Morgunblaðið - 07.06.1964, Blaðsíða 16
íe
Útgefandi:
Framkvæmdas t j óri:
Ritstjorar:
Auglýsingar:
Útbreiðslustjóri:
Ritstjórn:
Auglýsingar og afgreiðsla:
Askriftargjald kr. 90.00
í lausasölu kr.
Hf. Árvakur, Reykjavík.
Sigfús Jónsson.
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Sverrir Þórðarson.
Aðalstræti 6.
Aðalstræti 6. Sími 22480.
á mánuði innanlands.
5.00 eintakið.
LISTAHÁ TÍÐ
T hollri hugvekju sem Sig-
urður Nordal skrifar í yfir-
litsskrá um Listahátíð Banda-
lags íslenzkra listamanna,
segir hann m.a.: Listir eru
jafngamlar manninum — eða
með öðrum orðum eitt af því,
sem hefur gert manninn að
manni. Þær hafa verið iðkaðar
með mjög mismunandi ár-
angri á ýmsum tímum og með
ýmsum þjóðum. Þær stefna að
fullkomnun, sem aldrei verð-
ur náð, en alltaf er verið að
leita. Án þeirrar leitar, þar
sem hver kynslóð og hver ein-
staklingur er í vissum skiln-
ingi byrjandi, mundi arfurinn
frá fortíðinni verða dauður
fjársjóður. Listir eru á ýms-
um stigum og teknar í marg-
víslega þjónustu. Samt er
stefna þeirra ein: að mann-
legri reýnslu, sem er alveg
sérstök og ekkert annað get-
ur komið í staðinn fyrir...."
Þessara orða er gott að
minnast í dag, þegar Lista-
hátíð verður sett og íslenzkir
listamenn taka um stund við
stýrinu í þjóðlífi íslendinga,
ef svo mætti segja. Okkur er
nauðsynlegt að gera okkur
sem gleggsta grein fyrir hlut-
verki listarinnar í daglegu lífi
og ef það er gert fordóma-
laust, komumst við fljótt að
þeirri niðurstöðu, að án listar
væri líf mannsins eins og blás-
in bein eða, ef við vildum
segja þetta á annan veg: list-
in er þrá mannsins holdi
gædd. Hún er, með orðum
Nordals: eitt af því sem hef-
ur gert manninn að manni.
Þegar efnt var til fyrsta
listamannaþingsins í miðri
síðari heimsstyrjöld, blasti
rótleysið við í öllum áttum og
.sundurlyndi ríkti meðal ís-
lenzkra listamanna. Eins og
kunnugt er, hafði þing þetta
hin heilladrýgstu áhrif og má
fullyrða, að það hafi orðið
mörgum hvatning til að
standa vörð um list og menn-
ingu.
List verður ekki ræktuð við
þau skilyrði sem einræði veit-
ir. Þvert á móti verkar ein-
ræðið á listina eins og sífellt
páskahret á land og jörð. Við
lýðræðislega stjórnarhætti
eru listinni veitt þau vaxtar-
skilyrði sem henni eru nauð-
synleg. Frumskilyrði þess, að
unnt sé að skapa góða list, er
frelsi, frelsi til orðs og æðis.
En hið andlega frelsi, sem svo
er kallað, er einmitt aðals-
lherki þess lýðræðisskipulags,
sem við búum við. Vonandi
gera listamenn og aðrir sér
grein fyrir því, að án þessa
frelsis verður menningin
drepin í dróma og lítils megn-
ug. Hitt er svo annað mál og
samvizkuspurning hvers og
eins, hvernig hann fer með
þetta frelsi, sem lýðræðið
veitir honum og fer það þá
eftir heiðarleik hvers og eins,
upplagi hans og þroska. Menn
eiga jafnvel að hafa frelsi til
að vera ófrjálsir, þ.e. að ánetj
ast hverri þeirri stefnu eða
kalla yfir sig hver þau áhrif,
sem hugurinn stendur til. Hér
mætti einnig benda á orð
Nordals í fyrrnefndri grein,
að komið hafi berlega í ljós,
þegar Alþingi einu sinni fól
Bandalaginu úthlutun lista-
mannalauna, „um hvað félag-
arnir hefðu getað orðið svo
prýðilega sammála: frelsið til
þess að vera ósammála, til
þess að hver höndin fengi að
vera upp á móti annarri, án
afskipta eða forráða óvið-
komandi aðila“.
Þó útlitið í heiminum sé
mun betra nú en þegar fyrsta
listamannaþingið var haldið,
má fullyrða, að við lifum enn
á róstusömum og allrótlaus-
um tímum. Okkur ber skylda
til að huga að mörgum hlut-
um og þá ekki sízt að gefa
listinni þann gaum sem hún
á skilið. Án listar og menn-
ingar, án gamalla bóka og
nýrra, væru íslendingar ekki
annað en fámenn þjóð, auðnu-
laus og fátæk, því enginn
markar auðlegð þjóðar af ver
aldlegum gæðum einum sam-
an.
Listahátíðin er mikill at-
burður í fábreyttu þjóðlífi ís-
lendinga. Þeir sem að henni
standa eiga þakkir skildar.
Hún er einkum og sér í lagi
kærkomin nú þegar margt er
í deiglunni og ýmsir nýir
straumar mætast í menning-
arelfunni miklu sém enn
rennur um líf okkar frá þeim
tíma, þegar afrek voru unn-
in í bókmenntum hér á landi,
sem þykja einstæð í verald-
arsögunni. Það er okkar hlut-
verk að virkja alla þessa
strauma eins og bezt verður
á kosið, þannig að við getum
ávallt bætt nýjum ljósum
menningarinnar við þau, sem
fyrir eru, og þannig haldið
áfram að lýsa upp heim þess
fólks, sem nú á. að taka við
nýju landi. íslenzk æska er í
deiglu. Hún lifir á erfiðum
tímum, eins og sagt hefur
verið. Ekkert vopn verður
henni traustara í lífsbarátt-
unni en sífrjóvgandi kynni
við list og menningu þjóðar
sinnar, auk þess sem sérhver
maður ætti að leggja stolt sitt
í að vera handgenginn því
MQRGUNBLAÐIÐ
Sunnudagur T. júní 1964
Tító, forseti Júgóslavíu, og
í fréttunum
ÞREMUR dögum áður en próf-
kosningin milli Nelson A. Rooke-
feller og Barry Goldwaters fór
fram í Kaliforníu, eignast sá
fyrrnefndi son með seinni konu
sinni, sem genigur undir gælu-
nafninu Happy.
kona hans, frú Jovanka Broz,
heimsóttu Finnland um mánaða-
mótin sl. — Þegar Tító fór að
skoða skipasmíðastöð í Helsing-
fors, kaus frúin heldur að fara í
verzlanir, svo sem kvenna er
vandi. Og hér sézt hún í þeim
leiðangri, þar sem hún dáist að
handskornum trékörlum í einni
verzluninni.
„Þetta er ánægjulegasti blaða-
mannafundurinn sem ég hef
haldið“, sagði Rockefeller ríkis-
stjóri, þegar hann tilkynnti fæð-
ir.gu sonarins. Hann sagði að
nióður og syni liði vel og að
drengurinn yrði skírður Nelson
Aldrich Rockefeller jr.
Rockefeller skildi við fyrri
konu sína árið 1960, og hafði það
alvarlegar afleiðingar fyrir póli-
tískarr feril hans. Þau áttu fimm
börn og hefur hann þegar eignazt
nckkur barnabörn.
Síðari konu sinni kvæntist
hann 4. maí í fyrra. Hún er
emnig fráskilin og átti fjögur
börn frá fyrra hjónabandi.
bezta í menningu erlendra
þjóða. í þeirri von að Lista-
hátíð nú glæði metnað og
menningaráhuga íslenzkrar
æsku, fagnar Morgunblaðið
hátíð Bandalags íslenzkra
listamanna og óskar lista-
mönnum til hamingju með
það spor, sem nú hefur verið
stigið, um leið og það þakk-
ar trúnað þeirra við land og
þjóð.
SJÓMANNA-
DAGURINN
l^agnstætt því sem áður var
^ má nú segja, að þannig
hagi til, að útgerðartími ís-
lenzkra fiskiskipa sé sam-
felldur allt árið. Áður unnu
sjómenn mikið á vertíðunum,
en höfðu góð frí á milli, en nú
er meira og minna unnið við
arðvænlegar veiðar árið um
kring.
Auðvitað er það ánægju-
legt að unnt skuli vera að
hagnýta hinn nýja og glæsi-
lega fiskiskipaflota eins vel
og raun ber vitni, og allir
vona, að ekki dragi úr fiski-
gengd, svo að mikil auðæfi
berist áfram að landi.
En vinna sjómannanna er
mikil. Oft bera þeir líka ríf-
lega úr býtum, eins og vera
ber, þvr að íslenzkir sjómenn
afla margfaldlega á við aðra.
Þeir þurfa líka að vera lang-
dvölum burtu frá heimilum
sínum, bæði formenn og fiski-
menn, og einnig af þeim sök-
um eiga kjör þeirra að vera
betri en hinna, sem í landi
vinna.
í dag fagna ekki einungis
sjómenn þeim mikla árangri,
sem náðst hefur, heldur þjóð-
in öll, og menn minnast þess
í dag, að sjávarútvegurinn er
undirstaða þorra útflutnings
verðmæta þjóðarinnar og þar
með sá atvinnuvegur, sem
góð og batnandi lífskjör fyrst
og fremst byggjast á.
Sjómannadagurinn er því
dagur allrar þjóðarinnar. Og
í dag mun ríkja sérstakur
gleðibragur, ekki einungis
vegna þess, að vel hefur afl-
azt og síldin er þegar gengin
á miðin, heldur einnig vegna
þess, að framundan er vinnu-
friður og þjóðfélagsstéttirnar
búa saman í sátt og samlyndi
og vinna sameiginlega að nýj-
um markmiðum.