Morgunblaðið - 15.07.1964, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 15.07.1964, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 15. júlí 1964 MORGU N BLAÐIÐ 3 Einn ruslakassanna, sem staðsettur er við Suðurgötu. Þessi mynd er tekin í hliðargötu við hjarta Miðbæjarins. — Ruslið væri betur komið í körfu. STAKSIEINAR „Að velja sér viSræðendur við hæfi“. Afturgangan er enn mikið deiluefni í hópi kommúnista og beinist reiði þeirra sem fyrr einkum gegn forsprökkum göng- unnar, sjónvarpstrúðunum Jón- asi og Ragnari. Nýlega hefur Jón Baldvin Hanníbalsson ritað grein um þessi mál í „Frjálsa þjóð“, sem vakið hefur mikla athygli. GreinarhÓfundur er ekki myrk- ur í máli og segir m. a. „Hitt þótti mér öllu furðulegra, að nokkrir liðsoddar hernámsand- stæðinga skyldu láta það henda sig að vera að skattyrðast á þjóð hátiðardaginn við einhverjar und irtyllur í sjónvarpsstöðinni — og voru þó einir til frásagnar ©g gátu þagað“. „ forystumenn íslenzkrar sjálfstæðisbaráttu verða að gæta virðingar sinnar og þeirrar hreyf ingar, sem þeir eru fulltrúar fyrir. Þeir verða að kunna þá list að velja sér viðræðendur við hæfi — óvini af óskeikulli smekk vísi.“ Jón Baldvin Hanníbalsson seg- ir síðan, að hann hafi verið í hópi „þeirra mörgu hernámsand- stæðinga“, sem hafi talið göng- una misráðna frá upphafi. „Ég gekk því ekki í þessari göngu og svo var um marga fleiri hernáms andstæðinga.“ Forystu kommúnista dagaði uppi Hrein torg - fögur borg Ruslakassar með auglýsingaspjöldum settir upp 1 Reykjavíkurborg að kostnaðarlausu EINS og kunnugt er, stendur nú yfir mikil hreinsunarher- ferð borgaryfirvaldanna í Reykjavík. Verið er að fjar- lægja skúra og aðra óprýði úr gömlum garðlöndum, hreinsa gaddavír og rusl af Öskjuhlíð- inni og gera þar gangstíga, flokkar unglinga hlaða drasli á vörubíla fyrir ofan Árbæ og svo mætti lengi telja. Unnið er að því að gera græn öll svæði meðfram malbikuðum götum, sem sífellt er að fjölga, svo að mold, sandur og annað rjúki ekki í vindi og setjist á göturnar. t>að er einnig mikilvægt að halda hreinum þeim svæðum borg- arinnar, sem þegar hefur ver- ið gengið frá. í þeim tilgangi hefur Hreinsunardeild Reykja víkurborgar meðal annars haft um 200 ruslakörfur á staurum víðs vegar um borg- ina, einkum í Miðbænum og í nágrenni við búðir og við- komustöðvar strætisvagna. — Mikil brögð hafa verið að skemmdum á körfum og dýrt að halda þeim við. Nú hefur borgarráð veitt nýju fyrirtækj, Borgarauglýs- ingu hf. leyfi til að setja upp ruslakassa á staura um bæ- inn. Verður þetta gert Reykja víkurborg að kostnaðarlausu og mun Borgarauglýsing einn ig sjá um viðhald á kössun- um. Fyrirtækið mun standa straum af kostnaðinum með því að leigja kassana út fyrir auglýsingar. Morgunblaðið átti í gær tal við forstöðumenn Borgaraug- lýsingar, Ingva Þorkelsson, framkvæmdastjóra fyrirtækis ins, og Gunnar Lárusson, verkfræðing. Með þeim var einnig Norðmaður nokkur, Robert B. Wetlesen, sem fann upp þessa tilhögun og hefur fengið einkaleyfi á hugmynd- inni í 42 löndum, þar á meðal íslandi. Wetlesen kvaðst hafa sett upp um 3000 kassa í ýms- um norskum borgum utan Oslóar og um 100 í Frederiks- berg í Kaupmannahöfn. Sagð- ist hann einnig hafa fengið leyfi í París, þar sem franskt fyrirtæki mun setja uipp slíka kassa. Wetlesen sagði, að borgaryfirvöldum Kaup- mannahafnar hefði líkað svo vel þessi tilhögun, að þau hefðu látið gera sérstaka staura til að festa kassana á, þar sem þörf krafði. • Ingi og Gunnar sögðu, að 50 kassar hefðu þegar verið settir upp í Miðbænum, við Hverfisgötu og Laugaveg. — Tilhögunin yrði sú að leigja sama fyrirtækinu alla kass- ana í einu um vissan tíma, minnst eina viku. Ekki mundi kössunum fjölgað um nokk- urra mánaða skeið, eða fyrr en reynsla hefði fengizt á því, hvort þeir yrðu fyrir miklum skemmdum. Hins vegar hefði Borgarauglýsing hf leyfi yfir- valdanna til að setja upp allt að 560 kassa. Ætlunin væri, ef vel horfði, að dreifa köss- unum einnig um úthverfin, eða allsstaðar þar sem þeirra væri þörf. Kæmi þar sér vel, að saman færi þörf á kössum og auglýsingagildi, þar sem hvorttveggja byggðist á mik- illi umferð manna. Ruslakassamir eru gerðir af málmi, en á framhliðinni er plasthurð, sem auglýsingin er sett á. Hurðin er lasst, en starfsmenn Hreinsunardeildar Reykjavíkur hafa lykla að henni, svo að þeir geti losað kassana. Kassarnir eru keypt- ir frá Noregi og sögðu for- svarsmenn Borgarauglýsing- ar, að kaupverð þeirra væri um 500 krónur, en þar við bættist 70% innflutningstoll- ur. Einnig sögðust þeir mundu greiða fyrirtæki Wetl- esens, Norsk Byreklame, á- kveðið gjald á mánuði. uiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiin iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiliiililliiiiinii • Hún brenndi ekki Framhald af bls. 1 Bréf sín undirritaði Harding Btundum með fullu nafni, stundum skírnarnafni, Warr- en, og stundum notaði hann dulnafnið „Constant". Ást- konu sína kallaði hann skírn- arnafni hennar, Carrie eða dul nafninu „Sis“ og var óspar á blíðuyrði. Á jólum 1914 orti hann henni ljóð, sem hét „Sjöunda afmælið" og segir þar, að hann elski hana meira en allt annað í heiminum. Ljóðinu lýkur Harding þann- ig: „O, Guð, ef örlögin aðeins vildu unna okkur þess að mega lifa og elskast". Einhvern tíman á árinu 1920 skrifaði Harding ástkonu sinni, að hann gæti ekki séð henni fyrir hinum hærra líf- eyri er hún hefði margoft ámálgað, og bætti við: „Ég get greitt meg lífi mínu eða æru, en slík fjárhæð er mér ofviða“. Til þess að firra hneyksli, bauðst forsetaefni repúblikanaflokksins árið 1920 til þess að koma aftur til Marion og setjast þar að — „en ef þú heldur, að ég geti gert þér meira gagn með því að gegna opinberri stöðu, með áhrifum mínum...........skal ég greiða þér 5.000 dali árlega, í marz-mánuði hvers árs, með- an ég sit í embætti“, í bók um forsetann, sem gefin var út árig 1920 og ber heitið „Warren Gamaliel Har- ding“ segir höfundur, Willi- am Estabrook Chanoellor, sem var háskólakennari við Wooster College í Ohio, frá því að Harding og frú Philips hafi oft farið saman til Upper Sandusky. Segir Chancellor, að leiðtogum repúblikana- flokksins hafi verið kunnugt um ferðir þessar og hafi þeir viljað kosta för frú Philips til Japans, og boðið 25.000 dala greiðslu út í hönd og 2.000 dali á mánuði til að standast straum af ' dvalarkostnaði frúarinnar þar. Talið er, að í bréfum þess- um sé einnig að finna sönnun þess sem haldið var fram í bók einni, er gefin var út árið 1927 og hét „Dóttir forsetans“. í bók þessari, sem hefur verið mjög umdeild, heldur höfund- ur, Nan Britton, því fram, að hún hafi verið ástkona Hard- ings í nær heilan áratug áð- ur en hann lézt, 2. ágúst, 1923 og að hún hafi alið honum dóttur, sem skírð var Eliza- beth Ann, 22. október, 1919. Þegar gengið var á Nan Britton að sanna mál sitt, gat hún ekki fært fram nein bréf frá Harding til stuðnings máli sínu. f bók sinni skrifaði hún: „Við gerðum okkur þag Ijóst, hve mikinn vanda við gætum bakað hvort öðru og hve mikil óhamingja gæti af því hlotizt (að uppvíst yrði um samband okkar) og ákváðum því snemma, að eyðileggja öll ástarbréf er okkur færu í milli“ . Fleiri virðast vera á sama máli og þau voru 1919 Nan Britton og Harding og er nú unnið að því að fá dánarbú frúarinnar til þess að arfleiða bandaríska þingbókasafnið eða einhvel-ja aðra stofnun að bréfunum og fá þau innsigluð til fimmtíu ára. Frú Philips, sem gift var forstjóra Uhler-Philips verzl- unarinnar í Marion, dó árið 1960. Hún hafði búið ein um margra ára skeið en dvaldi síðást á elli- og hjúkrunar- heimili ríkisins og lézt þar. Um Kommúnistaflokkinn segir Jón Baldvin: „ Sameiningarflokkur al- þýðu er einfaldlega ekki það, sem hann segist vera og verður það ekki úr þessu. Hafi hann ein- hvern tíma átt að sameina ís- lenzka alþýðu þá er það fyrir löngu sannanlega borin von. Flokkur, sem ekki getur samein- að sjálfan sig þessu, ,„sameinar ekki aðra.“ „Hina gömlu forystu flokksins hefur dagað uppi í nýjum tím- um, sem hún skilur ekki. Ilún er hugmyndalega gjaldþrota, refur beðið pólitiskt skipbrot. Kreppu- kommúnisminn er dauður á fs- landi. En þetta gamla fólk er ekki aldeilis á því að þekkja sinn vitjunartíma — gerist það nokkurn tima? Það virðist hald- ið þeirri meinloku að það sé aS verja heilög vé fyrir spillingar- öflunum. Sjálfur MarxLsminn og Flokkur hinna Útvöldu er í veði. Sér eru nú hver ósköpin. „Og hin aldraða sveit“ hjúfrar sig saman undir Fánann, til þess að öðlast píslarvætti hetjunnar. — Hvemig er það: Er Einar Ol- geirsson búinn að gleyma sánum Þorsteini Erlingssyni? Hvarflar ekki að þeim að það sé full seint að bjarga Flokknum, þegar hann er dauður.“ 10 Marxismar í umferð „Og hvaða marxisma á að bjarga með leyfi? Hefur það far- ið framhjá mönnunum, að það eru a.m.k. tiu marxismar í um- ferð núorðið, ef ekki fleiri? Það er ekki annað sýnna en Sósíalista flokkurinn sé orðinn haldinn af þessum sama pólitíska „meydóms komplex“ sem Sverrir Kristjáns- son, sá gamli syndaselur hefur hvað mest brigzlað Þjóðvarnar- mönnum um og hlegið dátt að.“ Jón Baldvin Hannibalsson hvetur síðar í grein sinni til stofnunar nýs flokks sem sé laus úr „þrældómsviðjum gjaldþrota hugmyndakerfis. Grein hans cr enn eitt dæmi um þá sundrung og úlfúð, sem ríkt hefur og rikir innan kommúnistaflokksins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.