framsögu, munu engir þeir stuðningsmenn Hallgrímskirkju, sem tilgreindir voru í umræddri blaðagrein, sjá ástæðu til að koma á fundinn. Skiobrotsmenn 4 bíða togara TOGARINN, sem átti að sækja skipbrotsmennina af Wislok, varð að halda beint til Póllands, þar eð hann hafði mikinn afla, en von er á öðrum togara, Pegaz, til Reykjavíkur, líklega á mánu- dag. Tekur hann skipbrotsimenn ina heim. Fyrsti stýrimaður ligg ur enn í sjúkrahúsi með lungna bólgu. Lík skipverjans, sem fórst, verður einnig flutt utan. Lík hans var fyrst flutt í nýtt hús í smíðum á Bakka, en ekki fjárhús, eins og mishermt var hér í blaðinu. Skipstjórinn og 3 aðrir voru í gær enn fyrir austan. Björgun h.f. hefur tekið að sér að at- huga hvort ekki er tiltækt að ná togaranum á flot. Fór Krist- inn Guðbrandsson austur með fleiri menn á fimmtudagskvöld og á föstudag var farið með 10 hjóla trukk og beltabíl. En ætl- unin er að reyna að dæla *úr togaranum og réttá hann við með blökkum, áður en reynt er að lá honum á flot. Togarinn liggur mú 250—300 m. vestan við þann stað sem hann strandaði, hefur lagzt á hlið ina og fyllt af sjó um lestarlúg- ur, en mun lítt brotinn nema ofanþilja. son, rithöfundur, Hannes Davíðs son, arkitekt, Hörður Ágústsson, listmálari, Sigurður Líndal, lög- fræðingur, Jón Oddsson, stud. jur. og Garðar Gíslason, stud. jur. — Til fundarins hefur sér- staklegia verið boðið helztu for- mælendum Hallgrímskirkju, —• þeim herra Sigurbirni Einars- syni, biskupi, séra Jakob Jóns- syni, séra Sigurjóni Árnasyni Jónasi Jónssyni frá Hriflu, fyrr- um ráðherra og Sigtryggi Klemenzsyni, ráðuneytisstjóra. Ennfremur Herði Bjarnasyni, húsameistara ríkisins og Jörundi Pálssyni, arkitekt. Kjálkabrotinn í FYRRINÓTT var drukkinn maður kjálkabrotinn á bílastæði Hótel íslands-lóðarinnar. Bkki hefur hafzt upp á þeim sem vald ur var að þessu og biður lög- reglan þá sem kynnu að geta gefið upplýsingar að gefa sig fram. Einar gerði brjóst- mynd af Bjarna frá Vogi NÝLEGA var sagt frá því í sam- bandi við samkeppni Bandalags listamanna um minnismerki um Bjarna frá Vogi, að ekki mundi vera til nein stytta af Bjarna nema lámynd greypt í stein í Vogi í Daiasýslu. Þetta er ekki rétt. Einar Jónsson, myndhöggvari, gerði á sínum tíma brjóstmynd af Bjarna frá Vogi, og er hún í safninu við Njarðargötu. Vildi Emar mmnast Bjarna, sem hann dáði mjög, með því að gera þessa mynd og geyma hana í safninu, að því er frú Anna, ekkja Einars hefur tjáð okkur. Brjóstmyndin er úr gipsi og hefur aldrei verið steypt í málm. í FYRRINÓTT þegar einn af blaðamönnum Mbl. var á leið heim í leigubíl frá B.S.R. heyrð- ist allt í einu í talstöðinni frá- sögn af eltingaleik við tvo ung- linga á stolnum bíl. Hafði verið stolið stöðvarbíi við Gnoðavog og lögreglunni gert aðvart. Bil- stjórar voru beðnir um að svipast um eftir honum og skömmu seinna sá leigubílstjóri frá B.S.R. stolna bilinn, vestur í bæ. Og þarna var hann í humátt á eftir bílnum og var að leiðbeina lögreglunni á staðinn. — Nú beygir hann inn í Ægis- síðuna. Hann er kominn á 100 km. hraða eftir Lynghaganum, . . fer suður í Skerjáfjörð. Nei, hann oeygir Flugvaliarvegmn. . . Ekur inn að Flugfélags íslands afgreiðslunni . Nú var lögreglan komin á spor ið og piltarnir, sem voru ungir menn undir áhrifum, stöðvuðu stolna bílinn og reyndu að forða sér á hlaupum. Þeir voru hand- samaðir, enda hefðu þeir aldrei hlaupið langt. Lögreglubíll var m. a. kominn til fyrirstöðu á Njarðargötunni. Þanníg lauk ökuferðinni. Bridge AÐ þremur umferðum loknum í sveitakeppni Reykjavikux-móts ins er staðan þessi: 1. sveit Einars Þorfinnssonar 18 2. sveít Þóris Sigurðssonar 16 3. sveit Ragnars Þorstemss. 11 4. sveit Vigdísar Guðjónsd. 8 5. sveit Jóns Stefánssonar 7 6. sveit Ingibjargar Halldórsd. 6 7. svext Óiafs Þorsteinssonar 5 8. sveit Aðalst. Snæbjörnss. 1 Fjörða umferð verður spiluð n.k. miðvikudagskvöld í Skáta- heimilinu við Snorrabraut og hefst keppnin kl. 20. Núverandi Reykjavíkurmeist- arx er sveit Þóris Sigurðssoxxar. | /* NA /5 hnúhr [ S'/50hr.útsr ¥ Snjóftoma • úi, ’ s'v' - V Skúr ir ~ Þ. vtnur -wr ~ 'WSÁ KutíoM H hmi j ZS HiM* i UtiJ ÁTTIN var í gær orðin örlítið norðlægari en áður, og mátti það teljast til tíðinda að héla var á grasi í Reykjavik um morguninn. Ekki er þó að segja að horfur séu á breytingu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.