Morgunblaðið - 15.07.1964, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.07.1964, Blaðsíða 10
10 MORCU N BLAÐIÐ Miðvikudagur 15. júlí 1964 {•.'■y.v.. fe V: v Þeir sluppu yfir um. Tveir bræður, 19 og 21 árs, klöngrast yfir gaddavirinn á landamærunum til V- Hl? YiJX-aM XftZiAi Bandarískir stjórnmálamenn taka ekki sjalfa sig alltaf hátíð- lega — og eiga það til að bregða sér í ýmis gervi til fjáröflunar fyrir góðgerðafyrirtæki eða til að afla sjálfum sér fylgis. Barry Goldwater, sem ef að líkum lætur verður forsetaefni repúblik- anaflokksins við kosningarnar í haust, sló tvær flugur í einu höggi er hann brá sér í indíánabúning og dansaði stríðsdans af miklum móð á góðgerðaskemmtun verzlunarmanna í Arizona. Forsætisráðherra Ceylon, frú Sirimavo Bandaranaike, brosir kurteislega að því sem sessunautur hennar, Kwame Nkrumah, forseti Ghana er að segja henni, en ekki vitum við hvað það var. Myndin var tekin á samveldisráðstefnunni í London. Lafði Sara hlær þegar Linley greifi kitlar hana undir hök- una. Þau hávelbornu skötuhjú eru annars systkini og börn ljós myndarans, sem er enginn ann- ar en Anthony Armstrong— Jones. Og þá vita víst flestir, hver það er sem heldur ung- frúnni í örmum sér, því það er auðvitað hún mamma hennar, Margrét prinsessa, sem ól dótt- urina 1. maí sl. Kennedy öldungadeildarþingmaður á heimleið. — Edwárd Kennedy, yngri bróðir hins látna forseta Bandaríkjanna, brosir lítillega og veifar hendinni er hann hverfur heim frá sjúkra- húsinu sem hann hefur hýst sl. þrjár vikur, síðan hann lentl í flugslysinu sem hryggbraut hann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.