Morgunblaðið - 15.07.1964, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.07.1964, Blaðsíða 2
2 MORGU N BLAÐiD Miðvikudagur 15. júlí 1964 •a Fálki með bráð sína í klónum, sem eru sterklegar, eins og sjá má Myndina tók Ólafur K. Magnússun við Reykjavíkur- tjörn fyrir nokkrum á'rum, er fálki kom þar í heimsókn <►? gerði usla. Fáiki réðist á bónda í Báriardal Einstakur atburður, segir dr Finnur Guðmundsson SÁ ATBURÐUR átti sér stað i Bárðardal í vor að fáiki réðist á bóndann í Svartár- koti, Höi ð Tryggvason. Var Hörður að huga að fáika- hreiðri inn með Skjálfanda- fljóti, nánar tiltekið við svo- nefnd Hrafnabjörg. Er hann var á leið frá hreiðrinu aftur rissi hann ekki fyrr til en hann fékk bylmingshögg í höfuðið, og var þar annar fálkinn að verki. Risti hann tvaer djúpar ristur á höfuð Harðar, og voru þær um mán- uð að gróa. Er Mbl. átti tal við Dr. Finn Guðmundssou, fuglafraeðing, í gær, sagði Finnur að hann vissi engin dæmi þess. að fálki hefði ráð- izt á mann fyrr, hefði aldrei heyrt þess getið. Taldi Finnur þetta einstakan atburð. Mbl. át.ti tal við Hörð í Svartárkoti í gær, og sagðist honum svo frá: „Það var í byrjun maí, að ég var staddur í Hrafnabjörg- um við Skjálfandafljót, nok'k- uð sunnar við bæinn Stóru- Tungu. Var ég að huga þarna að girðingu.” „Skammt sunnan Hrafna- bjargafossa veitti ég því at- hygli, að mikill dúnn lá þar á klettastöpum, og fór að huga nánar að þessu. Sá ég þá að þarna var fálkahreiður með eggjum í, en fálkar hafa áður verpt þarna í Hrafnabjörgum. Nú, óg kom-sl heldur auðveld- lega að hreiðrinu, og Skoðaði það, en er ég var að ganga niður frá því aftur, og hafði ekki aðsiöðu til að líta upp, vissi ég ekki fyrr en ég fékk feikilegt högg í höfuðið. Leit ég þá upp, og sá að þarna var annar fáikinn að verki. Hann renndi sér yfir mig aftur, en í það sinnið var ég viðibúinn, svo hann lagði ekki til atlögu” „Eftir dálitla stund fann ég að blóð fór aJ ieka niður hálsinn á mér, og komst þá að raun u-m að fálkinn hafði rifið með klónuitn tvær rispur langsum eftir höfðinu á mér. Höfuð- veík hafði ég allan daginn eftir höggið.” „Bkki þurfti ég-að leita til læknis, en sarin voru lengi að gróa, eða um mánuð”, sagði Hörður, og bætti því síðan við að hann hefði aldrei heyrt þess getið, að fálki réðist á menn við hreiður, þótt þeir hinsvegar flvgju oft rétt hjá þeim með háu væli. Eins og fyrr getur átti MM. stutt samtal við I>r. Finn Guð- mundsson í gær. Finnur sagði að hann vissi þess engin dæmi fyrr né síðar að fálki hafi ráðizt að mönnum. Finnur taldi það og athyiglisvert að þetta skyldi hafa gerzt fyrstu dagana í maí, og fálkinn því nýorpinn, en fuglar gerðust yfirleitt nærgöngalli við menn eftir að fcggin væru orðin mjög unguð. Fréttamaður Mbl. spurði dr. Finn hvort höggið og um- merki á höfði Harðar tæki ekki endanlega af skarið um hvort fálkinn notaði klærnar eða slægi með vængnum. „Það er löngu vitað mál, að hann notar klærnar, og þurfti ekki þennan atburð til að sanna það,“ sagði Finnur. „En hinsvegar er helmingurinn af íslenzku þjóðinni þeirrar trú- ar, að fálkinn slái með vængn um, og pað þýðir ekikert að vera að andmæla því.” Þá sagðx dr. Finnur að risp- urnar tvær, sem Hörður hefði fengið, væru eftir klærnar á afturtám fáikans, en þær eru aðalvopn haris. Hefur fáikinn sett báðar afturklærnar í höfuð bónda. 1 gærdag fóru fulltrúar á fundi fastanefndar Þingroannasambanda Atlantshafsbandalagsins í flugferð með landhelgisgæzluflugvéUnni Rán og skoöuðu m. a. Surtsey. Myndiu var tekin fyrir framan skýli Landhelgisgæzlumiar í gær af fulltrúum á fundinum ásamt Pétri Sigurðssyni, for- sijóra landhelgisgæzlimnar og Garðari Pálssyni skipherra á Káa. — (Ljósm. Mbl. ÓL K. M.j. — Ike enn hlutlaus Framhald af bls. 1. varaforsetaefnL Aftók Scranton það með öllu, og kvaðst áður hafa tekið það skýrt og greini- lega fram að hann yrði ekki í framboði sem annað en forseta- efni. Hinsvegar sagði Scranton að hann mundi styðja hvern þann mann, sem landsþingið kýs fyrir forsetaefnL og ekki sitja á liði sínu. í kvöld, þegar umræður hefjast um stefnuskrá flokksins, hafa stuðningsmenn Scrantons fengið Christian A. Herter, fyrrum ut- anríkisráðherra, til að mæla með breytingum á stefnuskránni að því er varðar eftirlit með kjarn orkuvopn. Goldwater hefur lýst sig fylgjandi því að herstjórn Atlantshafsbandalagsins hafi að- gang að smærri kjarnorkuvopn- Barry Goldwater virðist a- hyggjulaus á myndinni, sem tekin var á blaðamannafundi í San Francisco nýlega. um, og rétt til að grípa til þeirra í neyðartilfellum. En fylgismenn Scrantons telja þetta fráleitt oí segja að eini maðurinn, sem sam þykkt getur notkun kjarnorku- vopna, sé forseti Bandaríkjanna. Annað mál, sem stuðningsmenn Scrantons hafa hug á að ræða á landsþinginu í kvöld, er nýju mannréttindalögin í Bandai-íkj- unum, sem Goldwater greiddi atkvæði gegn á þingi. Fleira er það í stefnuskrá flokksins, sem Scranton og stuðningsmenn hans vilja ræða, enda telja þeir að í stefnuskránni sé meira tillit tek ið til óska hægri manna í flokkn um, þ.e. stuðningsmanna Gold- waters. Kemur þetta heim við yfirlýs- ingu Goldwaters í dag þegar hann lýsti því yfir að stefnuskrá in væri í anda flestra repúblik- ana. Sagði Goldwater að minni- hluti innan flokksins hefði lengi ráðið öllu um stefnuskrána, en núna, þegar íhaldsöflin hefðu orð ið ofan á, túlkaði stefnuskráin vilja yfirgnæfandi meirihluta flokksmanna. Mörg blöð í Bandaríkjunum hafa gagnrýnt væntanlegt fram- boð Goldwaters, en ekkert þeirra mun jafn harðort og New York Times í dag. Segir blaðið m.a.í „Goldwater er svo afturhalds- samur íhaldsmaður, að það ec eins og hann lifi í annarlegum stjórnmálaheimi. Hann hefur hvorki samstöðu með flokknum né tímunum, sem við lifum á. í innanríkismálum er hann svo gagntekinn hollustu við rétt fyllc isstjóranna til að ráða sínum málum, að hann mundi banna rík isstjórninni afskipti af þeim. I utanríkismálum á hann það til afS gefa fljótfærnislegar og ábyrgð arlausar yfirlýsingar, en það er einkenni, sem getur verið stór- hættulegt hjá forseta. Jafnvel enn hættulegri eru að því er virð ist yfirvegaðar skoðanir hans á: að afhenda hernum yfirsi.jóm kjarnorkumála, á baráttuaðferð- um til „sigurs“ á kommúnism- anum, og á samskiptum Banda- ríkjanna við vinveittar þjóðir. svo ekki sé minnzt á óvinveittar þjóðir. Þessar skoðanir gætu, ef þær kæmust í framkvæmd, leitt óhamingju yfir þjóðina og heim- inn“. Báðir frambjóðendurnir, Gold- water og Scranton, hafa lagt mikla áherzlu á að reyna að fá Eisenhower, fyrrum forseta, til að lýsa stuðningi við þá.' Eisen- hower átti fund með fréttamönn um í San Francisco í gærkvöldL og var hann þá spurður um hvaða ráð hann vildi gefa Goldwater, ef hann yrði kjörinn frambjóð- andi flokksins. Svaraði Eisen- hower því til að ef Goldwater hagaði kosningabaráttu sinni i samræmi við fyrsta kafla stefnu skrárinnar, sem felur í sér harða gagnrýni á núverandi stjórn. demókrata, „þá get ég ekki séð að honum geti brugðizt". Hann gaf ekki frekari skýringar á því hvers vegna hann tók þennan kafla stjórnarskrárinnar sérstak lega, í stað þess að taka ágrein- ingsatriðin í öðrum kafla stefnu skrárinnar. En um stefnuskrána í hpild sagði Eisenhower: „Mér virðist, eftir því sem ég hef lesið í blöðunum, að þetta sé góð stefnuskrá“. Annað kvöld hefst atkvæða- greiðsl-er á landsþinginu um fram bjóðanda flokksins, og eru það 1.308 kjörmenn, sem greiða at- kvæði. Þarf meirihluta atkvæða til að ná kosningu, og í dag taldi Associated Press fréttastofan að kjörmennirnir skiptust sem hép segir milli hugsanlegra frambjóð enda: Goldwater 781. Scranton 166. Rockefeller 107. Cabot Lodge 45. Margaret Chase Smith 20. Fulltrúar einstakra ríkja 105. Óbundnir 84. Ágætis ufsaveiði ÓLAFSFIRÐI, 14. júlí: — ÁgætU ufsaveiði var í Ólafsfirði sl. sól- atýiring og bárust á land 70 smá- lestir í dag. Aflahæstu bátarnir voru Ármann með 17 smálestir, Anna með 12 og Uggi með 11. Engin síld hefur borizt hér á land sl. viku, en í nótt er von á Sigurpáli með 1200 tunnur at austursvæðinu. — J.Á. í / HA /5 hnutðr SV 50hnútsr H Sn/iiomi » Oíl SJ Sítúrir 2 Þrumur KuUatkit ^ Hifttkð H.Hmt L-L=*i J Á HÁÐEGI í gær var djúp Reykjavík, þar sem annars lægð skammt suður af íslandi var N eða NA-átt, sem er og þokaðist norður á bóginn. venjulega þurrviðrasöm í Olli hún rigningu um allt höfuðborginni. Hér var þó sunnanvert landið, jafnvel £ hlýtt, 14* kl. 12 og 15.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.