Morgunblaðið - 15.07.1964, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.07.1964, Blaðsíða 4
4 MORGU N BLAÐIÐ Miðvlkudagur 15. júlí 196.4 Svefnbekkir — svefnsófar — Sófasett BÓLSTRUN ÁSGRtMS, Bergstaðastr. 2. Sími 16807 Gróðurmold heimkeyrð. — Sími 23276. Reykvísk stúlka, María, sem stundaði nám við Oxford-Centre sumarið ’57 er vinsaml. beðin að hafa samband við dr. Tomas Ramos, c/o Spánska kons- úlatið, Reykjavík. Stólar til sölu Um 300 notaðir bíóstólar til sölu með vægu verði. Nánari uppl. gefur Hafliði Guðjónsson Sími 11659. Nýtt sjónvarpstæki, 23”, með báðum kerfum, í skiptum fyrir bíl, ekki eldri árgerð en ’50. Uppl. í síma 37487. Notað mótatimbur til sölu 1x4, 1x6. Hlíðarveg 139 eftir kl. 7. Pylsustoppari Óska eftir rafmagnsstopp- ara. Uppl. í síma 19245 eftir kl. 7. Til sölu 4 kóna borvél til sölu. Uppl. í síma 36472. Til sölu útvarpstæki í Ford ’49-’53. Kr. 2.500,-. Til leigu vinnuskúr. — S t æ r ð ca. 1,50x3,50. Sími 40782. Hjón með tvö böm óska eftir lítilli íbúð strax eða í ágúst. Tilboð merkt: „Lítil — 4841“ sendist afgr. Mbl. Vel hýst jörð óskast í nágrenni Reykja- víkur. Tilboð sendist afgr. Mbl., merkt: „4843“. 3ja herbergja íbúð, sem næst Miðbænum ósk- ast fyrir tvær fullorðnar konur. Tilboð sendist Mbi., merkt: „4845“. Lokað vegna sumarleyfa frá 20. júlí til 10. ágúst. • Skóvinnustofa Kjartans Jenssonar Bollagötu 6. Lítil íbúð óskast 1—2 herbergi og eldhús óskast til leigu sem fyrst fyrir eldri konu. Uppl. í sima 23436. Lóðastandsetning Fróði Br. Pálsson. Simi 20875. Og er hann var orðinn fullkominn gjörðist hann ölium þeim, er hon- um hlýða, hofundur eilífs hjálpræðis (Hebr. 5, 9). í dag er miðvikudagur 15. júlí og er það 197. dagur ársins 1964. Eftir lifa 169 daga*. Árdegishá/Iæði kL 10.54 Bilanatilkynningar Rafmagns- veitu Keykjavikur. Simi 24361 Vakt allan sólarhringinn. Næturvörður er í Laugavegs- apóteki vikuua 20.—27. júní. Slysavaróstofan i Heilsuvernd- arstöðinni. — Opin allan sóiar- hringinn — simi 2-12-30. Næturvörður er í Lyfjabúðinni Iðunn, vikuna 11. júli til 18. júlí. Neyoarlæknir — simi: 11510 — frá kL 1-5 e.b. alla virka daga uema laugardaga. Kópavogsapótek er opið alla virka daga kl. 9:15-3 iaugardaga frá kl. 9,15-4., helgidaga fra kl. 1-4 e.h. Simi 40101. Helgarvarzla laugardag til mánudagsmorguns 11.-13. júli Bjarni Snæbjörnsson. Nætur varzla aðfaranótt 14. jii'í Jósef Ólafsson og 15. jiilí Eiríkur Björnsson. Holtsapótek, Garðsapótek og Apotek Keflavikur ern opin alla virka daga kl. 9-7, nema laugar- daga fra ki. 9-4 og helgidaga frá kl. 1-4. eJi. Orð fifsins svara I slma 1000«. 75 ára er í dag Þórhildur Vildi- marsdóttir kennslukona, Hjarðar haga 24, Reykjavík. Hún verður að heiman í dag. Torfi Björnsson, sjómaður, Hrafnistu, Dvalarheimili aldraðra sjómanna, varð 80 ára 13. júlí. Nýlega voru gefin saman í hjónaband í Dómkirkjunni af séra Jóni Auðuns ungfrú Jórunn Magnúsdóttir (Danielssonar), Sogavegi 92 og Stefán H. Sbefáns son (A. Páisson), Stigahlíð 4 (Studio Guðmundar Garðastræti) Systkinabrúðkaup. 11. þ.m. voru gefin saman í hjónaband Bergdiís Kristjánsdóttir ag Þor- geir Örn Eliasson og Betzy Blias- dóttir og Kristján Friðjónsson. Föðurbróðir þeirra systkina gaf þau saman, séra Sigurður Krist- jánsson, ísafirði. (Ljósmynd: Studio Guðmundar) VÍSUKORM DRAUMVÍSA Dimmt er á dökkum móðu, djarfar ei fyrir stafni. En róðu bara og róðu og róðu í drottins nafni. sá NÆST bezti Farþegi á skipi bað manr. að lána sér gleraugu. Hann gerði það. „Geturðu svo gert "vo vel og lánað mér bókina. sem þú ert að les«t í, því þú getur ekkert iesið gleraugnaiaust“. Þekkirðu landið þitt? VATNSDALSHÓLAR. — Þrennt er óteljandi á íslandi: Eyjar á Breiðafirði, vötn á Tvidægru og Vatnsdalshólar. En Vatnsdalshólar hafa flleira til síns ágætis, þvi að þeir eru einkennilega fagrir og eiga hvergi sína jafningja. Hafa margar getgátur komið fram um hvernig þeir hafi myndast og var lengi svo, að enginn gat ráðið þá gátu, ekki einu sinni hinn frægi jarðfræðingur Þorvaldur Thoroddsen. Það kom í hlut sveitarbónda, Jakobs Líndal á Lækjarmóti, að finna skýr- ingu á gátunni. Ritaði hann um það grein í Náttúrufræð- inginn 1936. Hann sýndi fram á, að stór spilda hefði brotnað ofan af fjallinu og hlaupið fram þvert yfir dal- inn. Þar sést enn skarðið eft- ir þetta fjallsbrot og er mik- ið. Þetta ógurlega hrun hef- ir orðið á ísöld, því að niðri í dalnum sjást engin merki eftir skriðuna. Þar hefir hún fallið niður á skriðjökul og hann borið hana burt svo gjörsamlega að þar sjást engin örmul hennar. En björgin, sem staðnæmdust vestan við skriðjökul, hafa orðið eftir og þar hafa þau smám saman moinað niður, þar til þau urðu að strýtu- mynduðum hólum. Þjóðveguxinn lá fyrrum í gegnum Vatnsdalshóla og þótti sú leið fögur og ein- kennileg. Nú hefir hann ver- ið færður norður fyrir hól- ana, svo að fæstir komast í kynni við hólana öðru vísi en sjá þá tilsýndar. Þó fara ýmsir gamia veginn að gamni sínu, einkum þó þeir, sem ferðast á hestum, og finnst það ævintýri líkast. FRÉTTIR Óháði söfnuðorinn. Skemmtiferðin verður farin sunnudaginn 19. jillí kl. 9 Farseðlar seldlr hjá Andrési á Laugavegi 3. Frá orlofsnefndinni í Hafnarfirði. Enn geta nokkrar konur komizt að í Lambhaga. Upplýsingar hjá Sigurrósu Sveinsdóttur, sími 50958 og Soffíu Sigurðardóttur síini 50304 Kópavogsbúar 70 ára og eldri eru boðnir í skemmtiferð þriðju- daginn 28. júlí. Farið verður frá Félagsheimilinu kl. 10 árdegis og haldið til Þingvalla, síðan um Lyngdalsheiði og Laugardal til Geysis og Gullfoss. Komið að Skálholti. Séð verður fyrir veit- ingum á ferðalaginu. Vonandi sjá sem flestir sér fært að verða Miðvikudagsskrítlan Tengdamóður han.s Árna, sem komin var yfir nírætt, varð smá- vegis lasin. Kunningi Árna spurði hann hvort gamla konan ætlaði nú að fara að kveðja þenn an heim. Ónei, það er nú eitt- hvað annað, svaraði ÁrnL Hún drepst aldrei. Ég er viss um að á dómsdegi verða þeir að draga hana út og skjóta hana. með. Allar frekari upplýsingar gefnar í Blómaskálanum við Ný- býlaveg og í síma 40444. Þátttaka tilkynnist ekki síðar en 22. þm. SkemmtiferO Fríkirkjusafnaðarmi verður að þessu sinni farin í Þjórsár- dal sunnudaginn 19. júlí. Safnaðarfóllc mæti við Frikirkjuna kl. 8 f.h. Far- miðar eru seldir í Verzluninni Bristol, Bankastræti. Nánari upplýsingar eru gefnar í simum 18789, 12306, 36675 og 23944. Séra Grímur Grímsson hefur við- talstýna alla virka daga kl. 6—7 e h. á Kambsvegi 37. Sími 34819. Vantar heimili Einn af fulltrúum á þingl lútheraka heimssambandsins, sem haldið verður hér í Reykja- vík dagana 30/8. — 6/9. kemur með 2 börn sín á ferminigaraldri með sér. Hann er bandarískur. Hann óskar eftir að koma þeim þennan tíma til dvalar á heimili í Reykjavik. Þeir, sem vildu sinna þessu snúi sér til séra Ólafs Skúlasonai í síma 11782 eða 12236. Vinstra hornið Þeir, sem þarfnast mest góðra ráða, kæra sig sízt um þau. ÁLAGABLETTIR Hjátrú og vitleysa kerling-! Nú er ég rétt búin aS slá álaga blettiim og ekkert skeður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.