Morgunblaðið - 15.07.1964, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 15.07.1964, Qupperneq 15
Miðvikudagur 15. júlí 1964 MORGUNBLAÐID 15 miiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiniiiiiiiiiinimni'íiimiiiiiiiiiiiiiintiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimii I Milton Eisenhower ] styður Scranton - | mun mæla með honum sem forsetaefni repúblikana í DAG er gert ráð fyrir, að Dr. Milton S. Eisenhower, bróðir fyrrverandi Banda- ríkjaforseta, leggi til við þingheim á landsfundi repúblikana í San Francis- co, að William Scranton, ríkisstjóri, verði í framboði fyrir flokkinn í forsetakosn ingunum í haust. Gert er einnig ráð fyrir, að fyrstu atkvæðagreiðslur um fram boðsefni hefjist í dag. Það var fyrir rúmri viku, að Scranton tilkynnti, að Milton Eisenhower, bróðir Eisenhow- ers, hershöfðingja, fyrrver- andi Bandarikjaforseta, myndi bera fram umrædda tillögu. Þá var einnig frá því sagt, að Eisenhower, hershöfðingi, hefði fengið vitneskju um þessa ákvörðun, áður en hún var tijkynnt, og tekið henni vel. „Ég er mjög ánægður“, er hershöfðinginn sagður hafa sagt, „og tel þetta beztu frétt- ir, sem ég hef fengið um langt skeið“. Þótti mörgum skjóta skökku við, því að hann hef- ur aldrei tekið undir með stuðningsmönnum Scrantons, svo að ekki sé dýpra tekið á árinni. Scranton sagði sjálfur, er Milton Eisenhower hafði tek- ið, ákvörðun sína, að hann væri „glaður og ánægður“. Síðan bætti ríkisstjórinn við: „Eisenhower, hershöfðingi, veit um þetta, og segist vera mjög ánægður". Síðar lýsti Scranton því yfir, að hers- höfðinginn hefði að vísji ekki tekið beina afstöðu með sér, en „orðið sér mikil hvatning". Scranton mun hafa leitað til Miltons, fyrstan manna, og beðið hann að mæla fyrir sinn munn, er að tillögum til fram- boðs kæmi. Dr. Milton er for seti John Hopkins háskólans í Baltimore. Scranton var að því spurð- ur, hvort hann hefði kosið, að Eisenhower, hershöfðingi, hefði gerzt talsmaður sinn, í stað bróðurins. Ríkisstjórinn svaraði: „Ég hef ekkert um Milton Eisenhower það hugsað", en bætti síðan við: „Ég held ekki, að við ætt um að mæla með því, að hann gerðist talsmaður neins ákveð ins“. Dr. Milton hefur frá upp- hafi verið ákveðinn fylgis- maður Scrantons. Eisenhower, hershöfðingi, hefur hins vegar lengstum lýst því yfir, að hann vildi vera hlutlaus, þótt menn hafi hins vegar greint á um afstöðu hans, og margir talið hann fylgismann Gold- waters. Eisenhower-bræðurnir voru samferða til þingsins í San Francisco, en ekkert hefur ver ið látið upp um, hvað þeim Olíumólverk oi Reykjavík 1862 gefið Þjóðminja- safninu MATtK WATSON, sem er ís- lendingum að góðu kunnur, hef- ur sýnt Þjóðminjasafninu þann mikla höfðingsskap að gefa því olíumálverk af Reykjavík 1&62. Málverkið er eftir enskan mál- ara að nafsi A. W. Fowles, sem virðist hafa verið hér á ferð með skipinu Uraniu í júlí 1862. Fowles var þekktur skipa- og sjávarmyndamálari, og myndir eftir hann eru á söfnum. Málverk þetta fannst á forn- sölu á eynni Wight 1957, en komst síðan í eigu Watsons ig lét hann hreinsa það og laga. Árið eftir kom hann með mál- verkið hingað og léði það til sýningar í safninu um tíma, en nú hefur hann afhent safninu íþað til fullrar eignar. Málverk- ið hefur nú verið hengt upp til sýnis í safninu. í sama sal eru nú einnig sýnd- ir hlutir þeir, sem frú Ása Guð- mundsdóttir Wright, búsett á Trinidad, hefur gefið safninu ný- lega og áður hefur verið sagt frá í fréttum. Er það einkum mikið og gott safn af knippling- um, svo og nokkrir vandaðir silfurmunir og fleira af listiðn- aðar tagi. Allar eru þessar góðu gjafir safninu mikils virði og mikillai; þakkar verðar. Frétt frá Þjóðminjasafninu). fór á milli á því ferðalagi. aiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiriiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniii Amisterdam: ' Fjórða IBM-skákmótið á að fara fram dagana 21.-30. júlí. í aðal flokknum er búizt við þátt- töku, Botvinniks, Larsens, Barcza Dr, Leihmann og Donners. Kiew: Ukranía og Búlgaría háðu nýlega landskeppni á 10 borð- um, og sigruðu þeir fyrrnefndu íneð 11 vinningum gegn 9. Leningrad. Nýlega hófst landskeppni milli USSR og Júgóslavíu og er teflt á 10 borðum. Teflt verður eftir Schevningen kerfinu. Oslo: Hinn ungi og efnilegi skák- meistari Arne Zwaig, sigraði á meistaramóti Oslóborgar. Eftirfarandi skákir voru tefld- ar í 23. umiferð á millisvæða- mótinu í Amsterdam. Hvítt: M. Tal. Svart: G.P. Tringov (Búlgaríu) Pirc-vöm. 1. e4, g6 *. d4, Bg7. 3. Rc3, d6 4. Rf3 c6. 5. Bg5 Db6. Þessi drottningarleikur passar ekki inn í varnarkertfi svarts. Ein- faldast er ‘Rf6. 6. Dd2! Dxb2? Hættulegt peðsrán, sem hvítur etraffar fýrir. 7. Hbl Da3. 8. Bc4 Dá5 9. 0-0, e6 10. Hfel a6 11. Bf4 e5 12. dxe5 dxe5 13. Dd6! Dxc3. 14. Hedl Rbd7 15. Bxf7f Kxf7 16. Rg5f Ke8 17. De6f og Tringov gafst upp! Hvítt: S. Gligoric Svart: Z. Vranesic (Kanada) Sikileyj arvöm. 1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 a6 5. Rc3 Dc7 6. g3 b5 7. Bg2 Bb7 8. 0-0 Rf6 9. Hel d6 10. a4! bxa4 11. Rd5 Rxd5 12. exd5 e5 13. Hxa4 g6 14. Bd2 Bg7 15. Ba5 Dd7 16. Hc4 0-0 17. Hc7 Da4 18. Hxb7 Dxa5 19. Bc6 Da2 20. He3 a5 21. Ha3 Dc4 22. Bfl gefið. rÚreltar og villandi“ Furðulegt greinarkorn birtist á íþróttasíðu dagblaðsins Tím- ans ekki alls fyrir löngu. Etft- ir að hafa skýrt frá keppnis- fyrirkðmulagi á næsta áskor- endamóti í skák, sem fram fer næsta ár og Bent Larsen skýrði Friðriki Ólafssyni frá í síma- viðtali á dögunum, segir höf- undur greinarinnar: „Þess má geta, að Ingi R. Jóhannsson var að reyna að gera þá frétt tortryggilega í skákþætti sínum í Morgunblað- inu, hverjár svo sem ástæður hans fyrir' því voru, en heim- fldir hans voru úreltar og vill- andi, eins og evo margt annað, sem Morgunblaðið birti í sam- bandi við millisvæðamótið“. Svo mörg voru þau orð. Eins og lesendum Morgunblaðsins er kunnugt reyndi ég hvergi í ofan greindum skákþætti að gera þá frétt tortryggilega, sem greinar- höfundur vitnar tii. En sem kunnugt er breytti Alþjóðaskák sambandið .skyn.di'ega að því er virtist, fyrirkomulagi þess hverjir tefli sáman í fyrstu um ferð kandidatakeppninnar, eh einnig gat ég þe.4s fyrirkomu- lags, sem Bent I.arsen lýsti fyrir Friðriki, án þess á nokk- urn hátt að véfengja sannleiks- gildi þess, sem Friðrik hafði eftir Larsen. Þetta geta alllir- vottað, sem lesið hafa skákþátt minn. Þær „úreltu og villandi" fréttir, sem Morgunblaðið á að hafa birt í sambandi við milU- svæðamótið, eru einnig hugar- fóstur greinarhöfundar. — IRJóh. Landmannaleið 18. JÚLÍ hefst 9 daga sumarleyfis ferð á vegum Ferðafélags íslands, um hina fornu Landmannaleið, austur í Skaftártungur. Þaðan austur byggðir að Núpstað í Fljóts hverfi og svo síðasta áfanga inn með Núpsvötnum og hinum risa- vaxna Lómagnúp inn í Núpsstaða skóg. Er leið þessi öll harla tilkomu- mikil og fögur, og gildir það bæði um öræfin og sveitirnar, sem ferðast er um. Leiðin liggur fyrst austur í Landmannalaugar með viðkomu þar, síðan austur í Kýlinga, fag- urt gróður- og vatnasvæði, gegn- um Jökuldali og í Eldgjána, sem er einhver tröllauknasta náttúru- smíð, sinnar tegundar á íslandi. Verður dvalizt þar í 1—2 daga. Þaðan haldið ofan í byggð um sinn, a**Gtur Síðusveit, m.a. gegn- um Fljótshverfi og að hinum tignarlega Lómagnúp, einu svip mesta fjalli sunnan jökla. Þá ekið aftur inn í óbyggt land, skógana kennda við Núpsstað, bæinn aust ast við Skeiðarársand. Á heim leið verða farnar byggðir, sunn an jökla, um hinar fegurstu sveitir, svo sem Síðu, Mýrdal, Eyjafjöll og Fljótshlíð. SKRA um vinninga i Vöruhappdrœtti S.í.fí.S. i 7. flokki 1964 53473 kr. 500.000.00 4326 kr. 10.000 4784 kr. 10.000 7561 kr. 10.000 29965 kr. 10.000 45761 kr. 10.000 53044 kr. 10.000 53472 kr. 10.000 - 2807 kr. 5.000 3003 kr. 5.000 3272 kr. 5.000 5275 kr. 5.000 20356 kr. 5.000 23666 kr. 5.000 25469 kr. 5.000 28178 kr. 5.000 37556 kr. 5.000 39041 kr. 5.000 43094 kr. 5.000 43664 kr. 5.000 46926 kr. 5.000 50837 kr. 5.000 52146 kr. 5.000 53348 kr. 5.000 54679 kr. 5.000 57108 kr. 5.000 60043 kr. 5.1 60872 kr. 5.000 SKRÁ uid vinninga í Happdrstti Háskóla íslands í 7. flokki 1964 27946 kr. 200.000 16885 kr. 100.000 1348 kr. 10,000 19976 kr. 10,000 37659 kr. 10,000 9568 kr. 10,000 20402 kr. 10,000 41311 kr. 10,000 10806 kr. 10,000 22183 kr. 10,000 42931 kr. 10,01)0 14935 kr. 10,000 22351 kr. 10,000 43141 kr. 10,000 15129 kr. 10,000 23504 kr. 10,000 47173 kr. 10,000 16512 kr. 10,000 23608 kr. 10,000 51275 kr. 10,000 18147 kr. 10,000 26483 kr. 10,000 53531 kr. 10.000 19050 kr. 10,000 29186 kr. 10,000 54079 kr. 10.000 56030 kr. 10,000 56209 kr. 10,000 ÞeSsí númer hluto 5000 kr. vínníng hvertr 153 8823 13931 19229 23011 81421 86097 41181 47280 65109 229 4325 14915 19750 23633 82758 37035 41981 47401 56078 623 5451 15368 20443 23996 82909 37201 42227 49066 56603» 851 6209 15556 20559 24219 83024 37553 43679 50110 57169 1351 7400 16879 21140 24543 83329 88933 44211 50229 5771» 1530 8559 16950 22523 26890 84813 39177 44969 51566 59319 2191 8577 17916 22557 27370 85141 39798 45406 52320 59957 2207 10950 18495 22673 28996 85917 40136 45899 53838 5996» 2093 11520 18498 22690 29839 85921 40842 47235 54205 6997» Aukavinníngar i 27945 kr. 10.000 27947 kr. 10.000 Aths.: Hér eru ekki birtir 1000 krónu vinuingar happdræ'd- anna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.