Morgunblaðið - 12.04.1964, Side 3

Morgunblaðið - 12.04.1964, Side 3
kí Suonudaguj 12. apríl 1964 MORGUNBLADID Skólakór Melaskóians syngur undir stjórn Daníels söngkennara. Barnaskemmtun Melaskólans Á PÁLMASUNNUDAG og daginn eftir voru haldnar fjórar skemmtanir í Melaskól anum. Var 'hér á ferðinni hin árlega skemmtun, sem haldin er fyrir nemendur, foreldra þeirra og systkini. Börn úr Me lasikó 1 a n um fluttu öll skemmtiatriði, en kennarar höfðu vitasikuld aðstoðað við undirbúninginn. Til skemmt- unar voru söngur, hljóðfæra- sláttur, leiksýningar og fkn- leikasýning. Aðgangur var seldur á 20 krónur og það, sem inn kom rennur í ferðasjóð 12 ára barna og til hljóðfærakaupa fyrir skólann, en hljóðfæra- leikur, einkum flautu- og fiðluleikur, tíðkast mjög í söngtímum. Að sögn kennara Melaskólans er ferðalag það, sem 12 ára börn fara í að loknu fullnaðarprófi, mikið til hlöikkunarefni barnanna. í>au fara með kennara sínum í eins til tveggja daga ferð út um landið og gista þar í skól um . Mikll fögnuður var meðal yngri og eldri á sikemmtun þeirri, sem ljósmyndari Mbl. var viðstaddur. Hlátrasköllin dundu um áhorfendasalinn, er leikþættir voru sýndir og söngur skólakórsins, tvíleik- ur drengjanna á fiðlur og fimleikasýning tólf ára drengj anna firnm vöktu óskipta hrifningu. Skólapiltarnir Einar Hjörleifs son og Sigurjón Heiðarsson leika ó. »&»*»• orengifmr, sem amr eru ^ra. heita Bjarni, KjarUn, Arni, Sumar liSi og lngólfur. Bandaríski kór- inn á Akranesi AKRANESI, 11. apríl. — Stú- dentakórinn frá Texas, söng hér í Bíóhöllinni í gærkvöldi kl. & á vegum Tónlistarfélags Akoa- ness. Söngskráin var mjög fjöl- breytt, kirkjuleg tónlist, þjóðleg og veraldleg tónlist. Stjórnandi var Fran A. McKinley. Húsið var troðfullt og fjöldi fólk varð frá að hverfa. Áheyrendur fögn uðu söngvurunum innilega og hrifust af látlausu og fágaðri framkomu þessarra ungu söng- manna. — Oddur. Sr. Eirikur J. Eiriksson: Góði hirðirinn II. Sunnudagur eftir páska. Guðspjallið Jóh. 10,11-16 HANNES Hafstein yrkir mitt í baráttutmi: „Klífi brattann." Hann varar andstæðinga sína við, svo að þeir láji ekki hita stjórnmálanna hlaupa með sig af vega og fipi- þá, „sem þræða eiga einstigið mjóa með ópum köllum eða aðkasti, þegar þeir eru að klífa tæpastar klifið." Menn deila um málstað Hann- esar Safstein og andstæðinga hans. Hann klífur þritugan hamar- inn með ærnu þreki. En þess ber að gæta, að í stjórnmálum mæð- ir mest á þeim sem með völd fara, en barátta þeirra er einnig orðin til fyrir hvatningu and- stæðinganna, þótt einatt sé það litt viðurkennt. í>au óbeinu rök koma hér til greina, að þeir vaka á verðinum og sækja fram einnig með það í huga að gera betur en andstæðingarnir. Hugsanlegt er, að án þeirra brysti foringjann þrek og kjark Hafstein hefði ef til vill daprast sóknin, ef ekki hefði verið hróp- að til hans í fjallið: Steíndu hátt og djarft. Við erum reiðúbúnir til að standa í þínum sporurh og sækja í fjallið eign okkar og rétt og hjartans unað. Vinur minn einn átti einkar snotra vettlinga af vestfirzkri gerð. Eitt sinn tók ég að mér starf hans, er hann brá sér til þorps- ins til þess að vera við jarðarför gamallar konu. Hann flutti ræðu í kirkjunni ásamt prestinum og þótti góð. Er gengið var frá gröfinni, sögðu menn: „Bezt var þetta um ána og lamtoið." - Ræðumaður hafði bjargað á og lambi, er gamla konan átti, úr einu hrikalegasta fjalli fjarð- arins. Hún hafði grátbænt hann að fara og gera tilraun til þess að bjarga blessuðum kindunum. Vinur minn lagði til atlögu við hengiflug fjallsins og hálasvell- in á mjóum syllum þess. Aldrei gleymdi hann viðtökum gömlu konunnar og gleði, er hann kom með hjartkæra eigu hennar þessa. Vettlingana snotru er hún síð- ar sendi honum, notaði hann við 'hátíðleg tækifæri. Umhyggja margra fjárhirða er mikil um sauðburðinn. Ánna er gætt svo sem bezt má verða. Að þeim er hlynnt og lömbunum hjú 'krað, sé þess þörf, eins og mann- eskjum. Um túh og heimahaga liggja slóðir fjárhirða í dögg hlýrra nátta, er kyrrð ríkir um fjörð og dal, ..en oft ér kalt og hretin nöpur. Er þá fang hirðisins hlýtt I NA /5 hnútar SVSOhnvter X SnjHomo t C'i: 7 Skúrír S Þrumur WSi KuUaokil HHMkn H Hml t L Lsfi 1 í GÆR var norðaustanátt hér ætti að fara austur fyrir sunn- á landi, éljagangur fyrir norð- an land og vindur hér verður an en bjartviðri a sunnan- milli norðurs og austurs, verðu landinu. Vægt frost var þ.e.a.s. nokkuð kaldara eri á Vestfjörðum. Önnur lægð verið hefur. sést á kortinu suður af Hvarfi, vinnuhöndin mjúk og eldur logar á arni húsfreyjunnar dag og nótt'. Minnisstæðir verða og haust- dagar, er beðið er eftir mönnum, að þeir komi heim eftir að %afa farið til þess að bjarga fé úir fjöllum, fannþöktum og svelluð- um. Margir ágætir fjallamenn og vinir falla nú sem óðast í valinn, en baráttan heldur á- fram og mætti mynda engu síð- ur en margan leikinn. í>að er alkunna, að fé lendir oft í „svelti“ í fjöllum. Sér fé þetta úr dölum eða af sjó, enda saknað í göngum síðsumars. Fólk er órólegt vegna þessa fjár. Gróður gengur til þurrðar á bergstöllum. Hál svell verða til þess að kindur hrapa. Snjó- flóð geta einnig verið hættuleg. En hirðisstarfið á sér bjartar hliðar. Menn kunna kaflann um hjásetuna í Pilti og stúlku. Hjarð lífi er fagurlega lýst í málverkum og með tónum. Fjár- gæzla var góður skóli unglingum, og fræðimenn Gyðinga töldu smalastarfið góðan undirbúning þeim til handa, er til forystu völdust og ábyrgðarstörfum skyldu gegna. Móse var smali, er engill Drottins birtist honum og þyrnirunnurinn stóð í ljósum loga. Jiin allra elzta mynd kristin; er af góða hirðinum og á sér raunar að nokkru heiðinn upp- runa. Jesús Kristur er góði hirðir- inn. HirðiSstafur hans er kross- inn og mennirnir týndu en fund- nu aftur eru lömb á herðum hans og við hlið hans ganga ærn ar, mæður þeirra. Ritningin líkir mönnunum við villuráfandi sauði. Eins og stund um fer fyrir gauðkindinni, þann ig er maðurinn staddur einatt, að ekki verður komizt í neinn stað til bjargar án hjálpar hins góða hirðis. Á velgengnisdögum eru allir vegir færir og lostæti milli tæpra steina á hengiflugi lokkar. En svo þrýtur föngin og leiðir lokast. Syrtir að og vetrar. Það er ekki sama ,hver hiirð- irinn er. Tákn hjarðmennskunn- ar getur verið skrautlegt. Bisk- upsbagall, forkunnarvel gerður veldissproti þjóðhöfðingja þungur af gulli og gim- steinum, stássprik fyrir slétt strætið. En hirðisstafir eru til stórir og þungir til þess að styðj- ast við spara sér sporin, reyna fyrir sér með í byljum, ■ hvað fram undan er. snjóhengjur, ó- traustur ís, krapaibólgnar ár og lækir. „Þetta er lognstafur, drengur minn,“ sagði ferðagarpur er hann virti fyrir sér snoturt prik er ferðafélagi 'hugði að duga mundi. Tákn góða hirðisins er kross- inn. Hirðishlutverk er okkur öll um ætlað .Krossinn verður að taka á sig veruleikans mynd í lífi hvers þess, er vill bjargast og verða í jaun og sannleika öðrum til bjargar. Við skulum ek:ki efast um hvatir flokkanna tveggja í sjálf- stæðisbaráttu okkar. Hugarfars góða hirðisins hefur gætt, að við sóttum sumar frels- isins í vetrarfjöll ófrelsis og á- nauðar. En við erum ekki aðeins þjóð, við erum einnig einstaklingar, vegna þess að í landi okkar hef- ur hirðishlutverkið verið leyst af hendi í kristnum manndóms — og kærleiks anda. Hinn góði hirðir verði okkur fyrirmynd, að líf okkar verði sókn og leit á brattann, sjálfum okkur og meðbræðrunum til blessunar og honum til fagnaðar, 'er á allt með okkur, sem horfir til réttrar leiðar og hefur skapað það sér til eilífrar dýrðar og okkur tii hjálpræðis. Amen.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.