Morgunblaðið - 15.07.1964, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.07.1964, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 15. júlí 1964 t immiiiiimiiimmmiininiimmmmiiiimimmmiimimniiimimiiiiiiimmimiimniiiimimmmiitmiiiiimiiiiiimmiiiimiimiiiimiimiiimtiiiiiHmiiiimiiiiiiiíiiiiimi Elsku konan mín og móðir okkar INGIBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR lézt að heimili sinu Brekkugerði 13, mánudaginn 13. þ. m. Kristján Sigtryggsson, Margrét, Skúii og Sigurður Sívertsen. Utför eiginmanns míns, ÓI.AFS ÁGÚSTS THEJLL íer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 16. þ.m. kl. 15. Fyrir hönd barna, tengdabarna og barnabarna. Rannveig Thejll. . » Jarðarför UNNAR KRISTJÁNSDÓTTUR • forstöðukonu, Eskihiíð 18, fer fram föstudaginn 17. þ.m. frá Fossvogskirkju kl. 3 e.h. — Fyrir hönd vina og vandamanna. Hjörtur Krístjánsson. Útför eiginmanns míns, ÁSMUNDAR JÓNSSONAR gulismiðs, fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 16. júlí kl. 1,30. — Fyrir mina hönd og dætra minna. Indíana Ingólfsdóttir. INGIMUNDUR STEINGRÍMSSON fyrrverandi póstafgreiðslumaður frá Djúpavogi sem andaðist 4. júií verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju, fimmtudaginn 16. júií kL 10,30 árdegis. — Athöfninni verður útvarpað. Steinunn Tómasdóttir og börn. Hjartkær móðir mín GUÐBJÖRG BERGSTEINSDÓTTIR Selvogsgötu 3, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði föstu- daginn 17. júlí kl. 2 síðdegis. Fyrir mína hönd og ann- arra vandamanna. Bergsteinn Sigurður Björnsson. Þökkum af alhug öllum þeim, sem sýndu okkur sam- úð og vinarhug við andlát og jarðarför föður okkar, tengdaföður og afa STEFÁNS JÓNASSONAR frá Húki. Jóná Stefánsson, Kristmann Stefánsson, Helga Stefánsdóttir, Sigurður Guðmundsson, Ása Stefánsdóttir, Sveinn Jóhannesson, Unnur Sveinsdóttir. Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð og hlýhug, í veíkindum og við andlát og jarðarför eiginkonu minnar og móður okkar GUÐMUNDÍNU JÓHÖNNU HELGADÓTTUR Fjarðarstræti 17. ísafirði, er andaðist 2. júlí sl. — Sérstakar þakkir viljum við færa lækni hjúkrunarkonum, og öðru starfsfólki á Fjórðungssjúkrahúsinu á Isafirði fyrir góða hjúkrun í þungbærum veikindum. Sigurður Hannesson, Anna Málfriður Sigurðardóttir, Hafsteinn Sigurðsson, Eiríkur Hans Sigurðsson, og aðrir vandamenn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda hluttekningu og vin- arhug við andlát og útför SIGURÐAR JÓNSSONAR frá Hvoli. Eiginkona, börn, tengdabörn og barnabörn. Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför móður, tengdamóður og ömmu okkar ÞÓRUNNAR MAGNÚSDÓTTUR Leirvogstungu. Gísli Sveinsson, Kristín Guðmundsdóttir, Einar Gunnarsson, Guðbjörg Sveinsdóttir, Þorkell Sveinsson, Sigríður Bjarnadóttir, Sigurður Sveinsson, Ingibjörg Daníelsdóttir, Héðinn Sveinsson, Ólína Daníelsdóttir, Steinunn Guðmundsdóttir, og barnabörn. |- Um bókmennfir Framhald af bls. 13 = honum á forsíðum og baksið- = um? Er hann látinn fijúga í H sýningarferðir til Evrópu og S Ameríku til að auka 'frægð H sína? Birta blöðin viðtöl við H hann, þar sem hann situr S prúður og vei upp alinn i miðj §| um sóffanum heima hjá sér H með föður og móður, hvort til = sinnar handar, ljómandi af = ánægju og hamingju? S Ekki alveg. Það er ekki tal- |= ið svo áríðandi að koma hug- = arsmíðum hans á framfæri. = Þegar svo stendur á, að eyða = verður í blaði, er fáorðri frétt = um bók hans hoiað niður á = einhverri innsíðu, þar sem lít- = ið ber á, t. d. á meðal minn- = ingarorða og dánartilkynn- S inga. Ef blaðið telur sig hafa = efni á eilítið meiri rausn, er = gjarnan fellt úr dálki fyrir = ijósmynd af skáidinu, og má hxin þó ekki taka meira rúm en sem svarar þumiungi á hvorn veg. Og svo berast blöðin út um borg og bý. Fóikið flettir þeim og les þau. Æsifréttir berast í striðum straumum, svo mað- ur hefur ekki undan að festa þær í minni. Skal þá engan furða, þó fljót sé að gleymast óveruleg klausa með Ijós- mynd í naglarstærð á lítt á- berandi stað, þegar stórar myndir af svellandi ungmeyj- um, sigurglöðum dægurlaga- söngvurum, nautabönum og hnefaleikurum blasa við aug- um dag eftir dag. Ég vona, að enginn skilji orð mín svo, að ég sjái eftir þeim peningum, sem varið er til að koma stúlkunum okkar upp á sýningarpalla, né heid- ur, að ég telji æskilegt, að skáld og rithöfundar taki upp þær kynningaraðferðir, sem þar eru við hafðar. Ekki áfell- ist ég heldur blaðamenn fyrir þeirra þátt. Þeir verða nauð- ugir viljugir að fylgja óírá- vikjaniegu lögmáli frjálsrar samkeppni um framboð og eftirspurn, einnig að þvi er varðar fréttir. Eg vil aðeins benda á þann himinvíða aðstöðumun, sem þarna ríkir, aðstöðumun, sem er svo óhagstæður fögrum bókmenntum sem framast má verða. Fyrrum var oft talað um anda og efni. Nú um sinn hef- ur efnið greinilega verið í meiri metum en andinn. Von- andi verður það andans mönn- um fremur til brýningar en ör væntingar. Við höfum okkar eigið lýðveldi, og það er meira en hægt var að segja fyrir rösk um tuttugu árum. fslenzkar bókmenntir hafa þraukað af margs konar erfiðleika. Hér eftir munu þær standa og falla með tilveru sjálfstæðs þjóð- ríkis á íslandi. Erlendur Jónsson. iiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiitiiiiiiiiMHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimmiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiip Þuríður Magnúsdóttir, Stykkishólmi ÞAÐ má ekki minna vera en ég nú á skilnaðarstund kveðji þig nO'kkrum orðum, minnist allra okkar góðu samskifta og samstarfs í önn og erli hins stríðandi dags. Við höfðum er þú kvaddir, starfað saman inn- an Góðtemplarareglunnar um 12 ára skeið, eða frá því við stofn- uðum stúkuna Helgafeil árið l'&52. Þú hafðir urig kynnzt Regl- unni. Hugsjónir hennar hötfðu brennt sjg svo inn í hug þinn og hjarta að þaðan viku þær aldrei. Þanniig eru allir góðir hugsjónamenn. Tryggð þeirra endist til æfiloka. Það er ekki spurt um hvort nokkuð sé upp úr þessu að hafa. Hitt er aðal- málið, hvað ég get gert til gagns og þá eru kraftar ekki sparaðir. Þannig varst þú jaifnan. Því verða minningarnar sem etftir lifa hlýjar og heiðar. Fyrir tní- festi þína, mildi og mannúð þakka Stykkisihólmsbiiar nú að leiðariokum. Þú áttir því iáni að fagna að alast upp á góðu og grandvöru heimili. Vel man ég foreidra þína Soffíu Gestsdóttur og Magn ús Friðriksson hreppstjóra, sem sýndu mér ætíð sanna góðvild og tel ég mikla gætfu að á íyrstu árum mínum hér í Stykk ishólmi stóð hús þeirra mér allt- af opið. Samstarf mitt við föður þinn verður mér iengi í minni. Fæðingarstaður þinn Knarrar höfn í Dalasýslu er um margt sérkennilegur og geri ég ráð fyr ir að ýmislegt þaðan hafi brennt sig inn í vitund þína og mótað þig og enzt þér jafnan. >ú tókst ung tryggð við Daiina. Þar híir þú þín æsku og manndóms- ár, eignaðist mann þinn Sigfinn Sigtryggsson úr Laxárdainum sem ætíð hefir reynzt þér sterk- ur förunautur. Gestrisni ykkar hjóna gleymist engum er hennar nutu. Hús ykkar stóð jafnan op- ið þeim sem að garði bar. Al- úðin var þar í hásæti. Dugnaður þinn og iðjusemi til •hinstu stundar og aldrei var á þér að sjá að neitt væri erfitt, þvert á móti, ailir hlutir mögu- legir. Að starfi var jatfnan með gleði gengið. Bkki get ég lokið svo þessum orðum að ég minn- ist ekki hinna mörgu sólargeisia í lífi þínu. Þar ber hæst einka- dóttur ykkar írú Soffíu og mann hennar Sigurð Skúlason fyrrum hótelstjóra hér og börn þeirra. Áirvekni þeirra og ástúð í ykkar garð var slík að ekki verður betra á kosið. Auðvitað voru Hjartans þakkir til allra er giöddu mig með gjöfum og skeytum og nærveru sinni á sjötugs afmæli mínu, 4. júlí sL Anna K. Bjömsdóttir, Svefney jum., Þökkum af alhug öllum þeim, sem sýndu okkur sam- úð og vinarhug við andlát og jarðarför eiginkonu minn- ar og móður, JÓRUNNARJÓNSDÓTTUR Lokastíg 16. Sigurður S. Lárusson, Garðar S. Sigurðsson. Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarð- arför móður minnar, tengdamóður og ömmu PÁLÍNU ÞÓRÐARDÓTTUR Þorsteinn Björnsson og fjölskylda. margar reynslustundir sem þú vurzt að ganga í gegn um bæði veikindi og erfiðieikar, en úr hverri raun komstu heil og ó- skert. Safnaðir nýju þreki o.g hélzt svo fram um veg. Þannig man ég þig bezt. Oft kom ég á heimiii þitt til að ráðgast við ykkur hjónin um hvað væn og- ast væri til eflingar féiagsiif- inu í bænum okkar. Oft var ég mjötg huigsi er ég kom að dyr- um, en ákveðnari og vonbetri er ég hélt á braut. Ég veit að þú hefir mörgum miðiað af þinni reynslu og gömlum fróðleik og þessvegna verður það margur sem dvelur með hugann við Stykkishólm í dag og margar minningar sem helgaðar verða þér á þessari ^kilnaðarstund. Ég finn að í baráttu huigsjóna Reglunnar erum við hér góðuon liðsmanni fátækari. En við eig- um líka þær minningar í sam- skiftunum sem verða okkur til uppörfunar. Við blessum því minningu þína og um leið sendum eftir- lifandi manni þínum og öðrum ástvinum innilegar samúðar- kveðjur. Árni Helgason AXH6GID að borið saman við útbreiöslu er langtum ódýrara að auglýsa i Morgunblaðinu en öðrum blöðum. Málflutningsskrifstofa Sveinbjorn Dagfinss. iirL og Einar Viðar, ndi. Hafnarstræti 11 — Simi 19406 Suitd- bolír Sund- heftur verzlnnin laugavegi 25 simi 10925

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.