Morgunblaðið - 01.03.1964, Síða 31

Morgunblaðið - 01.03.1964, Síða 31
31 P" Sunnudasfur 1. mar? 1964 MORGUNBLAÐIÐ Formaður SVFR ræðir afstöðu Veiðifélags Árnesinga MORGUNBLAÐIÐ hefur snúið sér til Óla J. Ólasonar, formanns Stangaveiðifélags Reykjavíkur, og innt hann eftir því, hvert álit hans sé á niðurstöðu fundar Veiðifélags Árnessýslu, sem hald inn var á fimmtudag. Þar var, eins og kunnugt er, hafnað boði Stangaveiðifélagsins, um leigu svæðisins til 10 ára, en af hálfu leigutaka hefði greiðsla orðið 30 millj. kr. og hluti þess fjár runn. ið til ræktunar svæðisins. Fer svar formanns Stanga- veiðifélagsins hér á eftir: Ég hefi ekki mikið að segja um þennan fund. Okkur þótti miður, sú ^afstaða meiri hluta stjórnar Veiðifélagsins, að meina okkur að hafa áheyrnarfulltrúa á fundinum, svo við gætum bet- ur gert okkar grein fyrir hvernig málin raunverulega standa. Ég hefi því aðeins frásagnir blað- anna við að styðjast. Eftir þeim upplýsingum, sem við höfðum fyrir fundinn, munu um 230 veiðiréttareigendur hafa atkvæðisrétt. Vitað er að and- stæðingar sameiginlegrar útleigu og þar með tilboðsins, eru aðal- lega netabændurnir, en þeir munu hafa mætt með tölu á fundinum, aftur á móti er auð- séð að marga hefir vantað af bergvatnsársvæðunum, sem margir telja sig ekki hafa eins mikilla hagsmuna að gæta. í þessu sambandi má geta þess, að ég tel að við mundum ekki hafa jafnmikinn áhuga að taka veiðisvæðið á leigu, ef allt að því helmingur eigenda væru okkur fjandsamlegir. Þegar við lögðum tilboðið fram á stjórnarfundi Veiðifélags- ins, var það samhljóða álit þeirra að tilboðið væri mjög myndar- legt, en auðvitað kom strax fram, að upptaka netanna og ef til vill tímalengdin myndi helzt SL. fimmtudag var opnuð bóka- sýning Bóksalafélags íslands í Listamannaskálanum. Er þetta fjórða árið í röð sem Bóksalafé- lagið heldur sýningu í Lista- mannaskálanum, og jafnframt sú síðasta, þvi eins og kunnugt er stendur til að Listamannaskál- inn verði rifinn á sumri kom- anda. Sýningin verður opin það sem af er þessari viku og fram eftir þeirri næstu. Nokkrum mínútum eftir að — Kisilgúrverk- smiðjan Framh. af bls. 17 lendum mörkuðum á viðunandi verði. Hollendingarnir lýstu yfir áhuga sínum á því að taka þátt í stofnun fyrirtækis til að hrinda þessu máli í framkvæmd. Jafn- framt hefur verið um það rætt, að síðar verði stofnað sölufyrir- tæki í Hollandi, er annist sölu á framleiðslu verksmiðjunnar er- lendis, og verði sölufélag þetta sameign AIME og íslendinga. Niðurstöður þessara viðræðna verða nú lagðar fyHr ' stjórn AIME 'í' Ámsterdam og athugað- ar af íslenzku ríkisstjórninni, en að því loknu má búast víð því, að málið verði lagt fyrir Alþingi. , (Erétt frá Stóriðjunefnd). verða til fyrirstöðu. Nú þegar þeir vitna mikið í samning Bret- anna um Vatnsdalsá, er mjög at- hyglisvert, áð sá samningur er til 10 ára án endurskoðunar á leiguupphæð og öll net tekin upp á svæðinu, að undanteknum sil unganetum í Húnaþingi áður en laxveiði hefst að vorin. Þar eru einnig um að ræða þekkta stanga veiðiá, en það sama er ekki hægt að segja um Ölfusársvæðið, þó netaveiði sé þar mikil, aðallega í ósasvæðinu. Um frávísunartillögu meiri hluta stjórnar Veiðifélagsins er það að segja að vissulega er ekki um neina kröfu að ræða aí okkar hálfu, um að fá vatnasvæðið á leigu, eins og svo smekklega er orðað í tillögunni. Þar er aðeins um að ræða venjulegt tilboð til áreigenda, sem þeim er í sjálfs- vald sett að taka eða hafna. í tillögunni er einnig minnzt á hugsanlega breytingu á verðgildi peninga. Um þetta eða annað við víkjandi verðtryggingu komu ekki neinar tillögur frá Veiði- félagsstjórninni, en i tilboði okk ar var gert ráð fyrir að grund- völlur yrði fundinn, sem tryggði sanngjarna lausn þessa atriðis. Um hina tillöguna, sem sam- þykkt var, um að afla Veiðifélag- inu tekna, með því að leigja svæðið til stangaveiði 10 fyrstu dagana og síðustu viku veiðitíma bilsins, höfum við ekki mikið um að segja. Tillagan felur þó í sér að netabændur verði að taka upp netin 3% dag í júní og 3% dag í september. Ekki verður sagt að þetta sé mikli fórn fyrir neta- bændur, að minnsta kosti ekki síðari dagarnir. Hvort Stanga- veiðifélagið muni gera tilboð í þessa stangaveiði, skal ekki full yrt á þessu stigi málsins. Áður en þetta verður boðið út, verður Veiðifélagði væntanlega að fá sýningin var opnuð var salurinn orðinn þéttskipaður fólki, sem hafði áhuga á að festa kaup á bókum við vægu verði. Einnig er á sýningunni margt bóka, sem ekki hafa fengizt í verzlunum um nokkurt skeið, og sögðu forráða- menn sýningarinnar, Lárus Blön- dal og Jónas Eggertsson, að skýr- ingin væri sú, að þær hefðu legið hjá smáforlögum og verzlunum úti á landi, og síðan verið sendar til Bóksalafélagsins. Af þeim 2500 titlum, sem á sýningunni væri, mætti búast við að um 100 titlar hyrfu algerlega úr umferð. Mætti t.d. nefna Endurminningar Gunn ars Ólafssonar frá Vestmanna- eyjum, sem þrjú eintök væru af á sýningunni, Vísur Þuru í Garði, Merkir Mýrdælingar eftir Eyjólf frá Hvoli, Ritsafn Torfhildar Hólm, 3. bindi, sem ófáanlegt hefði verið í mörg ár, og ævisög- ur Lárusar frá Klaustri og Þor- leifs í Hólum, svo fátt eitt sé | nefnt. Flestar ofangreindar bæk- ur kostuðu kr. 105,—, nema Vís- ur Þuru í Garði, sem í alskinni kosta kr. 35,00. Á sýningunni kennir margra grasa, þar er m.a. þjóðlegur fróð- leikur, ljóðabækúr, bækur um dulræn efni, ferðasögur, íslenzk- ar skáldsögur, þýddar skáldsög- ur, barnabækur og margt fleira. Milli 60—70 útgefendur standa að sýningunni- ákveðið frá Veiðimálastjóra, um stangafjölda á hverju veiðisvæði o. s. frv. Annars er leiðinlogt hversu mikillar óvildar gætir af hálfu andstæðinga tilboðsins í garð okkar stangveiðimanna. Það virð ist ekki mega ræða þessi mál af hógværð og kurteisi. Þeir láta alltaf eins og sé verið að taka eitthvað af þeim með valdi, þó leitað sé eftir samningum við þá um þessi mál. Að sjálfsögðu er veiðirétturinn þeirra eign og á þeirra valdi að ákveða hvernig þeir ráðstafa honum sér og byggðarlaginu til hagsbóta, en eins og bent var á á fundmum, er fjöldi veiðiréttareigenda víðs vegar á landinu sem eiga ekki síður verðmæt véiðiréttindi en Árnesingar, sem telja sér hag í því að leigja þau stangveiði- mönnum. Óli J. Ólason, form. SVFR. Keimdallur Ritgerðarsamkeppnin Þátttaka í ritgerðarsamkeppni um „John F. Kennedy, líf hans og starf í þágu heimsfriðar“ er heimil öllum íslendingum á aldr inum 16 til 35 ára. Skilafrestur rennur út 12. marz. Glæsileg verðlaun: Ferð til Washington, viðburðarík vikudvöl þar í borg og heim aftur. Fyrirlestrar um þjóðfélagsmál Næsta erindi um þjóðfélagsmál mun Sigurður Líndal flytja, en það mun fjalla um löggjafarvald og hefst kl. 20,30, þriðjudaginn 3. marz. — Kýpur Framh. af bls. 1 og herma áreiðanlegar heim- ildir, að þeir hafi orðið ásáttir um að leggja fram tillögur í fjórum megingreinum á næsta fundi Öryggisráðsins, sem væntanlega verður á mánudag inn . Helztu atriði tillagnanna munu vera eftirfarandi: • Þegar í stað verði gerðar ráðstafanir til þess að hindra frekari blóðsúthell- ingar á Kýpur. • Komið verði á fót löggæzlu liði á eynni undir stjórn S.Þ. • Komið verði á viðræðum milli þjóðarbrotanna, fyrir milligöngu hlutlauss sátta- semjara, skipuðum af S.Þ. Verði miðað að því að að- hæfa samninga frá 1960 hinum breyttu aðstæðum á eynni nú. • Þeim tilmælum verði beint til allra þjóða, að þær geri engar þær ráðstafanir, sem geti gert ástandið á Kýpur verra en þegar er orðið. í gær vöruðu Grikkir Tyrki við því að hlutast til um Kýp- urdeiluna með því að senda senda þangað herlið, enda myndu Grikkir þá grípa til samskonar ráðstafana. Nýskip aður utanrikisráðherra Grikk- lands, Stavros Kostoj>oulos ræddi við sendiherra Tyrk- lands í Aþenu í gærkvöldi og tilkynnti honum ,að Grikkir myndu aldrei sætta sig við vopnaða íhlutun Tyrkja í Kýp ur. í gærkveldi ræddi einnig brezki stjórnarfulltrúinn á Kýpur, Cyril Picard við Maka rios, erkibiskup og tjáði hon- um áhyggjur sínar vegna um- mæla dagblaða á Kýpur um fyrii'hugað tilræði brezku leyniþjónustunnar við forset- ann. Fullvissaði Makarios Pickard um, að hann legði ekki minnsta trúnað á slikar fullyrðingar. Að undanförnu hafa dagblöðin á Kýpur hald- ið uppi stp|,kun áróðri gegn Bretum. Um 2500 titlar á bókasýningu Bóksalafél. Islands 1 Listamannaskálanum ■<* Tillaga Gísla B. Björnssonar nm merki Sambands sveitarfélaga var verðlaunuð. — Sveitafélög Framhald af bls. 32 Á landsþingi sveitarfélaganna s.l. sumar var samþykkt tillaga um þetta efni, og efndi stjórnin síðan til hugmyndasamkeppni um gerð merkisins. í dómnefnd voru Páll Líndal varaformaður sambandsins, Stefán Jónsson arkitekt og Unnar Stefánsson starfsmaður sambandsins. Nefnd inni bárust 40 tillögur og taldi hún ýmsar þeirra athyglisverðar. Fulltrúaráðsfundurinn staðfesti tillögu nefndarinnar um merki og reyndist tillöguhöfundur vera Gísli B. Björnsson, Auglýsinga- stofunni Þingholtsstræti 3 Reykjavík. Verðlaun vom kr. 10.000,00. Þá var einnig samþykkt tillaga um að heimila stjórninni að festa kaup á húsnæði fyrir starfsemi sambandsins . Verður samþykkta fundarins getið síðar. ATHUGlÐ að borið saman við útbreiðslu er langtum ódýrara að auglýsa í Morgunblaðinu en öðrum blöðum. — Fiskimála- rábstefnan Framh. af bls. 1 talið er, að frá því verði endan- lega gengið um helgina. Á enn eftir að ganga frá nokkrum ó- ljósum atriðum og orðalagi á á- kvörðun samkomulagsins við- víkjandi skipan gerðardóms. Þá verða eflaust haldnir nefndar- fundir og einkafundir um ýmis atriði varðandi markaðsmálin. Vonir standa til að ráðstefn- unni geti lokið á mánudag, en þó er það ekki vist — því að enn eiga fulltrúar eftir að koma sér saman um skýrslu, þar sem greint sé frá árangri ráðstefnunn ar í heild. Það er nú mál manna í Lon- don, að deilur Vestur-Evrópuríkj- anna um fiskveiðimörkin séu í stórum dráttum leystar. Aðildar- ríki ráðstefnunnar hafi viður- kennt þjóðréttarlegan grundvöll fyrir 12 mílna fiskveiðilögsögu. Af hálfu Norðmanna er lögð á það áherzla, að þeim þyki miður, að aðildarríkin skyldu ekki geta fallizt á tilboð Noregs um veiði- réttindi til handa þjóðum, er teld ust hafa hefðbundinn rétt til veiða á ytri sex mílunum — fram til ársins 1974. Engu að síður séu Norðmenn reiðubúnir til sam- starfs og samningaviðræðna um önnur mál, er ráðstefnunni var ætlað að fjalla um, svö sem varð- veizlu fiskistofna, eftirlit á alþjóð legum fiskimiðum o. s. frv. Af hálfu Bretlands og aðildar- ríkja Efnahagsbandalagsins hafa verið staðhæft, að dyrunum verði haldið opnum fyrir þeim þjóð- um, sem síðar meir kynnu að telja sér fært að gerast aðilar að Lundúnasamkomulaginu um fisk veiðitakmörkin og er það fyrst og fremst átt við Noreg. Félag pípulagningameistara heldur aðalfund sinn sunnudaginn 1. marz kl. 2 e.h. í Þjóðleikhúskjallaranum. Stjórnin. uörur Kartöflumús — Kakómalt Kaffi — Kakó Sunnubúðirnar HRINGVER VEFNAÐARVORUVERZLUN NYKOMIÐ ULLAR-JERSEY í TÍZKULITUM 1,75 M. Á BREIDD LÍTIÐ í GLUGGANA UM HELGINA AU STU RSTRÆTI 4 SÍMI1 7 9 00 LANGHOLTSVEGUR lœgri húsnúmerin BLAÐBURÐAFOLK \ ÓSKAST í þessi blaðahverfi vantar Morgunblaðið nu þegar unglinga, röska krakka eða eldra fólk, til þess að bera blaðið til kaupenda þcss. Gjörið svo vel að tala við afgreiðslu blaðsins eða skrifstofu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.