Morgunblaðið - 15.07.1964, Síða 13

Morgunblaðið - 15.07.1964, Síða 13
Miðvikudagur 15. jtiH 1964 MOHGUNBLAÐIÐ 13 liiiiimiitmimiiiiiiiiiitmiiiiiiimiimiitiiiimiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiitiiiniiiiitiitiiimiiitiiiiiiiiiiimiiimtiiiiiiMiiHiiiiiffi Erlendur Jónsson: UM BOKMENNTIR Skáldskapur og lýiveldi i. VIÐ fslendingar minntumst tuttugu ára afmælis lýðveldis- ins á síðasta þjóðhátíðardegi okkar. Tuttugu ár eru ekki ■ langur kafli í sögu þjóðar. Ekki eru þau heldur neinn óratími í vitund þeirra, sem komnir eru til fullorðinsára. En fyrir þeim, sem enn eru ungir að árum og hafa ekki glatað óþreyjufullu tímaskyni breytileikans, eru tveir ára- tugir langur tími. I>eir, sem voru í heiminn bornir á fyrstu árum lýðveld- isins, fara senn að komast af æskuskeiði. Þeir munu brátt taka við störfum í þjóðfélag- inu og láta. að sér kveða. Þeir verða í raun og veru fyrsta kynslóð hins íslenzka lýð- veldis. Þeir muna ekki annað ísland en -Lýðveldið ísland. Þeir hafa aldrei þurft að ganga með innibyrgða minni- máttarkennd í brjósti sér, vegna þess að þeir væru hluti þjóðar, sem ekki væri full- gildur aðili í heiminum, held- ur lyti útlendum kóngi í fram- andi landi. Hver verða viðhorf þessar- ar fyrstu frjálsbornu kynslóð- ar? Hvaða tilfinningar mun hún bera í brjósti? Hvernig mun hún endurmeta fortíð- ina? — Ágizkanir eru gagn- lausar; enginn getur svarað því nema hún sjálf, þegar hennar tími kemur. En það ætti ekki að vera nein goðgá að spá því, að viðhorf hennar verði að minnsta kosti önnur en viðhorf þeirra kynslóða, sem á undan hafa gengið. Langvarandi stöðnun leiðir af sér þráláta vanahyggju. Breytingaleysi fyrri alda hef- ur leikið okkur svo grátt, að vanahyggjan er líklega sterk- asti þátturinn i skapgerð okk- ar. Við erum enn njörvuð við ömurlega fortíð. Svartidauði, einokun, stórabóla og móðu- harðindi eru enn notuð sem mælikvarði á gæði landsins og getu þjóðarinnar. „Það getur gert grasleysis- ár, og það geta komið eldgos og allt gras orðið eitrað, eins og það varð í móðuharðind- unum“, sagði Brandur í sög- unni Gamla heyið. Sú saga á að gerast um síðustu aldamót, þegar rúm öld var liðin frá móðuharðindunum. í huga þjóðarinnar voru þau hins vegar eins og hver annar yfir- vofandi veruleiki, svo það var ekki ófyrirsynju, að (Juðmund ur Friðjónsson lét söguper- sónu sína vitna til þeirra. Ég man, að á stríðsárunum, þegar nóg var af peningum og allir íslendingar gátu í fyrsta skipti síðan land byggðist étið fylli sína og oflátungar kveiktu í hundrað króna seðl- um til að sýnast menn með mönnum, þá sagði gamla fólk- ið, að þessi óvænta, skyndi- lega og furðulega velmegun vissi aðeins á illt; þvílíkt og annað eins hlyti að enda með skelfingu. Það sagði þetta ekki, af því að það hefði í sjálfu sér gaman af hrakspám. Hallæri, sóttir og harðindi höfðu innrætt því, að bjart- sýni væri ekki aðeins fánýt óskhyggja, heldur bæri hún vott um háskalegt andvara- leysi. — Svona var það, og svona verður það, sagði gamla fólkið. Mun fyrsta kynslóð lýðveld- isins taka þvílíka vanahyggju í arf eftir fortiðina? II. Fyrir ári eða svo las ég grein eftir kornungan, gáfað- an rithöfund. Hann var ný- kominn heim frá Skandinavíu og var að segja okkur fréttir af þeim slóðum. Hann var ekki aðeins hneykslaður, held ur miklu fremur undrandi á því, að nágrannar okkar á Norðurlöndurn, vissu langtum minna um bókmenntir okkar en við vissum um bókmenntir þeirra. Margt kom mér í hug við lestur þessarar greinar. Og ég minntist þeirrar tíðar, sem er sannarlega ekki löngu liðin, þegar sérhver íslendingur, sem heim komu frá út- löndum, sagði frá því barnslega glaður með sælubros á vör, ef hann hafði í einhverju landi fyrirhitt ein- hverja persónu, sem vissi, að fsland var til og þar bjuggu hvítir menn, en ekki Eskimó- ar. Það var þá fullkomnasta viðurkenning, sem íslending- num gat hlotnast erlendis. Ótt- inn við að vera talinn til Eski- móa var hans viðkvæmasta sálarund. Á hitt var ekki minnzt, að sá ótti gaf ekki til kynna tiltakanlega mikla virð ingu við næstu nágranna okk- ar í vesturátt, og hygg ég, að engir jarðarbúar hafi þá verið haldnir svo átakanlega sjúk- legri tilfinningu fyrir kyn- þáttagreiningu, ekki einu sinni Kanar í Suðurríkjum Banda- ríkjanna, og eru þeir þó þekkt ir fyrir flest annað en hleypi- dómaleysi í kynþáttamálum. En svo mjög sem íslending- ar þráðu að teljast með hvít- um mönnum, fannst þeim sjálfsagt að beygja sig fyrir öðrum hvítum mönnum og lúta þeim í auðmýkt. Sá, sem hefði farið út í einhvers kon- ar jöfnuð við frændur okkar á Norðurlöndum eins og ungi höfundurinn, sem ég gat um, hefði varla verið talinn með öllum mjalla. Það hefði verið hlegið að honum. Þríyrðið „fáir, fátækir og smáir“ var eins konar þjóðarorðtak. Flest ar tegundir aumingjaskapar voru afsakaðar með því. „Álútir skulu menn ganga! og hoknir í hnjánum!" kvað Steinn; og það var raunar göngulagið, sem íslendingar höfðu tamið sér frammi fyrir öðrum þjóðum. Allt annað var rembingur og stærilæti. Ég minnist þess, þegar þjóð- in bjóst til að losa sig undan Danakóngi, að sumir töldu ís- lenzkt lýðveldi vonlaust fyrir- tæki, þótt þeir kysu náttúr- lega með skilnaði til þess að vera ekki á móti sínu fólki. ís- land gæti aldrei staðið á eigin fótum, sögðu þeir. Þegar við værum lausir undan Dönum, kæmu bara einhverjir aðrir og tækju okkur. — Ófrelsið var eins og ólæknandi mein í brjósti þeirra. Nú, þegar liðin eru tuttugu ár frá stofnun lýðveldis, er viðeigandi, að litið sé til baka. Hvað hefur áunnizt og hvað hefur staðið í stað? Óþarft er að geta um verklegar fram- farir og almenna velmegun. Hvort tveggja er sýnilegt. íbúatala þjóðarinnar hefur aukizt um þriðjung. Lýðveldis árið töldust landsmenn hundr- að tuttugu og átta þúsund. Nú munu þeir vera tæp hundr að og níutíu þúsund. Sú aukn- ing ætti að vera nokkurt íhug- unarefni þeim, sem álíta í fyrsta lagi, að landið beri ekki aukinn fólksfjölda, og í öðru lagi, að þjóðin megni ekki að varðveita sjálfstæði sitt vegna fámennis. Sjaldan er minnzt á mögu- leika okkar lítt numda lands. Fámennar þjóðir í stórum löndum reyna yfirleitt að hæna að sér innflytjendur. En íslendingar mega ekki til þess hugsa, Samanber umræður um Efnahagsbandalag Evrópu fyr ir ekki löngu, þar sem aðild íslands hefði leitt af sér frjálsa tilfærslu vinnuafls að og frá landinu. Þá risu upp ó- tilkvaddir spámenn i þjóð- hetjugervum og hrópubu í ör- væntingu: — landið fyllist af fólki, ef við göngum í þetta bandalag. Það var að þeirra dómi voveiflegasta afleiðing af þátttöku okkar í þeim sam- tökum. Á hitt var aldrei minnzt, sem var þó ekki síður hugsanlegt, að landið eyddist að fólki. Spámönnunum hlaut einnig að vera ljós sá mögu- leiki. Af því verður aðeins dregin sú ályktun. að þeir hafi talið skaðlaust, að svo færi. í þessum umræðum urðu sumir jafnvel svo ákafir í þjóðlegum metnaði, að þeir tóku að bera okkur saman við ólæsa, ítalska verkamenn, sem þeir báðu guð að forða okkur frá. Ég held, að þeir, sem þannig tala og hugsa, séu ekki enn komnir á heimastjórnarstigið. Þeir eru enn á einhvers konar óskiljanlegu nýlendustigi í orði og hugsun. Það er nú komið svo í landi okkar, að ekkert skortir frem- ur en vinnuafl. Þeir, sem ótt- ast, að innflutningur vinnu- afls frá öðrum löndum skapi atvinnuleysi, ættu að kynna Sér reynslu þeirra þjóða, sem tekið hafa við hvað flestum innflytjendum á seinni árum. Hagsældin hefur hvergi verið meiri. Til samanburðar má svo nefna önnur lönd, sem séð hafa á bak fjölda útflytjenda. Þar hefur allt verið að drabb- ast niður í örbirgð og eymd. En slík dæmi hagga ekki skoðunum þeirra, sem eru grunnmúraðar í vanahyggju. Þeir vilja um fram allt halda í það, sem var, einnig eymd- ina. Allar breytingar eru þeim til skapraunar. Það eru ekki ýkjamörg ár, síðan því var haldið fram, að Islendingum væri fyrirmunað að hugsa sjálfstætt, nema þeir byggju í dreifbýli. Og margir sjá ofsjónum yfir því, að hér skuli vera risin ein borg nægi- lega stór til að bera uppi nokk urt menningarlíf á alþjóðleg- an mælikvarða. Þegar því hefur verið hald- ið fram, að jafnvel ungir rit- höfundar þurfi að njóta lífs- kjara, sem jafnist á við kjör þeirra, sem bezt eru settir í þjóðfélaginu, og jafnframt bent á, að þjóðin hafi efni á að búa svo að þeim vegna sí- vaxandi velmegunar, þá er í anda vanahyggjunnar svarað á þá leið, að slíkt sé ekki að- eins ósanngjarnt, heldur bein- línis óhyggilegt vegna sjálfra þeirra. Dæmki úr ' sögunni sanni, að menn yrki þá bezt, þegar þeir hafi minnst að éta. Og svo vitija menn í Sigurð Breiðfjörð og Bólu-Hjálmar. Ég beld, þótt furðulegt sé, að ekki felist teljandi mann- vonzka í þessum viðhorfum. Þröngsýni og menningarleysi eru þar ofar á baugi. III. Það er að mínum dómi fár- 1 ánlegt, að skáld týni anda sín- um, jafnskjótt sem það getur haldið sig að háttum annarra til fæðis og klæða. En jafnfjarstætt er vitan- lega, að auðurinn sjálfur skapi listræn verðmæti. Og þá verð- ur okkur á að spyrja: Hafa bókmenntir okkar þróázt jafn glæsilega og verklegar fram- farir á þessu tuttugu ára skeiði hins unga lýðveldis? Hafa þær notið góðs af al- mennri .velmegun eða fylgt henni eftir? Þessum spurningum er hægt að svara bæði játandi og neit- andi. Ef við teljum saman skáld og rithöfunda og berum saman tölurnar nú og fyrr, mun án efa koma í ljós, að þeim hefur fjölgað í hlutfalli við þjóðina. Ef við berum sam an það fé, sem varið er til bók- mennta og lista, miðað við raunverulegt verðgildi, mun niðurstaðan líklega verða svip uð. Ytri aðstæður hafa með öðrum orðum haldizt í horf- inu. En það er síður en svo, að þar séu öll kurl komin til grafar. Það er valt að treysta tölum, og stundum eru þær beinlínis villandi. Eða hvað segðum við, ef einhver héldi því fram, að íslendingar hefðu aldrei verið guðhræddari en nú, af því að þeir reistu svo margar og stórar kirkjur? Ætli okkur þætti ekki farið nokkuð á svig við sannleik- ann? Svipað mætti segja um rit- listina. Sú niðurstaða, sem fengist með því að leggja saman þær krónur, sem varið er til styrktar skáldum, rit- höfundum og fræðimönnum, telja eintök seldra bóka og svo framvegis, gæfi ekki til kynna annað en það, sem í tölunum sjálfum fælist. Bókmenntirnar skírskota til lifandi fólks, en ekki dauðra hluta, þó .verðmætir kunni að vera. Og bók, sem er ekki les- in, er dauðari en allt dautt, þó hún sé gefin út í stórum upp- lögum og þrumi sem vegg- skraut í hvers manns híbýli. Rithöfundar eiga rétt á sömu veraldarþægindum sem aðrir. Hins vegar mundi vera leitun á þeim höfundi, sem annara væri um þægindin en áhrif sihna eigin verka. Skáldalaun, greidd í krónum, eru gagnslaus, nema þeim fylgi svörun þjóðarinnar við framlagi skáldsins. Sú svörun hefur því miður dofnað á þeim tuttugu árum, sem liðin eru frá stofnun lýðveldis. Þó íslendingar væru undir kóngsveldinu færri en þeir eru nú, þó þeir væru við- kvæmir fyrir að vera álitnir Eskimóar, þó þeir gerðu sér kannski litla von um að geta nokkru sinni rétt úr kútnum og litið framan í aðrar þjóðir sem frjálsir menn, þá varð ekki af þeim skafið, að þeir tóku undir við skáld sín og það rækilega. Einu sinni heyrði ég tvær konur rífast út af Sjálfstæðu fólki. Þær urðu svo æstar, að báðar fóru að gráta. Það var í stríðsbyrjun. Öðru sinni geggj = aðist hagyrðingur, af því að || kvæðabókar, sem hann gaf út, £ var hvergi getið á prenti. § Hann hafði lagt sál sína í S kvæðin. Þjóðin þekkti skáld sín og = rithöfunda og fylgdist með S verkum þeirra af vakandi á- = huga. Ég held, að það hefði S t.d. þótt meir en lítið vanvit- §§ ugur maður, sem hefði ekki á = upphafsári lýðveldisins kann- t = azt við Stein Steinarr eða Ólaf s Jóh. Sigurðsson, en þeir voru £ þá báðir í hópi ungra höfunda. £ Það eru víst liðin ein fimmtán s ár, síðan ég hitti í Reykjavík |§ franska stúlku, sem hér var á s ferð. Hún hafði gaukað eitt- =§ hvað við myndlist og virtist §§ líka hafa áhuga á bókmennt- || um, svo ég spurði hana, hva𠧧 hún segði af þeim • mikla. §§ manni og landa sínum, Albert = Camus. — „Ef hann er fransk- = ur“, sagði hún, „þá er hann §§ áreiðanlega ekki mikill mað- = ur, því ég hef aldrei heyrt = hann nefndan“. — Camus var 1 þá heimsfrægur orðinn, þótt |j •ungur væri, og var sæmdur = Nóbelsverðlaunum nókkrum = árum síðar. Mig furðaði á fávizku stúlk- = unnar. Gat hugsazt, að á ís- || landi fyndist einstaklingur, = sem áhuga hefði á fögrum list = um, og kannaðist þó ekki við £ unga höfunda, þá sem hæst = bæri í bókmenntum okkar þá = stundina? Það þótti mér ótrú- = legt. En ég gerði mér í hugar- §§ lund, að þekkingarmunur §§ Frakka og íslendinga í þessum £ efnum, ef einhver væri, staf- §§ aði af því, að Frakkar væru £ milljónaþjóð, en við smáþjóð. §[ Annars væri ég búinn að = steingleyma þessu, ef það £ hefði ekki rifjazt upp vegna £ svipaðra dæma meðal okkar á . £ allra síðustu árum. Margir ís- £ lendingar eru nú að verða £ eins fáfróðir og franska stúlk- £ an, jafnvel þeir, sem sitthvað £ þykjast vita, og verður sú fá- £ fræði þó engan veginn afsök- = uð með því, að við séum að £ verða stórþjóð. Sú óheillaþróun er þeim £ mun dapurlegri sem hún er £ skýrar meðvituð. Fáir virðast £ hafa þrótt til að sporna við £ henni, eins og nú háttar. Sum- = ir þeirra, sem halda fjölmiðl- jfj unartækjum gangandi og £ hlusta eftir andardrætti þjóð- £ lífsins, stuðla að henni fremur £ en hamla, en aðrir, sem streit- £ ast á móti, hafa framrás tíðar- = andans í fangið. Hugsum okkur t. d., að ungt £ ljóðskáld sendi nú frá sér £ fyrstu bók sína samtímis því, £ að fram fari fegurðarsam- £ keppni í höfuðborginni. Útgef- £ andi kvæðanna sendir blöðum £ og útvarpi kverið í trausti £ þess, að um það verði getið. Þeir, sem-standa fyrir feg- = urðarsamkeppni, eiga auðveld § ara með að koma sínu fólki á £ framfæri. Dagblöð og viku- j§ blöð senda menn sína á vett- = vang til að taka myndir og s afla frétta. Og næstu daga |i koma flannastórar ljósmyndir §§ af þokkagyðjunum á forsíðum = og baksíðum ásamt kumpán- = legum viðtölum með enn fleiri £ myndum, sem teknar eru á £ bak og fyrir,. þar sem ung- £ frúrnar ber fyrir augu meira = og minna klæddar, krýndar £ blómsveigum og kórónum. Sí𠧧 an eru þær látnar fljúga til £ Evrópu og Ameríku til að £ verða ennþá frægari. Og sum- £ ar eru orðnar svo forframað- = ar, þegar heim kemur, að þær £ geta af eigin sjón og raun sagt jjjj frá slagsmálum fínna og heims = frægra persóna í ævintýraleg- 1 um stórborgum. En ungi maðurinn, sem gef- M ur út sína fyrstu bók — hvað M skal til samanburðar segja M um hann? Koma myndir af £ Framh. á bls. 14 IIIIIMIMUUIIIIIIIIIIIIHIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIMIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIUMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIItllllllMllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllltlllHIIIIIIIIIIIIIMMIIIIIIIMIUMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIlMIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIMIIItlllllHllllimilllimimmiHmilllllllllMlimilllllllimiimillimiMIIIIIIMÍU

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.