Morgunblaðið - 21.06.1964, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.06.1964, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLADIÐ Sunnuclas'ur 21. júní 1964 Sólarhringsaflinn 60607 mál eystra Heildaraflinn á síldarmiðunum fyrir austan land si. sólarhring var 60,670 mái. Fengu 66 skip þennan afla. Siidin veiddist aðal- lega í Reyðarfjarðardýpi og Hér- aðsflóadýpi og eitthvað á svæð- inu þar á milli, yfirleitt 20—40 mílur frá landi. Síldin er talin sæmileg. Allar verksmiðjur á Austurlandi norður til Raufar- hafnar eru fullar af síld og losn- ar hvergi þróarrými fyrr en eftir 1—2 sólarhringa. Skipin, sem til Raufarhafnar komu, eru þessi: Guðmundur Péturs 1000, Eldborg 1200, Þór- katla 650, Jón Finnsson 700, Skírnir 900, Framnes 1150, Stein- unn 400, Hafrún 1000, Árni Magn ússon 1600, Helga 1600, Gísli Lóðs 450, Ma.nni 750, Grótta 1400, Faxi 1300, Sólrún 1000, Elliði 1300, Bergur 1250, Páll Pálsson 900, Hrafn Sveinbjarnarson II 900, Rán ÍS 550. Einn bátur kom til Siglufjarð- ar með síld, Æskan með 500 mál. Var von á flein bátum til Siglu- fjar^ar í gærkvöldi. f gærmorgun komu fjórir bát- ar til Vestmannaeyja með síld af austurmiðunum. Kristbjörg 1300 tn., Reynir 1022, Ófeigur III 500 og Huginn 400. Samtals eru þetta 3222 tunnur. Von var á fleiri bátum til Eyja í gær- kvöldi. I>á er þess að geta að á mið- nætti á föstudagskvöld sá síldar flugvélin tvær stórar síldartorf- ur og nokkrar minni um 17 míi- ur frá Bjarnarey. Engin skip voru að veiðum þarna í fyrrinótt. Síldin virtist þokast í norðurábt. Neskaupstað 20. júní Eftirtaldir bátar hafa komið hingað í nott og í mor.gun með síld: Gnýfari 100 mál, Fanney 300 ,Bergvík 200, Pétur Jónssoa 650, Baldvin Þorvajdsson 650. Þorbjörn II 1400, Einar Hálfdána 700, Mímir 400, Stjarnan 700. Akurey 900, Kópur 800. Bræðsla gengur vel, en atlar þrær eru fullar. Er landað jafn- óðum og þróarrými losnar. Verk smiðjan bræðir um 5.000 mál á sólarhring. Veður er nú mjög fagurt og hlýtt, glampandi sól, Hitinn er núná 14 stig í forsælu, en trúlega verður hlýrra síðar í dag. í gær komst'hitinn í 19 stig í forsælu. — Ásgeir. Listahátíðinni lauk með hófi ráðherra, frú Dóra Þórhalls- dóttir, forsetafrú, Herra Ás- geir Ásgeirsson, forseti, og frú Sigrún Eiríksdóttir. Lengst til vmstri og fremst á myndinni er Jón Þórarinsson, formaður Bandalags íslenzkra Listamanna. Á FÖSTUDAGSKVÖLDIÐ var Listahátíðinríj slitið með hófi í Súlnasal að Hótel Sögu, og voru meðfylgjandi myndir teknar við það tækiíæri. Á efri myndinni sést háborð- ið. Þar sjásc frá vinstri: Dr. Bjarni Benediktsson, forsætis- í hófinu var afhentur Silfur lampinn, sem leiklistargagn- rýnendur blaðanna veita jafnan fyrir beztan leik á ár- inu. Silfurlampann hlaut að þessu sinni Helgi Skúlason fyrir leik sinn í hlutverki Franz í „Föngunum í Altona“. Myndin var tekin er Helgi veitti Silfurlampanum við- töku. Við hlið hans standa frá vinstri gagnrýnendurnir Sig- urður A. Magnússon ,Ólafur Jónsson og Agnar Bogason. (Ljósm. Gísli Gestssson). Hæstaréttardóm- arar í óreið — vegna landamerkjamáls, sem risið er vegna laxveiði í Kattarfossi 1 Hítará í FYRRADAG, föstudag, gerð- ist það að dómarar Hæstaréttar, fóru til Snæfellsnes, stigu þar á hestbak og riðu 8-10 km. leið inn fyrir Kattarfoss í Hítará og til baka. Fóru dómarar á vett- vang til þess að kynna sér staðhætti landamerkjamáis, sem Hópur banda- rískra blaðamanna hér í boði Lof tleiða UNDANFARNA daga hafa banda riskir blaðamenn verið hér í boði Loftleiða. Komu þeir 17. júní og halda heimleiðis í dag. í för með blaðamönnunum er sölustjóri Loftleiða i New York. Blaðamennirnir hafa ferðast hér sunnanlands og farið norður til Mývatns. Hafa þeir hitt að máli m.a. forstjóra Ferðaskrif- stofu ríkisins og fleiri íslenzka frammámenn. Sem fyrr segir fara gestirnir heim í dag, en einn verður þó eftir. Hann fékk botnlangakast og var skormn upp I gærmorg- 1*0. risið er milli eigenda eyðijarð- arinnar Hítardalsvalla í Kol- beinsstaðahreppi, sem er hrepp- urinn, og Moldbrekka, og er bit- beinið laxveiðin í umraiddum Kattarfossi. Slíkar ferðir dóm- ara á vettvang nefnast á laga- máli áreið og vettvangsmál, og tíðkuðust áður fyrr, en nú orð- ið fara dómarar þess háttar ferð ir ýir.ist á jeppum eða gangandi. Er málið var fyrir héraði gengu dómarar og málaflutningsmenn á vettvang. Kattarfoss er hár foss ofar- lega í Hítará. Ekki er hann lax- gengu.r en laxveiði er í fossin- um. Hefur Moldbrekka haft veiðina, en . hreppurinn á hins vega'r eyðibýbið Hitardalsvelli alllangt fyrir ofan fossinn sönui megin Moldbrekku. Fór hrepp- urinn í mál, þar sem hann taldi sig eiga nálega 2 km spildu niður fyrir fossinn. Landið, sem um er deilt, mun lítils eða einskis virði, skriður í fjalls- hlíð, þannig að raunverul ega er það laxveiðin, sem málið snýst um. í héraði féll dómur á þá leið, að Mold'brekka ætti alla veiði í fossinu.m. Kolbeinsstaðahreppur áfrýjaði þessum dómi til Hæstaréttar, og verour niálið ftutt á þríðjudag. Flytja það sem prófmáf lög- mennirnir Örn Þór fyrir Kol- beinsstaða.hrepp og Stefán Pét- ursson fyrir eigendur Mold- brekku. Eins og fyrr getur fóru hæsta réttardómarar á föstudag til Snæfellsness. Óku þeir að Brú- arfossi, sem er við brúna yfir Hítará, stigu þar úr bílum og á hesfcbak. Riðu þeir síðan upp að Kattarfossi og alla leið upp að Hítardalsvöllum, en þetta er 8-10 km. reið hvora ieið. KLUKKAN 9 i gær var suð- læg átt um land allt. Víða norðanlands var hitinn 14 til 17 stig, hlýjast 19 stig á Staðarhóli og í Aðaidal. Vestan til á landinu var rign- ing eða súld mjög víða. — Kennedy Framh. af bls. 1 Corridan sýndu röntgenmynd- ir, að hann var marg rifbrot- inn og hryggbrotinn. Þó kvað hann Kennady geta hreyft fæt ur og hendur eðlilega og sagði að hann væri ekki í lífshættu. Kennedy er 32 ára. Þetta er síður en svo fyrsta meiri háttar áfal’lið sem hend- ir Kennedy fjölskylduna. Er skemmst að minnast hins hörmulega atburðar í nóvem- ber sl. er Kennedy forseti var myrtur. Nokkru áður höfðu forsetahjónin misst nýfæddan son sinn, Patrick Bouvier. Elzti bróðirinn Joseph P. Kennedy féll í heimsstyrjöld- inni síðari, 29 ára að aldri og fjórum árum siðar fórst systir þeirra Kathleen Kennedy Cavendish í flugslysi í Suður Frakklandi, 28 að aldri. Hún hafði misst mann sinn í styrjöldinni fjórum mánuðum eftir giftingu þeirra. Þá má geta þess að faðir þeirra Kennedy-systkina, Joseph P. Kennedy fékk hjartaslag fyrir rúmu ári og ein systirin hefur dvalizt á heimili fyrir van- gefna. Lægðin yfir sunnanverðu Grænlandi er á hreyfingu austur og fer dýpkandi, þegar þetta er skrifað. Er því Ijóst að hel.gin verður vætu- söm og gjóstug á Suður og Vesturlandi en því betri fyrir norðan og austan. Vopnafirði, 20. júní. Frá hádegi í gær til jafnlengd- ar í dag komu 10 skip til Vopna- fjarðar með samtals 8200 máL Skipin eru: Sæfaxi NK 1000, Straumnes 700, Guðfinnur KE 600, Þráinn 1000, Sigurður 900, Friðrik Sigurðsson 800, Rifsnes 750, Arnkell 1000, Víkingur II 450, Björn Jónsson 1000. Þessu síldarmagni verður ekki búið að landa fyrr en á sunnu- dagskvöld eða mánudagsnótt, en þá verður verksmiðjan búin að taka á móti 46,000 málum. Hefur hún þegar unnið úr 20,000 mál- um og vinnslan gengur vel. — Sigurjón. Einu einleiks- Iiljómleikar Maleolms Frager í Rvík ANNAÐ kvöld klukkan 21 held- nr bandariski pianósnillingur- inn Malcolm Frager einu ein- leikshljómleika sína í Reykja- vík. Verða þeir í Háskólabiói. Á efnisskránni verða verk eftir Haydn, Brahms, Bartok og Schu man. Eiginkona Fragers var vænt- anleg til landsins í gærkvöldi og fara þau norður til Akur- eyrar á þriðjudag. Á miðviku- dag halda þeir Frager og Ask- enazy saman hljómleika á Akur- eyri og á fimmtudag leikur Frag er i Neskaupstað. t~~7 7 tmH H fii-rH /v. !%M. '7<7 • •**# 0/0 20 H/.l

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.