Morgunblaðið - 21.06.1964, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 21.06.1964, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ 23 í Sunnudagur 21. júní 1964 — Utan úr heimi Framhald af bls. 16. úlfúð hinna ýmsu aðila, m. a. Araba og Gyðinga". Einnig segir hann, að menn séu farn ir að veita því athygli, að áróður de Gaulle, sem m. a. hafi komið fram í sendingum um brezkar útvarpsstöðvar, kostuðum af Bretum, hafi í miklum mæli beinzt gegn Bandaríkj amönnum. ★ ★ ★ í>að var stefna Bandaríkja- r stjórnar, að leggja megin- áherzlu á stríðið, en fresta j myndun franskrar stjórnar, þar til Þjóðverjar hefðu verið sigraðir og franska þjóðin gæti gengið til kosninga. ) 1 símskeyti, sem Roosevelt sendi Churchill á nýjársdag, árið 1943 segir hann „Það er eindregin skoðun mín, að N,- Afríka sé hersetið land og því hafi hershöfðingi okkar með höndum borgaralega stjórn ekki síður en hernaðarlega . . Við megum ekki láta neinn ©kkar frönsku vina gleyma þessu. Sömuleiðis vil ég ekki, áð neinn þeirra standi í þeirri trú, að við munum viður- kenna einhvern einn mann, nefnd manna eða nokkurn hóp manna yfirleitt, sem fulltrúa frönsku stjórnarinn- ar eða franska heimsveldis- ins. Franska þjóðin mun raða málum sínum, þegar við er- um búnir að vinna þetta stríð , . .“ „Ég veit ekki hvort Eisen- hower getur haft hemil á Giraud, heldur Roosevelt áfram,“ ef annar Frakki hef- ur með höndum stjórn borg- aralegra mála, en ég mun kom ast að því. , , , Hvers vegna fer de Gaulle ekki í stríðið. Hversvegna byrjar hann ekki vest-norðvestur af Brazen- ville . . . Orðið Brazenville, sem Roosevelt notar hér virðist einhvers konar orðaleikur (Brazen þýðir frakkur, ágeng ur) en Brazenville er höfuð- borg Kongólýðveldisins (fyrr um franska Kongó). í einni orðsendingunni til Sir Winstons Churchills seg- jr Roosevelt, að framkoma „brúðurinnar“ eins og hann kallaði de Gaulle, verði sí- fellt ískyggilegri. „stefna hans ©g afstaða er nær óþolandi“. „Stríðið í Norður-Afríku hef- ur unnizt án nokkurrar efnis legrar aðstoðar de Gaulle, hershöfðingja og allt virðist með kyrrum kjörum meðal íbúanna, þótt ástandið sé á stundum ískyggilegt . . . .“ í orðsendingu frá 18. mal J943 segir Roosewelt. „De Gaulle kann að vera ærlegur náungi, en hann er haldinn Messíasar-komplex. . . . Enn- fremur er hann þeirrar skoð- tinar, að franska þjóðin standi einhuga að baki hon- um persónulega. Um það efast ég. Ég held að franska þjóðin ctandi með samtökum Frjálsra Frakka, að hún þekki alls ekki de Gaulle — heldur sé holl hinum háleitu tnarkmiðum samtakanna, einkum að þvi er varðar end- urreisn Frakklands. . . . Ef þeir vissu það, sem þér og ég vitum um de Gaulle mundu þeir halda áfram að vera hlynntir samtökunum, en ekki núverandi leiðtoga þeirra í London. . . . Þess vegna hef ég meiri og meiri áhyggjur af áframhaldandi brölti de Gaulle. Ég er á þeirri skoðun, að þegar við komumst inn í sjálft Frakk- land, verðum við að líta á það sem hersetu undir stjórn brezkra og bandariskra hers- höfðingja. . , . Ég held þetta kunni að reynast nauðsynlegt 1 svo sem sex mánuði eða jafn vel ár, eftir að við komumst inn í Frakkland, til þess að vinna tíma tU að undirbúa kosningar og nýja stjórnar- háttu. . . . Eg held við gæt- tim talið þá á að mynda nýja franska nefnd, sem háð væri samþykki mínu og yðar. Gera ætti Giraud að yfirmanni franska lsihdhersins og flot- ans. — Ég veit ekki, hvað ætti að gera við de Gaulle, e.t.v. mynduð þér vilja gera hann að landstjóra á Mada- gaskar. . . . í svari næsta dag sam- þykkti Sir Winston, að ekki mætti „treysta á vináttu de Gaulle í garð Bandamanna" og sagði það áríðandi, að hann fengi ekki í hendur stjórn franska hersins í Norð- ur-Afríku. En Sir Winston skýrir Roosevelt jafnframt svo frá, að nokkrir af ráð- herrum sínum dragi í efa, að timabært sé að slíta samstarf ið við de Gaulle. Hann fellst á, að de Gaulle sé þyrnir í holdi Bandamanna og koma verði 4 veg fyrir, að hann nái stjórnmálalegum völdum í N-Afríku. Langvarandi stuðning Breta við de Gaulle segir hann eiga rætur að rekja til þess, að hann hafi staðið við hlið þeirra erfið- ustu daga stríðsins og reynt að fá franskar sveitir til að halda áfram bardögum og skemmdarverkastarfsemi gegn Þjóðverjum. Af þessu segir Sir Winston óhugsandi að fara með de Gaulle að ósk Bandaríkjastjórnar. f athugasemd Cordell Hull, þáverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir eftir við ræður við Sir Winston 13. maí „Forsætisráðherrann sagði mér, að hann og Eden ættu mjög erfitt með að lynda við de Gaulle . . . . og sjálfur sagðist hann hafa mestu skömm á hershöfðingj anum“. En 21. júní segir í orðsendingu Sir Winstons til Roosevelts, forseta, að réttast sé, að de Gaulle taki sæti í frönsku þjóðfrelsisnefndinni sem sett verði á laggirnar í N-Afríku, „því að heldur muni ég vilja eiga skipti við nefndina alla en de Gaulle einan .... það þyrfti að fá de Gaulle til heiðarlegs sam- starfs“ . . . . og Sir Winston bætir því við, að betra sé að hann sé í nefndinni en að hann spígspori um eins og einhvers konar afsprengi eða sambland af Jeanne d’Arc og Clemenceau. * Þessi skjöl lýsa með nokk- urri nákvæmni hinum árang- ursíausu tilraunum Banda- ríkjamanna og Breta til að koma í Veg ’fyrir, að de Gaulle fengi tögl og hagldir í frönskn nefndinni í Alsír. Enda þótt N-Afríka væri undir brezk- bandarískri hernaðarstjorn til loka stríðsins, hafði de Gaulle þá tekizt að treysta pólitísk völd sín þar, þrátt fyrir andstöðu Bandaríkja- manna. Og svo fór í október 1944 að Bandamenn viður- kenndu þjóðfrelsisnefndina undir stjórn de Gaulle sem bráðabirgðastjórn Frakk- lands. Kaffisamsæti og verðlaunaaf- hendin^ MÁNUDAGSKVÖLDIÐ 22. júní kt. 9 fer fram verðlaunaafhend- ing fyrir skíðamót sem haldin hafa verið hjá reykvískum skíða félögum í vetur. í þetta sinn fer verðlanaaf- hendingin fram í Skíðaskálan- um í Hveradölum. Norski skíðaþjálfarinn Ketil Rödsæther (Kiki) fer á þriðju- dagsmorgun til Noregs og er kaffikvöld þetta ennfremur kveðjusamsæti fyrir Kiki. Reykvískir skíðamenn, mætið vel og stundvíslega. Sætaferðir frá B.S.R. kl. 8 og aftur i bæinn aa hófinu loknu kl L Frá vinstri: Eiríkur Jóhannesson, Franoh Michelsen og Ambjörn Kristinsson, allir fyrrverandi bandalagsstjornarmenn, Jónas B. Jónsson, skátahöfðingi, og Tryggvi Þorsteinsson, félagsforingi á Akureyri. — Ljósm. Mbl.: Sv. P. Skátaþingið á Akureyri 4,000 starfandi skátar á Islandi SKÁTAÞING 1964 var haldið í Skíðahótelinu við Akureyri 12. til 14. júní s.l. Mættir voru 18 fulltrúar frá 20 skátafélögum auk stjórnar Bandalagsins. Einnig voru uni 20 varafulltrúar og áheyrnarfulltrúar, þannig að alls sátu þingið um 110 manns. Skátahöfðingi Jónas B. Jóns- son setti þingið föstudaginn 12. júní kl. 8:30 e.h. Þingforseti var kosinn Tryggvi Þorsteinsson, fé- lagsforingi. Skátafélags Akur- eyrar, og varaforseti Jón Páll Halldórsson, félagsforingi Ein- herja, Ísafirði. Þegar kjörbréfanefnd þingsins hafði lokið störfum, flutti fram- kvæmdastjóri Bandalags ís- lenzkra skáta (B.S.Í), Ingólfur Ármannsson, starfsskýrslu banda lagsins fyrir síðastliðin tvö ár, og gjald'keri, Auður Garða,rs- dóttir, gerði grein fyrir reikn- ingum bandalagsins sama tima- bil. • 37 starfandi félög með 4.000 félögum. Samkvæmt þeim upplýsingum, sem fram komu í starfsskýrsl- unni, voru um síðustu áramót starfandi á landinu 37 skátafé- lög með um 4.000 félögum. Að öðrum liðum á starfsskýrsl uni ber hæst landsmót skáta á Þingvöllum sumarið 1962 og heimsóknir lafði Baden Powell og margra erlendra skáta og skátaforingja i sambandi við fimmtíu ára afmæli skátahreyf- ingarinnar á fslandi. • Aukin foringjaþjálfun. Einnig kom fram í starfsskýrsl unni, að foringjaþjálfun hefur mjög aukizt á tímabilinu, og var lögð mikil áherzla á áframhald- andi uppbyggingu og aukningu foringjaþjálfunarinnar. Má í því sambandi benda á, að í septem- ber í haust er fyrirhugað að halda fyrstu vikunámskeiðin fyr- ir foringja yngstu aldursskeiðs- ins, ylfinganna og ljósálfanna. Verður fengin aðstoð utanlands frá til að koma af stað þessum fyrstu námskeiðum. • Lagabreytingar og stjórnar- kosning. Aðalmál þingsins var gagngerð ar lagabreytingar, en að undir- búningi þeirra hefur verið unnið frá síðasta Skátaþingi, sem hald- ið var 1962. Eftir það var skipuð sérstök milliþinganefnd, sem skil aði áliti á þessu þingi, og voru tillögur henr.ar samþykktar í stórum dráttum. Helztu breyting- ar á lögunum voru í sambandi við stjórn bandalagsins, en sam- kvæmt hinum nýju lögum verða aðeins 5 kjörnir meðlimir í stjórn bandalagsins, en stjórnin mun síðan skipa nokkurs konar fram- kvæmdastjórn sem nefnist Skáta- ráð og starfar á vegum stjórn- arinnar og undir handleiðslu hennar. í stjórn Bandalagsins voru kosnir: Jónas B. Jónsson, skátahöfðingi, Hrefna Tynes, að- stoðarskátahöfðmgi, Páll Gisla- son, aðstoðarskátahöfðingi, Auð- ur Stefánsdóttir, ritari og Guð- jón E.vjólfsson, gjaldkeri. • „Upp á tindinn“. Önnur mál, sem tekin voru fyrir á þinginu, voru: Starfsá- ætlun næsta árs, fræðslumál, út- gáfumál, útibreiðslumál og fjár- mál. Af helztu nýjungum, sem komu fram, má nefna, að sam- þykkt var, að næsta starfsár hafi einkunnarorðin „Upp á tindinn“, og fá þá skátarnir ýmiss konar verkefni að glima við, og þeir, sem leysa þau á viðhlítandi hátt, munu fá ákveðna viðurkenningu. Rætt var um möguleika á að koma á hliðstæðri starfsemi og „Stilskolan", sem sænskir og danskir skátar hafa starfrækt um nokkurt skeið með góðum ár- angri. Var samþykkt að (eia stjórn bandalagsins að athuga, hvort ekki væri unnt að koma á fót slíkri starfsemi. 0 Heiðursmerki afhent. Laugardaginn 12.- júní sátu þingfulltrúar kaffiboð bæjar- stjórnar Akureyrar, og um kvöldið var haldin kvöldvaka í Skíðahótelinu. Þar var nokkrum skátum af- hent heiðursmerki fyrir mikil og vel unnin störf í þjónustu skátahreyfingarinnar. Skátakveðjan. næstæðsta heið- ursmerki B.Í.S. var afhent fé- lagsforingjunur, á Akureyri, Mar gréti Hallgrimsdóttur og Tryggva Þorsteinssyni. Þórshamar fengu: Borghildur Fenger, Reykjsvík, Erla Gunn- arsdóttir, Reykjavík, Hulda Þór- arinsdóttir, Akureyri, Jón Páll Halldórsson, ísafirði, Málfríður Þorvaldsdótir, Akranesi. og Sig- urður B. Sigurðsson, Akranesi. Á kvöldvökuni var þess einnig minnzt, að fjcrutíu ár eru liðin frá stofnun Bandalags íslenzkra skáta. Skátáþingi var slitið sunnu- daginn 14. júni, kl. 5 eftir há- degi. Frá skákþinginu á Akureyri

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.