Morgunblaðið - 15.07.1964, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.07.1964, Blaðsíða 6
6 Miðvikudagur 15. júlí 1964 MORGUNBLAÐIÐ að eðlilegt sé fyrir þróun byggð- arinnar á Yestfjörðum, að þar myndist nokkur þéttbýlissvaeði með fjölbreyttu athafnalífi og fullkominni þjónustu á sviði skóla, heilbrigðis- og menningar- mála. Slíkir byggðakjarnar rnyndu einnig verða strjálbýlinu til hagræðis og eflingar. Yfir- lýsingum kjördæfnisráðsfundar- ins lýkur með þessum orðum: „Aðalfundurinn skorar á alla Framhald á bls. 8 íulltrúar á aðalfundi kjördæmisráðs Sjálfstæðismanna á Vestfjörðum. I»á voru gerðar ýmsar ályktan- ir um hagsmunamál Vestfirðinga. X heildarályktun sem lögð var lyrir fundinn af stjórn kjördæmis raðsins var lýst þeirri skoðun, Ágætur aðalfundur kjördæmis' ráðs Sjálfstæðisflokks- ins á Vestfjörðum Jónatan Einarsson, Bolungarvík einróma endurkjörinn formaður AÐALFUNDUR kjördæmaráðs Sjálfstæðisflokksins í Vestfjarða- kjördæmi var haldinn í Bjarkar- lundi í Reykhólasveit og að Voga landi í Króksfjarðarnesi um síð- ustu helgi. Sóttu fundinn fulltrú- ar frá samtökum Sjálfstæðis- msnna í öllum héruðum Vest- fjarða. Jónatan Einarsson, fram- kvæmdastjóri í Bolungarvík, for- maður kjördæmisráðsins, setti fundinn og minntist í upphafi Ara Kristinssonar, sýslumanns Barðstrendinga, sem eins og kunnugt var var einn af forystu- mönnum Sjálfstæðismanna á Vestfjörðum. Minntist formaður þessa mikilhæfa embættismanns og góða félaga og risu fundar- menn síðan úr sætum í virðingar skyni við minningu hans. Formaður tilnefndi síðan As- mund B. Ólsen, oddvita á Pat- reksfirði, til þess að vera fund- arstjóri. Fundarritari var Jcjör- inn Óskar Kristjánsson á Suður- eyri. Jónatan Einarsson, formaður kjördæmisráðsins, flutti siðan ítarlega skýrslu um störf stjórn- arinnar og kjördæmisráðsins. Ræddi hann þar jafnframt ýmis framtíðarhagsmunamál Vest- fjarða. Þá fluttu þingmenn Sjálfstæð isfiokksins á Vestfjörðum, þeir Sigurður Bjarnason, Þorvaldur Garðar Kristjánsson og Matthí- ais Bjarnason ávörp. Ræddu þeir þar stjórnmálaviðlhorfið en gerðu einnig mörg hagsmuna- mál Vestfirðinga og nauðsynleg ar framkvæmdir og uppbygg- ingu á Vestfjörðum að umræðu efni. Síðan var kosið í nefndir og fundi síðan frestað til morguns Var þessi fyrsti fundur aðalfund arins haldinn í gistihúsinu að Bjarkarlundi og hóíst kl. 9 um kvöldið og stóð fram undir mið nætti. Var ræðum þingmanna og formanns kj ördæmisráðsins ágætlega tekið. Sunnudagsf undurinn Á sunnudagsmorgun hófst fundur kl. 10. Var hann haldinn í félagsheimfiinu að Vogalandi í Króksfjarðarnesi. Formenn full- trúaráða Sjálfstæðismanna í hin um ýmsu 'héruðum gáfu nú skýrslur um félagsstarfsemina hver á sínu félagssvæði. Fyrstur talaði Baldur Bjarnason, bóndi í Vigur, formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðismanna í Norður-ísa- fjarðarsýslu. Þá talaði Einar Ingvarsson, bankastjóri varafor- maður fulltrúaráðsins á ísafirði og síðan Arngrímur Jónsson for- maður fulltrúaráðsins í Vestur- ísafjarðarsýslu, Vígþór Jörunds son, formaður fulltrúaráðsins í Strandasýslu og Jóhannes Árna- scn, varaformaður kjördæmis ráðs Sjálfstæðismanna í Barða strandasýslu. Þá las Marselíus .Berniharðs- sont skipasmíðameistari, reikn- inga kjördæmisráðs og Finnur Th. Jónsson, verzlunarmaður í Bolungarvik, gerði grein fyrir störfum blaðstjórnar. Stjórnin endurkjörin Var síðan gert matarhlé. Fundur hófst síðan aftur að Vogalandi kl. 3 síðdegis. Fóru þá fram kosningar í stjórn og ýmsar nefnir. Formaður kjör- dæmaráðsins var endurkjörinn með samhljóða atkvæðum Jóna- tan. Einarsson í Bolungarvík, en Jónatan Einarsson, formaður Kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokks- ins á Vestfjörðum (t.v.) og Sigurður Bjarnason, alþingismaður frá Vigur. — Ljósm.: Högni Torfason. Barnamyndir Ráðsettur maður var að ræða um dagblöðin við mig hér á dögunum og mér þótti hann íhaldssamur í náati sínu á blaðaefni. Og svo sagði hahn: „Já, og ekki skil ég í ykkur að vera að birta allar þessar barnamyndir.“ Ég spurði við hvað hann ætti. Jú, það voru giftingar- myndirnar. Hann sagði, að þetta blessað fólk, sem gengi í hjónaband nú á dögum, væri mest börn, eða hálfgerð börn, sem enn væru í pilsfaldri mæðra sinna. í fyrsta lagi sagði ég honum að brúðarmyndirnar væru með al vinsælasta efnis blaðanna, ekki aðeins á Islandi, heldur líka í nágrannalöndunum. í öðru lagi sagði ég, að það væri alltaf matsatriði hvenær fóik væri of ungt til þess að gan,ga í hjónaband. Sumir yrðu aldrei nógu gamlir. Óvelkomin Og svo fór sá gamli auðvit- að að tala um liðna daga, en sagði síðan, að nú á dögun teldust það engin stórtíðindi þótt 15 ára börn eignuðust börn — og nýstúdentar væxu otft á tíðum eins eða tveggja barna mæður — eða feður. Þann’g hefði það ekki verið í nans ungdæmi. Ég beld að þessi þróun á ís- landi sé ekkert einsdæmi. Þannig er þetta víða um lönd, en hins vegar hljóta að vera takmörk fyrir því hve ungar stúikur mega vera til þess að taka að sér hlutverk móður- innar. Sennilega ber það of oft við hjá okkur, að mæðurn- ar eru of ungar — og fellur það þá oft í hlut ömmu og afa barnsins að annast það. Því miður virðast margir óvelkomn ir í þennan heim að fyrgreind um ástæðum. Bæjarprýði Myndastyttum 1 bænum hef- ur fjölgað í sumar. Þær setja fallegan svip á bæinn og Reyk víkingar kunna greinilega vel að meta þetta framtak. Það kemur varla fyrir, að ekki séu einn eða fleiri að virða fyrir sér Útlaga Einars Jónssonar, •þegar ég ek Hringbrautina, ekki síður ungir en gamlir. Vonandi verður haldið áfram að steypa eftir verkum lista- manna okkar til þess að prýða borgina enn meira. Margir hafa fylgzt með Ás- mundi síðustu sumrin, því hann heldur áfram ótrauður að steypa verk sín í stækkaðri mynd og það er mikið starf, sem þar hefur verið unnið. Og vafalaust á það starf eftir að gleðja marga um ókomna framtíð. Soðin ýsa og steikt Við höfum sjálfsagt nóg af veitingahúsunum hér í höfuð- staðnum. Mér finnst þó allt- af, að hér vanti eitt veitinga- hús í viðbót, nefnilega hús, sem aðeins biði upp á fisk og fiskrétti. Við státum af því að vera mesta fiskveiðiþjóð í heimi (miðað við fólksfjölda) og all- stór fiskveiðiþjóð, þótt ekki sé miðað við höfðatölu. Þetta vita útlendingar, þegar þeir koma hingað — og svo sannarlega búast þeir við að fá mikið og gott úrval fiskrétta á matsölu- stöðum. Þeir, sem ekki fara á dýr- ustu veitingastaðina, eiga sjaldnast völ á öðru en soð- inni ýsu, eða steiktri. Á dýr- ustu og beztu veitingastöðun- um er hægt að fá eitt og ann- að fiskmeti og er það þá eink- um síld, sem hægt er að velja úr. Að öðru leyti er lítið um fiskrétti á flestum veitingastöð um og útlendingum er helzt boðið upp á „snitsei“ eða eitt- hvað þvíumlíkt, sem þeir e.t.v. eru búnir að fá ofnæmi fyrir heima hjá sér. Aum frammistaða Á íslandi þykir ekki „fínt“ að borða fisk nema lax sé. Þetta vita aHir. Víða erlendis þykir hins vegar „fínt“ að fara á veitingastaði, sem sérhæfa sig í framreiðslu fiskrétta. Og þegar tillit er tekið til þess, að afkoma almennings í land- inu er að meira eða minna leyti háð síldveiðunum, þá er það hálf aum frammistaða hjá okk ar annars ágætu matsveinum að hafa ekki margbreytilegri síldarrétti á boðstólum. Það er áreioaniega hægt að búa til þúsuruil mismunandi fiskrétti úr þeim fisktegundum, sera berast á land hér — og á ís- landi ættu að vera þvilíkir snillingar í að matbúa fisk, að orð færi af þeim víða um lönd. — En við höldum áfram að borða soðna ýsu og gefa gest- um okkar „snitsel". meðstjórnendur þeir Marselíus Bernharðsson, Isafirði, Óskar Kristjánsson, Suðureyri, Jóhann- es Árnason, Patreksfirði og Guð- brandur Benediktsson, Brodda- nesi. Sðan var kosið í flokksráð og ýmsar nefndir. sem starfa innan samtakanna. Sjálfvirka þvottavélin LAVAMAT „nova 64“ Fullkomnari en nokrku sinni. Óbreytt verð. AEG-umboðið Söluumboð: H Ú S P R Ý »1 H.F. Sími 20440 — 20441

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.