Morgunblaðið - 22.09.1964, Síða 21

Morgunblaðið - 22.09.1964, Síða 21
r Þriðjudagur 22. sept. 1964 MORCU N BLAÐIÐ 21 Tonkin - flói og S-Viet Nam: Allsherjarverkfall í Saigon og stjórnin völt Washington, Moskvu, Saigon, Tókíó og Hong Kong, 21. sept. f — NTB, AP — IOHNSON Bandaríkjaforseti eagSi á blaðamannafundi í dag að ekki væri neitt um atburðina á Tonkin-flóa að segja annað en það sem þegar væri frá skýrt, tvö bandarísk herskip hefðu hafið skothríð til viðvörunar og sér til varnar á fjögur ókennileg sjóför, sem komið hefðu aðvífandi að ó- vörum í myrkri og sjógangi á Tonkin-flóanum á föstudagskvöld ið en haft sig á brott við skotin. Ekki væri vitað hverjir hefðu þar verið að verki og ekki heldur hvað þeim hefði gengið til. Sagði Johnson að margir hefðu lagt hart að Bandaríkjunum að grípa til öflugra gagnráðstafana, en „við viljum fara að öllu með gát, því málið er þess eðlis að af- leiðingar þess gætu orðið mjög alvarlegar", sagði Johnson. > Tass-fréttastofan gaf í dag út yfirlýsingu þess efnis, að "banda- rísku herskipin hefðu skotið á fimm óþekkt skip á Tonkin-flóa á föstudagskvöldið og sökkt þrem þeirra. Johnson var spurður hvort hann hefði séð tilkynningu þessa, en kvað nei við. Forsetinn sagði, að Bandaríkin hefðu ekki átt frumkvæðið að átökum þar eystra og þau myndu halda áfram eftirlitsferðum um flóann meðan þurfa þætti, hvort sem Sovétríkj- unum eða öðrum 'aðilum þætti betur eða verr. Saigon Allsherjarverkfalli því, sem hót að hafði verið í Saigon var aflýst í dag, er ríkisstjórnin hafði tekið í taumana. Verkfallið hafði þá staðið fram eftir degi og Saigon verið rafmagnslaus og vatnslaus á meðan. Allsherjarverkfall þetta átti að standa í 48 tíma og var gert til þess að mótmæla banni stjórnarinnar á verkföllum. Um 60.000 verkamenn tóku þátt í verkfallinu, en þúsundir þeirra fóru í kröfugöngu eftir götum borgarinnar fyrr í dag, og allt að 6krifstofum Khanhs forseta, en þar ræddu leiðtogar verkamanna við fulltrúa stjórnarinnar og tókst með þeim samkomulag, en ekki er vitað með hvaða skilmál- um það var. Barizt um helgina Á sama tíma bárust fregnir um sigur stjórnarinnar á herjum kommúnista í norðri. Var þar harður aðgangur um helgina og beitt bæði stórskotaliði, fótgöngu liði, flota og flugvélum, en tveir herflokkar kommúnista sagðir tvístraðir, 64 fallnir og 13 teknir til fanga. Vart varð við ferðir flokkanna er þeir fóru yfir 17. breiddarbauginn, sem aðskilur Norður- og Suður-Vietnam og var þeim veitt fyrirsát 10 kíló- metrum norðaustur af bænum Quan Tri Lítið mannfall varð í liði stjórnarinnar, að sögn. Talsmaður stjórnarinnar í Sai- gon hefur látið svo ummælt að í landamæraviðureigninni um helg ina hafi það komið í ljós að meðal hinna föllnu og fanganna hafi verið margir hermenn úr reglu- legu herliði Norður-Vietnam, en ekki einungis fyrrverandi íbúar Suður-Vietnam, sem sendir hafi verið aftur inn yfir landamærin til skæruliðahernaðar, eins og áð- ur hafi tíðkazt. Átök innanlands Fréttir frá bænum Qui Nhon, sém er inni í miðju landi, herma að stúdentar hafi þar tekið öll völd í sínar hendur, lagt hald á útvarpsstöðina og byrjað útvarps- sendingar þaðan. Eru stúdentarn- ir sagðir styðja hreyfingu, sem hefur það á stefnuskrá sinni að stuðla að frelsi og sjálfstæði lands ins með því að koma á fót lands- nefndum í sérhverju héraði þess. Þá er og tilkynnt um uppreisn í Darlac-héraði og er sagt að þar hafi 31 maður látið lífið, margir fyrir öxi. Ekki hefur frétt þessi fengizt staðfest af hernaðaryfir- völdum, en í fjallahéraðinu Dar- lac hefur mönnum lengi lynt illa við þá sem láglendið byggja. — Vilja fjallabúar — sem eru um milljón að höfðatölu — fá sjálf- stjórn í eigin málum. Hernaðaryfirvöld segja að kommúnistar hafi haft sig mjög í frammi undanfarið og einkum sl. viku. 19. september var líkt á komið með báðum, stjórnarhern- um og liði Viet Cong, og var mannfall þá 236 af hinum fyrr- nefndu en 270 af hinum síðar- nefndu. Viðbúnaður í Hanoi Kínverska fréttastofan „Nýja- Kína“ tilkynnti í dag að gerðar hefðu verið sérstakar „neyðar- ráðstafanir“ í Hanoi, höfuðborg Norður-Vietnam, með hugsanlega innrás Bandaríkjanna fyrir aug- um. Fréttastofan hafði þetta eftir tilkynningu frá Hanoi og sagði í henni, að gerðar hefðu verið allar ráðstafanir til þess að tryggja eðlilegt atvinnulíf, verksmiðju- rekstur og skólagöngu meðan hernaðarástand ríkti, ef til þess kæmi, að Bandaríkjamenn gerðu innrás í landið og beittu fyrir sig atviki því er þeir hefðu soðið saman að skeð hefði á Bac Bo (Tonkin-flóa) 18. september sl. Væru leiðtogar stjórnarinnar í Hanoi og foringjar kommúnista- flokksins þar sem og einnig for- Chou En-lai kominn aftur Tokíó, 21. sept. — AP.: — CHOU EN-LAI, forsætisráð- herra Kína, tók aftur við störf- um í dag, eftir „40 daga fjar- veru frá opinberu lífi“ eins og Peking-útvarpið komst að orði. Chou En-lai hefur hvergi kom ið fram opinberlega siðan 10. ágúst sl. og lék það orð á, að forsætisráðherrann, 'sem nú er 66 ára gamall hefði undirgengist minniháttar skurðaðgerð, þótt ekkert hefði verið tilkynnt um það opinberlega. Útvarpið í Peking gat þess ekki ítarlega, er forsætisráðherr ann tók við störfum á ný, en sagði að meðal fyrstu embættis verka hans í dag hefðu verið við ræður við fyrsta sendiherra Kongó-Brazzaville til Kína, Alp honse Bayonue. svarsmenn helztu stofnana og at- vinnufyrirtækja við öllu búnir, að sögn fréttastofunnar. Brezkt blað í Hong Kong bar fram þá fyrirspurn í dag, hvort eftirlitsferðir bandarískra skipa svo skammt úti fyrir ströndum Norður-Vietnam væru bráðnauð- synlegar og sagði að þær virtust engan veginn stuðla að lausn mála þar. „Þessar ferðir eru hættulegar og færa Bandaríkin nær þeirri styrjöld sem þau hafa til þessa reyrit að forðast", segir blaðið. — Reyndi að bjarga Framhald af bls. 32 flota Bandaríkjanna, var á verði við flugval'largirðingunia þar skamimt frá. Heyrði hann hróp- in í drenigjunum og sá hvað um var að vera. Hringdi hann upp á fluigvötllinn og bað um að send yrði hjálp, en sjálfur fór hann niður að sjónum, dreif sig úr fötum, og lagðist til sunds. En flekann bar hratt undan og þegar hann loks náði til hans var hann orðinn að fram kom- inn af þreytu og kulda. Dreng- urinn á flekanum, sem er 11-12 ára gamall, reyndi að ná hon- um upp á flekann og tókst hon- um að haflda honum uppi. Helikopterflugvél ai Keflavík urflugvelli kom á vettvang og náði báðum mönnunum af flek- anum. Drengnum hafði ekki orð- ið meint af,f en undirforiniginn Var látinn af vosbúð, og á- reynslu áður en komið var með hann í sjúkrahúsið á flugvell- inum. Minningarathöfn um Rodney E. Taylor fer fram í kapellunni á Keflavíkurflugb&lli á þriðju- dag. — Afurðaverð Framhald af bls. 32 naesta Alþingi frunlvörp að bú- fjárræktarlögum og jarðræktar- lögum, sem feli í sér að jarð- rælktarframlög hækki á næsta ári um allt að 30% í heild mið- að við sömu framkvæmdir og 1963. Jarðræktarstyrkurinn verði greiddur samkvæmt sérstakri vísitölu, sem miðast við fram- kvæmdabostnað. Bráðabingðaá- kvæði við jarðræktarlögin tryggi bændum fjárfnamlag til uppsetningar á súgþurrkunar- tækjum með mótor og blásara, er nemi að meðtöldum jarðrækt arstyrk Vs kostnaðar. Sé um færanlegia vél að ræða skal styrk urinn miðast við hæfilega stóran rafmagnsmótor. 3ráðabirgða- ákvæði þetta gildir næstu 5 ár. III. Verja skal árlega næstu 5 ár allt að kr. 5 milljónum til aðstoðar þeim bændum, sem verst eru settir, etftir nánari á- kvæðum og í samráði við Bún- aðarfélag íslands, landnáms- stjóra og stjórn Stéttarsambands bænda.“ Fulltrúar bænda í sex-manna- nefndinni gera ráð fyrir að aukn ing afurðalánanna geri slátur- leyfishöfum og mjólkurbúm fært að hækka fyrstu útborgun til bænda um 10%. Vegna samkomulags rikis- stjómar, verkalýðsfélagnna og atvinnurekenda frá 5. júní s.L koma verðhækkanir á landbún- aðarvörum fram í hækkuðu kaupi miðað við kaupgreiðslu- visitöliu nóvemibermánaðar, nema til komi auknar niður- greiðslur. Ekki er búið að á- kveða endanlega hverjar verða niðurgreiðslur. úr ríkissjóði og er því eftir að ljúka útreikningi útsöluverðs einstakra vöruteg- unda. Lokið verður við þá útreikn- inga og nýtt verðlag landbún- aðaavara auglýst næstu daga. — Óðinn Framhald af bls. 32 skipstjórar þeirra um borð í Óðin. Neituðu þeir báðir að hafa verið að veiðum, en viður- kenndu að hafa verið innan fiskveiðimarkanna, en báðir sögðust hafa verið með vélar- bilun. Þegar réttarhöldin hófust í dag komu fyrir réttinn yfir- menn varðskipsins, Jón Jónsson, skipherra, Helgi Hallvarðsson, 1. stýrimaður, Þorvaldur B. Axelsson 2. stýrimaður og Krist- inn Árnason, 3. stýrimaður. Lagði skipherra fram skýrslur um staðarákvarðanir og töku togaranna og stýrimenn báru vitni. Því næst' kom fyrir rétt- inn William Spearpoint, 26 ára gamall, skipstjóri á Wyre Van- iguard frá Fleetwood. Viður- kenndi hann að hafa verið fyrir innan fiskveiðimörkin vegna vélarbilunar en hélt fast við þann framburð að hann hefði ekki verið að veiðum. í kvöld komu fyrir réttinn 1. vélstjóri og bátsmaður á Wyre Vanguard. Síðan kom aftur fyrir réttinn William Spearpoint, skipstjóri og var honum kynntur framburður varðskipsmanna og skipverja sinna og svaraði hann nokkrum spurningum. Var þá rannsókn málsins lokið og því vísað til saksóknara ríkisins, sem ákveður hvort höfða skuli mál á hendur skipstjóra. Réttarhöld í máli Richards Taylors á James Barrie hefjast kl. 11 í fyrramálið. -— H.T. Eldur í Akra- borg ó Akareyrl Akureyri, 21. sept.: — KL. 7:30 í gærmorgun kom upp við syðri Torfunesbryggjuna hér, Matsveinninn ætlaði að fara að hita morgunkaffi, þegar eldurinn breiddist skyndilega út um allt eldhúsið, en olíueldavél er í skip inu. Matsveinninn hljóp þegar I land og hringdi í slökkviliðið, sem kom nær samstundis. Eldur inn var þá orðinn mjög magn- aður, en aðallega logaði í olíu, sem runnið hafði út á gólfið. Slökkviliðinu tókst að kæfa eld- inn fljótlega. Skemmdir urðu litl ar sem engar á skipinu. — Sv. P. — Svíjb/óð Framhald af bls. 32 að aukin yrði samvinna sú við miðflokkinn sem verið hefði sl. ár. Gunnar Hedlund, leiðtogi mið flokksins, lét sér nægja að segja að úrslit kosninganna hefðu ver- ið miðflokknum í hag. Þjóðflokkurinn hefur fengið jafnmörg þingsæti í þessum kosningum og í kosningunum 1960, 40 talsins, en miðflokkur- inn 37 í stað 34,áður. Þó er gert ráð fyrir, að utankjörstaðarat- kvæði kunni að breyta þessu þannig að hlutföllin verði 41 þingsæti þjóðflokknum til handa og 35 fyrir miðflokkinn. Einnig er ráð fyrir því gert, að utankjörstaðaratkvæðin fækki jþingsætum sósíaldemókrata úr 117 í 114—115, en hægriflokkur- inn fær sennilega 32 þingsæti í stað 28. Kommúnistar hafa unnið þrjú þingsæti og fá nú átta þingsæti í stað fimm áður. Þetta er mesti kosningasigur kommúnista síðan 1944, en þá fengu þeir 12 þing- sæti. Er þetta einkum þakkað hin um nýja foringja þeirra Carl- Henrik Hermannsson, sem heldur því fast fram að hann sé óháður Rússum og þjóðlegur i steínu sinni. KommúnLstaf!okkurinn er eini flokkurinn sem bæði jók fylgi sit-t og bætti við sig þing- sætum i kosningum þessum. Erlander forsætisráðherra, sem gegnt hefur embættinu um 19 ára skeið og eflaust mun gegna því áfram lét í ljósi óánægju sína með fylgistap flokksins, en hann hlaut um 2% færri atkv. en við síðustu kosningar. Einkum missti flokkurinn fylgi í Norður-Sví- þjóð og helzt munu það hafa verið miðflókkurinn og komm- únistaflokkurinn sem góðs nutu af því. Miðflokkurinn fékk fyrsta iþing sæti sitt í Stokkhólmi í þessum kosningum og kvaðst Hedlund flokksleiðtogi hæstánægður með það, nú væri flokkurinn að ná fótfestu í stórborgunum líka. Miðflokkurinn kom engum manni að í Gautaborg og heldur ekki í hinni kyndugu samsteypu Málmhauga, Lundar, Landskrona og Hálsingbörg, en þar fékk „Medborgerlig samling“ 27% at- kvæða og þar með 3 þingmenn. — Kvikmyndir Framhald af bls, 17 kraftajötuns sem er að springa af tilíinninguim sem hann getur ekki látið i ljós öðruvisi en í útrás krafta sinna; sem á sterk- ustu augnablikunum getur að- eins talað með hnefiunum. Harr- is leikur ýmist á andstæðum pól um ruddaskapar og viðkvæmni og persóna hans er svo sterk, að áhorfandiran sér hann ekki «ft aðeins á tjaldinu heldur finnuor næstum líkamlega návist hans. Rachel Roberts túlkar sömuleið- is mjög vel frú Hammond, sjálf- skipaðan píslarvott fiortíðarinn- ar og aðrir leikendur eiga stór- an þátt í áhrifamætti myndariran ar, sem nær þó ekki þtrí að kall- ast meistaraverk, en er óvenju- legt kvikmyndaverk og á heimt- ingu á eftirtekt allra sem kvik- myndum unraa. Tónlistin í myndinni er spar- samleg og eins og kvikmynda- tóralist á að vera, í stað hiras venjulega Hollywood-hávaða sem oftast er eins og sýróp út í sætsúpu. Pétur Ólafsson 3|a herb. Ibúð við Alftamýri Höfum verið beðnir að selja íbúð á 4. hæð í nýju sambýlishúsi við Álftamýri. Harðviðarinnréttingar, hitaveita, þvottavélar malbikaða götu. í sameign. Húsið stendur við Ásvallagötu 69. Símar 21515 og 21516. Kvöldsími 33687.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.