Morgunblaðið - 15.07.1964, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 15.07.1964, Blaðsíða 23
Miðvikudagur 15. júlí 1964 MORGUNBLAÐIB 23 EINS og greint var frá í Mbl. sl. sunnudag fengu tveir bræð ur frá Akureyri, þeir Jóhann- es og Ásgeir Kristjánssynir, ™jög góða veiði í Laxá í Þing eyjarsýslu sunnudaginn 5. júlí sl. Fyrir hádegi fengu ÞÓr 16 laxa í Laxamýrar- landi neðra (við Æðarfossa). Siðar um daginn fengu þeir sex laxa í Hólmavaðslandi. þannig að dagsveiðin varð 22 laxar á tvaer stengur og er það ekki lítil veiði, er þess er gætt að laxarnir voru frá 10—17 pund að þyngd. — Myndin sýnir þá bræður með morgunveiðina úr Laxamýrar landi, 16 laxa. Myndin er tek- in við veiðiheimilið að Laxa- mýri, sem sést í baksýn. — (Ljósm. Mbl.). Krossinn sýnir, hvar Mjöll RE bjargaði skipbrotsmönnunum af Brimli um 18 sjómílur NV af Garðskaga. Var þá gúmmibátur þeirra á reki út á opið haf af alfaraleiðum skipa. Brozil í Beykja- yík í gærdag l£ GÆRDAG kom hingað hið jgtæsilega bandaríska skemmti Iferðaskip Brazil, sem komið hefur hingað einu sinni áður í sumar. Skipið flutti að þessu sinni um 450 farþega, nálega allt bandaríska skem.mti(erða menn. Skipið átti að koma hingað kl. átta í gærmorgun, en því seinkaði á leiðinni og kom það Iekki fyrr en um kl. 2 e.h. Er í land kom fóru farþegar, þeir sem þess óskuðu, í Þjóðminja- safnið og síðan var farin ferð til Hveragerðis þar sem gróð- urhús Eden voru skoðuð. Er 1 frá Hveragerði kom fóru far- þegar í Minjagripaverzlanir í Miðbænum, en héðan hélt skipið áleiðis til Norðurlanda um kL. 7 í gærkvöldi. Næsta skemtiferðaskip er væntanlegt hingað á þriðju- dag. Er það Hanseatic, eitt glæsilegasta skip, sem V- Þjóðverjar eiga. Hanseatic hefur ekki komið hingað fyrr. Fyrirgreiðslu varðandi Brazil annaðist Cook-umboðið, Ferða ikrifstofa Zoega. Það mun einnig annast fyrirgreiðslu varðandi Hanseatic. Flaut á sjóstakkn- iim og var bjargað ÞAÐ óhapp vildi til á sunnudags- kvötd, er vélbáturinn Glaður frá Vestmannaeyjum var á heimleið úr róðri, að einn skipverja, Sig- urður Hreinsson, féll fyrir borð, en var bjargað nær samstundis. Er talið. að Sigurður hafi fengið aðsvif og fallið útbyrðis, en hann flaut á stakknum, því að logn var, og gátu skipsfélagarnir bjarg að honum. Sigurður liggur í Sjúkrahús- inu í Vestmannaeyjum og er líð- an hans talin góð. Níu flýðu vestur Múnchen, 14. júlí (NTB) í DAG tókst níu Austur-Þjóð- verjum að flýja yfir landamærin til Vestur-Þýzkalands. Þeirra á meðal var einn landamæravörð- ur. — Höfðu gefið upp afla von Framihald af bJs. 24 um borð í hann og á flot. Sáu þeir, þegar Brimill brann niður að yfirborði sjávar. Engin skip voru nálæg, er þetta gerðist, en síðar um kvöldið og í íyrrinótt urðu þeir varir við ferðir skipa, sem voru ekki meira en í kílómet ersfjarlægð. Skutu þeir þá upp þremur neyðarblysum, sem voru um borð í gúmmíbátnum, en tókst ekki að vekja á sér at- ÓHAGSTÆTT veður var í síð- ustu viku, en þrátt fyrir það var síldveiði sæmileg. Veiðisvæðið var á svipuðum slóðum og vikuna áður, þ.e. frá Glettinganesgrunni suður að Gerpisflaki. Vikuaflinn nam 156.256 málum og tunnum og var þá heildar- magn á land komið 1.022.371 mál hygli, og sigldu skipin fram- hjá. Veður var ekki slæmt þennan sólarhring, sem gúmmíbáturinn var á reki, en Jón sagði, að mjög kalt og hráslagalegt hefði verið í honum, því að botn hans er ein- faldur. Þeir höfðu engan mat og ekkert drykkjarvatn og voru ekki búnir fyrir slíkar hrakfarir. Síðdegis í gær höfðu þeir feðg- ar gefið upp alla von um björgun enda rak þá bátinn út á haf úr alfaraleið skipa, straumur orðinn töluverður og spáð suðaustlæg- um vindi. Sagði Jón, að hefði Mjöll ekki borið að í kvöld hefði og tunnur, en var í lok sömu viku í fyrra 435.994 mál og tunnur. Aflinn hefur verið hagnýttur þannig: í salt 30578 uppsaltaðar tunnur, í fyrra 111528. í frystingu 16879 uppmældar tunnur, í fyrra 13820. í bræðslu 974914 mál, í fyrra 310646. Bræðslusildaraflinn skiptist þannig á löndunarstöðum: Heildaraflinn milljón mál og tunnur Siglufjörður 185970 Ólafsfjörður 11292 Hjalteyri 36042 Krossanes 76188 Húsavík 20008 Raufarhöfn 169934 Vopnafjörður 112694 Borgarfjörður eystri .... 8607 Bakkafjörður 12135 Seyðisfjörður 81249 Neskaupstaður .... 102258 Eskifjörður 52112 Reyðarfjörður 54202 Fáskrúðsfjörður ... . 39258 Breiðdalsvík .... 12965 „Algiör tilviliun að við sigldum fram d gúmmíbdiirms‘ — segir skipstjórinn á IXIJull „Það var hrein tilviljun, að við sigldum fram á þá feðga í gúmmibátnum", sagði Eniil Pálsson, skipstjóri á Mjöll RE, þegar hann kom til Keykja- víkur í gærkvöldi. „Við fórum út í gær og vor- um að veiðum suður undir Eldey en héldum af stað á- leiðis norður að Jökli i dag og kl. 18,15 sigldum við að gúmmí bátnum, þar sem hann var á reki um 18 sjómílur NV aí Garðskaga. Ég varð stein- hissa að sjá aðeins tvo menn um borð í tíu manna gúmmí- báti, og ég spurði þá fyrst, hvort einhverja vantaði, — hvort þeir hefðu verið fleiri“. „Og hver voru viðbrögð þeirra feðga, þegar þeir sáu ykkur?“ „Eins og gefur að skilja hef- ur þetta verið gifurlegur létt- ir fyrir þá. Þeir sögðust hafa verið úrkula vonar um björg- un, enda höfðu þeir lokað bátnum og létu sig reka án þess að hafa lengur auga með skipaferðum“. „Hefurðu áður bjargað skip brotsmönnum, Emil?“ „Nei, en mér hefur verið bjargað. Það var hérna um Emil skipstjóri Pálsson, á Mjöll RE. árið þegar við á togaranum Fylki fengum tundurdufl á síðuna vestur á Hala“. sennilega verið langt að bíða næstu skipskomu. Þeir feðgar báðu blaðið um að færa skipverjum á Mjöll beztu þakkir fyrir björgunina og fcá- bæra aðhlynningu um borð. Brimill RÆ 100 var 6 smálesta trilla, eign Elínar Jónsdóttur, Höfðaborg 52. Upptök jarð- skjálítans í mynni Skagafjarðar SAMKVÆMT upplýsingum Veð- urstofunnar mældist jarðskjálfa- kippurinn, sem fólk varð vart við í Skagafirði um 6-leytið á laugardag, vel á jarðskjálftamæl- um hér í Reykjavík og á Akur- eyri. Eru upptök hans talin vera i mynni Skagafjarðar, eða á svipuðum slóðum og upptök jarð skjálftans í fyrra. Á ísafirði varð fólk einnig vart við kipp- inn, en þar var hann mjög væg- ur. Eins og sagði í frétt blaðsins i gær töldu sjonarvottar, að hrunið hefði úr Drangey og Þór- arhöfða við jarðskjálfann, en ekki var kunnugt um það í gær, hversu mikið hrun það hafi ver- ið. Ferskfiskverð ákveðið VERÐLAGSRÁÐ sjávarútvegs- ins hefur tilkynnt lágmarksverð á ferskfiski tímabilið 1. júní til 31. des. n.k. í tilkynningunni segir að ríkisstjórnin hafi ákveð- ið að greiða þá viðbót við hið úrskurðaða ferskfiskverð að það verði hið sama og gilti tímabilið 1. janúar til 31. maí s.l. og hlut- fallslega viðbót við verð á smá- fiski, en þessi viðbót samsvarar 4% á hið úrskurðaða verð. Til- kynningin um verðið er birt í heild á öðrum stað í blaðinu. Þjóðnýta banka og tryggingarfélög Bagdad, 14. júlí (NTB) FORSÆTISRÁÐHERRA fraks, Taher Yehia hershöfðingi, til- kynnti í dag að stjórnin hefði á- kveðið að þjóðnýta öll trygging- arfélög landsins og nokkra banka. Einnig hafa verið samþykkt ný lög þar sem segir að dauðarefsing eða ævilöng hegningarvinna bíði þeirra, sem reyni að framkvæma skemmdarverk í sambandi við þjóðnýtinguna. íslendingar Framhald af síðu 24 (á eftir Japan) fram á sjötta tug aldarinnar. Þar hefur fisk- aflinn lengi verið stöðugur ár hvert, jafnan um 3 milljón tonn. Þessi nítján ríki öfluðu meira en 500.000 tonn árið 1962: Japan ........ Perú . .'..... Meginlands- .. Kina ....... Sovétríkin .... Bandaríkin Noregur ...... Kanada ....... Suður-Agríka . og Suðvestur Afrika...... Spánn ........ Indland ...... Bretland...... Indónesía . ... Danmörk og .. Færeyjar fsland ........ Frakkland .... Chile ........ Vestur- ...... Þýzkaland .. Portúgal...... Filippseyjar .. tæp 7.000.000 tæp 7.000.000 um 5.000.000 3.616.500 3.000.000 1.338.000 1.115.000 1.062.700 1.006.000 973.900 944.400 943.000 928.400 832.600 737.000 638.600 632.700 518.200 504.700 Á þessum fimmtán árum (1948—1962) jókst alþjóðlegur kaupskapur með fisk- og fisk- afurðir meira en nokkru sinni áður. Einn fjórði til eins þriðja hluta alls fiskafla og allra fiskafurða fara nú yfir ein eða fleiri landamæri, áður en þær komast í hendur neyt- enda. Alþjóðaviðskipti með fisk nema nú árlega um 1.500 milljónum dollara (um 67.500,000,000 ísl. kr.) Allt bendir til þess, að 'fiskveiðar og fiskverzlun muni halda á- fram að aukast, enda eru mikl ar vonir bundnar við, að sjór- inn muni í enn ríkara mæli gefa af sér afurðir til að seðja vannærðar og hungraðar þjóð ir. —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.