Morgunblaðið - 21.06.1964, Blaðsíða 13
Sunnudagur 21. júní 1964
MORGU N BLAÐIÐ
13
Bnenningu í landinu
Fornleifar við Narssaq á Grænlandi
Aukin þekking á norrænni miðalda-
i Unartoq-firði. En sl. tvö til
þrjú ár hafi danskir forn-
leifafraeðingar einnig grafið
upp mjög athyglisverða litla
'kirkju, Þjóðhildarkirkju, sem
Þjóðhildur kona Eiríks rauða
lét byggja og bæ einn í
Narssaq.
Siðan skýrir greinarhöfund
ur frá uppgrefti bæjarins í
Narssaq Oig fer frásögnin hér
á eftir stytt og endursögð.
Narssaq er þorp í örum
vexti á enda skagans, sem
gengur fram milli Sermilik
og Tunúgdliarfikfjarðar, en
þann fjörð nefndu norrænir
menn Eiríksfjörð og þar er
miðdepill Eystribyggðar. Suð-
ur af þorpinu gengur slétta
niður að sjónum. Hefur hún
verið stærri á tímum land-
námsins, því að síðan hefur
sjórinn sorfið af henni. Þarna
á sléttunni eru rústir norræns
bæjar og rannsóknir hafa
sannað, að hann er frá fyrstu
tið norrænna manna á Græn-
iandi. Ek'ki hefur tekizt að
finna nafn bæjarins i rituð-
um heimildum, en fornleifa-
fræðingar nefna rústirnar:
„Eystribyggð no. 17 a“. Það
var yfirmaður sláturhúss og
niðursuðuverksmiðju í Nars-
saq, Daninn K. N. Ohrist-
ensen, sem fann rústirnar.
Hann var að sækja mold í
garðinn sinn, en þar sem hann
gróf fann hann leifar af
ýmsum hiutum. Hann sendi
danska þjóðminjasafninu þær
og ári siðar, 1954, hófu forn-
leifafræðingar uppgröft á
staðnum.
Narssaq-bærinn samaristend
ur af mörgum húsum eins og
flestir norrænir bæir. Hafa
fundizt á túninu níu grunnar,
en talin er ástæða til þess að
ætia að húsin hafi verið fleiri.
Ekki hefur verið framkvæmd
ur uppgröftur nema við þrjá
grunna og mest áherzla lögð
á íbúðarhúsið. Það snýr frá
norðri til suðurs, framhliðin
að sjónum. Það er 36—37 m.
á lengd, en 6,5-9 m. á breidd.
í upphafi hefur þag verið
11x5,50 m. að innanmáli, að-
Nyrðri og nyrri hluti ibúðarh ússins.
hússins.
Leifar af keraldi, sem notað var til vatnsgeymslu. Vatnsrás
endar við keraldið.
eins eitt herbergi, en siðan
hefur það verið stækað, bætt
við þremur herbergjum og
gólfið hækkað um leið.
Veggir hússins eru úr torfi
og grjóti, bæði hellum og
stórum ótilhöggnum steinum.
Þakið hefur verið úr timbri
og torfi. Lítið er um tré á
Grænlandi og þau sem þar
finnast eru illa fallin til
'húsagerðar, en iandnemarnir
fundu nægan rekavið frá
Síberíu Oig notuðu hann til
húsagerðar.
Gólfin í íbúðarhúsinu eru
þakin hellum og í sumum her
bergjunum eru eldstæði. í
elzta hlutanum er langeldur
eftir miðju gólfi. í gólfi
bæjarins eru vatnsrásir, sem
vöktu mikla athygli, og hafa
verið grafnar til þess að vatn
flæddi ekki yfir gólfin. Vatn-
ið úr rásunum rann í kerald,
sem hefur verið notað fyrir
vatnsgeymi. Rásirnar voru
þaktar hellum. Slikt af-
rennsliskerfi hefur aðeins
íundizt á tveimur stöðum
öðrum á Grænlandi, í Bröttu
hlið og Hvalsey.
í Narssaq-bænum og um-
hverfis hann fannst mikið af
vopnum, verkfærum, eldhús-
á'höldum og beinum úr hús-
dýrum hinna norrænu manna
(hestum, kúm, kindum, geit-
um og hundum) og dýrum,
sem þeir veiddu (ísbjörnum,
hreindýrum, hvölum, rost-
ungum, selum, hérum og
fuglum).
Það, sem merkilegast er
talið af fornleifunum úr
Narssaq-bænum, er stafur
með rúnaletri, en hann er
einn af mununum, sem Christ
ensen fann. Stafurinn er úr
furu, 43 cm. á lend, 1-2,5 cm.
á þykkt. Eru rúnir á þremur
hiiðum hans. Danski rúna-
Framh. á bls. 20.
Vefarasverð eða leikfang frá
fyrstu landnámstíð
1 BREZKA blaðinn „The
lllustreated London News"
birtist fyrir skömmu grein
eftir C. L. Vebæk, safnvörð
i danska þjóðminjasafninu, og
fjallar hún um uppgröft
norrænna íornleifa á Græn-
landi.
Vebæk segir frá iandnámi
Liriks rauða og annarra norr-
ænna manna á Grænlandi á
siðari hluta 10. aldar. Fregnir
hafi borizt af afkomendum
hinna norrænu landnema
fram á 16. öld, en ekki sé vit-
að um afdrif þeirra. Litið sé
skýrt frá lifi norrænna manna
á Grænlandi á miðöldum i
skráðum hcimildum, en vegna
merkilegra fornleifafunda,
sérstaklega á síðustu árum,
vijum við nú hvernig bústaðir
þeirra, verkfæri og kirkjur
voru.
Merkastan segir Vebæk
fornleifafund og rannsókn-
ir dr. Pouls Nörlunds, fyrrv.
yfirmanns danska þjóðminja-
safnsins, við Herjólfsnes, bæ
Eiriks rauða í Bröttuhlíg og
biskupssetrið að Görðum.
Allir þessir staðir eru í
Eystribyggð. í Vestribyggð
Spjótsoddur úr hreindýrs-
homi.
hefur dr. Aage Rousell grafið
upp marga bæi og nokkrar
kirkjur, en frá lokum síðari
heimsstyrjaldar hefur megin
áherzla verið lögð á rann-
sóknir í Eystribyggð.
Vebæk segir, að undanfarið
hafi fyrst og fremst verið
unnið að uppgrefti bæja í
Vatnahverfi og nunnuklaustri
Hellulagður aðalinngangur i íbúðarhúsið séður að innan.
Til vinstri er vatnsrás, en til hægri eldstæði.