Morgunblaðið - 23.05.1964, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.05.1964, Blaðsíða 3
Laugardagur 23. maí 1964 MORCU NMAÐIÐ 3 niiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiii ÉG GERÐX mér ekki grein fyrir. fyrir hve Morgunblaðið er til margra hluta xiytsam- legt fyrr en ég horfði á tvær gæzilukonur á bamaleikvöll- um búa til ljómandi skraut- legar skálar úr blaðinu: vættu það í gipsi, máluðu og lökk- uðu. Frú Guðrún Briem Hilt skaut þvi þá að mér, að öll dagblöðin væru notuð jöfn- um höndum, blaðapappdr væri fyrirtaks efniviður í föndur, og ómissandi sem und- irbreiðsla. Guðrún Briem Hilt hefur imdanfama tvo mánuði hald- ið hér námskeið á v|gum Fræðslumálaskrifstofu Reykja víkur og Barnavinafélagsins Sumargjafar, fyrir starfsfólk . á dagheimilum og leikskólum, gæzlukonur á leikvöllum og fóstmr. Sækja námskeiðið um 140 konur, og lýkur því að mánuði liðnum. Námskeiðið er tvö kvöld í viku, annað kvöldið er verklegt nám, en hitt kvöldið eru fluttir fyrir- lestrar um ýms efni svo sem gildi föndurs, ljarnasálar- fræði, barnasjúkdóma og heilsuvernd, öryggi og skyndi hjálp, vangefin l>örn og sein- þroska, barnaverndarmál, umferðarreglur, bókaval, leik- föng og spil o.fl. í verklega náminu er aðal áherzlan lögð á föndur, lát- braðslent og hljómfall, barna- Guðrún Briem Hilt og Lilja Xorp búa til bréfhatta. söng og ævintýrafrásagnir. — | Sagði 'Guðrún, að i föndrinu jj reyndu þær að nota sem ódýr- = astan efnivið er fáanlegur \ væri, svo sem þang, kuðunga, \ skeljar, rauðamöl, spýtur, svo ; eitthvað sé nefnt. — Og hvar fáið þið þetta j „drasl“? spurði ég. — Við söfnum því sjálfar, j svaraði Guðrún. Þ’egap ég er j úti að ganga sting ég ýmsum ■ hlutum, sem ég rekst á, niður : í töskuna mína, meira að segja j brenndum spýtum. I>ær geta ; verið ljómandi fallegar í frum ^tæða mó'saik. — Þú tekur með öðrum orð um þátt í hreinsunarherferð ixjrgarinnar? Guðrún hló: — Við getum orðað það svo. Poreldrar ættu að lofa börnum sinum að tina upp svona hiluti og glíma við. það heimavið. Hugmyndaflug barnanna er ótrúlega auðugt og enginn efast um sköpunar- hæfileika þeirra. Því er þeim nauðsynlegt að fá viðfangs- eifni við sitt hæfi. — Er ekki nóg að þau dundi við þetta á barnaheimilum og leikskólum, íslenzkar húsmæð ur hafa í öðru að snúast á heimilunum? — Það er ekki nóg, be.’mil- in verða að leggja fram sinn skerf til uppeldis barnsins. Fín heimili og börn eiga ekki saman. Það verður að lofa SIAKSIEIKAR Börnin verða að fá að rusla til Nokkur börn úr Hagaborg komu í heimsókn niður á Frikirkjuveg 11, þar sem námskeiðið er haldið, daginn sem við ræ ddum við Guðrúnu Briem Hilt. Hér sést fóstra þeirra, Bergþóra Gústafsdóttir, kenna þeim að líma kuðunga, þang oe ýmislegt „drasl“ á plötur, og gefa ímynd unaraflinu lausan tauminn. Sigriður Andrésdóttir (til vinstri) þrykkir á tau með kartöflu; Sigríður Þórðardóttir (í iniðið) málar krús, sem búin er til úr Morgunblaði og gipsi og Lára Anlonsdóttir klinir gipsi * krukku, sem siðan verður máluð og notuð sem vasi. XxVrnunum að rusla svolítið til. S§ Ég er með þessum orðum ekki = að mæia hirðuleysislegum s ytri aðstæðum bót, en hirðu- = leysi í barnauppeldi er tífglt = Verra. Nei, foreldrar verða að •= sjá af nokkru af tíma sínum s til að sinna börnunum í starfi §j og leik, það er öllum aðilum = til gleði og ánægju. Það er 5 svo ótrúlega margt hægt að H gera með litlum tbkostnaði, g ef pínulítið hugmyndafiug er s við hendina. Sjáðu.til dæmis = þessa kartöflu. Við skerum út = mynztur í kartöfluna, dýfum s fienni ofan í ]it og þrykkjum = á léreft. Þannig mætti lengi s telja. — Við spurðum nú Guðrúnu S um starf hennar í Noregi ög S sagðist hún kenna föndur í j§ fóstruskólartum í Osió, en auk = þess veitti hún forstöðu •fyrir = tæki, sem nefndist Riktige lek M er. Sæi það um útvegun á hent s ugum og þroskandi leikföng- § um, heppilegum barnahúsgögn = um, og efnivið í föndur. Aðspurð sagði Guðrún að = sér fyndjst leikföngin í ís- | Ibnzkum verzlunum yfirleitt || of fin og minna lagt upp úr = uppeldislegu gildi þeirra. Á s þessu þyrfti að verða breyt- s ing, foreldrar þyrftu að = kunna að velja leikföng fyrir = barn sitt og spyrja eftir þeim s í verzlunum, og þá væri ekki = að efa, að fljótlega myndi jjf káupmaðurinn sjá um að út- M vega umbeðna vöru. í framhaldi af þessum um- s ræðum barst taJið að leik for E£ eldra og barna. Guðrún tænti j| á að auðvelt væri fyrir hverja = móður að skreppa með barn §E sitt í einhvern skemmtigarð- = inn þegar veður leyfði og s taka þátt í leik þess. — Það = er til nóg af fallegum blett- = um hér í Reykjavík, sagði = hún, kringum Tjörnina, inni = í Laugardal og hingað og s þangað um bæinn. Og hún EE verður að vera þannig klædd, § að hún geti leikið sér með = börnunum. Guðrún Briem Hilt sagði að |§ síðustu, að í lok námskeiðs- S ins yrði haldin sýning á föndri §§ stúlknanna, en auk þess góð s leikföng, bæði íslenzk og er- |jj lend, góðar barnatDœkur og = ýmislegt fleira. iiimiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiimimimimmiiMiMiimmli', Hver á að dæma? í kommúnistablaðinu í gær er ráðizt hatramlega að útvegsn önn um, sagt að þeir geri „tilraunir. til samningsrofa", um skemmdar verk sé að ræða o.s.frv. Vegna þess að deila er risin um það, hvort gera eigi upp við sjómenn vegna þorskveiða með nót eins og um sildveiðar væri að ræöa eða þorskveiðar með netum. Sjó- menn vilja fá gert upp eins og um síldveiðar hefði verið að ræða, en útvegsmenn samkvæmt þeim kjörum, sem gilda um þorsítveiðar með netum., en í samningum milli sjómanna og út vegsmanna mun hvergi rætt um þorskveiðar í nót, enda er það ‘ nýtt, að þessar veiðar séu stund- aðar hér á landi. Næstu daga er gert ráð fyrir að kveðinn verði upp undirréttardórr.ur í máli, sem risið hefur einmitt um þetta atriði. Þar var um að ræða bát, sem bæði fiskaði þorsk í net og nót og gérði allar veiðarnar upp samkvæmt netasamningum, en sjómenn kröfðust þess að veiðarn ar í nót yrðu gerðar upp eftir sildveiðikjörunv. Eftir þessum dómi er beðið og auðvitað er það ekki hlutverk blaðanna að kveða upp úrskurði í dómsmálum. Til þess höfum við dómstólanna og menn eiga að spara sér stóru orð in á meðan mál eru rekin þar. Dómstólarnir í augum kommúnista Auðvitað væri æskilcgast, að samtök útvegsnronna og sjó- manna gætu komizt að samkomu lagi um kjörin á þorskveiðum í nót, og helzt hefðu slíkir samn- ingar átt að vera til á-ður en þess ar veiðar hófust. En ætíð geta orðið árekstrar í mannlegum sam skiptum og aldrei unnt að sjá við óllum tilvikum. Þess vegna eru dómstólar, og þelr eiga að skera úr um ágreiningsatriði, ef ekki næst samkomulag aðilanna. Báð ir aðilar i þessari deilu um kjör- in á þorskveiðunum. í nót munu bíða með eftirvæntingu eftir dómsúrskurði, og endanlegum úr skurð'i verða þeir að hlíta, ef þeir ekki semja um annað. En kommúnistar eru ekkert að spyrja að þvi, hvað séu lög og réttur. Þeir eru vanastir því að taka sér sinn rétt, og þess vegna finnst þeim sjáifsagt fráleitt að biða eftir dómsúrskurði i þessum ni.ili. Þeir taka afstöðu alveg óháð því, hvað dómstólarnir segja. Fegrun borgarinnar Alþýðublaðið ræðir í forystu- grein um þá herferð, sem nú er ger8 til að hreinsa og fegra Reykjavíkurborg, og segir m.a.: „Reýkvíkingar ættu að koma til móts við borgaryfirvöldin i þessari hreinsunarherferð og snyrta til og laga á ióðum sín- um, þar sem þess er þörf. Takmarkið er að borgin og allt uir.'iverfi hennar verði sem snyrtilegast á 20 ára afmæli lýð- veldisins. Til þess að svo megi verða þurfa allir að leggjast á eitt og gera hreint hver fyrir sin um dyrum. Reykjavík hefur haft það orð á sér að vera hreinleg og snyrtileg borg og ættu því borgararnir að kappkosta að hún megi í fram- tiðinni verða öðrum borgum fyrirmynd um hreinlæti og unv gengni, því til þess eru hér «11 skilyrði.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.