Morgunblaðið - 21.06.1964, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 21.06.1964, Blaðsíða 25
If Sunnudagur 2t. júní 1964 MORGUNBLAÐID 25 — A söguslóðum Framhald af bls. 11 asi Jónssyni á Höfða á Höfða- strönd, mælum presti. Hann var pú 66 ára. Hann lét af em- bætti 1352 og andaðist i Reyk- Iholti í hárri elli 1861. Prestar í Reykholti hafa síðan verið: Séra Vernharður ÞorkeLsson (1852—1862) Séra Jón Þor- varðsson (1862—1866), Séra Þórarinn Krisljánsson (1867— 1872), Séra Þórður Þórðarson (1872—1881) Séra Þórhallur Bjarnason síðar biskup (1884 —1885), Séra Guðmundur Helgason (1885—1807) og Séra Einar Pálsson (1908—1930). — Séra Vernharður Þorkels- son lét gera við Snorralaug árið 1858 cg Séra Guðmund- ur Helgason byggði þá kirkju, sem enn stendur í Reykiholti, árið 1887. — Allir voru þessir prestar hinir merkustu menn o.g sumir þjóðkunnir. Þeim, aem vilja hafa af þeim frek- *ri kynni, vísa ég til ágætrar greinar Kristleifs Þorsteins- sonar á Stór-Kroppi, Reyk- holtsprestar, er fyrst birtist í Prestafélaginu árið 1928. m. 12. ReykhoHsskóli. Laust fyrir 1930 ákváðu Borgfirðingar að reisa í Reyk holti héraðsskóla. Unnu að því máli ungmennafélög, aýslunefndir og áhugamenn í héraði og utan. Úrslitum um •taðarval réði sögufrægð Reykhoits og jarðhitinn frá hvernum Skriflu, ylgjafa Snorralaugar. Bygging skól- ans hófst 1930, og tók hann til starfa haustið 1931. Reyk- holtsskóli var arftaki Hvítár bakkaskólans, sem Sigurður ÖÞórólfsson stofnaði og rak, meðan heiisa entist, en þá tóku áhugamenn i héraði við rekstri skólans, unz Reykholts •kóli tók til starfa. Reykholt er því nú bæði prestssetur og skólasetur. Þegar skólinn var vígður, ortu tvö borgfirzk skáld ágæt vígsluljóð, þeir Halldór Helga son á Ásbjarnarstöðum og Kristleifur Þorsteinsson á Stóra-Kroppi. Vígsluljóð Krist leifs munu ekki hafa birzt á prenti. Ég birti það hér, því að í því felst í stuttu máli saga Reykholts og framtíðar- vonir um hjnn nýja stað. I Hár og glæstur héraðsskóli hylltur var í þessa sveit, •ð þeim forna frægðarstóli fi-æðin þar sem Snorri reit. Þar sem áður bjó í blóma biskupsættin merk og fróð, jþar sem okkar íslands sóma Eggerts mikla brúðkaup stóð. Hér skal lika halda velli heilög kirkja á sigurbraut í»ar sem bæði æska og elli eiga skjól i gleði og þraut. Sjáið þeir sem andann yrkja uppskeruna fyrr og síð, tneðan skóli og kristin kirkja kalla hingaS æskulýð. Ef óskir skáldsins á Stóra- Kroppi rætast, þarf ekki að kvíða framtfð Reykholtsstað- *r. Megi allir góðir menn, nú Ag síðar leggja hönd að því verki. 13. Lokaorð Reykholt á, eins og ég hef áður sagt, frægð sína Snorra Sturlusyni að þakka. Rit hans varpa ekki aðeins ljóma á ísland, norræn saga og menn- ing. einkum norsk, stendur í ómetanlegri þakkarskuld við hann. — Af fornminjum 1 Reykholti er Snorralaug tnerkust. í augum margra, einkutn Norðmanna, er þar heilög jörð. Þar hef ég séð tár blika í augum norskra gesta, og sumir þeirra hafa lotið niður að lauginni og •tökkt vatni úr henni á and- Ut sér, eins og vígt vatn væri. Merkust koma Noiðmann* ( Reykholt var sú, er þeir færðu íslendingum Snorra- •tyttuua 1947. Þáverandi rikia arfi og núverandi konungur Norðmanna afhjúpaði hana. Meiri sæmd gat norska þjóðin ekki sýnt þjóg Snorra. Árið 1961 var konungur hér í opin berri heimsókn, og óskaði þá enn að fá að heimsækja Reyk- holt. Garðurinn neðan skólans og umhverfis laugina ber nú nafn Snorra. Hann á ag blómg ast um aldir vera yndisauki og veita lauginni vemd og skjól, en á henni fór fram gagnger viðgerð árið 1959. Aðrar íornmingjar í Reyk- holti eru Snorragöngin og bæjarstæðið forna. Göngin hafa verið rannsökuð nokkuð, en enn er aðeins opinn hluti þeirra. Bæjarstæðið er með öllu órannsakað. Hér er fram tíðarverkefni — ag leiða fram í dagsins ljós bæ Snorra og göngin, sem leið hans lá svo oft um, er hann- leitaði laug- ar. Heill veri sá dagur, er því verki verður lokið. Enn er eitt handrit tengt Reykholtsstað. Það er ekki mikið að vöxtum, aðeins eitt skinnblað. Þetta er Reykholts- máldagi. Hann var varðveitt- ur í Reykholti um aldir, en er nú í þjóðskjalasafninu. Hann er elztur allra íslenzkra handrita, fyrsti hluti hans frá öndverðri 12. öld. Ekki er útilokað, að ein rithöndin á máldaganum sé rithönd Snorra. í Reykholtsmáldaga segir, að kirkja í Reykholti sé helg- uð Pétri postula. Pétur var bjargið, sem Kristur byggði á kirkju sína. Það er gott Reyk holtsstað og byggðum Borgar- fjarðar að eiga kiikju byggða á því bjargi. Einar Guðnason. Rýmingarsala Þar sem við hættum sölu á vefnaðarvöru og plast- efnum í verzlun vorri á næstunni, seljum við nú með miklum afslætti alla vefnaðarvöru og plastefni meðan birgðir endast. Verzlunin ÁSBORG Baldursgötu 39. Tækifæriskaup JCB-skurðgröfur og ámokstursvélar, lítið notaðar og vel yfirfarnar, útvegum við með stuttum fyr- irvara frá Englandi. — Upplýsingar í síma 19842. Panhard PL 17 ekinn 13000 km. er til sölu af sér- stökum ástæðum. — Uppl. hjá okkur: SÓLFELL H. F. Aðalstræti 8. — Sími 14606. Vörugeymsla óskast til leigu sem fyrst. Góð aðkeyrsla nauðsyn- leg. Tilboð merkt: „Vörugeymsla — 4591“ sendist blaðinu fyrir 25. júní. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 29., 31. og 33. tbl. Lögbirtingablaðs- ins 1964 á hluta í húseigninni nr. 44 við Safamýri, hér í borg, talinn eign Steinars Júlíussonar, fer fram eftir kröfu Guðmundar Péturssonar hrl. á eigninni sjálfri fimmtudaginn 25. júní 1964, kl. 3 síðdegis. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. IMauðungaruppboð Húseignin Kaldakinn 25, Hafnarfirði eign Einars Kr. Enokssonar verður eftir kröfu Jóhanns Þórðarson, hdl. og fleiri, seld á opinberu uppboði sem fram fer á eign- inni sjálfri föstudaginn 26. júní n.k. kl. 14. Uppboð þetta var auglýst í 35., 39. og 43. tbl. Lögbirtingablaðsins. Sýsiumaðurinn í Guilbringu- og Kjósarsýslu. Til allra verka iiiiiiitimiiiiniui!iimni!iimmmiiiiniiiMwna——_______________ INIauðungaruppboð Fiskverkunarhús að Strandgötu 12 í Sandgerði eign Hrannar h.f. verður eftir kröfu stofnlánadeil^ar sjávar- útvegsins og Fiskveiðasjóðs Islands, selt á opinberu uppboði sem fram fer á eigninni sjálfri föstudaginn 26. júní n.k. kl. 16,30. Uppboð þetta var auglýst í 50., 52. og 54. tbl. Lögbirtingablaðsins. Sýslumaðurinn í Gullbringu- og Kjósarsýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 19., 23. og 25. tbl. Lögbirtingablaðsins 1964 á hluta i húseigninni nr. 94C, hér í borg, talinn eign Aðalbjörns Björnssonar, fer fram eftir kröfu Hauk§ Jóns sonar hrl., Guðmundar Péturssonar hrl., Bergs Bjarna- sonar hdl. og Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri föstudaginn 26. júní 1964, kl. 3,30 síðdegis. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 29., 31. og 33. tbl. Lögbirtingablaðs- ins 1964 á húseigninni Vindheimum við Suðurland*- braut, hér í borg, talin eign Eiríks Arnar Gíslasonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík og Jóns Magnússonar hdl. á eigninni sjálfri föstudagina 26. júní 1964, kl. 4 síðdegis. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 29., 31. og 33 tbl. Lögbirtingablaðs- ins 1964 á húseigninni nr. 84 við Suðurlandsbraut, hér í borg, þingl. eign Jóns Þorbjörnssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík og Veðdeildar Lands bankans á eigninni sjálfri föstudaginn 26. júní 1964, kL 3 síðdegis. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 127., 129. og 131. tbl. Lögbirtingablaðs- ins 1963 á vs. Otto RE 337, þingl. eign Aðalsteins Guð- mundssonar, fer fram eftir kröfu Gunnars Þorsteinsson ar hrl. og Gjaldheimtunnar í Reykjavík við skipið, þar sem það er á Reykjavíkurhöfn, föstudaginn 26. júní 1964, kl. 5,30 síðdegis. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 19., 23. og 25. tbl. Lögbirtingablaðs- ins 1964 á húseignunum nr. 25 og 27 við Sólheima, hér í borg, þingl. eign Byggingarsamvinnufélagsins Framtaks, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eig* inni sjálfri föstudaginn 26. júní 1964, kl. 2,30 síðdegi*. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 29., 31. og 33. tbl. Lögbirtingablaðs- ins 1964 á hluta í húseigninni nr. 9 við Skálagerði, hér í borg, þingl. eign Rosenbergs Jóhannssonar, fer frant eftir ki-öfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfii föstudaginn 26. júní 1964, kl. 2 síðdegis. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð Bv. Bjarni riddari GK 1, eign h.f. Akurgerðis verður eftir kröfu Stofnlánadeildar sjávarútvegsins o. fl. seld- ur á opinberu uppboði, sem fer fram á eigninni sjálfri föstudaginn 26. júní nk. kl. 14,30. — Uppboð þetta var auglýst í 50., 52. og 54. tbl. Lögbirtingablaðsins. Sýsluinaðurinn í Gullbringu- og Kjósarsýslu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.