Morgunblaðið - 21.06.1964, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 21.06.1964, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ I 17 Sunnudagur 21. Jðní 1W4 330 stíulentar STÚDENTSPRÓFUM er nú lok- ið og útskrifuðust alU 330 stúd,- entar. Úr Menntaskólanum í Reykjavík 211, Menntaskólanum á Akureyri 73, Menntaskólan- um á Laugarvatni 21 og Verzlun arskólanum 25. Engin rödd heyrð 'ist nú um, að þessi fjöldi sé of mikill. Þvert á móti hefur Kenn araskólanum nýlega verið veitt- ur réttur til að útskrifa stúdenta og háværar raddir eru um, að skólum á Vesturlandi og Austur- landi veði veittur samskonar rétt ur. Hvað sem um það verður, þá er vist, að aukin menntun æsku manna er í samræmi við straum tímans. Fiestir gera sér nú orðið grein fyrir, að bætt lífskjör eru að mestu háð framförum í tækni og vísindum. Einhvers staðar var t.d. sagt frá því ekki alls fyrir löngu, að eftir seinni styrjöld- ina hefðu komið á markað í Bandaríkjunum 5000 vörutegund ir sem ekki voru áður til. í>essi fjölbreytta framleiðsla er að langmestu leyti að þakka hag- nýtingu þekkingar, sem annað hvort er ný eða var ekki áður notuð á sama veg. Vafaiaust et þarna um misjafnlega nytsama hluti að ræða, en möguleikinn til meira úrvals hlýtur þó að verða til góðs. Stúdentsmenntun tekur of lang an tíma til þess að vera hagkvæm asti undirbúningur undir ýmis- legt tækninám, en aldrei getur hún samt skaðað, enda er auðsætt að aukin eftirsókn í stærðfræði- deild miðast að nokkru við tækni nánt síðar. * Þegar takmarka átti stúdenta- * Við slit Menntaskólans í Reykjavík var rifjað upp, að fyr ir 40 árum voru 41 stúdentar út- skrifaðir þaðan, en þá var hann eini stúdentaskólinn í landinu. Árið 1927 hafði stúdentum fjölg að svo, að þeir voru orðnir 51. Nokkuð vantar á, að landsmenn séu nú tvöfalt fleiri en þeir voru þá. Miðað við fólksfjölda er stúdentafjölgunin þess vegna rösklega þreföld. Samt ofbýður nú engum eins og þegar er sagt. Árið 1927 þótti stúdentafjöldinn aftur á móti svo ískyggilegur, að um áramótin 1927—28 samþykkti almennur kennarafundur í Há- •kólanum eftirfarandi tillögur: 1) Að stofna sérstakan gagn- fræðaskóla í Reykjavík og skyldi Menntaskólanum samtim- is breytt í samfeldan lærðan skóla. 2) Að takmarka svo aðgang að embættadeildum Háskólans að ekki fái fléiri aðgang en „þarfir þjóðfélagsins leyfa“. 3) Að stofna verzlunardeild og kennaranámskeið við Háskólann, þannig að próf frá kennaradeild veiti aðgang að kennslu og for- stöðu fyrir barnaskólum og al- þýðuskólum. 4) Að háskólaráðið undirbúi lög um þetta undir þingið. í framhaldi þessa samþykkti háskólaráð hinn 27. janúar 1928 með þremur atkvæðum gegn tveimur svohljóðandi breytingu * 17. gr. háskólalaganna: „Verði aðsókn stúdenta að ein- hverri deild svo mikil, að til vandræða horfi að dómi deildar innar og háskólaráðs, getur há- skólaráðið í samráði við deild- ina ákveðið, hve mörgum stúd- entum skuli veitt viðtaka það ár •g með hvaða hætti“. „Fullnægt kröf- um þjóðfélagsins“ 1 Áður höfðu forsetar í hverri <eild Háskólans tekið sér fyrir hendur a4 reikna út, hversu marga nemendur hver deild há- •kólans þyrfti að hafa til þess að „fullnægt kröfum þjóðfé- REYKJAVÍKURBRÉF Laugard. 20. júní lagsins" og varð niðurstaðan þessi: í guðfræðideild 4 á ári eða 16 alls - læknadeild 4 ----------20 — - lagadeild 3------------15 — - ísl. fræðum 1 þriðja hvert ár — 2 — Samtals 12 á ári eða 53 alls Haustið 1927 höfðu verið inn- ritaðir: í guðfræðideild 4 og þá alls í deildinni 29 nemendur. í læknadeild 13 og þá alls í deildinni 64 nemendur. í lagadeild 12 og þá alls í deildinni 41 nemandi. I íslenzkum fræðum 5 og þá alls í deildinni 12 nemendur. í heimspeki 4 og þá alls í deildinni 4 nemendur. Innritaðir 38 en alls í háskólan- um 150 nemendur. Með þessu var talið sýnt, að í háskólanum hefðu haustið 1927 verið allt að því þrisvar sinnum fleiri nemendur en „þörf þjóðfé- lagsins krefur og í raun og réttri ættu þar að vera, á meðan hann hefir ekki fleiri námsgreinar eða fjölþættara nám upp á að bjóða en nú“. „Tælt menn til að leggja á lær- dómsbrautina Ekki vantaði svo sem ná- kvæmni útreikninganna, enda var á það bent, að þeir nemend- ur sem í læknadeild voru myndu „nægja landinu í 16 ár, þótt enginn nýr nemandi bættist við“. Og með nemendum þeim sem voru í lagadeild „mætti því nær tvískipa í öll sýslumanns- og bæjarfógetaembætti landsins“. Nefnd, sem athugað hafði mál- ið, gerði sér einnig nokkra grein fyrir „orsökum stúdentaviðkom- unrjar og telur þá orsök helzta, hversu hin nýja skólaskipun frá 1904 og 1907 hafi gert mönnum auðvelt og jafnvel tælt menn til að leggja inrí á lærdómsbraut- ina“. Raunar er þessu bætt við: „Nú þótti nefndinni það ekki aðfinnsluvert í sjálfu sér, þótt menn vildu verða stúdentar; hitt þótti henni varhugaverðara, hversu aðstreymið að háskólan- um og þó einkum að embætta- deildum hans jókst ár frá ári“. Hér var talinn „sýnilegur voði & ferðum fyrir nemendurna sjálfa, sá, að þeir um fjölmörg ár fái lítið eða ekkert að gera að ifloknu prófi.' Vérður því á éin hvern hátt að reyna að draga úr aðsókninni að embættadeildun- um, ekki einungis þjóðfélagsins, heldur nemenda sjálfra vegna". Sem betur fer fóru allar þessar ráðagerðir út um þú.fur. Þær reyndust frumhlaup eitt. Stúd- entar efndu til svo magnaðra mótmæla, að hinir ágætu læri- feður, .allt hinir mætustu menn, urðu að láta af sinni föðurlegu forsjá. Ber þó ekki á öðru en að þjóðin hafi staðið af sér þann voða, sem þeir þóttust sjá fyrir. 900 í Itáskólanum Tii samanburðar við útreikn- ingana frá 1927 er fróðlegt að at huga, að sl. haust var þessi fjöldi nemenda í háskólanum: Guðfræðideild 28. Læknisfræði 150. Tannlækningum 50. Lyfjafræði 23. Lögfræði 145. Viðskiptafræði 112. Heimspekideild 347. (Þar af í norrænum fræðum 54). Verkfræði 45. Samtals 900 stúdentar. Á það ber að líta, að náms- greinum hefur fjölgað með svip uðum hætti og tillögumennirnir árið 1927 töldu rétt, að gert yrði þó það yrði ekki fyrr en smám saman, miklu síður og í ríkari mæli. Engu að síður sézt glögg- lega af þessum samanburði, hversu vandgert er, jafnvel fyrir víðsýna, gáfaða og stórlærða menn að gera áætlanir langt fram í tímann, enda þótt þeir ger- þekki allar aðstæður. Áætlunar- búskapur er erfiðari en tals- menn hans vilja oft vera láta. Það eru fleiri en Framsóknar- þingmaðurinn, er spáði því að háskólahúsið mundi eklci verða fullnotað fyrr en eftir mörg hundruð ár, sem hafa átt erfitt með að gera sér grein fyrir hinni öru þróun í þjóðfélagi okkar. Skople^ heimsókn Alltaf finnast samt einhverjir, sem telja sig sjálfkjörna til að hafa vit fyrir öðrum. Siðasta og skoplegasta dæmi þessa er framhleypni tveggja manna, sem annar er og hinn var áður þing- maður fyrir kommúnista. Þeir tóku sig til og áetluðu sjálfir að stöðva sjónvarpið á Kefiavikur- flugvelli hinn 17. júní. Skiljan- legt er, að menn hafi ólíkar skoð anir á sjónvarpi, bæði í heild og hvórt það skuli léyft á Keflavík urflugveili. Slíkan skoðanaágrein ing ber sízt að átelja. En löglegir íslenzkir aðilar hafa leyfi þetta sjónvarp. Ef menn vilja fá þeirri ákvörðun hnekkt, ber að vinna að því eftir löglegum leiðum t.d. fá um það samþykkt á Alþingi. Meðan hún fæst ekki, þá er það vitni brosleg's sjálfsrembings af einstökum mönnum, að taka sér í hendur það vald, sem ríkisstjórn og Alþingi er ætlað. Uppnám þeirra kumpána í sjónvarpsstöð- inni verður að skoða sem hver önnur skrípalæti. En sjálf mála- leitan þeirra til sendiherra Bandaríkjanna og yfirmanna á fiugvellinum er í eðli sínu til- raun til þess að fá þessa aðila til þess að haga skiftum sínum við íslendinga með öðrum hætti en réttir umboðsmenn þjóðarinn ar hafa samþykkt og þar með blanda sér í íslenzk deilumál. Af leiðing þessa tiltækis hefði því getað orðið þveröfug við það, sem þessir oflátungar láta sem fyrir sér vaki. Skoplegast er þó, að þetta uppi stand skuli gert einmitt þann dag, sem minnstar líkur eru til, að íslenzkur almenningur horfi á sjónvarpið, vegna þess að hug- ur allflestra er þá við annað bundinn. Annars sker sívaxandi fjöldi þeirra, sem verja fé til sjón varpskaupa, bezt úr um það, að menn vilja ekki una neinni for- sjá annarra um það hvað þeir megi hafa fyrir augum. Allur þorri manna telur sig hafa nægt vit til að velja eða hafna fyrir sig og sína. Mús í spennistöð Þessi ástríða til að hafa vit fyrir öðrum — sannfæring um, að þeir fari sér að voða ef ekki eru tekin ráðin af þeim — lýsir sér átakanlega í Þjóðvilj- anum föstudaginn 19. júní. Þar segir: „Klukkan nákvæmlega átján á þjóðhátíðardaginn hurfu þrjátíu þúsund af þjóðinni á vit dáta- sjónvarþsins samkvæmt hagfræði legum möguleikum þessa stund ina. Sex þúsund íslenzk heimili í höfuðborginni og nágrannakaup stöðum hafa nú íengið sjónvarps tæki og meðalfjölskylda á ís- landi telur fimm menn. Sjónvarpsstengur þjóta upp hraðar en fíflar í túni þessa daga og skógurinn þéttist dag frá degi og' vísar í sömu átt. Sem sagt hagræddu sér þrjá- tíu þúsund fslendingar fyrir framan sjónvarpsskerminn og hurfu í andanum véstur um haf og gleymdu þjóðhátíðardeginuta um stund“. Það er sem sé ekki verið að efa, að „hinn hagfræðilegi mögu leiki“ sé nýttur til ítrustu hlítar hverja einustu gtund. Gegn þess um ósköpum á sjálfan þjóðhátíð ardaginn voru góð ráð dýr. Þess vegna héldu alþingismennirnic tveir, sá fyrrverandi og núver- andi, suður á völl. Þá frægðar sögu rekur Þjóðviljinn síðan og er ekki um að villast, að líkast á að hafa verið og þegar Þór fór forðum í austurveg til að berja á jötnum. Einhvern veginn minn ir allt þetta tilstand nútímamenn þó frekar á það, þegar mús smaug inn í spennistöð rafmagns veitunnar fyrir nokkrum árum. Straumurinn rofnaði um stund en komst á aftur jafnskjótt og músin hafði verið fjarlægð. Viteðastrit í þýzku blaði er sagt frá því, að vísindamenn þar í landi hafi nýlega lýst áhrifum þreytu kost. Tilraumr hafa synt, að menn sem æfa sig einungis þrjá tima á dag með löngum hvíldum á milli við að læra handiðn eða verk, fiá á sex vikum jafn miki- um árangri og byrjandi, sem vinnur að þessu látlaust átta tíma á dag í níu mánuði. Skýringin er sú, að maður má ekki verða þreyttur á meðan hann er að læra. Hin rétta hreyfing eða tækni þarf að æfast, þangað til hú,n er gerð svo að segja fyrir- hafnarlaust, líkast og í svefni væri, ef svo má segja. Ef byrj- andinn aftur á móti verður þreyttur, þá fer erfiði og tími í að yfirvinna þreytuna og áreynsl an fer til einskis í stað þess að æfa hitt, sem að gagni mátti koma. Vísindamaðurinn, sem þetta útskýrði, svaraði því að- spurður, að sama lögmál gilti um nám í skólum. Of mikil hvíldar- laus iðni næði ekki tilgangl heldur hefði oft þveröfug áhrif. Þessi niðurstaða er talin í samræmi við það, sem þegar áður sé sannað, að afköst aukist við hæfilega hvíld og stytting vinnutíma í stað látlausrar vinnu. Að sjálf- sögðu eru hér viss mörk, ólik eft ir því að hverju er unnið. En allt ber að sama brunni. Hinn iangi vinnudagur, sem nú tíðkast í mörgum störfum hér á landi, eykur ekki afköstin tii lengdar heldur dregur úr þeim. Hættan af þreyto Hið þýzka blað leggur áherzlu á, að menn dragi réttar álykt- anir af þessum vísindalegu stað- reyndum. Áður fyrri hafi það e.t.v. ekki komið að beinni sök þótt menn yrðu t.d. þreyttir af að moka með skóflu. Nú sé tækni orðin svo flókin í mörgum grein um, að einungis óþreyttir metm geti beitt henni án þess að hætta stafi af. Þreytan geti bæði tafið verkið og leitt til þess að áhöldl séu skemmd með ófyrirsjáanlegu tjóni. Svipuðu máli gegni um æf ingar íþróttamanna. Þær megi ekki vera of langvarandi. Þá geti af þeim stafað skemmd á vöðvum og almennt heilsutjón. Vinnufriðarsamningarnir sem gerðir voru fyrr í þessum mán- uði eru ekki sizt ánægjulegir vegna þess, að gerð er markviss tilraun til að færa vinnutím* verkamanna í skaplegra horf en á hefur komizt að undanförnu. Þjóðviljinn segir raunar, að þarna sé alltof skammt gengcð, og sú breyting, sem nú hefur náðzt, lítils virði. En upphafið ar til alls fyrst. Hingað til hefur í framkvæmd verið stefnt að leng ingu vinnutímans. Fyrst ar að snúa af þeirri braut, síðan smám saman að koma betra lagi á. Það er ekki unnt í einni svipan og verður heldur ekki gert með orða skvaldri einu. Raunhæfar að- gerðir eru það, sem að gagni kemur, hér sem ella. Það er vegna þess, að með vinnufriðarsamningunúm er íagt inn á nýjar og hagkvæmari leið ir en horfið frá hinni ófrjóu cog- streitu, sem þeir vekja jafu-ein- Idregna almenna ánægju og raun ber vitni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.