Morgunblaðið - 22.09.1964, Page 16

Morgunblaðið - 22.09.1964, Page 16
16 JlfarogtiiiÞlflfrifr Útgefandi: Framkvæmdas t j óri: Ritstjórar: Auglýsingar: Útbreiðslustjóri: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Áskriftargjald kr. 90.00 í lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður jfejarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Árni Garðar Kristinsson. Sverrir Þórðarson. Aðalstræti 6. Aðalstræti S, Sími 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. SAMKOMULAQ SEM ALLIR FAGNA /\11 þjóðin hlýtur að fagna því, að samkomulag hef- ur Wú tekizt milli fulltrúa neytenda og framleiðenda um afurðaverðið. Báðir þessir að- ilar eiga því að geta treyst því að hagur þeirra hafi ekki verið fyrir borð borinn, Hækkun sú, sem nú verður á afurðaverðinu, sprettur ein- •göngu af hækkuðum tekjum annarra stétta, sem varð í land inu á siðasta ári og af auknum tilkostnaði bænda, m.a. vegna kaupa á tilbúnum áburði og fóðurvörum. Það var alltaf vitað að þessar hækkanir hlytu að hafa í för með sér afurðaverðshækkanir, enda hefur það nú verið viður- kennt með samkomulagi af hálfu fulltrúa beggja aðila, neytenda og bænda. í sambandi við ákvörðun afurðaverðsins hefur svo rík- isstjórnin lýst því yfir, að hún muni gera ýmsar ráðstaf- anir til stuðnings og eflingar landbúnaðinum. Er þær ráð- stafanir þríþættar. í fyrsta lagi verður aðstaða bænda til afurðalána tryggð, í öðru lagi verða jarðræktar- og búfjár- ræktarlögin endurskoðuð og bændur m.a. studdir til þess að koma upp hjá sér súg- þurrkun, og í þriðja lagi mun ríkisstjórnin veita þeim bænd um, sem verst eru stæðir efnalega, fyrirgreiðslu, sem mun bæta aðstöðu þeirra. Nokkuð hefur verið deilt um það undanfarið, hvort landbúnaðurinn hafi notið svipaðrar aðstöðu og sjávarút- vegurinn til afurðalána. Til þess að koma í veg fyrir allan misskilning í þessum efnum hefur ríkisstjórnin nú fengið loforð viðskiptabankanna um að landbúnaðurinn fái sam- bærilega fyrirgreiðslu og sjáv arútvegur. Þegar slíkt fyrir- heit liggur fyrir ætti ágreining ur um það atriði að vera úr sögunni. Núverandi ríkis- stjórn hefur alltaf ætlazt til þess að landbúnaðurinn sæti við sama borð og sjávarútveg- urinn að því er snertir afurða- lán. Landbúnaðarráðherra gerði fyrr í sumar samkomulag við fBúnaðarfélag íslands um end- urskoðun jarðræktar- og bú- fjárræktarlaganna á þeim grundvelli, sem nú hefur ver- ið rætt um við fulltrúa bænda í sex manna nefndinni, að * undanskildum aukastyrk til súgþurrkunar. Með samkomulaginu um aukinn styrk til súgþurrkun- ar er gert ráð fyrir því, að allir bændur hafi komið upp súgþurrkun á búum sínum á næstu fimm árum. Mun styrkur til þeirra fram- kvæmda nema um Vs hluta kostnaðar. Er hér um að ræða stórfellda tæknilega framför í íslenzkum landbúnaði. Þá er þess að geta að ríkis- stjórnin lét á sl. sumri fara fram sérstaká könnun á að- stöðu bænda á Austurlandi, en þeir hafa verið taldir einna verst stæðir. Á grundvelli þessarar könnunar hugðist ríkisstjórnin gera ráðstafanir til úrbóta ef nauðsyn bæri til. Mun að sjálfsögðu verða kannaður hagur bænda víðar en á Austurlandi, þar sem vitað er að búin eru lítil og bændur standa höllum fæti. Mun sú athugun verða fram- kvæmd á næstunni, Sú aðstoð sem ríkisstjórn- in hefur heitið að veita efna-. hagslega illa stöddum bænd- um mun verða veitt í samráði við búnaðarsamtökin. Kjarni málsins er sá, að nú hefur með samkomulag'i rík- isvaldsins og atvinnustétt- anna enn tekizt að forða frá alvarlegum ágreiningi og átökum. Þeirri niðurstöðu mun alþjóð fagna. ÚRSLIT SÆNSKU KOSNINGANNA T Trslit sænsku kosninganna ^ eru greinileg traustsyfir- lýsing við Tage Erlander, for- sætisráðherra, og Jafnaðar- mannaflokk hans. Erlander hefur verið forsætisráðherra síðan árið 1946 eða samtals í 18 ár. Flokkur hans hafði 114 þingsæti í annarri þingdeild- inni á síðasta kjörtímabili, en fékk nú 117 af 233 þingsætum deildarinnar. Eftir er að vísu að telja nokkur utankjörstaða atkvæði þegar þetta er ritað. Ef ekki verður breyting við talningu utankjörstaðaat- kvæða hafa jafnaðarmenn því fengið hreinan meirihluta í þingdeildinni. Þetta er mikil og sérstæð traustsyfirlýsing við forsætis- ráðherra, sem farið hefur með völd í nær tvo áratugi. Ástæða hennar er ekki aðeins sú að Tage Erlander er mjög farsæll og vinsæll stjórnmála maður, heldur einnig sú, að borgaraflokkarnir í Svíþjóð hafa verið sjálfum sér sund- urþykkir og sænska þjóðin hefur ekki treyst því að þeir gætu komið sér saman um skýrt mótaða og örugga stjórn arstefnu, ef jafnaðarmenn MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur '22. sept. 1964 Mynd þessi var tekin, er snekkjurnar tvser lögðu upp í 2. umferð i keppnmni um Ameríku- bikarinn. „Constellation" hin bandaríska er vinstra megin en til hægri er „Sovereigti“ 'Scotts.3 Vann 4. umferð i gær Áskorandinn í kepnninni um Ameríkubikarinn, brezka snekkjan Sovereign, bapaði í dag fjórðu umferðinni í keppninni gegn Con- stellation hinni banda- rísku og eru þá úrslit keppn- innar ráðin. Umferðirnar eru sjö talsins og hefur Constell- ation unnið allar til þessa, í dag kom Constellation í mark 15 mín og 40 sek. á undan Savereign. Skilyrði til keppninnar voru eins og bezt varð á kos- ið, suðaustan strekkingur, 12 til 14 hnútar, en áhorfendut fáir, Sovereign fór fyrr aí stað eins og hún á vanda til, en einum of snernma og varc, að byrja keppnina aftur og missti þar með forskot þac sem hún hafði fengið. Bob Bavier, skipstjóri Constellat- ion, hélt uppteknum hætti og sveigði á brott frá snekkju andstaéðirngs síns til þess að fá meira svigrúm en Peter Scott reyndi að halda honum nær sér og aftra því að hann næði sér verulega á strik. Það tókst þó ekki og Con- stellation sigldi fullum fetum til sigurs en Scott sat eftir með sárt ennið. Consteliation hefur með sigri sínum í keppni þessari tryggt áframihaldandi dvöí 3 keppnisbikarins (sem er sagð 3 ur með afbrigðum óásjáieg- 3 ur gripur) í Bandaríkj unum, 3 en þaðan hefur enginn 3 áskorandi fengið honum 3 þolcað í 113 ár, eða Ij allt síðan siglingaklúbb- 3 urinn í New York vann f§ hann á dögum Viktoríu Eng- 3 landsdrottningar. 3 Ekki var fyrr kunmugt um = úrslit keppninnar en Ástralíu 3 menn skoruðu sigurvegarana = á hólm. Sú keppni mun a𠧧 öllum líkindum fara fram ein 3 hvern tímann á árinu 1967. 3 iiiiiiiiitiiimtiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiijiimiiiiiimimiiHimiiimiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiimdiimiitiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiMiiimmiiiiiiiiiuiimmiiimiitiiimmmiiiimmiiu mísstu forystuaðstöðu sína. Aðrar höfuðstaðreyndir sænsku kosninganna eru þær, að Miðflokkurinn hefur unnið nokkuð á, frjálslyndi flokkur- inn stendur nokkurn veginn í stað, hægri menn hafa tapað töluvert en, kommúnistar unnið lítillega á. Urslit sænsku kosninganna munu ekki hafa í för með sér neinar breytingar á stefnu sænsku stjórnarinnar, hvorki út á við né inn á við. Jafnað- armenn hafa áfram stjórnar- forystuna og hafa styrkt að- stöðu sína. Svíþjóð heldur áfram að verða eitt af forystu- ríkjum vestræns lýðræðis. DUGMIKIL LANDHELGIS- GÆZLA 'ITarðskipið Óðinn hefur a " réttum hál£um mánuði tekið fjóra brezka togara að. ólöglegum veiðum innan ís- j lenzku fiskveiðitakmarkanna ■ úti fyrir Vestfjörðum. Sú' staðreynd leiðir hugann að því, sem alþjóð er raunar kunnugt, að varðskip íslenzku landhelgisgæzlunnar eru skip uð dugandi og hæfum mönn- um. Þrátt fyrir það að við ís- lendingar eigum aðeins tvö nægilega hraðskreið varðskip, tekst landhelgisgæzlunni að halda uppi árvakri og þrótt- mikilli gæzlu á miðunum. Er það þegar orðið ljóst, að nauð- syn ber til þess að landheig- isgæzlan eignist enn nýtt og hraðskreitt skip. Yfirmennirnir á íslenzku varðskipunum eru eins og áð- ur er sagt starfhæfir og dug- andi menn, sem eiga þakkir skilið fyrir dugnað sinn og árvekni. En þess ber þá einn- ig að geta, að yfirmaður land- helgisgæzlunnar, Pétur Sig- urðsson, sjóliðsforingi, á rík- an þátt í eflingu hennar og uppbyggingu. Hann er prýði- lega menntaður og þraut- reyndur maður, sem vinnur starf sitt af ábyrgðartilfinn- ingu og dugnaði. Ymis spor hafa á síðustu ár- um verið stigin af hálfu ríkis- valdsins til eflingar landhelg- isgæzlunni. Flest hafa þau verið stigin undir forystu Bjarna Benediktssonar, þá- verandi dómsmá)aráðherr,a, Undir hans forystu var Óðinu til dæmis bygg'ður og land- helgisgæzlunni fengin flugvél til umráða. Óhætt er að full- yrða að Jóhann Hafstein, nú- verandi dómsmálaráðherra, hafi fullan skilning á nauð- syn þess að efla landhelgis- gæzluna og stuðla að því að hún sé á hverjum tíma fær um að gegna hinu mikilsverða hlutverki sínu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.