Morgunblaðið - 23.05.1964, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.05.1964, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 23. maí 1964 Heimssýningin í New York var opnuð almeningi miðviku daginn 22. apríl. Morgunblað- ið hefur birt um hana nokkr- ar greinar, en bað fréttaritara sinn í New York að hafa uppi á einhverjum fslendingi er skoðað hefði sýninguna. Og innan tíðar kom svo skeyti að vestan, er vakti mikla kát- ínu blaðamanna. í því stóð, stutt og laggott: „Jóhannes Einarsson Loftleiðum hefur skoðað heimssýninguna.‘‘ Svo fórum við að finna Jóhannes. — Við skoðuðum sýning- una Sunnudaginn 26. apríl og vorum að þessu frá klukkan átta um morguninn og til klukkam íimm síðdegis, sagði hann. — Það hefur verið strangt dagsverk. — Já, samsinnir Jóhannes, Yfirlitsmvnd af heimssýningunni í New York. Fyrir miðju er tákn svninvarinnar, hinn risastóri hnöttur „Unisphere.“ Einn dag á heimssýningunni En hefði ekki veitt af hálfum mánuði það er éríitt verk að skoða svona sýnmgar, sér í lagi á svona skömmum tíma. — Hvað kom til að þið fór- uð vestur? Var það gagngert til að skoða heimssýninguna? — Nei, við fórum þetta á heimleið frá Montreal, Hall- dór (Guðmundsson, hjá Loft- leiðum) og ég en þangað fór- um við á dögunum vegna flug vélakaupa I,oftleiða. Jóhannes dregur upp úr pússi sínu myndarlegt og skrautlegt kort „Official Sou- venir Map“ af heims-sýning- arsvaeðinu. Það eru útgefend- ur Time Life bókanna sem kort þetta gera. Og svo fylgjumst við með ferðum þcirra félaganna á kortinu þennan sunnudag á heimssýnmgunni í New York. — Við lögðum af stað klukk an átta uin morguninn og fór- um með Long Island járn- brautinni, sem skilaði okkur á sýningarsvæðið í Flushing Meadows á 12 mínútum og fyrir hálfan dal. Annars er hægt að koroast þetta á marga vegu, með biium, smærri og stærri, bátum alls konar og meira að segja þyrlum. Eiginlega vorum við alltof snemma á ferðinni, því flest- ir sýningarskálanna opnuðu ekki fyrr en klukkan 10 eða jafnvel seinna. En við byrjuð- um á því að fara hérna — Jóhannes bendir á kqrtið — í Swiss Skyride, sem eru einskonar skíðalyftuvagnár, er fara með fólk þvert yfir sýningarsvæðið og setja menn niður rétt hjá svissnesku sýn- ingarskálunum. Þar rétt hjá er Belgian Village, sem ekki var fullger, en það er ekkert einsdæmi á sýningunni, við sáum margt fleira sem eftir var að reka smiðshöggið á. Meðal þess sem ólokið var, var Better Living Center, sem ég hafði einkum mikinn áhuga á. Að því standa ýmis bandarísk fyrirtæki og sýna m.a. húsainnréttingar, aðal- lega eldhús-innréttingar og fjölda nýjunga í byggingar- íðnaðinum. Mörg fyrirtæki sýna þarna líka fatnað og ýms ar nýjungar í þeim efnum. Lyfta er í turni utanhúss og skilar sú sýningargestum upp í veitingahús efst í bygging- unni, en þann stað á Hilton gamli, sem á- og rekur gisti- hús um aliar jarðir. — Það vakti annars furðu margra, hve mjög kvað að trú félögum alls konar á heims- sýningunni, segir Jóhannes — á gömlu sýningunni árið 1939 var ekki nema einn sýningar- skáli á vegum trúarsamfélags en nú er sjálft Vatíkanið þarna með 3 og Vz milljón dala sýningarskála og í hon- um eitt mesta iistaverk heims, hina fögru „Pietá” Michel- angelos. Lútherstrúarmenn og Grísk-orthodoxa klrkjan eru þarna líka, Christian Science menn, frímúarar og trúboðinn Billy Graharo og fleiri. — Þegar svo loks var far- ið að opna klukkan 10 til 10:30 mynduðust biðraðir við eftirsóttustu sýningarskálana og þar sem við höfðum svo takmarkaðan tírna gátum við hvorki komizt inn hjá Du Pont né General Electric, sem okkur langaði til, en skoðuð- um Coca-Cola sýninguna í staðinn og höfðum mjög gam- an af. Þar geta gestir reikað í hægðum sínum um fimm framandi „svið': götu í Hong Kong, skemmtigarða með út- sýn til Taj Mahal, gróðurrík- an regnskóg ' Kambódíu, skíða hótel í svissnesku ölpunum, höfnina í Rió de Janeíro séða af skemmtiferðaskipi er stefn- ir inn í hana. Allt umhverfið, hiti, raki, lykt og öll _áhrif voru eins og við átti hverju sinni. Það var afskaplega gaman að þessu. — Voruð þið ekki að þessu fram undir hádegi? — Nei, nei, við komumst yfir sitthvað fleira, segir Jó- hanes. Við skoðuðum m.á. tvær gerðir íbúðarhúsa sem hægt var að kaupa suður í Flórida — jú, þau voru bara freist- andi. Og svo skoðuðum við dönsku sýninguna, 'sem var öðrum þræði sölusýning á dönskum iðnaðarvörum. Danir höfðu þarna veitingasal og seldu smörrebröd og þarna var líka Tivoli í smækkaðri mynd. Danska sýningin er til húsa í mjög smekklegri viðarbygg- ingu og vskti athygli henn- ar vegna, og sama er að segja um þá austurrísku, sem þó var nýstárlegri. Fallegasta byggingin á sýningunni er ananrs bygging Bandaríkj- Aftur á móti á Bretland engan hiut að heimssýning- unni og Rússland ekki held- ur og frá Frakjdandi sýna að- eins nokkur fyrirtæki og upp á eigin spýtur. Þetta mun vera vegna þess að samkvæmt úrskurði alþjóðlegu heims- sýningarskrjfstofunnar (Inter-" national Bureau of Expositi- ons, í París sem aðal-hvata- maður heimssýningarinnar, Robert Moses, lætur lönd og leið) má ekkert land halda heimssýnirgu oftar en einu sinni á tíu árum og með heimssýningunni í Seattle 1962 eiga Bandaríkin því að hafa fengið sinn skammt. — Jæja, segir Jóhannes, meira komumst við eiginlega ekki yfir, en loks tókum við bíl og ókum um sýningar- svæðið, svona til þess að hafa einhverja hugmynd um allt það sem við ekki gátum skoð- að. Þarna eru bæði dráttar- bílar með tengivögnum og rafmagnsbílar fyrir fjóra, með mæii alveg eins og venju legir leiguvagnar og kosta 9 dali á tímanr. eða 3 dali fyrir fyrstu tuttugu mínúturnar. — Það var margt sem við vildum gjarnan skoða, segir Jóhannes, t.d. sýningu Gener- al Motors, sem mun hafa ver- ið dýrasta sýningin, kostaði um 25 milljónir dala, sýmngu anna (U.S. Federal Building) en hún var lokuð og við skoð- uðum hana ekki. Svo fórum við á Hong Kong sýninguna. Það var líka sölu- sýning og ýmisskonar varn- ingur á boðstólum, og þar var hægt að fá klæðskera- saumuð föt á 4 tímum. Síðan skoðuðum við sýningu Indó- nesíu. Hún var í fallegri bygg ingu, hringlaga, í austurlenzk- um stíl og á tveim hæðum. Niðri var unnið að handlitun á dúka og að silfursmíði, en uppi var veitingahús og þar snæddum við hádegisverð, indónesiskan mat, mjög krydd aðan og góðan en undir borð- um voru sýndir stríðsdansar frá Mið-Jövu og leikið undir á mjög sévkennileg hljóðfæri. Eftir hádegi skoðuðum við m.a. japönsku sýninguna, sem er eiginlega tvískipt, annars vegar iðnaðar- og verzlunar- vörusýning, þær sem mest bar á þungavinnuvélum, litlum fólksbifreiðum, rafmagnsverk færum alls konar og sjónvarps tækjum á stærð við meðal innkaupatösku með mynd- flöt ca. 21x23 cm. og hins- vegar menningar- og lista- sýning. Egyptalánd (United Arab Republic) sýndi þarna líkan af Assuan-stíflunni miklu og einnig talsvert af iðnaðarvör- um, sem kom heldur á óvart, og yfirleitt vakti það athygli hve mikið er um iðnaðarvörur frá ólíklegustu löndum og svo það hve Asíuríkin hafa mikl- ar og fjölmennar sýningar. Jóhannes Einarsson IBM, Ford, General Electric, og fleiri og fleiri. Eflaust myndi það taka mann hálfan mánuð að skoða sýninguna að nokkru marki, en minna en vijju er ekki hægt að komast af með svi vel sé. Daginn sem við vorum þarna komu á sýninguna 250 þúsund gesta, en fyrsta daginn voru sýning- argestir ekki nema 90 þúsund, vegna þess að menn óttuðust óeirðir blökkumanna og um- ferðartruflanir og var mikill viðbúnaður lögreglu til þess að mæta þeím vanda, sem svo reyndist minni en menn höfðu óttazt. — Svo ykkur langar aftur? — Já, þetta er eiginlega ekki nema rétt byrjunin, en þessi dagur okkar var þó stór- um betri en ekki neitt. Jó- hannes brosir. — Annars stendur sýningin fram í októ- ber og hver veit hvort ekki fellur ferð einhvern tíman áður . . . ég hefði afskaplega gam.an af að sjá Better Living Center þegar þeir eru búnir með það.‘‘ — Útvarp Rvlk Framh. af bls. 6 þótti fátt því til fyrirstöðu, að hann gæti leyst hlutverk sitt sómasamlega af hendi. En þar fár á annan veg. Spánverjar guldu afskaplegt afhroð, misstu mikinn hluta skipa sinna og mannskaps, og loks varð hinn á- stríðufulli biðill að draga til sín blóðuga armana. Orustunni um England var lokið með ósigri hans. Orustan um England 1588 var mjög örlagarík Með sigri sínum lögðu Englendingar frumdrögin að heimsveidi sínu, sem varað hefur allt til þessa dags. Þeir tóku fljótlega á eftir að stofna nýlendur þær í Vesturálfu, sem síðar urðu Bandaríki Norður- Ameriku. Þótt nýlendusaga Englendinga sé ekki töfrandi fögur á köflum, þá munu flestir sagnfræðingar sammála um, að þar hafi for- sjónin unnið þarfaverk, er hún bægði katólskum afturhaldsseggj um af Spáni frá því að leggja undir sig England 1588 og fá þannig lykilaðstöðu á Norður- Atlantshafi. Þökk sé Jóni R. Hjálmarssyni fyrir hið fróðlega erindi sitt. Á laugardagskvöld var svo flutt leikritið „Skilningstréð*1 eftir N.C. Hunter. Hlaut það góð ar undirtektir. Sveinn Kri.stin.sson. Ný útgáfa Laxdælu í Banda- ríkjunum NÝLEGA er komin út í-Banda- ríkjunum ný útgáfa af Laxdæla sögu. Þýðandi er A. Margaret Arent, og hefur hún einnig ritað inngang og athugasemdir. Út- gefandi er University of Was- hington, og verð bókaririhar er $6.75. -— Fyrir þá, sem vilja panta bókina, er fullur titill hennar þessi: The Laxdæla Saga, translated from the old Icelandic with introduction and notes by A. Margaret Arent, University of Washington.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.