Morgunblaðið - 22.09.1964, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 22.09.1964, Blaðsíða 19
r Þriðjudagur 22. sept. 1964 MORCUNBLADID 19 ☆ miitiiiiiiiiiiimiimiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiimiiiiiiiiiiiiiimi E= Reykjutn, Mosfellssveit, = 18. sept ff NÝLEG-A tók fólik úr Lága- H fellssókn sig til og brá sér til 3 Viðeyjar til messugerðar í = hinni 190 ára gömlu kirkju = Skúla fógeta. Forystu um mál j§ ið hafði kirkjukór Lágafells- g sóknar og séra Bjarni Sigurðs 3 son á Mosfelli. Björgunarbát- = ur Slysavarnafélagsins, Gísli = J. Johnsen, var fenginn til H að flytja fólkið frá bryggju í H Gufunesi, en síðan var lent 3 við sandinn austan við svo- S kallað Þórsnes og var fólkið = selflutt í land á jullu, sem var = höfð meðferðis. Gísli J. John- S sen fór fjórar eða fimm ferð- §j ir með um 130 manns, sem 3 tóku þátt í förinni. Er þeir = síðustu komu frá skipsfjöl var = prestur sjálfur skrýddur á = kirkjutröppunum meðal sókn = arbarna sinna. Kirkjan fylltist alveg og §j stóð margt manna úti fyrir. Messað í Viðeyjarkirkju Rikti sérstök stemmning á þessum forn'frEega stað og mæltist séra Bjarna einkar vel. Hljóðfæri kirkjunnar var ekki í lagi, svo að allur söngur fór fram án þess, svo sem hér tíðkaðist áður fyrr, og þótti það vel takast. Að lokinni messu notuðu margir tímann til að skoða sögustaðinn og er hörmulegt til þess að vita, hve skemmd arvargar hafa misþyrmt Við- eyjarstofu. Þeirri villimensku verður vart með orðum lýst, en þó ber að geta þess, að guðshúsinu hefur verið þyrmt. Meðal þeirra, sem tii guðs- þjónustunnar fóru, var fast- eignanefnd Kjósarsýslu, þeir hreppsstjórarnir Guðmundur Illugason af Seltjarnarnesi; ólafur Bjarnason af Kjalar- nesi og Ólafur Þórðarson úr Mosfellssveit. Erindi þeirra var, auk þess að vera við guðs þjónustuna, að framkvæma fasteignamat á húsum og öðr- um mannvirkjum jarðarinnar. Flutningum í land lauk um kL 18 og þótti það tíðindum sæta, að á bryggjunni var lög regla í fylgd með starfsmanni frá Áburðarverksmiðjunni. Skýringin á nærveru þeirra var sú, að láðst hafði að biðja um leyfi til að nota bryggj- una í Gufunesi. Er verk- smiðjulóðin bannsvæði vegna sprengingarhættu f birgða- 3 geymslum. Rúnar Bjarnason = skýrði fyrir fararstjórum naál- = ið og veitti þeim þunga á- = minningu, en þeir báðust af- § sökunar á vangá sinni. Veður var framúrskarandi = gott og sjóferðin gekk að ósk = um undir stjórn Lárusar Þor- s steinssonar, skipherra. Ekki veit undirritaður hve = nær var messað síðast í Við- = ey, en hins vegar þjónaði séra 3 Hálfdán heitinn Helgason = þeirri annexíu og þótti gera = það rækilega, eins og allt ann 3 að, sem sá maður tók sér fyrir 3 hendur. _________ J. G. 1 auuuiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiinimiiimiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiut Athugasemd í GREIN hr. Páls Líndals, „Út- lagar“ Einars Jónssonar og skrif- in um heiti þeirra í blaði yðar í dag, segir: Axel Thorsteinson hefir í þrígang ritað um heiti styttunnar í Vísi, og haldið því fram, að hún héti „Útilegumað- urinn“. Eg tel mig hafa gert nægilega grein fyrir skoðun minni varð- andi nafnið á umræddu lista- verki Einars Jónssonar, og hefi ritað þessar línur, ef þeir lesend- ur blaðsins, sem ekki sjá Vísi, kynnu að halda, að eg hefði haft þetta eitt fram að færa því ti'. stuðnings, að listaverkið yrði kallað áfram Útilegumaðurinn, eins og það upphaflega varð kunnugt þjóðinni, en það er auð- velt að sanna með tilvitnunum í blöð um áratuga skeið og um- sögnum manna, sem þekktu heit- in persónulega, sumir allt frá því þeir ræddu við hann, er hann var að móta listaverk sitt. Hefi ég fært fram sannanir fyrir þessu, m.a. nafngreint þjóðkunna.menn, sem voru nánir vinir og kunn- ingjar Einars heitins og staðfestu ummæli mín. Ég hefi bent á margt fleira, þegar menn hafa vitnað í skrár og heimildarrit, þar sem nafnið Útlagar er notað, m.a. þetta: í Myndasafni E, J. 1925, er Páll Líndal nefnir, en f þeirri bók stendur nafnið Útlagar undir mynd af listaverkinu, nefn- ir dr. Guðmundur Finnbogason, náinn vinur og aðdáandi Einars, listaverkið Útilegumanninn, í ís- leiizka textanum um listaverk hans. f Minningum Einars frá 1944, sem P. Líndal nefnir sem heimild, eru tvær myndir af lista verkinu billi bls. 352 og 353 og nndir hvorri um sig stendur Úti- legumaðurinn. Og ég hefi einnig bent á, að í bókinni Skoðanir eft- ir Einar Jónsson, sem út kom sama ár (1944), er heilsíðumynd af listaverkinu og stendur undir: Útilegumaðurinn. — Af því má ljóst vera, að útilegumannsnafnið hefir enn árið 1944 — yfir fjöru- tíu árum eftir að hann var með það í smíðum — verið orpið ljóma útilegumannasagnanna í huga hans, en fyrir því hefi ég heimild valinkunns manns, að þegar hann var að móta Útilegu- manninn var Fjalla-Eyvindur mjög ofarlega í huga hans, svo sem ég hefi áður greint frá. Það eru ekki bornar brigður á, að listaverkið hafi verið nefidl Útlagar í skrám og bókum (sb*, < það sem að ofan segir), en sannw j ar það í rauninni nokkuð annað)' en það, að vegna þess að þett» nafn var valið undir mynd í bókx : ina sem kom út í Khöfn 1925 og var greinilega eigi síður — ef ekki aðállega, ætluð útlending-« um — hafi Einar engu um þetta breytt síðan — haldið þessu nafni öðrum þræði, án þess að hafna hinu gamla, góða nafni, sem sann' túlkar listaverkið, en hitt ekki. Og það er þetta, sem er 'kjarni málsins, að minnsta kosti frá mín um bæjardyrum séð, að ef sú af- staða er tekin að Útlagar sé rétt- nefni á listaverkinu, er verið að rugla hina upprennandi kynslóð í ríminu, því að útlagi og útilegu- maður merkir ekki eitt og hið sama. Listaverkið er sprottið upp úr jarðvegi þjóðsagnanna, er ör- lagasaga útilegumanns, ekki út- laga, landflótta manns. Jafnvel Páll Líndal viðurkenndi í.sumar, er við deildum, að „um nokkurn merkingarmun væri að ræða“. Tilgangur minn var, að hið gamla, rétta nafn „lifði áfram 1 hugum fólksins og á vörum þess“ og fólk af eldri kynslóðinni, af ýmsum stéttum, hefir tjáð mér: þakkir sínar, og heitið mér stuðn- ingi, og meðal þessa fólks eru þjóðkunnir menn, og hefi ég nafn greint nokkra. Ég hefi heyrt, að það sé orðið nokkuð almennt, að menn kalli listaverkið útilegumanninn, eina og áður, og fer þá að verða skilj- anlegt, að það hlé, sem var orðiff á deilunnL var skyndilega rofiíf og ný varnarsókn hafin vegna notkunar Útlaganafnsins. Ég get ekki látið hjá líða aíf láta í ljós furðu mína yfir þvl virðingarleysL sem kemur fraru, í grein herra Páls Líndals gagn- vart hr. Snæbirni Jónssyni, hoa- um eldri manni, þjóðkunnum, mikilsvirtum bókmennta- 03 fræðimanni, en Líndal segir allt ganga út á það í grein hans, aff brjála það heiti, sem höfundue (E. J.) hefir notað um verk sitt, og hefir Sn. J. þó sagt það eitt, sem hann vissi satt og rétt, en hann er einn þeirra manna, semi hefir staðfest það, sem ég hafðl sagt um Einar og útilegumanns- nafnið. Það hafa gert, eins og éð hefi skýrt frá áður, nokkriu menn, sem allir voru góðkunningj ar eða nánir vinir listamannsins, og tveir þeirra syo nánir vinir, aff hann færði þeim að gjöf lista- verk eftir sjálfan sig. Svo mikila mat hann þá og vináttu þeirra, Þeir vissu allir vel hvert var við- horf hans til útilegumannsnafns- ins og þeir þekkja sögu lista- verksins og sögu nafnsins fri upphafi. Og það gerir raunar öU eldri kynslóðin og gerir sér þesa vegna grein fyrir mikilvægi þess, . að það sé í heiðri haldið. Þetta hefur orðið lengra mál eit ég ætlaðL en þar sem ég er si „sökudólgur", sem kom nafndeil- unni af stað, bið ég MorgunblaðiiJ fyrir þessar línur, svo að lesend- um blaðsins megi verða ljósar* hvað fyrir mér hefir vakað Rvk, 19/9—1964 Axel Thorsteinsson. 4 ára barn fyrir bíl Fyrir helgina vildi það til að Sel vogsgrunni, móts við húsið nr, 6, að 4ra ára drengur varð undi* Volkswagenbíl. Drengurinn vae að koma heim með móður sinni, sem ók bílnum, en þau eiga heima að Selvogsgrunni 7. Móta við húsið nr. 6, stöðvaði konaa bílinn og hleypti drengnum út, Sjónarvottar segja að drengur- inn hafi þá gengið fram fyrir bíl inn og lent undir honum er kot» an ók af stað aftur. Segja sjónae vottar ennfremur að drengurina hafi a.m.k. orðið undir aftur- hjóli bílsins. — Hann var fluttuí í Slysavarðsstofuna, en læknar telja það næsta ótrúlegt að hjól ið hafi farið yfir drenginn, þae eð hann virtist í fljótu bragðl ekki alvarlega meiddur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.