Morgunblaðið - 15.07.1964, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 15.07.1964, Blaðsíða 17
MiðviKuaagur id. ]Ull 1964 MORGU N BLAÐIÐ 17 OKKAR A MILLI SAGT . ÞEGAR Lynda Bird Johnson, eldri \ dóttir Bandaríkjaforseta, var | Hawaii fyrir skömmu, gat hún} vart um frjálst höfuð strokið fyrir \ 1 ljósmyndurum. sem eltu hana . \ hvert sem hún fór. Forsetadóttirin ' var ófeimin við að láta ljósmyndar- | I ana skilja, að þeii væru óvelkomn- , I ir, en allt kom fyrir ekki og þeir ! smelltu af í gríö og erg. Eins og < | gefur að skilja notaði Lynda Bird ' . tækifærið til þess að synda í sjón- | ' um við Haw&iistrendur. Hafði hún i | lagt blátt ban'n við því að ljós- * myndarar tækju myndir af henni ( baðfötum og starfsmenn leyni- , þjónustunnur reyndu eftir megni y að sjá um að banninu væri fram- | I fylgt. Þeim tókst það ekki og ] meðfylgjandi mynd var tekin af | ungfrúnni með sterkri aðdráttar- | linsu. Þegar hún komst að þessari ó- I svífni ijósmyr.darans, hringdi hún . | til föður síns í Hvíta húsinu og \ kvartaði undan ágengni ljósmynd- j I aranna, en blaðamcnn, sem tókst ’ að hlusta á nokkrar setningar, I sem Lynda Bird sagði i símann, / Lynda Bird í baðfötunum. upplýstu, að forsetinn hefði reynt | I að róa dóttur sína og koma henni J i skilning um að óhugsandi væri \ I að bjóða ljósmyndurum byrginn. ♦ ♦ ♦ MEÐAN Krúsjeff, forsætisráðherra Sovétríkjanna, dvaldist í Dan- mörku smrddi hann m.a. miðdeg- isverð í vcitingahúífi í Tívoli. í veizlu skýrði Julius Bomholt, menningarmálaráðherra Dana, hin- um sovézka gesti frá leynivopni, sem liann notaði þegar hann heim- sótti Moskvu. Bomholt er lítið fyrir sterka drykki, en þegar hann situr veizl- ur, vill hann ógjarnan móðga gest- gjafa sína með því að þiggja ekki veitingarnar, sem á boðstólum eru. í Moskvu var Bomholt m.a. boðið til síðdegisdrykkju og þjónarnir voru mjög iðnir við að hella víni í glös gestanna, sem skáluðu ótt og títt. Eftir nokkur glös þótti Bomholt, að við svo búið mætti ekki lengur standa og fann upp leynivopn, sem hann skýrði Krús- jeff frá á eftirfarandi hátt: —- Þá fann ég leynivopnið. Ég gerðist skjálfhentur og í hvert skipti, sem glasið mitt var fyllt, fékk ég skjálftakipp í hendina ogi mestur hluti vínsins helltist niður. En góifteppið við fætur mína varð gegublautL ♦ ♦ ♦ lÖÐRU sinni snæddi Krúsjeff ásamt kkonu sinni Nitiu og nokkrum úr ffúruneytinu kvöldverS á keimili Iforsætisráðherra Dana, Jens Ottos' iKrags og konu hans Helle, en frú-l in sagði þessa sögu síSar, sem | dæmi um hvort kynið er raun-1 , veruiega sterkara: . — Þetta var mjög skemmtilegt j kvöld og aufcljóst var að hæðil r Krúsjeff og Nína nutu þess að, j snæða á einkalieimili. Það var til- , breyting frá hinum stóru veialu-| ' söium. Þennan dag heimsóttum við j Fjón og voruro nokkuð þreytú l eftir útiveruna. Við konurnar sát-i ' um og ræddum vandamál hús- j mæðra, en karlmennirnir færðul t sig inn í skrifstofu Jens Ottos og, I ræddu sín ál'ugamál. Þegar kom- I var fram undir miðnætti fóru I r ið sjást þreytumerki á frú Nínu, j en Krúsjeff var i bezta skapi og1 , allt útiit fyrir að hann færi ekki I fyrr en undir morgun. En Nína | stóð upp og gekk að dyrunum mUIi herbergjanna, og þegar Krús- I jeff horfði á hana, leit hún á j klukkuna. Þá stóð Krúsjeff einnig [ upp og sagði: „Ég sé að ég hef ) ákveðið að fara núna.“ okkar á milli sagt .., Hún var sönn hetja hversdags- lífsins. Ýmsir munu líta svo á, að um þá konu sé ekki mikið -hægt að segja, sem hvorki átti bónda né börn. Hennar hlulur hafi hlotið að vera sítrtár í upp- byggingu okkar þjóðar. En máls hátturinn „Þess má geta sem gert er“ mælir gegn þeirri skoð un. Hver sem er sinni kötlun trúr, er þjóð sinni og landi meira virði, en hinn sem bregst eðá bognar þegar á móti blæs. Eins o,g nú er frá sagt var heimilið heimur Jóhönnu fyrst og fremst. Að heiman fór hún þó nokkuð á bezta s-keiði ævinn ar. Til Austfjarða lá þá straum- ur fólks í atvinnuleit. Þá voru ‘hvalveiðar, síldar- og fiskiveið- ar á hverju sumri og aflasæld. Jóhanna Sigmunds- dóttir, Bæ í Lóni Fædd 30. maí 1885. Dáin 21. október 1963. Hún fermdist vorið 1899 — næst síðasta ár aldarinnar, sem ó! okkur sjö fermingarsystkini. Við erum enn öll á lífi þennan indæla vetur og vor, nema hún sem virtist svo hraustbyggð og hetjan mesta í hverdagsönn okk ar allan fyrri helming tuttug- ustu aldarinnar. Þetta tímabil, sem hefur gjörbreytt því gamla sem var og leitt inn hið nýja sem er og verður meðan vel árar. Lífsþægindi má víst neifna það, hvort sem Hfshamingja er að því skapi meiri en áður. Það verður hver einstakur að gera upp við sig. Við sem gengum út í lífið — og tekin í Kristinnamanna töilu með aildamótum, vorum öll vinnufús og áttum vinnugleði í ríkum mæli. Höfðum ekki heyrt það þá að vinna væri böd, sem bið þjáða mannkyn þyrfti að losn,a við. í okkar kveri stóð að sá sem ekki vill vinna á ekki heldur m,at að fá. En tím- arnir breytast og mennirnir með. Bær í Lóni-landnámsjörð- bújörð Úlfljóts lögsögumanns var ekkert smákot. Þar voru löngum 5-6 bændur og hvert býli hafði sitt heiti. Heimili Jóhönnu var Neðri-bær, einn af stærri og betri pörtunum eins og kaliað var. Fólkið þar var vel s:á! fbjarga og fremur veitandi en þiggjandi sveitarfélaginu. Foreldrar Jóhönnu voru Sig- mundur Sigmundsson bóndi og kiona hans Sigríður Eiríksdóttir af traustum bændaættum kom- in. En ekki nutu þau lengi á- nsagjulegrar sambúðar með sinn stóra barnahóp. Bóndinn veikt- ist af lungnabólgu efitir kaldsama kaupstaðarferð og andaðist eft- ir fárra daga sjúkdómslegu. Eft ir stóð ekkjan með barnahóp- inn 6 stúlkur og 1 dreng er til þroska komust. Hún taddi nú að eins um eina leið að ræða: Búa áfram og ala börnin upp á sinni föðui'leifð. ,Berjast til bjargálna, hversu erfitt rem verða kynni og þetta lánaðist. Hún trúði á handleiðslu drottins, var dug- mikil, hraust og létt í spori. Bjó með bömum sínum í Neðri- bæ í vel hálfa öld eftir lát manns síns og vantaði lítið í 100 ár þegar kallið kom um brottför af þessum heimi. Yngstar af systkinahópnum voru Jóhanna og Sigríður, þær héldu uppi heimilinu hin síðari ár eftir að bróðir þeirra Eiríkur hafði misst sjónina — þá gamall maður. Þessum systrum tókst að búa þannig, að heimilið fcæirra naut sömu virðingar og ávalt áður í fremstu röð, þar sem hinar fornu dyggðir voru jafnan í heiðri hafðar. Jóhanna gat bæði verið bóndinn og hús- freyjan svo var hún vel verki farin og harðdugleg, en ekki þurfti að bæta upp á húsmóður- störf Sigríðar, og um hana mun aði líka við útivinnu. Aldrei heyrði ég Jóhönnu kvarta yfir kjörum sínum, jafnvel ekki eftir að banameinið hafði náð tök- um. Kjarkurinn var óbilandi. Jóhanna kaus samt landibúnaðar störfin og réðist til prestshjón- anna á Kolfreyjustað. Þar var gott að vera og verkefni næg. Heimiiið var höilur skóli í reglu semi, þrifnaði og fjölbreyttum starfsháttum. Bftir veruna þarna í Fáskrúðsfirði ákvað Jó- hanna að læra fatasaum. Fór til Seyðisfj arðar á saumastofu, sem margar stúlkur sóttu á þeirri •tíð. Af því niámi varð þó ekki, því þá veiktist hún af brjóst- himnubólgu, sem alloft varð fylginautur berklaveikinnar, sem lagði fjölda fólks í gröfina austanlands á þessum árum, einkum hina ungu. Að læknisráði fór Jóhanna ti'l Reykjavíkur og bjóst við sjúkra húsvist, sem ekki varð langvinn. Batinn kom og þá ákveður hún að ganga í Kvennaskóla- Hús- mæðradeild, sem Ragnhildur Pétursdóttir frá Engey stóð að. Hófst þá vinátta þeirra, sem ent ist alla aevi. Dvaldi Jóhanna á Háteigi lengri eða skemmri tíma. er æskulheimilið mátti án hen.n- ar vera. Hreifst hún mjög af Ragnhildi og vitnaði oft til hennar, sem fyrirmyndar. Jó- hanna og systkinin Sigríður og Eiríkur. tóku til fósturs og ólu upp son fjaílahetjunnar frægu Sigfúsar í Víðidal. Júlíus Sig- fússon varð fóstursonur þeirra allt. frá barnsaldri og mikil stoð heimilisins ,er hann náði þroeka, en gerðist brátt sjálfstæður bóndi í Bæ. Frískur rnaður, öt- uld til allrar vinnu, góður dreng ur og verkhagur. Nú er hann fyrir löngu f uttur á Höfn í Hornafirði með fjölskyldu sina eins og margir sveitungar hans. Synir hans og dætur búa nú þar og víðar við góðan hagmætis fólk í vaxandi borg. Barnabörn Júlíusar og konu hans munu nú vera um 30. í blóði Júlíusarsona virðist búhugur borinn og jafn vel fjállaþrá Sigfúsar afa þeirra Einn sonanna á vildisjörðina Svínlhóla í Lóni og tveir þeirra hafa byggt sumarbústaði í Stafa felilsfjail.i, svo að fólk þeirra finnur enn ilminn, sem heillaði Sigfús til búsetu í sérstæ©asta afdal íslenzkra afréttarlanda. Systurnar Jóhanna og Sigríður bjuggu í Bæ m,eð bróður sínum, svo lengi sem móðir þeirra lifði, en fluttu á Höfn eftir lát henn ar, til dóttur Jú' íusar og manns hennar. Hún er einnig fóstur- dóttir þeirra. Þau byggðu snot- urt hús, sem varð nú heimili systranna og hlaut nafnið Sól- bær. Þar andaðist Jóhanna heim komin frá sjúkrahúsvist og þján- ingum, umvafin ástúð og sólar- hlýju vandamanna sinna. Hún hvílir nú hjá ættfólki sínu í Stafafellskirkj ugarði. Blessuð sé minning hennar. Sigtirður Jónsson, Staifafelli. ATHDGIÐ að bori^S saman við útbreiðslu er langtum óýrara að auglýsa í Morgunblaðinu en öðrum blöðum. Sfldarmallarinn skoðaður í Landssmiðjunni, áður en hann fer austur. Annar síldarmall- arinn settur upp SNEMMA f SUMAR var til sýnis í Landssmiðjunni síldar- suðuáhald það sem Gísli Hall- dórsson verkfræðingur hefur fundið upp. En hið fyrsta þeirra tækja var sett upp í verksmiðju Guðmundar Jónssonar í Sand- gerði, þar sem það reyndist með ágætum, og jók og bætti afköstin. Lokið var þá smíði á öðrum mallara sem Aðalsteinn Jónsson, útgerðarmaður á Eski- firði hafði keypt til uppsetningar í verksmiðju hans. Er von manna sú að mallarinn létti undir með sjóðara og gufukatli,sem nú vinna með miklu álagi og við erfið skilyrði. Reynsla sú sem þarna fæst í sumar verður því mjög þýðingarmikil bæði af þessum ástæðum og þeim að þarna verð- ur í fyrsta skipti unnin mjög feit síld, sem lýsið ætti að losna betur úr þegar mallað er og allar sellur sprengdar, heldur en þeg- ar sum síld kemur út hálfsoðin, eins og verða vill þegar ekki er notuð bein gufa til suðunnar. Mallarinn sem hér um ræðir tekur 4—5 tonn af síld og má stilla á sérstöku áhaldi hve ört síldin streymir úr honum að neð- anverðu og jafnframt mæla af- köstin á hverjum tíma og sam- tals með teljara, sem telur snún- inga á mínútu og einnig samtals, svipað og hraðamælir á bifreið. Að ofanverðu er hæðastilli- spjald, sem kemur í veg fyrir að síldin fari hærra en að vissu marki, en sem leyfir lýsinu að fara hærra og renna þar út um sérstakan stút. Hið sjálfvirka á- hald sem spjaldið stjórnar, bæði stöðvar aðflutning síldar að mall araltum og setur hana af stað aft- ur eftir þörfurn. Framan á mallaranum eru tveir hitamælar er sýna inntaks- hita á síldinni og eins frárennslis hitann. MaHarinn er vel einangr- aður og með góðri kápu og skygniglugga, er sýnir hæð síld- ar og lýsis og ásigkomulag. Þá er aðgangslúga á mallaran- um ofanverðum og hreinsilúga rétt ofan við afskömmtunartæk- ið, sem er með hraðabreytidrifi. Mallarinn verður settur þannig upp að unnt er að vinna áfram á venjulegan hátt þó að hann sé stöðvaður, t.d. eins og komið get- ur fyrir ef skiptilyklar, kúbein eða önnur framandi áhöld úr járni, kopar eða timbri. festast í afhleðslutækinu. Slíkt hefur komið fyrir í Sandgerði og hefur þetta forðað stórskemmdum á pressum, sem ella hefðu af hlot- izt og sem einnig myndi hafa haft í för með sér afkastatöp og stöðvun vinnslu, ef ekki hefðu stöðvazt í mallaranum, þar sem skemmdir urðu engar. Telja kunnáttumenn þetta mikið ör- yggi, sem mallarinn skapar, auk þess sem unnt er að halda áfram vinnslu á pressum og þurrkara í allt að 20 mínútur, þótí síldar- flutningsskrúfa að sjóðara flytji ekki, eins og komið getur fyrir, eða önnur óregla skapist á flutn- ingi eða suðu síldarinnar. Vaxandi áhuga gætir nú fyrir hinu nýja síldarsuðutæki, bæði hérlendis og einnig meðal þekkt- ustu framleiðenda síldarvinnslu- tækja í Svíþjóð, Noregi og Dan- mörku. En Gísla hafa og borizt fyrirspurnir frá Englandi og mörgum öðrum löndum. Þá hef- ur eitt mjög stórt fyrirtæki beðið Gísla að koma með tillögur að síldarsuðutæki eða forhitara, sem nota mætti ásamt mallaranum til að hita upp síldina í hann og vinnur Gísli nú að útreikningum á þessu nýja tæki, sem hugsan- legt er að verði srníðað í Svíþjóð ef álitlegt reynist. Meðal þeirra sem skoðuðu mallarann í Landssmiðjunni var forseti Fiskifélagsins, formað- ur Fiskimálasjóðs, forstjóri- rann- sóknarstofu Fiskifélagsins, banka stjórar, verkfræðingar og fleiri. La Paz, Bólivíu. FORSF.TAKOSNINGAR fóra fram í Bolivíu um helgina. — Aðeins einn maðnr var í fram boði, Victor Paz Estenssoro forseti, og var hann því end- urkjörinn. ÖUum mönnum yl ir 19 ára aldur og konum yfir 21 árs var skylt að greiða at- kvæði. Andstæðingar forset- ans höfðu hvatt kjósendur til að skila auðu. og er eftir ad telja þau atkvæði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.