Morgunblaðið - 15.07.1964, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 15.07.1964, Blaðsíða 20
20 MORGU N BLAÐIÐ Miðvlkudagur 15. júlí 1964 Hjosephine EnnÁR~ Eg véit ekki. Eg veit ekki ann að en það, að um leið og Brend an teymdi Cornucopia inn, kom Dan fram úr mannþrönginni og miðaði byssu á bróður sinn. Eg æpti, en um leið og ég gerði það. hljóp Soffía fram. Eg heyrði skot hvell, hesturinn prjónaði og með an Brendan var að reyna að stilia hann, sá ég Soffíu hníga niður í grasið. Eg hljóp til hennar og lagði höfuðið á henni á öxlina á mér Hatturinn hafði dottið af henni og ljósa hárið hrundi niður um okkur. Rétt neðan við annað brjóstið var mjótt, sviðið gat á fallega, græna kjólnum hennar, og á vörum hennar var blóð- froða. Vestry og hestasveinninn höfðu teymt hestinn burt og Brendan kraup við hliðina á okkur. — Hreyfðu hana ekki, Rósa, sagði hann. — Hreyfðu hana ekki! Hann léit upp á glápandi andlitin kring um okkur og sagði: —Náið þið fljótt í lækni! Eg sá Berman hlaupa af stað. Woodbourne lávarður stóð kyrr á staðnum, eins og stirðnaður upp af hryllingi. Og þá starði ég á Dan. Hann kom hægt í áttina til okk ar og enginn virtist gera neitt til að halda aftur af honum. Það var eins og enginn gæti sig hreyft. Hann kom að og stóð þarna yfir Soffíu, með hægri höndina í vasanum. Hún leit upp og brosti. — Veslings Dan, sagði hún máttleysislega. — Fyrirgefðu mér . . . Og það var eins og járn hart andlitið á honum linaðist allt upp. Hún sneri höfðinu að mér og enn var þetta einkenni- lega blíðubros í svipnum. Mér fannst Soffía vera svo ung, alveg eins ung og áður en mamma okkar dó, og áður en pabbi sendi hana út til að vinna fyrir sér með söng. Hún lyfti hendi og snerti andlitið á mér, og ástin skein ú.t úr bláu augun- um. . ■— Það Iítur ekki út fyrir, að ég komi í brúðkaupið þitt, Rósa. En þá kom eitthvað rautt, sem litaði hendurnar á mér, og hún hneig niður, yfir mig. Brendan tók hana frá mér og hún gaf upp öndina í örmum hans, eins og hún hefur líklega sjálf óskað. Það leið ekki yfir mig. Eg man, að ég stóð þarna orðlaus og mátt- laus og eins og altekin sorg, og mér fannst, að ég yrði að gráta, annars yrði mér um megn að þola þetta lengur. Eg varð vör við æðisgengin óp í mannfjöld- anum og að Soffía lá þarna i grasinu. Eg sá, að Brendan íór úr frakkanum sínum til að breiða hann yfir hana, og að Wood- bourne lávarður stóð þarna og tárin runnu niður eftir kinnun- um á honum. Og ég man líka, að Dan sneri við og hvarf inn í mannþröngina, og að fólkið áttaði sig á því, að morðinginn hafði komizt burt, beint fyrir augum þess. En hann átti ekki langt eftir. Hann beindi byssunni að sjálfum sér, og var dáinn, þegar komið var að hon- um. Það var dauflegt brúðkaup hjá okkur, með mörgum tárum og litl um hlátri, en við Brendan vorum nú saman, og við elskuðum hvort annað. Þegar Adelaide lagði af stað, vorum við fegin að vera komin úr landinu og geta skilfð eftir alla sorgina að baki okkur og byrjað nýtt líf í nýju landi. Síðan eru nú liðin nokkur ár. I dag á ég heima á þessum stóru grassléttum og ég vakna á morgn ana við hófatak, glamur í blikk- fötum og ópin í hestasveinurium, þegar þeir eru að fara ú.t með hestana til að liðka þá. Brendan vinnur nú sjálfstætt sem tamn- iTigamaður. Hestaeigandi, sem hann hafði unnið hjá með góð- um árangri, lánaði honum pen- ingana til að koma undir sig fot unum og með sérgáfu sinni til að „sjá út“ góða hesta og ást írans á hestum, hefur hann gert þetta að góðu fyrirtæki. Marjorie giftist honum Arthur sínum og Hugh kvæntist líka á þessu ári. Eg heyri einstöku sinn um frá henni mömmu hans. Minna frænka er komin til okk ar — Woodbourne lávarður kost- aði ferðina hennar hingað og gef ur henni lífeyri. Hún er nú orð- in sjötug og er sínöldrandi, en I matartilbúningum hefur henni ekki farið aftur. Mér líður vel hérna í Ástralíu. Eg kann vel við landrýmið og frjálsræðið. Eg er hamingjusöm, af því ég er hjá manninum, sem ég elska og hann elskar mig. Við eigum eina telpu, sem heitir Soffía. Kannski hefur það verið af einhverri tilfinningasemi, að við gáfum henni það nafn. En okkur finnst bara, að ef okkur tekst að ala hana upp til að verða jafn hugrökk og góð eins og nafna hennar og auk þess heiðarleg, þá höfum við að nokkru bætt fyrir hitt lífið, sem mikið af svo góðu ... fór til spillis. Svo er voh á öðru í vor, og verði það strákur, ætl- um við að kalla hann Dan. Já, hún Soffía systir mín. Hún var vond og góð í senn. Og hún var bæði sterk og veik fyrir, blíð og grimm, en mér þótti vænt um hana og ég veit, að ég sakna hennar meðan ég lifi. (SÖGULOK). 120 BYLTINGIN í RUSSLANDI 1917 AtAN MOOREHEAD nema að hálfu leyti embættis- legar. Þau höfðu hafizt sem verk fallsnefndir, staðbundin smá- þing. Hvaða hópur manna, sem var, hafði leyfi til að stofna sov- ét; það hefðu getað verið verka mennirnir í ullarverksmiðju í Moskvu, sjómenn í Odessa, náma menn í Donetsdalnum, og í stór- borg eins og Petrograd, slógu hverfasovétin sér saman og mynd uðu borgarsovét, sem svo var kallað. Og auk þess stofnuðu stórir landshópar eins og bænd- ur, lærðir verkamenn, eins og járnbrautgrmenn sín eigin sovét kerfi. Venjulega áttu allir aðalflokk arnir — sósíalbyltingarmenn, mensjevíkar og bolsjevíkar — fulltrúa í öllum sovétunum, og kepptu um sæti í framkvæmda- nefndum eða stjórnarnefndum, en stjórnarnefndirnar voru nokkr ir helztu foringjar, sem sátu á pallinum og stjórnuðu umræð- um. Sá flokkur, sem réð yfir framkvæmdanefndinni og stjórn arnefndinni átti rétt á að senda fulltrúa, einn eða fleiri, á al-rúss neska sovétþingið, sem haldið var öðru hverju í Petrograd. Svona starfaði þá sovétkerfið, í stórum dráttum, í orði kveðnu, en í framkvæmdinni var stofn- unin mjög tilviljanakennd, og handahófsleg. Kosningar voru op inberar, oft aðeins með handa- uppréttingu. Þessar kosningar fóru ekki fram á neinum ákveðn um tímum, né sámkvæmt á- kveðnum reglum — hafi reglur verið til, var að minnsta kosti ekki farið eftir þeim. í verk- smiðjunum og herskálunum voru eilífar pólitískar umræður, og eftir því, hvernig þær fóru, skiptu menn um fulltrúa sína, sem sendir voru fyrir þeirra hönd í sovétið á staðnum. Þannig var stjórnlaus kosning í stöðugum gangi, og pólitíska andlitið á mörgum sovétum breyttist næst um vikulega. Síðari hluta ágúst- mánaðar, fram um miðjan sept embermánuð, tóku verkamenn- irnir og hermennirnir, svo að lít ið bar á, að senda æ fleiri bol- sjevíka, sem fulltrúa sína. Hinn 12. september, þegar and staðan gegn Kornilov var á há- marki, varð þýðing þessarar hreyfingar til vinstri, fyrst full komlega ljós. Petrogradsovétið samþykkti, með 279 atkvæðum gegn 115, bolsjevíkatillögu, þar sem þess var krafizt, að Rússland yrði lýst lýðveldi (enda þótt Ker ensky hefði þegar gert það), að stjórnina skyldu skipa sósíalist ar einir, að land skyldi afhent sveitasovétunum, að verkamenn- irnir skyldu ráða fyrir iðnaðin- um, að hinar leynilegu friðar- samningsgerðir skyldu ógiltar, og að þegar' í stað skyldi friður sam inn — stuttu máli sagt — stefnu skrá bolsjevíka, heil og óskert. Þetta var meiriháttar sigur, og Lenin lét ekki dragast að fylgja honum eftir. Hann skrifaði mið- stjórn flokksins frá Finnlandi, og skoraði á hann að þjarma >nú vel að Kerensky, pína forréttindi út úr honum og spilla fyrir sjórn hans á allan hugsanlegan hátt. Einn fyrsti árangurinn af þess ari atlögu að Kereftsky var sá, að Trotsky og Kamenev voru leyst ir úr háldi gegn tryggingu. — Trotsky virðist hafa verið hress- ari eftir innisetuna og kastaði sér tafarlaust út í baráttuna. Og endurkoma hans var merkið um að bjóða byrgin mensjevíkunum og sósíalbyltingarmönnunum í Petrogradsovétinu. Bolsjevíkarn- ir heimtuðu nýjar kosningar til stjórnarnefndarinnar, og unnu með 519 atkvæðum gegn 414, en 67 sátu hjá. Úr þessu var það ekki nema eitt skref að setja upp nýja stjórnarnefnd, 8. október, og þar réðu bolsjevíkar öllu. Mensjevíkinn Chkheidze, sem hafði verið forseti undanfarna sex mánuði, féll, og Trotsky sett ist í sæti hans. Að öðru leyti voru í stjórnai-nefndinni tólf bol sjevíkar, sex sósíalbyltingarmenn og þrír mensjevíkar. En þessar breytingar þýddu jafnframt það, að Trotsky og fylgjarar hans gátu nú beitt áhrifum Petograd sovétsins hjá setuliðinu — og það var mikilvægt atriði. Þeir lýstu því tafarlaust yfir, að stuðningi sovétsins við Kerensky væri lok ið, og næst kom krafa um að handtökuskipunin gegn Lenin skyldi aftui-kölluð. Svipuð straumhvörf gerðust nú um allt Riissland. Víða, jafn- vel í 'áfskekktustu borgum og þorpum, voru stofnuð sovét, sem gerðu bolsjeviskar samþykktir. Hinn 23. september snerist Moskvusovétið til vinstri og kaus bolsjevíkan Nogin forseta sinn. Innan hinna sósíalistaflokkanna var sama smitunin að verki; Tse retelli hinn hægrisinnaði foringi KALLI KUREKI Teiknari; J. MORA P ófessor Boggs! Nei — ekki þér! Ekki skjóta! Sleppið mér! — En — hvar er vísundabyssan? — Þér eruð ekki einu sinni vopn- aður! mensjevíkanna, féll fyrir Dan, sem var byltingarsinnaðri og sós íalbyltingarfiokkurinn sýndi greinilegar vinstri-tilhneigingar. Hér var Kornilov og mistökum hans mikið um að kenna. Mikilvægi þessara breytinga sést allvel af þvi, að Þjóðverjar höfðu mikinn áhuga á þeim. Rann sókn skjalanna frá Wilhelm- strasse leiðir í Ijós, að þegar 25. september var Ludendorff að benda utanríkisráðuneytinu á það, að bolsjevíkana bæri að styðja „með öllum ráðum — jafn vel hinum róttækustu“. Bolsjevíkarnir heimtuðu nú, að nýr fundur Annars alrúss- neska sovétþingsins skyldi hald- inn í Petrograd, og dagurinn var ákveðinn 2. nóvember. Með meirihluta á þessu "þingi yrðu bolsjevíkarnir í góðri aðstöðu til að berja fram stefnuskrá sína við stjórnina og jafnvel til að taka stjórnina í sínar hendur. En þessi fyrirætlun var ekki nærri nógu róttæk fyrir Lenin. Hann þjáðist af óþolinmæði. Úr griðastað sínum í Finnlandi lét hann dynja á miðstjórn bolsje- víka, skothríð af fyrirmælurn, áminningum og jafnvel beinum ögrunum. Hann ildi engin þing heldur athafnir. Hinn 25. sept- ember ritaði hann bréf, þar sem hann hvatti nefndina til að taka Við Mývatn og ... FERÐAMÖNNUM við Mý- vatn skal á það bent, að Morgunblaðið kemur sam- dægurs í blaðasöluna í Hótel Reynihlíð við Mývatn. Sama er að segja, að Morgbnblað- ið kemur einnig samdægurs í söluskálann að Einarsstöð- um. Seyðisfjörður UMBOÐ Morgunblaðslns í Seyðisfjarðarbæ er í Verzl. Dvergasteinn. Blaðið er þar einnig í lausasölu fram til kl. 11,30 á kvöldin. „Bar- inn“, veitingastofa, hefur blaðið í lausasölu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.