Morgunblaðið - 21.06.1964, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.06.1964, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 21. Jání 1964 1 ; Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðalstræti 8. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Simi 22430. Askriftargjald kr. 90.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 5.00 eintakið. FYRSTA ÞINGSTJÖRN L ÝÐ VELDISINS gumarið 1942 var samþykkt kjördæmabreyting á ís- landi. Var hún í því fólgin að þingmönnum Reykjavíkur var fjölgað lítillega, Siglu- fjarðarkaupstaður gerður að sérstöku kjördæmi og hlut- fallskosning tekin upp í sex tvímenningskjördæmum. — JHafði þessi breyting í för með sér nokkru lýðræðislegri skip an Alþingis þótt mikið skorti á að það sýndi sæmilega rétta mynd af þjóðarviljanum. Framsóknarmenn reiddust þessari leiðréttingu ranglátr- ar kjördæmaskipunar ákaf- lega. Þegar Alþingi kom sam- an haustið 1942 sagði minni- hlutastjórn Sjálfstæðisflokks- ins af sér, en hún hafði haft forystu um kjördæmabreyt- inguna og setið frá því um vorið. Framsóknarmenn hugð ust nú hindra stjórnarmynd- un í samvinnu við aðra flokka. Niðurstaðan varð því sú, að ríkisstjórinn, Sveinn Björns- son, skipaði ríkisstjórn er í j|ttu sæti utanþingsmenn ein- ir, án samráðs við Alþingi. Töldu margir að ríkisstjóri hefði ekki gert úrslitatilraun til þess að koma þingstjórn á laggirnar. Tilraunir til stjórn- armyndunar höfðu að vísu tekið langan tíma og þóf og togstreita stjórnmálaflokk- anna var orðið langdregið og leiðinlegt. Engu að síður má segja að ríkisstjóra hafi borið að freista fleiri úrræða en hann gerði, t.d. til myndunar minnihlutastjórnar, sem síðar hefði vafalaust leitt til þess að þingmeirihluti hefði skapazt ríkisstjórn. Enda þótt dugandi og mik- ilhæfir menn skipuðu utan- þingsstjórnina og þrátt fyrir það að hún legði margt skyn- samlegt til mála var þó mynd un hennar greinilegt áfall fyr ir íslenzkt þingræði. Ábyrg- um stjórnmálamönnum var þetta ljóst og innan Alþingis hófust fljótlega tilraunir til þess að koma þingstjórn á laggirnar. Það tókst þó ekki fyrr en haustið 1944 er Ólaf- ur Thors, formaður Sjálf- #tæðisflokksins, myndaði Ný- sköpunarstjórnina, sem studd var af pllum þingflokkum nema Framsóknarflokknum. Nýskopunarstjórnin varð þannig fyrsta þingstjórn hins unga íslenzka lýðveldis. Með myndun hennar má segja að Alþingi hafi rétt hlut sinn eft ir öngþveitið haustið 1942, en á því bar Framsóknarflokk- urinn fyrst og fremst ábyrgð. / FYLKINGAR- BRJÓSTl íornin vann ýsköpuarst jó mikið og merkilegt starf. Hún lagði grundvöll að stór- felldri uppbyggingu atvinnu lífsins til lands og sjávar. — Gjaldeyrissjóðirnir, sem safn- azt höfðu á styrjaldarárunum voru hagnýttir til þess að kaupa ný atvinnutæki, fiski- skip, landbúnaðarvélar, síld- arverksmiðjur og fjölmörg önnur framleiðslutæki, sem staðsett voru í öllum lands- hlutum. Má segja að hin nýja tækni hafi haldið innreið sína í íslenzkt atvinnulíf með at- beina Nýsköpunarstjórnar- innar. Stórvirkar vinnuvélar til vega- og hafnargerða voru nú teknar í notkun og verk- legum framkvæmdum í land- inu fleygði fram. Sumir hafa áfellzt Sjálf- stæðisflokkinn fyrir það, að kommúnistar fengu sæti í þessari ríkisstjórn. Þess er þó að gæta að á þeim tíma voru hinar vestrænu lýðræðisþjóð- ir í nánu bandalagi við Sovét- ríkin og kommúnistaflokkar Evrópu tóku þátt í borgara- legu stjórnarsamstarfi í stríðs lokin í fjölda landa, þar á meðal Norðurlöndum. Þegar kommúnistar hér á landi og annars staðar tóku hins vegar að sýna sitt rétta andlit í af- stöðunni til utanríkis- og ör- yggismála slitu Sjálfstæðis- menn og aðrir lýðræðisflokk- ar Evrópu þegar stjórnarsam vinnu við þá. Nýsköpunarstjórnin var eins og áður er sagt fyrsta þingstjórn hins íslenzka lýð- veldis. Má óhikað fullyrða að hún sé meðal merkustu stjórna, sem farið hafa með völd hér á landi frá því að innlend stjórn varð hér til. Hún gerði margt stórvel en mistókst annað, eins og t. d. að halda dýrtíð og verðbólgu í skefjum. En þar má segja að sætt sé sameiginlegt skip- brot, því að svipaða leið hef- ur tiltekizt hjá flestum öðr- um ríkisstjórnum hér á landi. Heillaspor Nýsköpunarstjórn- arinnar voru mörg og djúp. Hún gerðist boðberi nýs tíma í íslenzku þjóðlífi. Af starfi hennar 3pratt aukin velsæld Frá vinstri: Giraud, hershöfðingi, Roosevelt, Bandarikjaforseti, De Gaulle, hershöfðingi og§ Sir Winston Churehill, foi-sætisráðherra Bretlands, De Gaulle var þyrnir í holdi Bandamanna — að dliti F. Roosevelts og Winston Churchills FRÁ þvi var skýrt i Morgun- blaðinu fyrir nokkrum dög- um, að birt hefðu vcrið af hálfu bandaríska utanríkis- ráðuneytisins skjöl, er vörð- uðu samskipti Bandarikjanna við Evrópuríl^i árið 1943. Kom þar fram, að þeim Frank lin D. Roosevelt, þá forseta Bandaríkjanna og Sir Win- ston Churchill, þáverandi for sætisráðherra Bretlands, var lítt um de Gaulle gefið og töldu hann beinlínis óvinveitt an bandamönnum. Birting þessara skjala er framhald útgáfu opinberra skjala, sem eldri eru en tuttugu ára. Kemur andúð Bandaríkjastjórnar á de Gaulle fram í öllum þeim, er fjalla um samskiþtin við Frakka — sem um skeið virt- ust ætla að valda deilum milli stjórna Bandaríkjanna og Bretlands. Var Bandaríkja stjórn þeirrar skoðunar, að Bretar hefðu hlaðið óþarflega mikið undir de Gaulle, hers- höfðingja, og að þeir stæðu straum af kostnaði við starf- semi hans. Hafa erfiðleikarn ir í samskiptum Bandaríkja- manna og Frakka að undan- föru verið raktir að nokkru leyti til þessara árekstra. í heimsstyrjöldinni síðari. Umrædd ríkisskjöi frá 1943 fjalla um það m. a., er Bandamenn voru að fela Henry Giraud, hershöfðingja, pólitísk og hernaðarleg völd. Dwight D. Eisenhower, hers- höfðingi hafði valið Giraud til þess að sameina sveitir Frakka í Norður-Afríku, þegar bandamenn gengu þar á land í nóvember 1942. Gir- aud var lýst sem einbeittum, ópólitískum hershöfðingja, sem hefði fyrst og fremst áhuga á því að vinna stríðið. Honum hafði tekizt að flýja úr fangabúðum Þjóðverja og komast inn á yfirráða- = svæði Vichy-stjórnarinnar. 3 Stjórnmálaráðgjafi Eisen- 3 howers, Robert D. Murphy 3 sagði um Giraud í skeyti til 3 Washington, að hann hefði 3 fyrst og fremst áhuga á því Z að vinna að framgangi styrj- 3 aldarinnar en hefði ekki sýnt = að sama skapi pólitískan 3 3tyrk. „hann dregur úr gildi 3 hinar stjórnmálalegu hliðar 3 og hefur tilhneigingu til að |§ gera tilslakanir í von um að 3 takast megi þannig að efla = einíngu Frakka, De Gulle og 3 fylgisveinar hans hafa hvað 3 eftir annað notfært sér þessa 3 tilhneigingu hans“ skrifar 3 Murphy. Um þetta leyti var de 3 Gaulle í London, hafði farið 3 þangað eftir fall Frakklands 3 og sett upp aðalbækistöð fyr- 3 ir frönsku mótspyrnuhreyf- 3 inguna. Neitaði Roosevelt því 3 með öllu, að de Gaulle yrði 3 hleypt til Norður-Afríku fyrr 3 en sex mánuðir væru liðnir 3 frá því Bandamenn gengu 3 þar á land. Og Bandaríkja- 3 menn og Bretar reyndu mjög 3 að koma í veg fyrir, að hann 3 yrði valdameiri en Giraud. 3 í orðsendingu, sem Roose- 3 velt sendi Sir Winston Churc- 3 hil í maímánuði 1943 segir = hann, að de Gaulle muni án 3 efa hafa með sér til Alsír 3 „hina illskeyttu áróðurssveit 3 sína . , . . til þess að ala á 3 Framh. á bls. 23 3 límtuMmtmHtumiHtHHHimMiiMiMtmiiiimiuiHiiHiiHMiHHiiwimtHmimuuiiHiiiiimimimiiHimiimmMiimiutiMiiitiiHiiiiimmmiimmiimimiimiiiiiimiiiiuiiui og stórbætt aðstaða íslenzku þjóðarinnar á flestum sviðum þjóðlífs hennar. Framsóknar- flokkurinn stóð utan við upp byggingarstarfið þá eins og nú. Þess vegna getur hann aldrei unnt Nýsköpunarstjórn inni sannmælis. Hann dagaði uppi eins og nátttröll fyrir brún nýs dags. Sjálfstæðis- flokkurinn hlýddi kalli hins nýja tíma. Þess vegna stend- ur hann enn á ný í fylkingar- brjósti í sókn íslendinga til betra og réttlátara þjóðfélags. UM GAGNRÝNI ■Teilbrigð gagnrýni er ekki aðeins gagnleg heldur nauðsynleg. Húa ac eitt af frumskilyrðum réttlátra og heiðarlegra stjórnarhátta og pólitísks og menningarlegs þroska. Gagnlegust er sú gagnrýni, sem er jákvæð og bendir ekki aðeins á brestina heldur einnig á nýjar leiðir til úrbóta. Sú gagnrýni, sem er ein- göngu neikvæð er oftast gagnslítil. Rifrildis- og nöld- urseggir, sem láta við það eitt sitja að kveða upp Stóradóm um menn og málefni gera þjóðfélagi sínu sjaldnast mik- ið gagn. Oft er það líka þann- ig, að grunntónn gagnrýni þeirra er ekki umbótavilji, heldur auglýsingastarfsemi í éigin þágu. Þeim finnst þeir þurfa að ríða öldutoppum aU menningsálitsins á hverju sem gengur, og eru þess vegna á eilífum snöpum eftir hávaða efni. Ung og framsækin þjóð, sem færist mikið í fang þarfn- ast hreinskilinnar, jákvæðrar og heiðarlegrar gagnrýni, ekki aðeins á sviði stjórn- mála heldur og á öðrum svið- um þjóðlífs síns. Sú gagnrýni á að miða að því að bæta úr og byggja upp, uppræta spitl- ingu og misferli. Henni ber ekki aðeins að segja þeim til syndanna, sem tii forystu hafa verið kjörnir, heldur þjóðinni í heild, eí hún geng- ur glapstigu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.