Morgunblaðið - 15.07.1964, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.07.1964, Blaðsíða 1
24 siður Konaroar tvær á myndinni virðast koma sér mjög vel saman, en þær eru eiginkonur Williams Scrantons (til vinstri) og Barry Goldwaters. Myndin var tekin í San Francisco sl. föstudag. Voru frúrnar þá að koma úr hádegisverðarboði og eiginmenn þeirra hvergi nærri. San Francisco, 14. júlí (AP) ENGIR morgunfundir voru á landsþingi repúblikana í San Francisco í morgun,. og not- uðu fulltrúarnir tímann til einkaviðræðna. Fundur var boðaður í kvöld kl. 6 (klukk- an eitt í nótt eftir ísl. tíma), og búizt við að þar verði harð- ar umræður um stefnuskrá flokksins. Barry Goldwater virðist enn halda áfram að bæta við sig kjörmönnum, en ekki ber fregnum saman um fylgi hans. Þó telja flestir hann hafa tryggt sér nærri 800 kjör menn, en til að ná kosningu Mikoyan forseti Sovétríkjanna? sem franibjóðandi þarf hann 655. í dag átti Goldwater fund með kjörmönnum frá Oregon, sem lýst hafa stuðningi við fram boð hans. Sagði hann þar m.a. að demókratar gætu ekki gert framboði hans' meiri skaða en nokkrir repúblíkanar hafa þegar gert. „Repúblikanar", sagði hann, „hefðu átt að kappræða um óstjórn Johnsons forseta, ekki um það hvort Goldwater langi til að varpa niður kjarn- orkusprengju“. Sagði Goldwater að svo virtist sem repúblikanar væru að berjast gegn repúblikön um. „En aðalhættan stafar frá demókrataflokknum, sem sósíal- istar hafa yfirtekið“. Stuðningsmenn Williams Scrantons hafa ekki lagt árar í bát, þótt ekki séu sigurhorfum- ar miklar. Fréttamenn spurðu Scrantón að því í dag hvort hugs anlegt væri, ef Goldwater bæri sigur úr býtum á þinginu, að Scranton yrði í framboði sem Framhald á bls. 23 Ike enn hlutlaus 1 ers og Scrantons New York Times um Goldwater: Hann Íiíir í annarlegum stjórnmálaheimi átökum Goldwat Breytingar taldar í vændum - Adzhubei verði utanríkisráðherra Moskvu og Kaíró, 14. júlí - (AP) _ HAFT er eftir áreiðanlegum heimildum í Moskvu að fram- undan séu miklar breytingar á stjórn Sovétríkjanna. Helzta breytingin er sú að Leonid Brezhnev mun láta af forseta- embætti, en við því tekur Anastas Mikoyan. Auk þess er álitið sennilegt að Alexei Adzhubei, tengdasonur Krús- jeffs og núverandi ritstjóri Izvestia, taki við embætti ut- anríkisráðherra af Andrei Gromyko. ' Ekki er talið að hér sé um nið- urlægingu að ræða fyrir Brezh- nev, heldur þvert á móti að með þessu gefist honum kostur á að helga sig frekari flokksstörfum og jafnvel að bæta aðstöðu sína innan miðstjórnarinnai* þar sem í framtíðinni verður tekin á- kvörðun um eftirmann Krúsjéffs. En Brezhnev, sem er aðeins 57 ára, er einn þeirra, sem líklegast ir eru taldir til að taka við for- sætisráðherraembættinu. Hann á sæti í Æðsta ráðinu, og í juni í fyrra hlaut hann sæti í mið- stjórn flokksins. Sagt er nú að Alexei Adzhubei Anastas Mikoyan hann hafi einnig tekið við af Krúsjeff, sem aðalritari flokks- ins. Anastas Mikoyan hefur um langt skeið verið náinn sam- starfsmáður Krúsjeffs og aðstoð ar forsætisráðherra. Hefur hann mjög komið við sögu sem sér- stakur fulltrúi Krúsjeffs í samn- ingum víða um heim. Hann er nú 68 ára, og talið að hann hafi sjálfur óskað eftir því að fá ró- legra starf. Bent er á að skipan Mikoyans í forsetaembættið muni engum deilum valda, bæði vegna aldurs hans og svo hins að með því sé Mikoyan í rauninni úr leik sem hugsanlegur eftir- maður Krúsjeffs. Er því álitið að skipan hans i forsetaembættið verði staðfest í þessari viku á þingi ÆSsta ráðsins, sem hófst sl. mánudag. Ef Mikoyan tekur við embætti forseta, er líklegt að tvö helztu viðfangsefni hans verði falin öðr um. Þessi verkefni eru: í fyrsta lagi að gegna embætti forsætis- ráðherrans í fjarveru hans frá Moskvu, og í öðru lagi að vera sérstakur fulltrúi forsætisráðherr ans á erlendum vettvangi, þegar um sérstök vandamál.er að ræða. Svo virðist sem Alexei Kosygin aðstoðar forsætisráðherra, hafi þegar tekið við fyrra viðfangsefn inu, því að hann gegndi em- bætti forsætisráðherra um skeið við tvö tækifæri í sumar þegar bæði Krúsjeff og Mikoyan voru erlendis. Um arftaká Mikoyans í starf sendifulltrúa Krúsjeffs er minna vitað. Sá maður þyrfti að sjálfsögðu að njóta fyllsta trausts forsætisráðherrans. Er í því sam- lllllllllllllllllllllllllllllllllllMllllllllllllllllllillllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllltllllllllllllKt bandi helzt talað um Adzhubei ritstjóra. En ef Adzhubei tekur við embætti utanríkisráðherra, kemur hitt varla til greina. Alexei Adzhubei er að ýmsu leiti vel fallinn til að gegna hvoru embættinu sem er. Hann hefur að undanförnu ferðast víða um heim og rætt við ýmsa helztu leiðtoga stórveldanna. Nú í vik- unni fer hann enn eina ferðina, að þessu sinni til Vestur-Þýzka- lands til viðræðna við Ludwig Erhard, kanzlara. Ef úr þessum bfeytingum verður, sem senni- lega fæst staðfest seinna í vik- unni, munu þær hafa víðtækar af leiðingar í för með sér, m.a. enn fleiri nýskipanir 1 stjórnarem- bætti, smám saman allt fram á haust. Warren G. Hardings. Hún brenndi ekki bréfunum |250 dstarbréf 28. forseta Bandaríkjanna, 1 Warren G. Hardings, fundin fyrir tilviljun ORÐ LÉK á því, að Warren G. Harding, 28. forseti Banda- ríkjanna (frá 1921-1923), væri ekki við eina fjölina felldur í kvennamálum o,g átti vingott við fleiri konur utan hjóna- bands. Ekki fór orðrómur þessi þó í hámæli eftir að hann var orðinn forseti Banda ríkjanna. Nú þykjast menn hafa í höndum sannanir fyrir kven- hylli Hardings, þar sem fund- izt hafa í heimabæ hans, Mar- ion, Ohio, meira en 250 bréf sem hann ritaði frú Carrie James Philips, á árunum 1909 tii 1920. Af síðustu bréfunum virðist mega álykta, að frúin hafi farið fram á að Harding greiddi sér fé til þess að halda sambandi þeirra leyndu eftir að hann var kjörinn forseta- efni repúblikana árið 1920. Sagnfræðingurinn Francis Russell datt ofan á bréf þessi fyrir tilviljun, er hann var að viða að sér gögnum í nýja æfi- sögu um Harding Bandaríkja- forseta. Hafði hann heyrt því fleygt eins og fleiri, að fórset- inn hefði átt vingott við frú Philips og er hann var í Mar- ion í fyrrahaust frétti hann á skotspónum, að lögfræðingur nokkur þar í borg, Donald Williamson, sem var fjár- haldsmaður frúarinnar, hefði fundið bréf, sem þeim hefðu farið á milli og myndi líklega hafa þau með höndum ennþá. Reyndist þetta rétt vera og kvaðst Williamson hafa fund- ið' bréfin í skókassa i læstum skáp á heimili frúarinnar. Leyfði hann Russell að lesa 'þau og skrifa upp úr þeim til þess að nota í fyrirhugaða æfi sögu Hardings. Bréfin voru í nokkurri óreiðu, dálítið gulnug en ekki skemmd að öðru leyti. Sum voru stutt en önnur lengri, allt að 35—40 síður þegar bezt lét. Mörg voru þau rituð á bréfsefni öldungadeildar Bandaríkjaþings, sem Hard- ing sat í áður en hann varð forseti og mikið var af i>óst- kortum með mynd hans 4. Framh. á bls. 3 &| iiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiimiiiiiimiiiiiiiiimiiiiimiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuuiiiiiiiiiimiiiiiiiuHiiiiiiiiiiimiuimiuiiimiiuiiuHiiiiiiuuiuð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.