Morgunblaðið - 22.09.1964, Síða 31
Þriðjudagur 22. sept. 1964
MORCU NBLAÐIÐ
31
Verður reynt að
,skapa‘ höfn í Surtsey
Bíðum þess, að gerf
verði tilkall til vélarinnar
segir Þórður Hermannsson
• •
á Ogra
Vi-ð á Ögra vorum staddir
um 4 mílur út af Hópnesi á
sunnudag, þegar við urðum
varir við ferðir björgunarflug
vélarinnar og þyrlunnar frá
Keflavíkurflugvelli, sagði
Þórður Hermannsson skip-
stjóri á Ögra frá Hafnarfirði í
gær. Klukkan 15,45 heyrði ég
í talstöðinni, að flugvél hefði
nauðlent þarna úti á sjó og
fórum við þegar á staðinn. Við
vissum, að manninum hafði
verið bjargað, en ætluðum að
kanna verksummerki. Þegar
klukkan var liðlega sex kom
um við að flugvélinni, sem
þar var á floti. Við settum út
bát, og reipi var komið undir
vélina, sem síðan var lyft upp
á þilfarið á Ögra. Það sáust
litlar sem engar skemmdir á
vélinni, en okkur var ekki
■
Þórður Hermannsson,
skipstjóri.
kunnugt um, hve vandmeðfar
in hún var, og þess vegna
laskaðist hún hjá okkur, þeg
ar við innbyrtum hana. Vél-
ina fluttum við hingað til
Reykjavíkur um kvöldið og
var hún flutt suður á flugvöll
eftir hádegi í dag.
— Hve alvarlegar eru
skemmdirnar?
— Nokkrir fróðir menn litu
á vélina í dag og voru ekki á
einu máli um hversu miklar
skemmdirnar væru.
— Var mikið vatn í vélinni,
þegar þið komuð á vettvang?
— Nei, það var lítið — rétt
aðeins á gólfinu. Flugmaður-
inn skildi eftir opnar dyr og
þess vegna flæddi inn í hana.
En það var lítið sem ekkert.
— Þið gerið tilkall til eign
arréttar á vélinni?
— Við álítum þetta algjöra
björgun, eins og t.d. á skips-
flaki, sem fyndist á reki. Við
bíðum þess nú, að einhverjir
aðilar geri kröfu til fiugvélar
innar og förum að lögum.
Heræfingar NATO
á Noróur—Atlants-
hafi
NÚ HÖFUM við í síðustu 10 mán
uðina orðið vitni að sköpun lands
þar sem Surtsey er. Og þá hefur
mönnum farið að detta í hug að
gott væri nú að geta ráðið því
hvernig slíkt land verður, og ís-
lendingum dettur þá auðvitað
fyrst í hug að einna mikilvægast
sé að fá góð hafnarskilyrði. Og
því ekki það?
Þessari hugmynd hefur skotið
upp hjá ýmsum, allt frá bónda
austur í Hreppum, sem skrifaði
dr. Sigurði Þórarinssyni um
— /jb róttir
Framhald, af bls. 30
föstu skoti í hliðarnet KR, en
rnínútu síðar voru KR-ingar í
sókn og Kjartan markvörður
ÍBK lét tiltölulega auðveldan
knött smjúga í igegn um greipar
sér. Úr þessu varð ekki mark,
en það kom mín. síðar er jarðar-
Ibolti frá Ellert Schram af 25
færi skreið undir Kjartan mark-
vörð, er var of seinn að kasta
sér.
Nú vantaði KR herzlumun-
Inn til að sigra, en þrátt fyrir
hörkusókn síðustu mínútur
leiksins lauk honum með jafn-
tefli og sigri Keflavíkur í I.
deild.
Jafntefli f þessum leik voru
ekki óréttlát úrslit. Keflavík átti
fyrri hálfleikinn og marktæki-
færi KR í síðari hálfleik voru
tnörg Oig hættuleg.
Lið KR var í byrjun leiktíma-
bilsins talið vera sterkasta
knattspyrnuliðið í I. deild. Síðan
hefur liðið verið á niðurleið. Þó
bjóst maður við, eftir blaða-
fregnum af leik liðsins í Liver-
pool að KR-ingar væru aftur að
»>á sér á strik. Svo virðist þó
ekki vera. Það mun hafa háð
liðinu, að Gunnar Guðmansson,
landsliðsmaður og sameiningar-
tákn framlínunnar, lék ekki með
vegna meiðsla og að hinn efni-
legi Theodór Guðmundsson varð
að yfirgefa völlinn á fyrstu min.
leiksins er hann fékk spark í
læri. Vörn KR var eins og fyrr
segir sterkasti hluti liðsins, en
leikur framherjanna var oftast
í molum.
í liði hinna nýbökuðu íslands-
fneistara áttu aldursforsetar
liðsins, þeir Högni Gunnlaugs-
son og Sigurður Albertsson, báð-
ir ágætan leik. Högni var sem
klettur í miðjunni og Sigurður,
«em gætti Ellerts Schram vann
mörg skallaeinvígi og er það ekki
á allra færi.
Ungu mennirnir f liðinu, Karl
Hermannsson, Rúnar Júlíusson,
Hóimbert Friðjónsson, Einar
Magnússon og Magnús Torfason
ráða allir yfir knattmeðferð, sem
er með því bezta, sem sézt hjá
íslenzkum knattspyrnumönnum
í daig. Síðarihluta sumars hefir
þeim tekizt að notfæra sér leikni
sína og útfæra stuttan samleik
betur heldur en önnur lið hafa
gert síðan KR var á hátipdi
frægðar sinnar. Að vísu tekst
þeim ekki að halda þessari leik-
aðferð ennþá nema kafla og
kafla í leiknum, en þeir eru
áreiðanlega á réttri leið.
Tveir KR-ingar eru mennirnir
sem standa að baki sigurs Kefla-
vikur, þ'eir bræðurnir Óli B.
Jónsson og Guðbjörn Jónsson.
Guðbjörn þjálfaði liðið í fyrra
og lagði grundvöllinn, sem Óli
bróðir hans hefir byggt starf
sitt á í sumar. Árangurinn af
SLar^ Þeirra bræðra sannar bezt,
bvílík lifsnauðsyn hverju liði er
«ð hafa góða þjálfara. Og þjálf-
«iar koma því aðeins að notum,
»ð leikmenn hlíði fyrirmælum
þeirra. Það hafa hinir ungu
Keflvikingar gert.
Morgunblaðið óskar Keflvík-
ingum tii h«riungj u með sigur-
Itfin
þetta, og til vísindamanna á borð
við próf. Þorbjörn Sigurgeirsson.
Við hringdum því til Þorbjarnar
og vildum ræða málið við hann.
Hann lét lítið yfir, neitaði ekki
að sér hefði flögrað þetta í hug,
en bætti því við að málði væri á
slíku frumstigi að varla væri um
það talandi. Þetta hefði bara ver
ið rætt og auðvelt sé að „speku-
lera“. Það sé þó ekki eintóm
fjarstæða, og vel þess virði að
reyna að hafa þannig áhrif á
hraunstrauminn að hann renni
eins og bezt hentar til að mynda
höfn á Surtsey.
Óneitanlega væri þetta
skemmtileg tilraun og ef hún
tækist, væri það í fyrsta skipti í
heiminu, sem’ maðurinn lagaði
land sitt til eftir eigin höfði með
an það væri að skapast.
Eldur í bíl í
Eyjafirði
Akureyri 21. septerriber.
BIFREIÐIN A-4Ö4, sjö manna
Buick, skemmdist mikið af eldi
í kvöld, þar sem hún stóð á1
þjóðveginum skammt frá Lauf-
ási við Eyjafjörð. Eigandinn,
Kristinn Jónsson, forstjóri, var á
leið til Mývatns við annan mann,
þegar bilunar varð vart í bílnum.
Fóru þeir heim á bæinn Áshól,
til þess að fá að hringja til Akur-
eyrar eftir viðgerðarmanni. Voru
þeim boðnar kaffiveitingar á
bænum meðan þeir biðu, en með
an á kaffidrykkjunni stóð, sáu
þeir út um glugga að tekið var
að rjúka úr bílnum. Var brugðið
hart við og farið með vatn á
vörubíl til að slökkva. Tókst
það bráðlega, en bíllinn skemmd-
ist mikið, m. a. brann afturhjól-
barði og aftursæti og er bíllinn
óökufær.
Sérstaklega er rómuð vaskleg
framganga Reynis Jóhannssonar,
Áshóli við slökkvistarfið. - Sv.P.
Drengur féll úr
nýbyojriníiu
Á SUNNUDAGINN féll 8 ára
drengur niður úr byggingu í
Kópavogi og fékk höfuðhögg.
Var hann að leika sér ásamt öðr-
KOSNINGAR til 29. þings AI-
þýðusambands íslands hófust sl.
laugardag, og hafa þegar verið
kjörnir fulltrúar í nokkrum fé-
lögum.
í Félagi islenzkra rafvirkja var
listi stjórnar og trúnaðarráðs
sjálfkjörinn, en hann skipa Ósk-
ar Hallgrímsson, Magnús Geirs-
son, Sveinn Lýðsson, Kristján
Benediktsson og Sigurður Sigur-
jónsson. Varafulltrúar eru Krist-
ján Bjarnason, Bjarni Sigfússon,
Jón A. Hjörleifsson, ólafur V.
Guðmundsson og Gunnar Bach-
mann.
í Félagi islenzkra hljómlistar-
manna var kosinn Elfar Berg
Sigurðsson og til vara Guðmund-
ur Finnbjörnsson.
í verkalýðsfélaginu Bárunni á
Eyrarbakka var kosinn Gestur
Sigfússon.
í Félagi járniðnaðarmanna í
um dreng í nýju heilsuverndar-
stöðinni um kl. 2 e.h. þegar slys
ið varð.
Hinn drengurinn tilkynnti lög
reglunni slysið. Var litli drengur
inn fluttur á Slysavarðstofuna og
þaðan á Landakotsspítala.
Listi lýðræðis-
sinna í Trésmiða-
félagi Reykja-
víkur
LÝÐRÆÐISSINNAR í Trésmiða
félagi Reykjavíkur lögðu fram
lista til fulltrúakjörs á Alþýðu-
sambandsþing sl. föstudag. List-
inn er þannig skipaður: Harald-
ur Sumarliðason, Kristinn Magn
ússon, Lúther Steinar Kristjáns
son, Guðmundur G. Sigfússon,
Erlingur Guðmundsson og Guð-
jón Ásbjörnsson. Til vara: Ólaf
ur Ólafsson, Knuth Helland, Þor
valdur Karlsson, Sævar Örn
Kristjánsson, Jón H. Gunnarsson
og Ingólfur Gústavsson.
Kosið verður í félaginu bráð
lega.
Reykjavík var listi stjórnar og
trúnaðarmannaráðs sjálfkjörinn.
Hann skipa Snorri Jónsson,
Tryggvi Benediktsson, Kristinn
Ág. Eiríksson, Ingimar Sigurðs-
son og Guðjón Jónsson. Vara-
menn eru Einar Siggeirsson,
Erlingur Ingimundarson, Jón
Jónsson, Guðmundur Rósinkrans-
son og Hafsteinn Guðmupdsson.
í Verkalýðsfélaginu Einingu á
Akureyri varð listi stjórnar og
trúnaðarmannaráðs sjálfkjörinn,
en hann skipa Björn Jónsson, Þór
hallur Einarsson. Vilborg Guð-
jónsdóttir, Björgvin Einarsson,
Auður Sigurpálsdóttir, Haraldur
Þorvaldsson og Margrét Magnús-
dóttir. Varamenn ei-u Bjöm
Gunnarsson, Adolf Davíðsson,
Jónína Jónsdóttir, Freyja Eiríks-
dóttir, Kristján Larsen, Eiður
Aðalsteinsson og Margrét Vil-
mundardóttir.
London, 21. september, AP.
MIKLAR heræfingar fara nú
fram á Norður-Atlantshafi á veg
um Atlantshafsbandalagsins og
taka þátt í þeim um 160 skip, 170
flugvélar og meira en 30.000
manns frá sjö aðildarríkjum
bandalagsins, Bandaríkjum N-
Ameríku, Stóra-Bretlandi, Frakk
landi, Noregi, Belgíu, Danmörku
og Hollandi.
Yfirmenn heræfinganna verða
Bandaríkjamaðurinn Harold
Pace Smitlh, aðmiráll, fyrir flota
Bandaríkjanna og Sir Wilfred
Woods, aðmíráll úr brezka sjó-
hernum.
Aðallega verða þessar æfingar
í árásum á sjó, kafbátahernaði,
tundurduflalag.ningiu og slæðingu
og vernd skipalesta. Æfingarnar
munu standa fram til 2. október
n.k.
Þeir sem þátt taka í heræfing-
unum munu skipta liði og eigast
við Bláir og Rauðir, árásir verða
gerðar á skip á ha.fi úti og við
Noregsstrendur, ráðist verður á
kaupskipalest, sem í verða ýmis
flutningaskip, er fengin voru sér-
staklega til þess hlutverks, og
hún varin. Þá verða tundurdufl
lö,gð og þau slædd og ýmsar aðr-
ar hernaðaraðgerðir æfðar.
„Við vonum að þetta verði
raunverulegustu heræfingar í
sjóhernaði sem nokkru sinni hafa
verið gerðar“ sagði Frank Man-
son, höfuðsmaður, talsmaður
Bandaríkjaflota, í varnarmála-
ráðuneytinu brezka í dag. Að-
spurður hvort sovézkir togarar,
búnir elektróniskum tækjum
myndu ekki líklegir til þess að
láta í ljós töluverðan áhuga á
Orgelleikari Akra-
ness í Dómkirkj-
unni
Akranesi, 21. september:
HAUKUR Guðlaugsson, orgel-
leikari á Akranesi, heldur orgel
hljómleika í Dómkirkjunni í
Reykjavík næstkomandi miðviku
dag, 23. september kl. 21. Á efnis
skránni eru verk eftir Dietrich
Buxtehude, Johann Sebastian
Bach og Pál ísólfsson. — Oddur.
þessum heræfingum bandalags-
ins svaraði Manson: „Við höfum
haldið þessu leyndu eftir bezfeu
getu fram til þessa. Betur gátum
við ekki gert“. Hann kvað fjölda
sovézkra flugsveita og flotadeilda
hafa verið á vakki á Atlantshaf-
inu í sumar og að líkindum
væru einhverjir eftir þar enn, og
sennilegt að Rússar myndu reyna
að sjá hvað fram færi. Bkki vair
tilkynnt hvar æfingarnar færu
fram fyrr en skömmu áður en
skipin lögðu upp í ferðina þang-
að, og var það gert til að fyrLr-
byggja að Rússar eða aðrir hefðu
nokkrar spurnir af þeim. Á
sunnudag kom fjöldi skipa sam-
an úti fyrir íslandsströndum til
þess að taka eldsneyti og voru
það þau sem tilheyrðu Bláliðum
(Blue Strike Force) en á mánu-
dag í dag fór skipalest frá Wey-
moutlh á suðurströnd Englands
og hélt í suðvestur.
Talsmaður Bandaríkjaflota lét
svo ummælt í dag að heræfingar
þessar væru hinar mikilvægustu.
Það væri Atlantshafsbandalag-
inu brýn nauðsyn að ráða lögum
og lofum á Atlantsihafinu og
standast Rússum allan snúning
þar.
(Sjá grein annars staðar í btað
inu).
Leiðrétting
í FRÁSÖGN minni af 90 ára af-
mæli Isafoldar sl .laugardag, er
vitnað í grein um Björn Jónsson,
sem birtist í ísafold 21. des. 1912.
Stóð undir henni í blaðinu; Jóh.
Jóhannesson. Hefur þessi grein
almennt verið eignuð Jóhannesi
Jóhannessyni fyrrv. bæjarfógeta
á Seyðifirði og síðar í • Reykja-
vík. Var svo einnig gert í minni
grein.
í efnisyfirliti við minningar-
rit um Björn Jónsson, þar sem
greinin er tekin upp, er höf-
undur hennar nefndur Jóhann
Jóhannesson. Liggur því fyrir
örugg heimild um að greinin var
eftir Jóhann Jóhannesson kaup-
mann, kunnan borgara hér í
Reykjavík á þeim tíma. Var hann
bróðir Sigurðar Júl. Jóhannes-
sonar skálds. Þetta sýnir hve oft
getur valdið misskilningi þegar
menn skammstafa nöfn sín, ekki
sízt þegar frá líður. — S. Bj.
Kosningar til
Alþýðusambands-
þings