Morgunblaðið - 15.07.1964, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 15.07.1964, Blaðsíða 11
jvJiQvíkudagur 15. júli 1964 MORGU N BLAÐIÐ 11 Vii rætur Búlandstinds í> A Ð er haft eftir hinum fræga enska vakningapredik- ara, Charles Spurgeon (1834- 92) að næst Heilögum Anda sé gott loft nauðsynlegt í kirkj- unni. Ef ætti að yfirfæra þetta á íslenzka byggð-þorpið-húsin, sem standa kringum iitlu fall- egu þorpskirkjuna þá mætti sjálfsagt segja: Næst holium félagsanda er vatn — nóg vatn — gott vatn, það nauðsyn legasta hverju plássi. Er þa3 ekki svona um alla heims* byggðina? Hvað er brýnni nauðsyn fyrir lífsins viður- haids heldur en vatnið — ailt- af og alisstaðar — frá sopan- um, sem rennt er upp á kaffi könnuna í eidhúskróknum á ■köldum vetrarmorgni — til sí- rennslisins i vaskahúsunum á stórþvottadögum — frá fáum, tærum .dropum í skírnarlaug- inni til fossandans í frystihús- inu. Hvenær og hvar er hægt án vatnsins að vera? I>ví þorpi getur ekki vegnað vei, hvers íbúar verða að líta hvern ann- an óþvegnir á björtum sumar- morgnum. Og það þarf vitanlega' ekki að taka svona djúpt í árinni minna má nú gagn gera — í>að fundu íbúarnir á Djúpa- vogi — failega þorpinu á nes- tánni vestan vig Berufjörð, sem allir þekkja annað hvort af eigin sjón, eða myndum, þ^tt það væri ekki nema_ vegna Búlandstindar, eins feg ursta og sérkennilegasta fjalls á landi hér. Og enginn mun gieyma, sem séð hefur. Vatnið á Djúpavogi — neyzluvatnið — var bæði ó- nógt og ógott. Því var bafizt handa strax og þorpinu óx fiskur um hrygg og farið að huga að þvi hversu úr mætti bæta. Og nú er í framkvæmd á Djúpavogi vatnsveita, sem er bæði mikið mannvirki og dýrt og vissulega eitt mesta holl- ustu- og menningarmál þess byggðarlags. Vatnið er sótt 8 km. leið upp í Búlaiidsdal — handan yfir Búlandsá þar sem eru tærar uppsprettulindir — vatnsból — bæði gott og ör- uggt. Framkvæmd þessa verks var hafin í fyrrasumar og þá lökið að leggja 5 km. af leiðsl- unni, sem eru 6 tm. víðar as- bestpípur. En lögnin er tor- sótt, því að víða þarf að sprengja hana niður gegnum klettabrikur og klapparhjalla. Skurðgrafa var keypt til að grafa skurðinn þar sem henni varð við komið. Er þessu mikla nauðsynja- verki nú svo langt komið, að farið er ag hilla undir það að þorpsibúar geti lósnað við brunna sína og fengið hið tæra uppsprettuvatn ofan úr Búiandsdal til allrar sinnar neyzlu. Það verður fagnaðar- dagur í fallega þorpinu á nes inu við Berufjörð. Þótt Djúpivogur sé ekki stór staður í augum okkar nú á dögum, ber þess að minnast að fyrir eina tið var þetta eini verzlunarstaðurinn — eini kaupstaðurinn — milii Eyrar bakka og Reyðarfjarðar. Hing að voru sótt viðskipti alla leið utan af Síðú. Mikið hafa það vérið þreyttir hestsfætur, sem gengu undir böggum alla þessa óraleið. Það er í raun og veru undur, að þeir skyidu nokkurntíma komast fram og til baka, þegar okkur finnst ferðin ganga seint, þótt bíllinn þjóti áfram með 50-100 km. á kist. Svona er hraðinn ólíkur hiutur eftir því hvag miðað er við. — Og úr því að Jarið er að tala um samgöngur — landveg inn til þessa staðar þá er sann- arlega ekki úr vegi að setja 'hér fram þessa spurningu: Hvenær verður gert bílfært yfir Skeiðarársand og Breiða- merkursand og þar með kring um land? Það er brennandi spurning ibúanna á Suð-aust- urlandi raunar í öllum Aust- firðingafjórðungi — já allra íslendinga. Verður ísland ekki annag og stærra í augum okk- ar þegar hægt verður að aka eftir byggðum umhverfis há- lendið. En það er bezt að láta þessum samgöngumálahug- leiðingum iokið í bili. Þær má iðka hvar sem er. Þegar maður er staddur hér á Djúpavogi er bezt að nota tækifærið og líta sér nær. — ooOoo — Allt bæjarstæði þesa gamla verzlunaistaðar er sundur- skorið af grjótkömbum og klettahryggjum og milli þeirra liggja langar skjólrík- ar lautir og þar vex grasið þétt og stinnt á hörðu valJ- lendinu. En úti við ströndina hjalar iognaldan við bláar hleinar og gjálfrar við eyjar óg sker. Það eru komnar götur í þorpið, eins og vera ber, þvi að þetta er orðið yfir 300 manna pláss. Við þær standa falleg hús í nýjúm stíl með stórum gluggum, flötum og hallandi þökum. Það hétu áð- ur skúrar og þóttu þá ekki fin. Að baki þesara. nýju, björtu húsa eru gömlu húsin, lítil og feimin — það er eins og þau þori ekki að sýna sig við göt- una. Þau minna á aldrað fólk, sem hefur dregið sig i hlé og er hætt að sækja samkomur og mannamót nema kosningar. En sum af gömlu húsunum eru svo öldruð og éiga svo langa og göfuga fortið, að þau minna á aðalsætt í útlandinu, enda eru þau hingað komin frá framandi þjóð, sem byggði þau til að græða á viðskiptum við fslendinga. Hér ber að nefna Löngubúð, sem stendur niðri við sjó og nú vitanlega komin í eigu Kaupfélagsins fyrir löngu, búið að forskala hana að Utan, en héldur að öðru leyti sínu upprúnalega formi og stil. Og þegar inn er komið, er eins og maður sé stiginn áratugi — jafnvel ald- ir aftur í tímann er maður virðir fyrir sér svera bjálka og elliblakkar þiljúr. Allt er það ófúið og stæðilegt enn í dag. Hér hefur verið byggt eftir reglunni: Það skal vel vanda o.s.frv. Uppi á lofti, úti undir súð, er ein sú mesta kista sem augum verður litin. Kornbyrða frá gamalli tíð? Trúlega. En sagnir eru til um það ,að þegar kaupmaðurinn sigldi á haustin, læsti hann niður í kistu þesari búðarinn- ar dýrasta vaming, svo að hann væri tryggilega forvarð- ur til næsta vors. En nú þarf engar slíkar varúðarráðstafan ir, því að hér á staðnum dvel- ur kaupfélagsstjórinn árið um kring. Og nú er kistan mikla vara-geymsla fyrir venjuleg- an búðarvarning. Austan við Löngubúð er önnur bygging, einnig forn að stofni til, þótt nú sé hún næsta nýtízkuleg útlits, enda er hér nú til húsa ein af yngstu stofn unum staðarins: Mjólkursam- lagið — Þetta hús hét áður Sí beria og segir það sina sögu. Það var bjálkahús. Nú hefur verið byggt bæði ofan á það og austan vig það, enda var það nauðsynlegt til þess að það Kirkjan á Djúpavogi. Aður fyrr var kirkja á. Hálsi í Hamars- firði. Sú kirkja fauk í miklu ofviðri miðvikud. 7. marz 1892. Þá var ákveðið að endurbyggja ekki kirkjuna þar, heldur flytja hana í þéttbýlið á Djúpavogi. Var hún tekin í notkun næsta ár. Kirkjan er litið en íailegt hús og vel við haldið. Hún befur nýlega fengið gagngerða endurbót. Var þá byggður við hana kór og forkirkja. höndum útlendinga og það var bara draumur landsins að hér byggi stjórnfrjáls þjóð með verzlun eigin búða. Eins og gefur að skilja, er útvegurinn undirstaðan í at- vinnulifinu í þessu þorpi eins og annars staðar við sjávarsið- una. Er þar skipakostur all- góður og munar þar mestu Frá. Djúpavogi. Húsið með kvistinum fremst á myndinni er íbúðarhús prestsins. Prestssetur hefur verið á Djúpavogi sið- an 1905, er sr. Jón Finnson fluttizt þan,gað frá Hofi i Álfta- firði. Vinstra megin við prestshúsið er hig nýja, glæsilega lækn issetur, mikil bygging og glæsileg, sem blasir við sól og sunn- angolu. — Litla húsið yzt til vinstri er gamla prestshúsið — Hraun — Það var byggt af sr. Jóni Finnssyni. Sr. Jakob sonur hans kennir sig sem rithöfundur oft við þetta gamla hús bernskustöðvanna. Borg á Djúpavogl. Þetta hús sunnan undir háu klettabrikinni heitir Borg. Það er eitt af efstu húsunum í þorpinu og ber nafn ið með rentu, því að þar býr „borgarstjóri" staðarins, Kjartan Karlsson, sem bæði er oddviti og hreppstjóri þeirra Djúpavogs búa — En þetta gamla, þekkilega hús verður samt ekki „borg arstjórasetur“ til lengdar. Nú er oddvitinn að byggja sér nýtt hús neðar i kauptúninu. þénaði -til síns brúks. Pasfor loci, Sr. Trausti Pétursson fylgir mér inn í þetta hús. Hann minnir fastlega, að þar sé skorið á loftbita einn mik- inn elzta ártal sem hér er skráð. Við komum inn i vinnu sal Mjólkursamlagsins. Ung og falleg stúlka í hvítum serk, með skósíða gúmmísvuntu gengur hér um og sýslar bú- konulega með skyr og smjör og lætur sig komu gestanna engu skipta. Og við skyggnumst upp til loftsins. Og sjá. Hér liggur biti mikill yfir þvert hús. Hann er mjólkur- hvítur eins og öll innrétting salarins — en þegar nánar er að gætt sézt að á honum eru útskornir stafir og þar stend- ur: Peter Niels Enterslöw 1795 Ekki eru nú neinar sagnir um það hver þessi herramað- ur var — sjálfsagt einhver starfsmaður Örum og Wulf, sem hafði keypt verzlunina á Djúpavogi þegar einokuninni létti. Það er þeim til sóma, sem gengið hafa frá endurbygg- ingu þessa húss, að láta þenn- an mikla bita með þessari gömlu áletrun í friði á sinum stað. Það minnir á gamla tim ann þegar verzlunin var í um „tindana" báða, Mánatind og Sunnutind, sem eru glæsi- leg skip og fengsæl. En sú var tiðin, að hann var ekki beisinn bátakosturinn í þessu plássi. Sumarið 1794 — árið áður en herra Peter Ni- els Enterslöw skar nafnið sitt i bitann í Síberíu — þá var það einn dag, þegar þoka og súld huldi Búlandstind, að ferðamann bar að garði i Beru f jarðarkauptúni. Það var Sveinn Pálsson, á einni af reis um sinum til að skoða landið og náttúru þess. í sambandi við komu sina á Djúpavog segir hann á þessa leið: „í vor, sem leið, var ágæt- ur þorskafli í og út af Beru firði, svo að slíks höfðu ekki verig dæmi í mörg ár. Tveggja manna för gátu afl- að 400-590 þorska af meðal- stærð á dag, og sumir fengu jafnvel á vorvertíðinni allt að þvi 1000 til hlutar og kal] ast það lestarhlutur .... En . gallinn var sá, að menn áttu varla nokkurn nýtilegan bát vegna aflatregðu að undan- förnu, og notaðist því eigi að mokaflanum sem skyldi.“ Já, þetta er hin átakanlega staðreynd sögunnar. Svona var þag i gamla daga, þegar þjóð- in bjó „bjargarlaus við frægu fiskisviðin". Við trúum því tæplega að þettá hafi verið svona, því að við lifum á svo miklum uppgangstimum — timum almennrar velmegunn- ar, góðra atvinnutækja, mikill ar'framtakssemi Þetta sjáum við einnig hér— á Djúpavogi í dag. Hér er verið að vinna við að stækka síldarplanið, búa sig undir að taka á móti silfri hafsins og leggja það í sjóð framtíðarinnar. G. Br. Guðmunrfur Olaísson íyrrverandi póstur Kveðja frá Stinu, Báru 0« Svavari. F. 15. júli 1878. D. 11. apríl 1964. AHar viðjar vorið leysir vonir glæðir andi nýr veiku lifi vaggar harpa vetrardrungi burtu flýr. Sólin ljómar, laufin titra lifna fögur blóm á grund allt það hruma endurfæðist eftir langan vetrarblund. Það er jrfitt iðjumanni er hans þrek og kraftur dvín líkamsfjötrur.i bíða bundin björt er vorsins fegurð skín. Þá er sætt að svifa héðan sigra elli og dauðans böl endurfæðast æðra lifi alveg laus við sorg og kvöl. Minning þin mun lengi lifa ljúf sem dýrðleg guðaveig margt við eigum þér að þakka þennan bindum ljóðasveig. Við landamæri lífs og dauða leiðir okkar skilja um stund, allt það liðna þér við þökkum þín við minnumst klökk í lund. N. N.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.